Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. 19 Sigtúnsreiturinn eins og hann litur út úr háloftunum í dag. Þegar eru hafnar framkvæmdir við fyrsta áfanga húss Verkfræðingafélags islands. Reykjavíkur veröi byggöur á svæðinu milli Blómavals og Ásmundarsafns. Upphaflega var gert ráö fyrir aö hús Heilsuræktarinnar yröi byggt vestur af Blómavali. Samkvæmt samþykkt borgarstjórnar hefur lóöin veriö endurheimt og er henni enn óráöstafað. Fyrir nokkru eru byggingar- framkvæmdir hafnar viö fyrsta áfanga húss Verkfræðingafélags lslands. Þaö hús stendur suður af Blómavali. Til beggja hliða viö hús Verkfræðingafélagsins er síðan gert ráö fyrir nýbyggingum. Alls eru þaö 7 hús sem þarna munu rísa. Nýtingar- hlutfall á þessum lóöum veröur 0,35 hámark. Þegar hefur verið úthlutað lóðum til tveggja heildsalna og Dans- skóla Sóleyjar. Þá hafa Kiwanis- umdæmiö á Islandi og Breiöfirðinga- féiagið í Reykjavík fengið fyrirheit um lóöiráþessusvæði. Fyrir alla borgarbúa „Svæðinu er ætlaö aö draga fólk aö sér með fjölþættri starfsemi og ætti þjónusta þarna aö beinast aö þörfum íbúa í hverfinu, sem og allra borgar- búa sem vilja njóta útivistar og sækja í starfsemi sem þarna mun fara fram. Við skipulagninguna hefur verið leitast viö aö gera fötluðu fólki, öldruöum og börnum auövelt aö komast leiöar sinnar og miðað við að koma á móts viö sérþarfir þeirra,” segir Helga Braga- dóttir arkitekt. Hér hefur aöeins veriö drepiö á nokkra þætti skipulags svæðisins sem án efa á eftir aö auðga borgarlífiö. APH Hjálparsveitirskáta: Fjórir nýir snjóbflar Nýlega flutti Landssamband hjálparsveita skáta til landsins þrjá snjóbíla af Flexomobil-gerð og hafa hjálparsveitir skáta í Kópavogi, Hafnarfirði og Isafiröi keypt bílana. I október er fjóröi bíllinn væntan- legur og fær Hjálparsveit skáta í Reykjavík þann bíl. Kassbohrerverksmiöjurnar í V- Þýskaiandi gerðu LHS mjög hagstætt tilboð viö kaupin á bílunum. I fréttatilkynningu frá sambandinu segir aö þeir komi til með aö veröa mjög mikilsverð viöbót við tækja- kost hjálparsveitanna. Vígslubiskup heim að Hólum Héraðsfundur Húnavatnsprófasts- dæmis, sem haldinn var á Hvamms- tanga fyrir skömmu, styður þá hugmynd aö embætti vígslubiskups Hólastiftis veröi flutt aö Hólum. Fundurinn telur aö slíkt eigi m.a. eftir aö auka á reisn staöarins. Tekiö er undir þær hugmyndir sem fram hafa komið um þetta mál meðal norölenskra presta. Einnig fagnar fundurinn yfirlýsingum núverandi vígslubiskups um aö embættiö veröi flutt aö Hólum. m LAUSAR STÖÐURHJÁ VJ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Forstöðumann við félagsmiðstöðina Þróttheima. Forstöðumann við nýja félagsmiðstöð við Frostaskjól. Um er að ræða hálft starf til áramóta, en fullt starf þaðan í frá. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. Upplýsingar veitir æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Frí- kirkjuvegi 11, sími 21769. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsókn- areyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 20. september 1985. LJOS - GUFA - KAFFI KONUR Þriðjud. — fimmtud. — laugard. • MÚSÍKLEIKFIMI • ÞREK • SLÖKUN Þjálfari o Margrét Bjarnadóttir. KARLAR Mánud. — miðvikud. — laugard. « LEIKFIMI • ÞREK • SLÖKUN © LJÓS — GUFA — KAFFI Þjálfari Valdimar Czizmowski. tnnritun og upplýsingar i Gerp/uhúsi og símum 74925og 74907. IÞRÓTTAFÉLAGIÐ GERPLA PISA puntar upp á Já ekki nóg með það þvi að Pisa hornsófinn, sem er bólstraður með buffalóskinni a slitflotum, er einhver Mesta úrval landsins af sófasettum. þægilegasti sófinn á markaðnum að sitja og liggja i. Breidd 210 cm, lengd 260 cm. Margir litir (fæst einnig f áklæði). Útborgun er 30% og eftirstöðvar á 6 mánuðum. Stað- greiðsluafsláttur 5% og að sjálfsögðu eru kreditkortin bæði tekin sem útborgun á samninga og staðgreiðsla. greiðsla. BÚS6A6NAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.