Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur þeim, en með því að taka einum 4 núm- erum stærra en barniö raunverulega þarf og klippa neðan af buxunum má fá ágætar buxur fyrir lítið verð. Flauelsbuxurnar í Hagkaupi (nr. 128) kostuöu 429 kr. en stærri buxur voru á 749 kr. Utsala var á gallabuxum (frá stærð 140) og kostuðu þær ekki nema 299 kr. Þannig er hægt að fá buxur á mjög hagstæðu verði ef vel er að gáð. Striga- og íþróttaskór vinsælastir Algengusti skófatnaður barnanna eru strigaskór — og gúmmístígvél verða auövitaö allir að eiga. Sennilega eiga ekki allir krakkar spariskó í dag, eins og þótti alveg bráðnauðsynlegt fyrir nokkrum árum. Gífurlegt úrval er af íþrótta- og strigaskóm og virðist vera líkt verð í bæði sportvöruverslunum og mörkuöunum. Verð á gæðaskóm virð- ist svipað en mikill munur á milli tegunda. Skórnir, sem eru með heims- frægum vörumerkjum, eru mun dýrari en hinir sem geta verið allt að helmingi ódýrari. Vinsælir skór úr rúskinni, leðri og nylon, mjög sterklegir, kostuðu 1.164 kr. í Hummelbúðinni. Þá voru einnig til þar skór á 399 og var okkur sagt að þeir væru mikið teknir til nota í leik- fimi. I Sportvali voru mjög sterklegir skór úr rúskinni á 1.299. Þeir voru einnig til í Hagkaupi á sama verði. Á öllum stöðunum, sem við fórum á, voru til bæði ódýrari og dýrari íþrótta- og strigaskór. Nema í Vörumarkaðinum, þar var aðeins ein tegund og það á niðursettu verði, 475 kr., bláir skór úr leðri. I Hagkaupi stóð yfir útsala í skó- deildinni og mátti gera þar ótrúlega góð kaup. Sem dæmi má nefna að skór, sem áður kostuðu 589 kr. voru lækkaöir í 299 kr., og strigaskór, sem nota mætti til innanhússleikfimi, kostuðu ekki nema 59 kr. Þar voru einnig til íþróttaskór með svokölluðum frönskum rennilás á 599 kr. Má geta þess að þarna voru til ökla- stígvél fyrir fullorðna á aðeins 199 kr. Afgreiðslustúlkan sagði okkur að þessi skófatnaður hreinlega rynni út, suma dagana seljast allt að 500 pör. I byrjun útsölunnar voru til striga- skór á 10 kr., en þeir voru allir seldir. Þá er eftir að geta um verð á gúmmí- stígvélum. I þeim skófatnaði ræður tískan ríkjum eins og annars staðar. 1 báðum stórmörkuðunum sem við • Með því að taka svona fjórum númerum stærra en barnið þarf og klippa neðan af buxunum má fá ágætar og ódýrar buxur. Lovisa Viðarsdóttir i Miklagarði. • Það er stór stund fyrir litla stúlku að fá nýja yfirhöfn, sárstaklega ef hún er nú að fara að byrja í skólanum. Úlpa i Hagkaupi mátuð. DV-myndir Vilhjálmur. • Vinsælasta taskan á markaðnum í dag er Salomon-taskan, sagði Mari- anna Friðriksdóttir i Sportvali. Taskan er til þess að hafa á bakinu, mikið tekin sem skólataska handa þeim yngstu og kostar 690 kr. Loks voru til mjög hlýleg sett, jakki og buxur, í stærðunum 110—170 og kostaði settið tæpar 2 þús. kr. Það var vinsælt og búnar að koma nokkrar sendingar. I Hagkaupi voru nýkomnar úlpur á allt aö 12 ára á 1.989—2.239 kr. Þær voru vatteraðar og með hettu. Þar voru til Don Cano úlpur, mjög vandað- ar, á 6—14 ára og kostuðu 3.189 kr. Buxurnar Það ætti ekki að vera vandi að fá venjulegar buxur á krakkana því úrvalið viröist gott í þeim þrem verslunum sem við heimsóttum. I Vörumarkaðnum voru til gallabuxur með mjög góðu sniði, teygju aö aftan, sem hentar sérlega vel á granna krakka. Þær kostuöu 695 kr. Þar voru einnig til buxur úr fínriffluðu flaueli á „góðu” verði eða 535 kr. Fóðraðar bómullarbuxur kostuöu 1.185 kr. (frá stærö 128) og venjulegar flauelsbuxur voru til á 2.250 kr. Bómullarbuxur voru til í Miklagarði frá kr. 669 og gallabuxur frá 635 kr. Flauelsbuxur í litlum stærðum voru til á 419 kr. Odýrustu buxurnar þar voru flauels- buxur á 349 kr. Mikið vansnið er á • Gufllaug Jóhannsdóttir i Hagkaupi sýnir okkur útsölustigvél sem kostuðu 199 kr. Þar var hægt að gara gófl kaup i útsöluskóm. heimsóttum mátti fá stígvél á hærri og lægri verðkantinum. Stígvélin sem „allir vilja” eru þessi gömlu svörtu og kosta 975 kr. í Miklagarði og á niður- settu veröi 599 kr. (úr 900 kr.). I fyrri búðinni voru til mjög falleg stígvél, rauð og blá með hvítum botni, á aðeins 335 kr., gæðaleg stígvél úr gúmmíi. I Hagkaupi voru til stígvél niður í 99 kr., en þau eru úr plasti og voru um það bil að seljast upp er DV var á ferðinni. Upptalning okkar er auðvitað ekki tæmandi því fjölmargar verslanir hafa þennan umrædda skólafatnað á boð- stólum og skóbúðir eru á hverju strái. Þetta sýnir aðeins að betra er að fylgjast vel með því hvar eru útsölur og því miöur verður að segjast að nauðsynlegt getur reynst að fara á fleiri en einn stað til þess að fá allan fatnaðinn á sem hagkvæmustu verði. Við slepptum alveg að minnast á peysur, húfur, trefla, vettlinga og leista sem allt tilheyrir auðvitað skóla- fatnaðinum. Við verðum að vona að ömmur og afar sjái sér fært að gefa slíka hluti þannig að ekki þurfi að kaupa allt. Það þarf heldur ekki að kaupa allt í einu. Þannig má dreifa kostnaðinum. Og m.a.s. getur veður- fariö haft sín áhrif. Hlífðarfatnaðurinn sparast á meðan veörið helst sæmilega gott. A.Bj. Amsterdam Amsterdam HELGARFERÐ - 5 NÆTUR - VERO PR MANN i TViBÝLI VIKUFERÐ - VERÐ PR MANN i TVÍBYLI 18.068; 19Æ75; AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 Amsterdam HELGARFERÐ - 3 NÆTUR - VERÐ PR MANN i TViBÝLI 16.361:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.