Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR9. SEPTEMBER1985. 43 ■H Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjömureikningar eru fyr- ir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með f 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru. verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörau reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lif- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sórbók fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem innstæða er óhreyfð, upp í 33% eftir niu mánuði. Ársávöxtun getur orðið 33,5%. Innstæöur eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársá- vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bornir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum bætt við. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á- vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuöi eða lengur. 18 mánaðar sparireikningur er meö 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun. Misseris- lega er ávöxtun á 6 mánaða verötryggðum reikningi borin saman við óverðtryggða á- vöxtun þessa. reiknings. Við vaxtafærslu gildir sú ávöxtunin sem hærri reynist. Iðnaðarbankinn: Á tvo reikninga í bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 32% nafn- vexti og getur náð 34,5% ársávöxtun. Og verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3,5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir eru færðir misserislega 30. júni og 31. desember. Landsbankinn: Kiörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins vegar bornir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri ér mismuninum bætt við. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtum en almenn sparisjgðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyfu tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn 25%, 5 mánuöinn 26,5%, 6. mánuöinn 28%. Eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils það' næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 33,4%. Vextir eru bornir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Útvegsbankinn: Vextir á reikníngi með Ábót eru annaðhvort 1% og full verðtrygging, eins og á 3ja mán. verðtryggðum spari- reikningi eða ná 34,6% ársávöxtun, án verð- tryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- . sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð. Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er óbundinn. Um hann gilda f jögur vaxtatímabil á ári, janúar-mars, apríl-júní, júli-september, október-desember. 1 loks hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxtauppbót sem miðast við mánaðarlegan útreikning á vaxtakjörum bankans og hagstæðasta á- vöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með 31,0% nafnvöxtum og 34,8% ársávöxtun eða á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með6 3,5%vöxtum. Sé lagt inn á miöju tímabili og innstæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan sparnaðartímann. Ein úttekt er leyfð á hverju tímabili án þess að vaxta- uppbótin skerðist. íbúðalánareikningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. Sparnaöur er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200% miðað við sparnað með vöxtum og veröbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Útlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Trompreikningurinn er óbund- inn, verðtryggður reikningur, sem einnig ber 3,0% grunnvexti. Verðbætur leggjast við höfuðstól mánaðarlega en grunnvextir tvisvar á ári. Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við sérstaka Tromp- vexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem betri eru. Trompvextirnir eru nú 32% og gefa 34,36% ársávöxtun. Ríkissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A 1985, eru bundin i 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskirteini með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og með 6,71% vöxtum. Vextir greiðast misserislega á tímabilinu, fyrst 10. júlí síðastliðinn. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Spariskirteini með hreyfanlegum vöxtum og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin til 10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% á- lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskirteini, 1. flokkur SDR 1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskxrteini ríkissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, Jána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði eftiraðstæðum. Hægt er að f æra lánsrétt þegar viðkomandi skiptii- um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrrisjóðum. Nafnvextír, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðirí einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja miii í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður únnstæðaní lok þess tíma 1.220 krónur og 22% ársvöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% vöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir sex mánuði. Þá er innstæðan komin í 1.110 krónur og á þá upphæð reiknast 11% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þannig 1.232,10 og ársávöxtun 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,5% í mánuði eða 42% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,1166%. Vísitölur Lánskjaravísitala í ágúst er 1204 stig en hún var 1178 stig í júlí. Miðað er við 100 í júní 1979. Byggingarvisitala á 3. ársfjórðungi 1985, ijúli-september, er 216 stig á grunninum 100 í janúar 1983, en 3204 stig á grunni síðan 1975. VEXTIR BANKA OG SPARISJÚÐA1%) d'OBns INNLÁN MEÐ SERKJÖRUM SJA sírlista s] . 1 | 11 il íl 4 8 11 11 ll li II 1 8 11 ll INNLÁN ÚVEROTRYGGB SPARISJÓOSBÆKUR Úbundm nnsIEBÓa 22,0 22.0 22,0 22,0 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIRf IKNINGAR 3ja mánaóa uppsogn 25.0 26.6 25.0 25,0 23,0 23,0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 ménaóa uppsogn 31,0 33.4 30,0 28,0 32,0 30.0 29.0 31.0 28.0 12 minaóa uppsogn 32,0 34.6 32,0 31,0 32.0 1B mánaóa uppsógn 36,0 39.2 36,0 25.0 25.0 SPARNAÐUR LANSRETTUR Sparað 3 5 mánuói 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 Sparaó 6 mán og mwa 29,0 26,0 23,0 29,0 28.0 INNLANSSKlRTEINI Ti 6 mánaóa 28,0 30.0 28.0 28.0 Ukkafxikningah Avisanaretkrangar 17.0 17.0 8.0 8.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 Htaupannkrangar 10,0 10.0 8.0 8.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 innlAn verðtrvggð SPARIREIKNINGAR 2,0 1.5 1.0 3.0 3.0 3.5 6 mánaóa uppsogn 3.5 3.5 3.5 3,5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadoiaiar 8.0 8.0 7.5 B.O 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Stwkngspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur þýsk mork 5.0 4.5 4.25 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 5.0 Dartskat krónu 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR Horvextxl 30,0 30.0 30,0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIOSKIPTAVlXLAR 30,01> 31.0 31,0 kg 31.0 kfl *»8 kfl 31.0 AIMENN SKULQABREl 32.021 32.0 32,0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULOABRÉF 33,5» 33.5 kfl 33.5 kfl kfl kg HLAUPAREIKNINGAR Yfirdrétlui 31,5 31.5 31,5 31,5 31.5 31,5 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABREF Aó 2 112 án 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lenyi en 2 112 ár 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÚSLU VEGNA INNANLANOSSÖLU 26.25 26.25 26.25 26,25 26,25 26.25 26,25 26.25 26.25 VEGNA UTFLUTNINCS SDR reémmynt 9.75 9,75 9.75 9,75 9.75 9,75 9.75 9.75 9.75 1) ViA kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskulda- bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi hjá þeim bönkum sem merkt er við með kg, einnig hjé sparisjéðunum í Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavik og hjá Sparisjóði Reykjavikur. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskila- lána er 2% á ári, bæði á óverðtryggð og verðtryggð lán. nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Sandkorn Sandkorn Kapp er best meö forsjá... Eins og alþjóð veit heíur Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráðherra lagt fram tillögu þess efnis, að farið verði að veiða úr kvóta næsta árs strax i haust. Utgerðarmenn virðast vera misjafnlega hrifnir af þessari hugmynd ráðherr- ans. Til dsemis kallaði Jón Páll Halldórsson á ísafirði hana „hlægilegan skrípa- leik” í DV á dögunum. Líklega hefði ráðherra átt að hafa í huga leiðaraheiti Alþýðublaðsins síðastliðlnn föstudag. En þá bar leiðari þess merka jafnaðarrits yfirskriftina: „Kapp er best með forsjá til lands og sjós”! • Halldór Ásgrímsson. orðið ótrúlega stór. Svona stór Við höfum svolítið verið að gantast með veiðisögur hér i Sandkorni. Laxveiði- meun eru enda nokkuð sér- stæður þjóðflokkur. Til dæmis viröast engin tak- mörk fyrir þvi, hvað þeir missa stóra laxa. Tittunum koma þelr hins vegar alltaf ‘áland: Sex útlendingar voru staddir ásamt íslenskum leiðsögumanni i einni af bestu vciðiám iandsins um daginn. Vissi leiösögu- maðurinn ekki fyrr en einn útlendingurinn kom æðandi með mikiu handapati. Sagðist hann hafa fengið þennan lika firnafisk á öngulinn — en því miður misst hann. „ ... og hann var svo stór,” másaði útlendingur- inn,” að bara skugginn af honumvó sexpund”. Miklar annir Flestir kannast við umsvifamanninn Birki Baidvinsson i Luxemborg, eftir að hann bauð í hluta- bréf Flugleiða eins og frægt er orðið. Þess skal getið hér til gamans að téður Birkir ótti allstórt afmæli síðastliðinn laugardag. Hann varð sumsé 45 ára. Birkir hafði upphaflega ætlað sér að halda upp á afmælið hér á landi í faðmi fjölskyldu og vina. En af þvi gat ekki oröið, því hann hefur í mörgu aö snúast og átti ekki heimangengt. Albert fékk því engan kokkteilinn þá ... • Birkir Baldvinsson, Luxemborg. Flug hér - flug þ» i Lögbirtingi var nýlega auglýst nýtt firmaheiti. „Mýflug hf.,” Mývatns- sveit. Tilgangur félagsíns er sagður vera að reka flug- félag og flugskóla. t næstu klausu var til- kynnt um annað nýtt fyrir- tæki: „Flugfisk hf.” á Flateyri. Nú kynni einhver að halda að landinn væri orðinn gjörsamlega flug- óður. En svo er þó ekki. | Tilgangur síðarnefnda félagsins er nefnilega fram- leiðsla og sala vara úr trefjaplasti. Þar hafið þið það. Vilja úr klúbbunum Fréttir DV af erfiðum samskiptum fólks við bóka- klúbba hafa vakið mikla athygli. í kjöifar þeirra hafa allmargir haft sam- band við blaðið og kvartað undan ágengni klúbbanna. Það sem fólk virðist einkum eiga í erfiðleikum með er að komast út úr bókaklúbbunum, hafi það einu sinni ótt viðskipti við þá. Má ætla að margir hafi lent i málavafstri af þessum orsökum. En hitt ber að hafa í huga að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Það mætti því hugsa sér að kaupendur mættu kynna sér reglur klúbbanna betur en gert er til að forðast vandræði. Allir inn Fimm menn voru í yflr- heyrslu hjá Lykla-Pétri, áður en þcir færu inn í Himnaríki. „Hafið þið nokkurn tíma haldið fram hjá konunum ykkar?” spurði Pétur. „Þeir sem hafa gert það réttiupp hönd”. Fjórir mannanna réttu strax upp höndina. „Þá er þetta orðið gott,” sagði Pétur. „Inn með ykkur — og takið þann heyrnarlausa með”. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. NYTT ibaUett * Jassoai^- ae,obio-dansle.kf.m., steppr V spœnskir dansar. Erlendur kennan #Samkv»misdansar. ^barnadansar- ið, sfcaömludansana Jnýir diskódansar- íéi Börn yngst 4 ára. ■nnssNDii Innritun daglega kl. 10-12 og 13-18 í síma 20345 O “ 24959 -74444 - 38126 Aðrir staðir auglýstir síðar. iniDssonmt r *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.