Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 8
8 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. Fjörugar og tví- sýnar kosningar í Noregi Jón Einar Guöjónsson: Norðmenn ganga í dag að kjör- borðinu til að ákveða hvort forsætis- ráðherra til næstu fjögurra ára eigi að heita Káre Willoch eða Gro Harl- em Brundtland. Kosningabaráttan að þessu sinni mun lengi í minnum höfð. Bæði vegna þess að hún hefur verið óvenju f jörug og úrslitin eru tvísýn og vand- séð fyrir. Því verið haldiö fram að Stórþings- kosningarnar í Noregi nú séu þær mest spennandi í sögu landsins. Um þaö skal ekki deilt, en hitt er vist að Norðmenn eru orðnir vanir tvísýnum kosningum. Nægir þar að nefna kosningarnar 1977. Þegar menn fóru í bólið á kosninganótt hafði Verka- mannaflokkurinn meirihluta og kosningaspárnar voru afdráttar- lausar um aö Odvar Nordli yrði áfram forsætisráöherra. Um morg- uninn var staðan svo breytt að borgaralegu flokkarnir voru orðnir sigurvegarar kosninganna. Nokkr- um stundum síðar fundust svo tveir pokar í Norður-Noregi með um 500 atkvæðum. Viö talningu þessara at- kvæða sýndi það sig að Sósíalíski vinstriflokkurinn fékk einn mann kjörinn á kostnað borgaraflokkanna. Þar með gat stjóm Odvar Nordli haldiö völdum með stuðningi Sósíal- íska vinstriflokksins. Það eru mörkin sem telja Kosningabaráttan hefur verið eins og knattspyrnuleikur milli tveggja liða. Eitt liðið leikur sóknarleik allan leiktímann, á meðan mótherjinn iiggur í vöm en reynir skyndiupp- hlaup á milli. Italir hafa verið frægir fyrir að leika slíka knattspyrnu og sömu leikaðferð hefur norski Hægriflokkurinn tileinkað sér með Willoch í stöðu Rossi. Fyrstu vikurnar tók hann ekki þátt í kosningabaráttunni. Hann kom ekki inn á völlinn fyrr en neyðar- hrópin frá liðsmönnum hans voru oröin svo hávær að hann gat ekki annað. Það er Willoch sem hefur séð um hraðaupphlaupin á vallarhelm- ingi Verkamannaflokksins. Einkum reyndi hann að skora á varnar- og ör- yggismálunum. Honum hefur tekist að skora. En Willoch hefur ekki tek- ist að reka Verkamannaflokkinn til baka yfir miðlínuna. Alveg frá upphafi kosningabarátt- unnar hefur Gro Harlem tekist að halda liði sínu í stöðugri sókn. Spurn- ingin er einungis sú, hvort hún og hennar liðsmenn hafi árangur sem erfiði. Eins og kunnugt er eru það ekki sóknarloturnar sem telja heldur mörkin sem skoruð eru. Formsatriði Aöalmálaflokkar kosninganna hafa verið heilbrigðis- og félagsmál, og varnarmál og utanríkismál. Það hefur vakið athygli manna, sem fylgst hafa með norskum kosningum í áratugi, að baráttan hefur ekki snú- ist um smáatriðin. Heldur hafa menn deilt meir um mikilvægari mála- flokka og framtíðarsýnir um hvern- ig eigi að byggja upp norska velferð- arríkið og svo framvegis. Það er einnig athyglisvert að Gro Harlem Brundtland hefur tekist að halda frumkvæðinu í allri kosninga- baráttunni. Við skulum muna aö bara fyrir tveimur mánuðum litu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar nánast á kosningarnar sem formsat- riði. Svo sigurvissir voru þeir því að samkvæmt öllum skoðanakönnunum voru stjórnarflokkarnir með örugga forystu. Þær sýndu einnig að meiri- hluti stuðningsmanna Verkamanna- flokksins hafði enga trú á því aö Gro tækist að hreppa forsætisráðherra- stólinn að þessu sinni. Enn einu sinni hefur Verkamanna- flokknum og alþýðusambandinu tek- ist að virkja sína ótrúlega velsmurðu kosningavél. Þaö er heldur eríginn vafi á að leiðtogi flokksins, Gro Harlem Brundtland, hefur átt stóran þátt í aö snúa andrúmsloftinu. — Hvernig svo sem kosningaúrslitin verða hefur Gro styrkt mjög stöðu sina innan flokksins. IMý Gro I þessu kosningum höfum við kynnst nýrri Gro. Hún er rólegri og lætur ekki andstæðingana plata sig inn í talnaleik. Sérstaklega var það Káre Willoch, sem hafði á sínum tíma lag á því að draga dömuna út á hálan ís. Hann dró fram geröir fyrr- verandi ríkisstjórna Verkamanna- flokksins, og Gro byrjaði þá gjarnan að verja gerðir flokksins og ríkis- stjórnar hans með ræðuhöldum og tölum í stórum stærðarflokkum, sem fóru fyrir ofan garö og neðan hjá flestum áheyrendum. Nú ræðir Gro um daginn í dag og framtíöina og lætur fortíðina vera fortíðina, en hún er enn umdeild. Á margan hátt á Gro sameiginlega þætti meö Vigdísi Finnbogadóttur, er þar á meöal ótrúlega vinsæl erlendis, en umdeildari í sínum litla andapolli „Noregi”. Allir hafa skoðanir á Gro Harlem. Þeir eru ýmist með henni eða á móti henni, en engir sjást þar á milli. Dæmigert fyrir stöðu hennar er aö stærsta blað Noregs, „Verdens Gang”, sagði í vikunni, að ynni Verkamannaflokkurinn kosningarn- ar væri þaö Gro að þakka, en að öðr- um kosti væri það Gro aö kenna ef flokkurinn kæmist ekki í ríkisstjórn í skugganum Hér hefur mikið verið fjallað um Gro Harlem Brundtland og Káre Willoch, ekki' að ástæðulausu.í enn- þá stærri mæli en við kosningarnar fyrir fjórum árum snýst kosninga- baráttan um stóru flokkana tvo og þessa leiötoga þeirra. Hinir fimm flokkarnir leika aöeins minni auka- hlutverk í baráttunni og verða að sætta sig við það. Þeirra tími rennur upp eftirkosningarnar. Þótt úrslitin séu óráðin er hitt ör- uggt, hvort sem forsætisráðherrann heitir Gro eöa Káre, verður hún eöa hann aö leita stuðnings eins eða fleiri smáflokkanna. Fjáraustur Aldrei hafa stjórnmálaflokkarnir fyrr notaö jafnmikið fé í kosninga- baráttuna, eða 30 milljónir norskra króna. Verkamannaflokkurinn er drýgstur með 13 milljón króna reikn- ing, en Hægriflokkurinn reiknar með að kosningabaráttan muni kosta hann um 10 milljónir. Svo er spurn- ingin hvort fjárútlátin verði í hlut- falli við kosningaárangurinn. En svariö við þeirri spurningu fæst ekki fyrr en í nótt. Kðre Wiiloch, leiðtogi Hægriflokksins og forsætisráðherra, tók litið virkan þátt i kosningabaráttunni framan af, en hefur síðan verið linnu- laust á þeytingi á milli kosningafunda og sett efnahags- og varnarmálin i fyrirrúmið. Gro Harlem Brundtland, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, ræðir við aldraða kjósendur, en Verkamannaflokkurinn setti heilbrigðis- og félagsmálin á oddinn i kosningabaráttunni. Útlönd Læknar græddu Jarvik-7 í sjúkling i Tuscon og með það lifði hann ■ heila viku þangað til hann fékk nýtt hjarta. Fyrst gervihjarta og svo nýtt hjarta „Það er undursamlegt að vera kominn með nýtt hjarta,” sagði hinn 25 ára gamli Michael Drummond við foreldra sína í gær eftir að hann losnaði við gervihjartað og fékk grætt í sig hjarta úr nítján ára fórnar- lambi dauðaslyss. Drummond tók fyrstu skrefin í gær á háskólasjúkrahúsinu í Tucson í Arizona þar sem hjartaö var grætt í hann. — Hann er yngsti sjúklingurinn, sem notast hefur viö gervihjarta (af gerðinni Jarvik—7) og jafnframt var þetta fyrsta aðgeröin, þar sem gripið var til gervihjarta til bráða- birgða, á meðan beöið var heppilegs gjafa- hjarta. « Talsmenn spítalans segja að líðan Drummonds sé með ágætum, en hann er þó ekki enn talinn úr hættu. Hjartað fékk hann úr pilti sem fórst eftir árekstur á bifhjóli. Foreldrar Drummonds hafa lýst yfirmáta þakklæti sínu í garö foreldra hins látna bifhjóla- pilts, en þeir veittu samþykki sitt til þess að þetta mikilvæga líffæri væri notað til þess að framlengja líf annars ungs manns. Drummond hafði legið hálft ár veikur af alvarlegum hjartakvilla uns ekki þótti lengur óhætt aö bíða. Hann notaðist við gervihjarta í viku, og vildu læknarnir helst bíöa í aðra viku með hjartaígræðsluna, á meöan hann jafnaöi sig eftir fyrri aögerð- ina. En þegar Drummond fékk tvívegis slag undir vikulokin þótti ekki lengur til setunnar boðið. Sérfræðingar ætla að það séu um 75— 80% horfur á því að Drummond lifi í heilt ár með nýja hjartað og 50% horfur á að hann þrauki í fimm ár. Asniveldur lestaslysi Asni í Pakistan olli lestaslysi sem varð sex manns aö bana um helgina. Asninn var að ganga yfir járnbrautar- teinana þegar póstflutningalest kom að á miklum hraöa. Lestin snarheml- aði. önnur lest, sem kom á eftir á sömu teinum, lenti við það aftan á póstflutn- ingalestinni. Auk hinna sex, sem fórust, meidd- ust átta manns. Póstflutningalestinni tókst ekki að forðast asnann. Hann drapst. Misnotaði hjálpsemina Gissur Pálsson, DV, Álaborg: Um hábjartan dag varð9ára stúlka fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi í al- menningsgarðinum í Hróarskeldu þrátt fyrir að f jöldi manna væri stadd- ur í garðinum. Stúlkan var á leið heim úr skólanum er maður einn bað hana um hjálp við að leita að gullhálsmeni sem hann sagðist hafa týnt. Stúlkan fór að leita með manninum og í skjóli trjánna réðst hann á hana og batt hana með snæri svo að hún mátti sig hvergi hræra. Eftir að hafa viðhaft hverskyns kynferðislegan djöfulskap í frammi stakk hann af. Stúlkan komst heim til sin við illan leik og tjáði systur sinni hvað gerst hafði. Foreldrar stúlkunnar voru ekki heima og fyrst cinum og hálfum tima seinna, eftir að þau komu heim, frétti lögreglan um atburðlnn. Dæmdurfyrir iðnnjósnir Einn fuiltrúi í sovésku verslunar- nefndinni í Vestur-Þýskalandi var dæmdur fyrir helgi í þriggja ára fangclsi fyrir iðnnjósnir. Hafði hann keypt tækniteikningar og rafeinda- tæknibúnað sem bannað er að selja til A-Evrópu. Dómarauum þótti sannað að Zemlyakov, sem er verkfræðingur, væri erindreki KGB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.