Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið • Katharlne Hcpburn, leik- konan fræga, er orðin 75 ára. Aldurinc er þó sagður há henni minua en ekki neitt. Til marks um það sinnir hún ölium hús- verkum cin og hjálparlaust. • „Ekki er þetta nú neitt sér- stakt,” gæti hann verið að segja þessi þriggja ára gamli api. Hann býr í Afríku, en varð fyrir þvi óláni að verða viðskila við móöur sína. En þá fékk hann bara nýja, því ung, barnlaus hjón þar i landi sáu aumur á honum og tóku hann í fóstur. • Það varð heldur en ekki upplit á fólki, þegar Viktoría Principal, Dallasleikari, mætti svona klædd til leiks í 18 ára afmælisvcislu Andrew Glassman. Hann er sonur Harry Glassman, sem Viktoria gckk að eiga ekki alls fyrir löugu. Viktoria þótti þó bara taka sig vel út í þessum klæðnaði, þótt hann væri ólikur því sem hún venjulega klæöist. * Taylor á þaki hússins . . . t»rjár litlar Þær skemmtu sér konunglega þessar þrjár litlu frænkur úr kattaf jölskyldunni er þær hittust í dýra- garöi einum í Englandi nýverið. Þaö fór vel á með frænkur frænkunum og sú litla var hvergi hrædd við þær stóru röndóttu. Oheppinn ofurhugi Það getur stundum farið illa fyrir ofurhugum svo- kölluðum sem taka að sér hættuleg atriði í kvik- myndum þegar hugrekki leikaranna sjálfra þrýtur. Þessi maður, Rocky Taylor, var að framkvæma eitt slíkt ofurhugaatriði í nýrri mynd Charles Bronson, Death Wish 3. Hann átti að stökkva ofan af þaki logandi húss, Taylor beið á þaki hússins, þar til hann fékk merki um að stökkva. En þá kom babb í bátinn. Hann sá ekki plankann, sem hann átti að stökkva á, fyrir reyk. En hann varð samt að stökkva, ekki var hægt að stöðva atriðið. Og hann lét sig hafa það. Stökkið mistókst og Taylor skall í götuna fyrir neðan. • . . . og kom illa niður á götuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.