Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. Spurningin (Spurt á sýningunni „Heirnilið '85") Hvernig finnst þér sýningin? Þormóöur Sveinsson (Þormóðssonar ljósmyndara): Mjög góð. Ja, það sem ég hef séð. Mér finnst full ástæða til að halda svona sýningar. Maður getur séö ýmislegt sem gott er að kaupa. Guðmundur Jónsson: Mér finnst gam- an á sýningunni. Best aö fá að smakka á gottinu. Og fá sér kók og eitthvað að borða á eftir. Haraldur Þrastarson: Mér finnst allt gaman hér á sýningunni. Kúlubíóið er þó skemmtilegast. Það er líka ofsalega gaman að smakka allt gottið. Ragnheiður Guðmundsdóttir: Ég hef nú bara séð tískusýninguna og hún er frábær. Mér finnst hún allt öðruvísi og betri en þær íslensku. Ólöf Sveinsdóltir: Ég er nú nýkomin inn og hef ekki séö neitt nema tískusýn- inguna. Þetta eru litríkar stúlkur og stórglæsilegar. Allt öðruvísi sýning en þaö sem maður á að venjast hér. Sigurður Gissurarson: Mér finnst hún bara ágæt. Kúlubíóið best. Tískusýn- ingin var líka ágæt. Sætar stelpur, en ég varð samt ekkert skotinn i þeim. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Slæm reynsla á Þingvöllum 6601-7818 skrifar: Það hefur verið skrifað talsvert um Þingvelli að undanförnu. Ég og fjölskylda mín uröum fyrir mjög niðurlægjandi reynslu um ver-slunar- mannahelgina. Viö erum fjögur og ætluöum aö tjalda yfir eina nótt ðg leggja af stað heim á sunnudagsmorgun. Komum við til Þingvalla upp úr hádegi á laugardag og tjölduðum ofan vegar, nálægt vegvísi er á stóð Skógarkot. Seinna kom gæslumaður og rukkaöi okkur um gjald fyrir tjald- stæöi sem var 120 kr. Við greiddum það og fengum kvittun fyrir. Jafn- framt fengum við í hendur reglur um umgengni í þjóögaröinum. Tjöld voru allt um kring, bæði fyrir ofan og neðan veg, þegar við komum og gerði gæslumaður enga athuga- semd við tjaldstæði okkar. Við byrjuðum á því að kanna aöstæður og fórum í smá skoðunar- ferð eftir að við vorum búin að flytja allan farangur okkar upp í tjald. Þegar ég fór með yngra barniö upp í tjald um fimmleytið kom annar gæsiumaður og rekur okkur burtu. Mér þótti það skrítið og sýndi honum greiöslukvittun og reglur staðarins. Jafnframt sagði ég honum að hluti f jölskyldunnar væri f jarverandi. Um sjöleytið komu hinir fjöl- skyldumeðlimirnir. Skömmu seinna kemur gæslumaðurinn aftur og segir: „Þið eruö ekki farin enn,” og var með hótanir um að fyrst svo væri yrði að senda á okkur lið. Sagði hann að bannað væri að tjalda fyrir ofan veg vegna eldhættu (það stóð auövitað hvergi í reglunum né með vegvísum). Við sögðum að við værum bara að tjalda fyrir börnin og við hjónin reyktum ekki og ekki væri vín með í ferðum. Buöumst viö til að elda neðan við veg ef þaö gæti orðið til aö miðla málum. Ekki kom til greina aö fara aö leita að öðru tjaldstæði svona seint og buröast með allan farangurinn því við ætluðum aö leggja snemma af stað heim á sunnudagsmorgun. Þetta tjáðum við gæslumanni en hann sýndi enga miskunn. Benti hann á að við gætum fengið tjald- stæðisgjaldiö endurgreitt með því að fara niður í þjónustumiðstöð og hældi sér af því aö vera nýbúinn að reka þrjár aðrar fjölskyldur. Viö kváðumst engan áhuga hafa á rifrildi og þrasi. Hann væri búinn aö eyðileggja fyrir okkur ferðalagiö. Tókum við upp tjaldið og héldum heim til Reykjavíkur. Fórum við ekki fram á endurgreiöslu enda ekki hægt að bæta svona tilfinningatjón. — Við höföum ekki ekið lengi þegar við sáum fleiri tjöld fyrir ofan veg. Mér finnst þessi framkoma fyrir neöan virðingu Þingvalla. Þessi staöur hefur verið okkur mjög kær og oft höfum við ekið þar um og notið fegurðar hans. En svona auömýkj- andi reynslu er ekki hægt aö bæta. Ég var í vafa hvort ég ætti að segja frá þessu en gerði það loks í þeirri von að aðrir ferðamenn þurfi ekki aö lenda í slíku. Tjaldstæði á Þingvöllum þurfa að vera greinilega merkt og ef settar eru upp sérreglur um tjaldstæði vegna aukins fjölda ferðafólks hlýtur að vera nauðsynlegt að kynna þær al- menningi. Eða er þetta ef til vill geðþóttaákvörðun viökomandi gæslumanns? HVER VANN ATLAVÍKURKEPPNINA? Þaö er ekki hægt aö skipa fólki aö þroskast. Þá væri barnauppeldi ekkert mál. Bidda skrifar: Ég vil lýsa furðu minni yfir bréfi sem Eva skrifaði til lesendasíöu DV þann 20. ágúst sl. Hvers vegna í ósköpunum á að banna Iagið Ung og rík? Hvaö er unniö meö því? Eva gerir sér bersýnilega enga grein fyrir því aö bönnuö lög seljast betur og verða yfir- leitt geysivinsæl. Mér finnst textinn aö vísu þunnur og klúðurslegur en síðast þegar ég vissi var málfrelsi í landi voru. Ef textinn misbýður siögæðisvitund þinni, Eva, er sáraeinfalt að slökkva bara á út- varpinu þegar P.S. og Co hefja upp raust sína. Annað bréf í sama blaöi vakti einnig reiði mína. Það var frá 8989-1361 og fjallar um „þroska”. Ég get ekki lesið mikinn þroska út úr bréfi þínu 8989- 1361. Það er með tónlistarsmekk að hann breytist og þróast með árunum. Þaö sem manni finnst gaman aö 12 ára er kannski hræðilegt nokkrum árum seinna. Skriðjökiar sigruðu i hljómsveitakeppninni i Atlavík. Ef við hugsum okkur um, munum við eflaust að sú tónlist sem okkur fannst best við 12—14 ára aldur er ekki endilega sú tónlist sem okkur finnst best í dag. Ég fæ heldur ekki séð aö Wham og DuranDuran séu nokkuö verri hljómsveitir en aðrar. Mér sýnist 8989-1361 fylgjast ágætlega með þessum hljómsveitum. Allavega virðist hann/hún lesa slúður- dálkana með áfergju. Happdrættafarganið: Heimsendingar byrja — beint í msííd Langþreyttur skrifar: Þegar haustar skal þaö ekki bregð- ast aö yfir mann dynur þvílíkt flóð af happdrættismiðum frá hinum ólíkustu samtökum að maður hefur ekki við að henda þessum ósköpum beint í ruslið. Haustinnrás happdrættismiöanna hófst nú strax í september, Lands- happdrætti Samtaka um byggingu ein- hvers, ég man ekki hvers, kr. 250,- á alla meðlimi fjölskyldunnar! — Hvar grafa þessir aðilar upp hver býr hjá mért.d.? Og allir miöarnir báru númer sem voru í beinu framhaldi hvert af ööru var mér sagt. Verðlaun voru bílar, ein tuttugu stykki og útgefnir miðar voru um 200 þúsund, að mig minnir. Auðvitað eru þessar heimsendingar happdrættismiöa orönar plága fyrir löngu síðan og hélt ég að þetta væri lið- in tíð. Þeir sem vilja styrkja ákveðiðn líknarfélög eru oftast stuðningsmenn og um þá er vitaö hjá viökomandi sam- tökum. En þegar nýir og nýir aöilar, samtök og jafnvel byggingafélög eru aö senda manni happdrættismiða, án þess aö hafa hugmynd um hvort maður styður viðkomandi málefni, er það hrein ókurteisi og eindæma frekja. Ég legg til að öllum samtökum, fé- lögum og einstaklingum sem hafa hug á að senda almenningi bréf inn á heim- ili sitt veröi gert skylt að fá til þess leyfi þeirra sem þeir ætla aö senda viö- komandi fjárbeiðni. Það má búast viö að allt til jóla verði lítið lát á heimsendum happdrættis- miðum og raunar lítið við því að gera annað en þola áníösluna — nema auð- vitað þeir, sem láta alltaf eitthvaö af hendi rakna, um leið og þeim berst beiöni um f járútlát. Nei, í alvöru talað, — blessaðir hætt- ið þessari vitleysu, allir þið sem ætiiö að byggja, ferðast, kaupa orgel, halda samsæti eöa fá ykkur neöan í’öí. — Maður er orðinn langþreyttur á þessu. Að lokum langar mig að beina fyrir- spurn til tónlistarsíðu DV. Hvaöa hljómsveit vann í Atlavík núna síðast? Mér finnst þessi hljómsveitarkeppni stórsniðug og því sorglegt hve lítið var um hana fjallað. Ég man ekki eftir að hafa séð mikið um hana í fjölmiðlum. Gaman væri að vita eitthvað um sigur- vegarana. Hljómsveitin Skriðjöklar sigraði Lesendasíðan getur upplýst aö DV hefur þegar gert hljómsveitarkeppn- inni í Atlavík skil. Ennfremur að það var hljómsveitin Skriöjöklar frá Akur- eyri sem sigraði. Þegar við ræddum við Jakob Magnússon Stuðmann gat hann glatt okkur með því að þessi bráðskemmtilega hljómsveit væri væntanleg til Reykjavíkur um miðjan september og hygöi á tónleika. Ekki leika baravinsæl- ustu lögin Tónlistarunnandi hringdi: Ég vil biðja stjórnendur þátta á rás 2 að auka lagaúrvalið til muna. Dæmi eru um að þeir leiki aðeins eitt lag á plötu, þaö vinsæl- asta, þótt kannski séu ellefu önnur góð á sömu skífu. Við ég nefna plötu Eurythmics sem dæmi um þetta. Sú er geysi- góð og hvert lagið öðru betra. Hins vegar var aöeins vinsælasta lagið leikið og það svo gegndar- laust að jaðrar við skemmdar- verk. Sömu sögu er aö segja um plötu Dire Straits. Þótt hún sé aldeilis frábær er einungis leikið eitt lag. Það er eins og stjórnendur þátta á rás 2 séu hræddir við aö leika eitthvað annað en það allra vinsælasta. Slíkt er afar þreyt- andi ef hlustaö er á rásina allan daginn og sama lagið heyrist kannski 5—6 sinnum og það oft í 2—3 vikur......og svo áttu kannski plötuna sjálfur. . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.