Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14, SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., Áskriftarverð á mánuði 400 kr. Verð í lausasölu virka daga 40 kr. Helgarblað 45 kr. Hreinskilni Magnúsar Magnús Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri NT, er opinskár í viðtali í síðasta helgarblaði DV. Þar birtast ýmsar skoöanir hans, sem voru mönnum ekki jafnljósar, meðan hann starfaði sem ritstjóri. Magnús var látinn taka pokann sinn eftir sautján mán- aða ritstjóraferil. Nú hafa tveir ritstjórar NT eöa Tímans í röð orðiö að víkja af því aö þeir reyndu að gera blaðið að raunverulegu dagblaði, sem ætti sér viðreisnar von í samkeppninni við blöð eins og DV. Flokksvélin þoldi þeim ekki þaö frjálsræöi, sem þeir töldu sig þurfa að hafa til að ná árangri. NT var auglýst sem tilraun til frjálsrar blaðamennsku. Ástæða var til að fagna, ef slík tilraun hefði verið gerð. í reynd komst NT aldrei nema spottakorn frá flokksholl- ustunni. Þó fóru tilburðir Magnúsar Ölafssonar og starfs- félaga hans svo fyrir brjóstið á flokksforingjunum, aö Magnús varð að víkja. Magnús Ólafsson er áfram framsóknarmaður. Hann er varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna. Hann hefur þegið þá stöðu úr hendi formanns Framóknarflokksins að verða verkefnis- stjóri fyrir „framtíðarkönnun” þá, sem ríkisstjórnin læt- ur vinna að. Þeim mun athyglisverðari eru yfirlýsingar þessa fyrrum ritstjóra um flokkinn sinn. Magnús var beðinn að segja skoðun sína á óförum Framsóknarflokksins samkvæmt skoöanakönnunum. „Miðað við ríkjandi ástand, þá á hann heldur ekki ann- að skilið, enda nær steinrunninn flokkur,” sagði Magnús. Hann segir, að Framsókn hafi tapað áróðursstríðinu, af því að flokksforystan forðist eins og heitan eldinn að taka upp eftirtektarverð og vinsæl mál. Hann nefnir úrelt skipulag í landbúnaðarmálum. Magnús Ólafsson er reynslunni ríkari. Nálægð hans við strauma stjórnmálanna, meðan hann var ritstjóri, hefur vafalaust opnað augu hans fyrir meingöllunum í pólitík Framsóknarflokksins. Honum er ljóst, hversu máttlaus hin flokkspólitísku blöö eru í reynd. Þessi fyrrverandi ritstjóri NT segir: „DV er dæmi um hiö gagnstæða. í DV eru pólitískar fréttir ekki skrifaðar með hagsmuni flokks fyrir augum,” segir hann. Honum er ljóst, að DV er eina blaðið, sem ekki er flokkspólitískt eins og fram kemur í viötalinu. Þessi skoöun Magnúsar Ólafssonar vár mönnum að lík- indum ekki ljós, þegar hann starfaði sem ritstjóri NT. En nú hefur hann sagt meiningu sína. Er líklegt, að Framsóknarflokkurinn snúi frá villu síns vegar? Varla. Ekki verður hjá þvi komizt að taka undir þá skoðun Magnúsar Ólafssonar, að meginhlutinn af forystu- mönnum flokksins hafi ekki skilning á nútímastjórnmál- um. Engin merki sjást þess, að þessi fyrirgreiðsluflokkur af gamla skólanum muni láta sér segjast og sinna í ríkari mæli þeim málum, sem almenningur vill, að gangi fram. Meðan foringjarnir skilja ekki þarfirnar, verða að sjálfsögðu ekki markverðar breytingar á stefnunni. í þessu viðtali talaði maður, sem reyndi að rífa Framsókn- arflokkinn upp úr feninu. Tilraunin með.NT talar sínu máli um, hvert stefnir með Framsóknarflokkinn. Breyt- ingarnar á NT að undanförnu hafa sýnt, að Framsókn stefnir aftur á bak. Haukur Helgason. Bresturf krosstrénu Sjálfstæðisflokkurinn er óvenju- legur stjórnmálaflokkur. Hann er líkari þjóöfélagi en flokki. Samnefn- ari hans er ekki pólitískur heldur einna helst tilfinningalegur. Nánast bara fjögurra stafa orðið: „STOR”. Annað eiga flokksmenn eiginlega ekki sameiginlegt. Annaö en að til- heyra „STORUM” flokki. Ólík lífsviöhorf Eins og á sér stað í samfélagi þá mætast í þessum „STÖRA” flokki mörg og afskaplega ólík lífsviðhorf. Tilteknir einstaklingar í flokknum eru persónugervingar þessara lífs- viðhorfa og safna um sig fylgjend- um. Þannig er t.d. Albert Guðmunds- son persónugervingur allt annars lifsviðhorfs en Geir Hallgrímsson og Geir persónugervingur allt annars lífsviöhorfs en Egill Jónsson. Aö segjast vera sjálfstæðismaður og fylgja að málum Eggerti Haukdal eða Agli Jónssyni og aö segjast vera sjálfstæðismaður og fylgja að mál- um Pétri Sigurðssyni eða Guðmundi Garöarssyni merkir nokkurn veginn það sama og að segjast vera Islend- ingur og fylgja að málum Páli Pét- urssyni eða Inga Tryggvasyni og að segjast vera Islendingur og fylgja að málum Guðmundi J. Guðmundssyni eöa Karli Steinari. Það sáma sam- einar og þaö sama sundurgreinir. Hvort tveggja er allsendis laukrétt en bara pólitískur misskilningur. Ekki flokksblað heldur flokksbrotsblað Þaö er því rangt sem ég óvart sagði í síðustu grein minni að Mbl. sé fjokksblað Sjálfstæðisflokksins. Slíkt blaö er einfaldlega ekki til. Út af fyr- ir sig gætu öll blöö á Islandi verið flokksblöð Sjálfstæðisflokksins í þeim skilningi að sum gætu veriö flokksblöð Péturs Sigurðssonar og Guðmundar Garöarssonar en önnur flokksblöð Egils Jónssonar og Egg- erts Haukdals. Þjóðviljinn gæti t.a.m. mætavel verið flokksblað þeirra fyrrnefndu og Tíminn þeirra síðarnefndu. Mbl. er slikt „flokksblað”. Ekki flokksblað Sjálf- stæðisflokksins heldur tiltekins flokks í þeim flokki; flokksbrots. Sumir kalla þaö flokkseigendafélag- ið eða Geirsljðið eða eitthvað annað. Þetta flokksbrot er út af fyrir sig skipaö ágætum einstaklingum. Þetta er upplýst flokksbrot, vel menntaö og ágætlega Iesiö, en hvaö er svo sem unnið viö það? Sjálfstæðisflokkurinn séöur í heild er ekki slíkur flokkur. Hann er ekki gáfaður flokkur og hvorki vel lesinn né upplýstur flokk- ur. Slík sjónarmiö finnast vissulega í flokknum en þau eru ekki meiri- hlutasjónarmið. Meirihlutinn er ekk- ert af þessu. Hann er stagneraöur, andframfarasinnaður og einfaldur og er í Sjálfstæöisflokknum af því að hann er STOR. Er ópólitískur og í landsmálafélaginu VERÐI eins og Haukur pressari. Mbl. er ekki og vill ekki vera mál- svari þessa flokks. Þvert á móti vill þaö búa til þá ímynd af Sjálfstæöis- flokknum að hann sé það sem flokks- brotiö er sem Mbl. er málsvari fyrir. En sú ímynd er röng. Hún er blekk- ing. Sjálfstæðisflokkurinn er allt annaö en flokksbrotið. Hann er ekk- ert síður Egill Jónsson og Eggert Haukdal, Pálmi á Akri og Árni John- sen en Geir Hallgrímsson og Olafur G. Einarsson, Ragnhildur Helgadótt- ir og Matthías Á. Erfitt verkefni Það er ekki svo einfalt mál aö búa til þá ímynd af Sjálfstæðisflokknum sem Mbl. vill gefa en þar hefur blaðið notið stærðar sinnar og lengi vel ein- okunaraðstöðu á íslenskum fjöl- miðlamarkaöi. Mbl. hefur notaö mik- iö í þessu skyni einföld „slógön”. Einna lífseigast hefur verið „sló- gan” blaösins um hina órofa stað- festu Sjálfstæðisflokksins í varnar- og öryggismálum sem auövitaö er þjóðsaga því í Sjálfstæöisflokknum hafa ávallt veriö og eru skiptar skoðanir um einstök atriöi í þeim efn- um eins og í öllum flokkum. En Mbl. hefur viljað hafa þetta ööruvísi. Imynd þess af Sjálfstæðisflokknum hefur ávailt verið sú að honum ein- um væri treystandi því þar væru ávallt og ævinlega allir einhuga í varnarmálunum. Jafnvel svo ein- drægum stuðningsmönnum vest- rænnar samvinnu eins og Guðmundi I. Guömundssyni, Benedikt Gröndal og Emil Jónssyni hefur blaðiö sagt að ekki væri aö treysta. Bara Sjálf- stæðisflokknum. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR Brestur í krosstrénu Það eru því tíðindi og tímamót þeg- ar Mbl. upplýsir að fundinn sé brest- ur í krosstrénu, í sjálfu siðferðis- bjarginu sé sprunga, í Sjálfstæðis- flokknum séu menn ekki lengur á einu máli í varnarmálunum. Aö minnsta kosti Albert og jafnvel ein- hverjir fleiri séu komnir á aðra skoð- un. 1 sjálfu sér hefur ekkert gerst. Engin stefnubreyting hefur orðið hjá Albert. Hann hefur oft og iðulega lýst á opinberum vettvangi annarri af- stöðu til einstakra atriða í sambandi við veru varnarliðsins en Mbl. hefur viljað vera láta aö ríki í Sjálfstæðis- flokknum — t.d. í sambandi við gjaldtöku af varnarliðinu fyrir að- stöðuna sem það nýtur hér. Til þessa hefur Mbl. hins vegar ekkert viljað gera úr þessu og ekki talið það skipta máli. Þangað til allt í einu núna. Hvaðveldur? Skýringin er sú að Mbl. er ekki flokksblað heldur flokksbrotsblaö. Albert á í einhverjum útistöðum viö þetta flokksbrot eöa það viö hann. Mbl. stendur auövitaö með sínum mönnum. Svo hátt reiöir blaðið til höggs í hita líðandi stundar að það sést ekki fyrir og er fyrr en varir sjálft búið að eyðileggja sína lífseig- ustu þjóðsögu um Sjálfstæðisflokk- inn með höggi sem ætlað var Albert. I Sjálfstæðisflokknum er nefnilega ekki lengur eindrægni í öryggismál- unum. Sú sérstaða er nú fyrir bí. Mbl. sá fyrir því. Merkilegt. Sighvatur Björgvinsson. „Þaö eru því tíðindi og tímamót w jjegar Mbl. upplýsir aö fundinn sé brestur í krosstrénu. í sjálfu siðferðis- bjarginu sé sprunga. í Sjálfstæðis- flokknum séu menn ekki lengur á einu máli í varnarmálunum.” „Sjálfstæðisflokkurinn séður í heild er ekki slíkur flokkur. Hann er ekki gáfaður flokkur og hvorki vel lesinn né upplýstur flokkur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.