Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. íþróttir íþróttir _íþróttir _(þróttir_ Pálminn nú í höndum Valsmanna — eftir sigur liösins gegn ÍBK á laugardaginn íKeflavík, 1-2. Valsmenn einir átoppi 1. deildarinnar Guömundur Þorbjörnsson. Ómar markhæstur Omar Torfasuu hinii oitilharfti sóknar- lengiliður hjá Kram rr nú markahæsti maftur í 1. deild í knattspyrnunni. Ömar skoraöi þrjú mörk í leik lifts síns vift FH og hefur þar meft gert 12 mörk í sumar. Þeir Guftntundur Þorbjörnsson, Val, og Hörftur Jóhannesson, IA, fylgja houum skamml á eftir meft ellefu mörk. Félagi Omars hjá Fram, Guftmundur Steinsson, er cinnig i liaráttunni um markakóngstit- ilinn, hefur gert tiu rnörk ásamt Ragnari Margeirssyni, IBK. -fros „Þitt liö var sterkara,” sagöi Hólm- bert Friöjónsson, þjálfari ÍBK, um leiö og hann tók í hönd Ians Ross, þjálfara Vals, og óskaöi honum til hamingju meö sigur liðs hans, 1—2, er leik IBK og Vals var lokiö syöra á laugardaginn og þar var rétt mælt hjá Hólmbert. Valsmenn voru öllu sterkari gegn þreyttu liöi heimamanna sem hafa í seinni hluta Islandsmótsins staðiö i ströngu — veriö undir of miklu álagi meö of mörgum leikjum á stuttum tíma, sem þeir hlutu aö súpa seyöiö af fyrr eöa seinna. Valsmenn hafa nú spilað tólf leiki án taps í 1. deildinni og stoliö senunni frá Frömurum í lokin. Menn voru farnir aö gera því skóna aö tslandsbikarinn yröi varðveittur í Framheimilinu næsta ár. Allar líkur benda nú til þess aö Hlíðarendinn veröi dvalarstaðurinn. Eitt ljón er samt í veginum, eöa eigum viö kannski aö segja ellefu ljón, KR-ljónin. Þessir gömlu keppinautar frá fyrri árum etja nefnilega kappi í síðustu umferöinni. Sigur Vals í þeim leik færöi Val ís- landsmeistaratitilinn ’85, en káliö er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. KR- ingar sélja sig áreiðanlega dýrt og gætu sett strik í reikninginn — stórt strik — meö því aö bera sigurorö af Valsmönnum. En gleymum ekki leiknum í Kefla- vík. Þegar IBK Iék viö Val í bikar- keppninni voru heimamenn sterkari aðilinn, slógu Valsmenn út, sællar minningar, og því voru Valsmenn ekki búnir aö gleyma. Þeir hófu leiftursókn aö marki heimamanna og minnstu munaöi aö Hilmar Sighvatsson skoraöi meö skallaknetti. Einnig átti Ingvar Guömundsson skot á IBK-markiö en Þorsteinn Bjarnason sá viö honum og varöi eins og besta markverði á Islandi sæmdi. I millitíöinni haföi Ragnar Margeirsson reyndar komist inn í víta- teig Vals meö varnarmann eins og botnvörpu á síöunni. Vítaspyrna, hróp- uöu menn, en dómarinn, Magnús The- ódórsson, varö ekki viö þeirri kröfu manna en Ragnar missti af knettinum og gott tækifæri rann út í sandinn. Þótt Valsmenn væru alveg ólmir gegn noröangolunni og markaþyrstir, þá áttu heimamenn fyrsta opna færiö. Stefáni Arnarsyni, sem annars stóð sig vel, mistókst aö grípa knöttinn sem lenti svo til á tám Björgvins Björgvins- sonar í miöjum vítateig. Björgvin stóö ekki vel aö þessari óvæntu sendingu, reyndi þó eftir bestu getu aö senda knöttinn í opið markiö. Það virtist ætla aö takast en á elleftu stundu tókst Sævari Jónssyni aö koma fæti á knött- inn og spyrna út úr markinu. Sumir fullyrða að það hafi í rauninni veriö á tólfu stundu — knötturinn hafi verið kominn inn fyrir marklínu — en línu- dómarinn, Eysteinn Guömundsson, var hins vegar viss um hið gagnstæða. Þar sem aö Valsmenn höfðu tvíveg- is sloppið með skrekkinn urðu þeir aö hrella heimamenn — þeir uröu aö svara fyrir sig. Guömundur Þorbjörns- son þrumaði af löngu færi rétt yfir þverslá og skömmu síðar fékk hann annaö tækifæri — nú á markteig — eftir fallega sendingu frá Val Valssyni, en allt getur nú skeö, Guðmundur hitti ekki knöttinn, þótt hann dytti „dauður” viö fætur hans — Olániö elti hann þó ekki endalaust. Á 65. mín. sóttu heimamenn. Valsmenn sneru vörn í skyndisókn. Valur Valsson geystist fram völlinn vinstra megin, sendi knöttinn þvert inn á miöju til Guðmundar sem spymti frá vítateigs- línu rakleitt í markiö — óver jandi fyrir Þorstein, 0—0. Guðmundur lét sér þetta ekki nægja. Tveimur mínútum síðar fékk hann knöttinn eftir margföid mistök iBK-varnarinnar og núna brást hon- um ekki skotfimin af markteignum. Aftur mátti Þorsteinn sjá á eftir knett- inum í netiö, — 0—2. Keflvíkingar undu þessu illa, en tókst ekki aö sameinast um verkefniö. Sóknarleikurinn var ekki nógu mark- viss og eitthvert viljaleysi kom upp í liðinu í fyrri hluta seinni hálfleiks, sem Valsmenn notfæröu sér, en heima- menn tóku sig á viö mörkin. Helgi Bentsson hinn eitilharöi braust fram aö endamörkum, sendi knöttinn fyrir markið, en þar var enginn móttakandi. Einnig haföi Siguröur B jörgvinsson átt hörkuskot, en knötturinn smaug yfir þverslá. Á 79. mín. var Sigurður aftur á feröinni, sendi knöttinn til Ragnars Margeirssonar, sem var á því andar- taki laus viö „yfirfrakkana” Guöna Bergsson og Þorgrím Þráinsson, sem skiptust á uin að gæta hans, en áður en Ragnar fékk skotið tókst Stefáni Arnarsyni að hrifsa knöttinn. Það tókst honum aftur á móti ekki tveimur mín. fyrir leikslok þegar Sigurjón Kristjánsson spyrnti af hornreitnum á koll Siguröar Björgvinssonar sem skallaði til Ragnars inn á markteig. Af höföi hans sveif knötturinn í marknet- iö, 1—2. Skömmu áöur Iiaföi Þorsteinn variö skot frá Guöna Bergssyni meö úthlaupi en þótt iBK-piltunum heföi hlaupið kaþp í kinn viö markiö vannst þeim ekki tími til aö jafna. Valsmenn gengu því af hólmi sem sigurvegarar og kannski Islandsmeistarar — titill sem þeir veröskulda eftir langa sigur- göngu. Þeir töpuöu aö vísu fyrsta leiknum fyrir Víkingi sem er fallinn í 2. deild. Alltaf er aö sannast hiö forn- kveöna, fall er. . . Þótt IBK byöi lægri hlut í viðureign- inni viö Val er ekki þar meö sagt aö ieikur iBK-manna hafi verið slakur. Takmörk eru fyrir því hvaö er hægt aö kreista út úr leikmönnum meö miklu álagi og í þessum leik gátu þeir ekki sýnt sínar bestu hliöar en þeir geröu eins og þeir gátu. Léku sóknarleik þar sem mikiö mæddi á bakvöröunum Gunnari Oddssyni, sem átti mjög góöan leik, og Sigurjóni Sveinssyni. Miöveröirnir Valþór Sigþórsson og Freyr Sverrisson voru traustir í vörn- inni, sérstaklega Freyr. Siguröur Björgvinsson var ódrepandi viljugur allan leikinn. Framlínan var hins vegar ekki nógu samvirk enda viö sterka vörn Vals aö etja, þá Guöna Bergsson, Þorgrím Þráinsson og Sævar Jónsson. ( Heimir Karlsson er búinn aö „finna” sig í Vals-liðinu og var mjög virkur í leiknum, jafnan hætta á feröum þegar hann var meö knöttinn. Annars var Valsliðiö mjög heilsteypt. Varnarleikurinn traustur og sóknaraö- geröir þeirra miöuöust viö aö draga í sundur ÍBK-vörnina með því að beina spiliriu út aö hliðarlínum. Guömundur Þorbjörnsson, Valur Valsson eöa er annars nokkur ástæöa til aö nefna einn öörum fremur — hvergi var veikan hlekk aö sjá í V alskeðjunni. Maður lciksins: Guömundur Þorbjörnsson (oghinir lOí Val) Dómari: Magnús Theódórsson. Gult spjald: Sigurjón Sveinsson. Áhorfendur: 1140 Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Sigurjón Sveinsson, Freyr Sverrisson, Valþór Sigþórs- son, Gunnar Oddsson Sigurður Björgvinsson, Öli Þór Magnússon. (Ingvar Guðmundsson s.h.) Björgvin Björgvinsson, Ragnar Mar- geirsson Helgi Bentsson, Sigurjón Kristjáns- son. Lið Vals: Stefán Arnarson, Þorgrímur Þráinsson, (.1 uur Sæniundsen, Magni Biöndai Retursson, Heimi. Karlssmi, Sævar Innssnn íU.A.ii KiTnoi.ni, llilmar Si..ii\ats- son Valui Vaisson, ^uðiMondur Þ objoios- son, Ing\ar (iiiðiminds.soii. Elkjærfékk 700 flöskur af víni — fyriraðskora fyrsta markið í ítölsku deildinni Prebcn Elkjær, ilanski laiulsliðsmaðurinn hjá Vernna, sknrnfti fyrsta markið í 1. deild ítölsku knattspyrnunnar sem hófst um helg- ina. Mark Elkjær kom Italíu-mcisturunum á sporift á 24. mínútu gegn nýliftunum Lecce. iæece kom mjög á óvart fyrir aft ná jafntefli í ieiknum, 2—2. Þess má geta aft fyrir aft skora fyrsta mark fékk „Ölkær” 700 vínflöskur sem heitift haffti vcrift þeim ieikmanni er skorafti fyrsta mark keppnistímabilsins. Inter Milano meft V-Þjóftverjann Karl- Heinz Kummeuigge í broddi fylkingar vann öruggan sigur á Pisa sem rétt eins og Iið Lecce vann sér þátttökuréttinn í 1. deildinni á siðasta keppnistímabili. Rummcnigge var á skotskúnum, hann skorafti tvívegis með iiúnútu millibiii og ítalski landsliftsmafturimi Giuseppi Bergomi skorafti eitt. Önnur helstu úrsiit í itölsku dcildinui urftu þessi: Roma-Atlanta 2-1 Napoli-Como 2-1 Juventus-Avellino 1-0 -fros Fjölmiðlun - Framtíðarstarf Ríkisútvarpið gegnir forystuhlutverki í fjölmiðlun á ís- landi. Það fræðir, skemmtir og flytur fréttir í fjölbreyttri og vandaðri dagskrá útvarps og sjónvarps. Ríkisútvarpið beitir nýjustu tækni við gerð og flutning dagskrár til notenda. Framundan eru þáttaskil. í nýju útvarpshúsl verður starfað við fullkomnustu tæknileg skilyrði, sem munu auka á gæði dagskrárefnis og bæta aðstöðu starfs- manna. Ríkisútvarpið vlll ráða rafeindavirkja, eða aðra með sambærilega menntun, í lausar stöður tæknimanna hjá sjónvarpi og útvarpi, Rás 1 og Rás 2. Einnig þarf að ráða lærðan Ijósmyndara til sjónvarpsins. Umsækj- endur þurfa að sækja námskeið hjá erlendum útvarps- og sjónvarpsstöðvum að lokinni þjálfun á fyrstu mánuðum í starfi. Til greina kemur að ráða í hlutastörf, t.d. í kvöld- og helgarvinnu. Umsóknarfrestur er til 20. september n.k. og ber að skila umsóknum tíl starfsmannastjóra Ríkisútvarpsíns, Skúla- götu 4 eða Laugavegi 176, á eyðublöðum sem fást á báðum stöðum. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofutíma hjá útvarpi í síma 22260 og hjá sjónvarpi í s/ma 38800. n'ri# RÍKISÚTVARPIÐ ÚTVARP ALLRA IANDSMANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.