Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1985. VEGAGERÐIN KÆRÐ FYRIR LANDSPJÖLL — hreppsnef nd kref st brottrekstrar héraðsstjóra fyrir ógætilegar sprengingar Deila um þóknun fyrirsölu Flugleiðabréfanna: „Verður leyst í fullu bróðerni” „Þetta er ekkert stórmál,” sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins, um ágreining félagsins og fjármála- ráöuneytisins um upphæð þóknunar fyrir sölu á hlutabréfum ríkisins í Flugleiöum. Eins og kunnugt er sá Fjárfestingar- félagiö um sölu þessara bréfa fyrir hönd fjármálaráðuneytisins. Þegar bréfin voru seld til Flugleiöa var sölu- veröiö ótryggt. Nú greinir menn á um hvort greiða eigi þóknun fyrir söluna sem eitt og hálft prósent af heildar- söluverömæti bréfanna eöa staö- greiðsluverömæti. „Viö viljum fá hærri upphæöina, 990 þúsund en þeir vilja greiða lægri upp- hæðina, um 600 þúsund sem er sjónar- miö út af fyrir sig,” sagöi Gunnar. „Ég hef ekki orðiö var viö neinn meiri hátt- ar ágreining í þessu máli. Þaö verður leyst í fullu bróöerni.” -JKH. Helgarskákmót á Hólmavík: Jón L. vann Jón L. Árnason varö efstur á 30. helgarmóti tímaritsins Skákar sem haldiö var á Hólmavík. Hann hlaut 6 v„ af 7 mögulegum. I 2.-3. sæti uröu Sævar Bjarnason og Halldór G. Einarsson meö 5,5 v. Ásgeir Þór Árna- son og Pálmi Pétursson fengu 5 v. og Karl Þorsteins og Margeir Pétursson komu næstir meö 4,5 v. Keppendur voru 28. Vegleg aukaverölaun, 40.000 kr., hreppti Haukur Angantýsson fyrir bestan árangur í síöustu fimm mótum. Haukur fékk 42 stig en Karl Þorsteins fylgdi fast á eftir með 40 stig. Öldungs- verðlaun hlaut Benóný Benediktsson. Ný hrina fimm helgarmóta hefst strax um næstu helgi meö móti á Djúpavogi, 13.-15. september. EINANGRUNAR GLER 666160 LOKI Hættuástand mun vera í frystihúsum vegna jaka- hlaups! Deilur hafa blossaö upp í Eiða- hreppi í Suður-Múlasýslu milli heimamanna og vegageröarinnar. Vegagerðin lét sprengja upp klett í svokölluðu Illaklifi á föstudag og hefur bóndi á Hjartarstööum kært hana fyrir landspjöll og ógætilega meðferö sprengiefna. Aö sögn Amar Ragnarssonar oddvita fældust hross og særöust er þau hlupu skelfingu lostin á giröingar, tún skemmdist og gr jót féll í stríðum straumum í Gilsá. Hreppsnefnd Eiðahrepps og Vega- gerö ríkisins hafa ekki verið á eitt sátt um vegalagningu á þessum staö. Fyrrnefndi aöilinn hefur viljaö láta færa veginn framhjá Illaklifi en Vegagerðin viljaö láta gera viö. „Við héldum aö þetta mál væri úr sög- unni,” segir örn Ragnarsson. „Þar til aðfaranótt föstudags að vegagerð- armenn byrja aö bora á milli klukkan 2 og 5 um morguninn. Þaö var reynt aö fá þá til að fresta aö- gerðum, en þeir sögöust standa aö þessu á þennan hátt til þess að okkur gæfist ekki tími til að bregðast viö. Guöni Nikulásson verkstjóri lét fýra öllu upp um klukkan tíu um morgun- inn og olli stórskemmdum. Þeir héldu svo áfram að vinna allan dag- inn og brutu allar reglur um meö- ferð sprengiefna”. Hreppsnefnd Eiöahrepps kannar nú réttarstööu sína. „Viö munum tala viö þingmenn og ráöherra og viö hljótum að krefjast þess aö Guöni Nikulásson héraösstjóri veröi látinn víkja. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann veldur deilum, en nú er soðið upp úr.” Ábúandinn á Hjartarstöðum, Halldór Sigurðsson, hefur kært Guöna til lögreglu fyrir landspjöll. „Þaö lentu nokkrir steinar inni á túni, sem viö munum hreinsa upp,” sagði Guöni Nikulásson. „Þaö voru engir hross nálægt þegar sprengt var. Eg vil ekkert segja um hvenær viö byrjuðum aö vinna þarna og vil ekki segja neitt um viöbrögð heimamanna fyrr en ég hef fengiö upplýsingar um þaö frá fyrstu hendi.” Ummæli sjávar- útvegsráðherra: Markleysa — segir Björn Dagbjartsson „Ummæli þau sem sjávarútvegs- ráðherra hefur haft um tilfærslu kvóta milli ára eru aö mínu mati algjör markleysa,” sagöi Björn Dagbjarts- son, alþingismaöur og einn nefndar- manna sjávarútvegsnefndar efri deildar Alþingis, í viötali viö DV. „Þaö er ljóst aö hann getur ekki leyft sér aö færa til kvóta næsta árs þar sem hann veit ekki hvort kvótakerfiö veröur viö lýöi á næsta ári. Eg trúi því ekki að sjávarútvegsráðherra ætli að reyna að setja bráðabirgðalög um þetta núna, ” sagöi B jörn. Hann sagði aö öll umræöa væri eftir á Alþingi um mótun framtíðar- stefnunnar í sjávarútvegi og í raun væri ekkert sérstakt sem benti til þess að kvótakerfið yröi áfram næstu ár. „Mér virðist aö sjávarútvegs- ráöherra sé aö versla meö tilfærslu kvóta gegn því að kvótakerfið verði samþykkt af Alþingi næstu þrjú árin. Þaö tel ég vera markleysu,” sagði Björn. -APH. Fresturinn gleymdist Ekkert veröur úr uppboöi því er sýslumaðurinn í Baröastrandarsýslu hafði boðaö til í dag á eignum Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum. „Ráðuneyt- iö ætlaöi aö sækja um frest á greiðslu- skuldunum til Þróunarsjóðs en svo gleymdist aö sækja um frestinn,” sagöi Kristján Þór Kristjánsson, framk væmdast j óri Þörungavinnslunn- ar, í viötali viö DV í morgun. Aö sögn Kristjáns verður sótt um frestinn í dag og fellur þá fyrirhugaö uppboð niöur. ás -HHEI. Eldsupptök í birgðaskemmunni eru ekki kunn en grunur er um ikveikju. DV-mynd Heiðar Baldursson. GRUNUR UMIKVEIKJU —birgðageymsla ístaks á Kef lavíkurf lugvelli brann um helgina „Það bendir fátt til þess aö elds- upptök séu eðlilegar ástæöur,” segir Sveinn Eiríksson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, um brunann í birgða- og verkfærageymslu Istaks. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli varö elds vart um sexleytiö á laugar- dagsmorgun. Eldurinn var í báru- járnsklæddum bragga sem fyrirtæk- ið ístak notar sem birgða- og verk- færageymslu. Slökkviliö réö niður- lögum eldsins á rúmlega tveimur tímum. Urðu engin slys á mönnum. Sögusagnir eru í gangi um aö elds- voöinn kunni að vera af mannavöld- um. Spurningu þar að lútandi svar- aöi Sveinn Eiríksson eins og aö ofan greinir, en bætti því við aö hvorki hiti né rafmagn væri á húsinu og þvi væri efast um aö „eðlilegar ástæöur” væru rót brunans. „Málið er í rann- sókn og ég get ekki svarað því aö svo stöddu hvort viö höfurn einhverjar vísbendingar.” Gashylki voru geymd í birgöa- skemmunni og lagði slökkviliðiö áherslu á að kæla húsið og hylkin. Ekki tókst aö bjarga neinu af inni- haldi skemmunnar og er hér því um talsvert tjón aö ræöa. ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.