Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Side 12
12 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 viðtal Björgvin Tómasson orgelsmiður er fjósamaður á Blikastöðum: Enginn er í sínu föðurland „íslendingar verða að læra að treysta sínu fólki til þess að gera fallega og vandaða hluti. Orgelsmíði er mjög skapandi og gefandi starf því trédrumbamir verða að hljóðfæri en þetta er að mestu leyti trésmíði þegar búið er að teikna og hanna hljóðfærið," segir Björgvin Tómasson, eini fullnuma orgelsmiðurinn á ís- landi, sem komið hefur sér fyrir með smíða- stofu sína í fjósinu á Blikastöðum í Mosfells- bæ þar sem hann smíðar orgel, stór og smá. Björgvin hefur nýlokið við að smíða átján radda pípuorgel með tveimur hljómborðum og pedal fyrir Þorlákskirkju í Þorlákshöfn og verður það vígt á morgun. Hann er frægastur fyrir listasmíði orgelsins i Digraneskirkju og er hljómur þess rómaður. dæmis tekið fjóra menn tíu mánuði að smíða orgelið í Þorlákskirkju. Verð ekki ríkur Tíu mánaða starf Björgvin segist ekki vita til þess að fleiri starfi að orgelsmíði á íslandi þar sem enginn hefur til þess tilskilin leyfi. Hann lærði og starfaði við fagið í átta ár í Þýskalandi hjá mjög virtum orgelsmið. Með Björgvini hafa starfað tveir smiðir þar sem mesta vinnan felst í að smíða og setja saman hina ílóknu smíði orgelsins. Björgvin segir orgelsmíði einna helst líkjast húsasmíði þar sem hlutamir séu svo stórir og stundum duga ekki kraftar mannshandarinnar til þess að koma því fyrir á sínum stað. Það hefur til „Maður verður ekki ríkur en ég vil geta haft atvinnu af þessu. Það er þó einu sinni svo að enginn verður spámaður í sínu föðurlandi. Það hefur brugðið við að frekar er leitað til út- lenskra orgelsmiða heldur en til mín,“ segir Björgvin. Hann er að vonum óhress með þetta og seg- ist oft á tíðum geta boðið fram sína vinnu ódýrari og vandaðri heldur en dönsk og bandarísk fyrirtæki sem helst er leitað til og eru í beinni samkeppni við Björgvin um ís- lenskan markað. Það hefur einnig komið fyrir að leitað hef- ur verið til Björgvins frá erlendum fyrirtækj- um sem ætla að taka að sér smíði fyrir ís- lenskar kirkjur. Björgvin var beðinn um að smíða orgel undir þeirra nafni. Það tekur hann að sjálfsögðu ekki í mál heldur vill að leitað sé beint til sín. Hönnuð inn í kirkjur Að sögn Björgvins getur orgelsmíð hæglega orðið atvinnuskapandi hér á landi þar sem smiðir geta unnið að smíðinni og samsetning- unni. Hann sér sjálfur um að teikna og hanna 3 5T ■o > Q Björgvin Tómasson er eini fullgíldi orgelsmiöurinn á íslandi. gripina og tekur það einnig talsverðan tíma. Yfirleitt eru orgel hönnuð útlitslega inn í kirkjurnar og engin eru eins. Hann þarf þá að skoða kirkjurnar og finna út hvern- ig best er að hafa þau i laginu. „Orgel eru að sjálfsögðu mjög dýr og reglan er sú að hver rödd kosti í kringum eina milljón. Org- elið í Digranes- kirkju kostaði til dæmis í kringum tuttugu milljónir og Þorlákskirkju- orgelið í kringum f]órtán,“ segir Björgvin. Hann og félagar hans hafa smíðað í kringum flórtán orgel fyrir kirkjur á íslandi og legg- ur Björgvin mikla áherslu á að þar sem íslensk fram- leiðsla sé í háveg- um höfð og reynt sé að fá fólk til þess að kaupa íslenskt fremur en útlenskt þyrfti það sama að gilda um orgel- in. -em erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Maskerade. 2. Dick Francls: Come To Grlef. 3. John Grisham: The Runaway Jury. 4. Rob Grant: Backwards. 5. Wllbur Smlth: The Seventh Scroll. 6. Elizabeth George: In the Presence of the Enemy. 7. Nicholas Evans: The Horse Whlsperer. 8. Danlelle Steel: Flve Days In Paris. 9. Nick Hornby: High Fldelity. 10. Catherine Cookson: The Obsession. Rit almenns eölis: 1. Blll Bryson: Notes from a Smail Island. 2. Andy McNab: Immediate Action. 3. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 4. Carl Giles: Giles 50th. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. B. Watterson: There’s Treasure Everywhere. 7. Grlff Rhys Jones: The Natlon's Everywhere. 8. S. Coogan & H. Normal: The Paul and Pauline Calf Book. 9. Dirk Bogarde: Cleared for Take-Off. 10. Ted Edwards: X-Flles Confldential. Innbundnar skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Hogfather. 2. Patricia D. Cornwell: Cause of Death. 3. Tom Clancy: Executive Orders. 4. Dlck Francls: To the Hllt. 5. Graham Swlft: Last Orders. Innbundin rit almenns eölis: 1. Jack Charlton: Autoblography. 2. Vic Reeves & Bob Mortlmer: Shooting Stars. 3. Jane Goldman: The X-Flles Book of the Unexplained Volume 2. 4. Dave Sobel: Longitude. 5. K. Daigllsh & H. Wlnter: Dalgish: My Autobiography. (Byggt á The Sunday Timos) Brodský fær á baukinn hjá gagnrýnendum Jósef Brodský, rússnesk- am- eríska skáldið sem fékk bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1987, lést langt fyrir aldur fram í janúar síðastliðnum. Hann var aðeins 56 ára. Að undanfórnu hafa komið út í Bretlandi tvær nýjar bækur með verkum hans. Athygli vek- ur að gagnrýnendur þekktra breskra dagblaða hafa notað tækifærið til aö gera lítið úr verkum þessa nóbelsskálds og telja hann verulega ofmetinn. Bækurnar sem hér um ræðir eru annars vegar: So Forth: Poems. Hún hefur, eins og nafn- ið gefur til kynna, að geyma ljóð eftir skáldið, 56 að tölu. Hins vegar ritgerðasafn: On Grief and Reason: Essays. Útgefandi í báð- um tilvikum er Hamish Hamilton. „Skarað fram úr í meðalmennsku" Jósef Brodský. Umsjón meðalmennsku". í greininni eru dregin fram ýmis dæmi sem eiga að sýna að sem hugsuður hafi Brodský verið grunnhygginn, hversdagslegur og ruglingslegur og vart hæfur sem gagnrýnandi. Niðurstaða er afdráttarlaus: vegar var Brodský ekki frakkur, kaldhæðinn loddari. Hann var óöruggt meðalmenni i heimstlokki." diugaleysi Gagnrýnandi annars bresks dag- blaðs, Sunday Telegraph, segir margt í ritgerðum Brodskýs vera hástemmt rugl. Skort hans á rökréttu samhengi sé ekki hægt að afsaka með takmarkaðri enskukunnáttu, þótt lesandi hafi oft á tilfinningunni að Brodský meini annað en hann skrifi. Þannig eru kveðjurnar sem nóbelsskáldið fær frá spekingum bókmenntagagn- rýninnar. Eitt af því sem vekur sérstaka at- Jósef Brodský ólst sem kunnugt er upp í Sovétríkjunum og lenti þar sem skáld í andstöðu við stjómvöld. Hann var rekinn úr landi árið 1972 og hélt þá til Bandaríkjanna þar sem honum var tekið tveimur hönd- um. Hann fékk embætti við banda- rískan háskóla, hóf að læra ensku og byrjaði fljótlega að semja ljóð og ritgerðir á þeirri tungu - og að þýða eigin verk úr rússnesku. Banda- ríkjamenn heiðruðu hann árið 1991 sem lárviðarskáld sitt. Flest þau verk, sem eru í nýju ljóðabókinni, orti Brodský á ensku, eða þýddi sjálfur, og hið sama er að segja um ritgerðirnar; þær eru flest- Elías Snæland Jónsson ar samdar á ensku. Þeir gagn- rýnendur, sem nú hafa lagt til at- lögu við orðstír skáldsins, telja að hann hafi gerst fífldjarfur að yrkja á tungumáli sem hann hafi ekki kunnað nógu vel. En ritgerðirnar fá þó enn harka- legri meðferð, sérstaklega hjá gagn- rýnanda Financial Times í Lundún- um. i langri grein lætur hann mörg þung orð falla um Brodský sem höf- und og hugsuð og fullyrðir að Brod- ský hafi einungis „skarað fram úr I hygli þessa gagnrýnanda í ritgerða- safni Brodskýs er samanburður hans á ofsóknum á hendur rithöf- undi í einræðisríki af hálfu stjóm- valda og áhugaleysi almennings í forysturíki lýðræðisins. Þótt Brod- ský væri ofsóttur í Rússlandi fannst honum alltaf að fólk hlustaði á það sem hann hafði að segja. í Banda- ríkjunum var hann dáður af menn- ingarvitum en átti fáa almenna les- endur - eða að eigin mati einungis um 0,001 prósent þjóðarinnar. Um- deild niðurstaða Brodskýs er þessi: „Ég veit satt að segja ekki hvort er verra - að brenna bækur eða að lesa þær ekki.“ Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 2. Tonl Morrison: Song of Solomon. 3. Mary Hlggins Clark: Sllent Nlght. 4. Dean Koontz: Intenslty. 5. Mlchael Crichton: The Lost World. 6. Jonathan Kellerman: The Web. 7. Davld Baldacci: Absolute Power. 8. Anonymous: Prlmary Colors. 9. Robln Cook: Contaglon. 10. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 11. Nora Roberts: From the Heart. 12. John J. Nance: Pandora's Clock. 13. Olivla Goldsmith: The Rrst Wlves Club. 14. Steve Martinl: The Judge. 15. Rosemary Rogers: A Dangerous Man. Rit almenns eölis: 1. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 2. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 3. Jonathan Harr: A Clvil Action. 4. Barbara Klngsolver: Hlgh Tide In Tucson. 5. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Big Fat Idlot. 6. Mary Karr: The Llar’s Club. 7. Howard Stern: Mlss America. 8. Dava Sobel: Longltude. 9. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Civilization. - 10. MTV/Melcher Media: The Real World Diaries. 11. Hlllary Rodham Cllnton: It Takes a Vlllage. 12. Ellen DeGeneres: My Point ... And I Do Have One. 13. Ann Rule: A Fever In the Heart. 14. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 15. Betty J. Eadie & Curtis Taylor: Embraced by the Light. (Byggt á New York Times Book Review)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.