Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Page 51
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 59 Jórdaníukonungur bjargar lífi hjartveikrar stúlku: Borgaði lækninum og flaug meí stúlkuna heim Hússein Jórdaníukonungur kom lítilli breskri stúlku til hjálpar um daginn, greiddi fyrir hana lækniskostnað og flaug með hana sjálfur frá Bandaríkjun- um til Bretlands. Segja má að Hússein Jórdaníu- konungur sé sannkallaður bjarg- vættur. Hússein frétti af lítilli og hjartveikri breskri stúlku, Emily Casey, sem hafði mátt bíða á biðlista í heimalandi sínu í marga mánuði. Hússein flaug með þessa tveggja ára stúlku og foreldra henn- ar frá New York, þar sem hún gekkst undir uppskurð, til Lundúna og þaðan í þyrlu til heimabæjar hennar í Bretlandi og borgaði fyrir hana aðgerðina. Litla stúlkan var búin að vera lengi á biðlista og hafði mátt þola það flmm sinnum á þremur mánuð- um að aðgerðinni var frestað í Bret- landi. Hún gat ekki beðið lengur eft- ir þvi að fá bót sinna meina og því fór hún í aðgerð í Bandaríkjunum. Þar frétti bjargvætturinn Hússein af henni og kom henni og foreldrunum svo eftirminnilega til hjálpar og fylgdi björgunaraðgerðum sínum eftir allt þar til þau voru komin í heimabæ sinn. „Við stöndum í eilífri þakkar- skuld við Hússein konung," segir Stuart Casey, faðir Emily. Það kom ekki í ljós hver bjarg- vætturinn var fyrr en flugvél kon- ungs lenti í Lundúnum og flugmað- urinn og farþegarnir gengu niður landganginn því að konungurinn hafði gert allt sem í hans valdi stóð til að halda þessu leyndu. „Ég gat ekki komist hjá því að hjálpa þegar ég heyrði um sjúkdóm Emily. Ég er mjög ánægður með að allt hefur gengið vel. Guði sé þökk,‘ segir Hússein konungur. 0 0 0 0 Stíoíetnin götukortum ITII.0 Bergstaðir á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs «SSS5mii Bflastæðasjóður Takt’ ana fleim I6“pizzu'"\ ^ * (bara þegar sótt er) ;naingax •angi alla daga thvað nýtt NÝBÝLAVEGI16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.