Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 24

Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 24
Um ljósabúnað í verzlunum Eftir Lumen. Aldrei kann maður eins vel að meta ljósið og í skammdeginu, Jiegar „náttmyrkrið" liellist yfir allt og alla um „hábjartan daginn“. Hvílík þæg- indi að geta þá lireyft til einn smáhnapp og þar með látið Ijósið svelgja upp myrkrið í híbýlum sínum og vinnustöðvum. Nýjasti stórsigurinn í ljósatækninni er fluores- cent-lampinn, sem hefur nú um fáein ár verið notaður með „skínandi" árangri — svo góðum, að vart verður fundinn munur dags og nætur, Jrar sem hann er í notkun. Enn sem komið er tíðkast fluorescent-ljós ó- víða, nema á vinnustöðum, einkum í verzlun- um og skrifstofum. Samt sem áður er svo að sjá, sem áfergja verzlunareigenda í þennan nýstár- lega ljósabúnað, hafi gengið nokkuð á hluta smekkvísinnar og nytseminnar. Mörg þeirra Ijósatækja, sem eg hef nýlega skoðað, hafa verið sett upp af lítilli hagsýni og munu áreiðanlega ekki verða viðskiptunum til ávinnings, þegar nýjabrumið er farið af þessháttar ljósum. Þetta er í sjálfu sér ekki að undra, Jrví að nýjunga- girnin hefur leitt til svipaðra yfirsjóna á mörg- um sviðum. En dálítil fyrirhyggja og hugkvæmni — að viðbætum ráðleggingum fagmanns í ljósa- tækni — mundi að sjálfsögðu tryggja betur varan- legt notagildi í þessum efnum. Hvaða kaupmaður mundi hafa Jxjlað það, fyr- ir stríð, að emaljeraðir Ijósa-,,diskar“ héngju niður úr búðarloftinu, yfir vönduðum og falleg- um verzlunarvörum? Og hver mundi ]xi hafa fellt sig við að láta ramagnslampa hanga um- gjörðalausa og óskyggða yfir söluborðum sínum? Þeir hefðu vafalaust verið fáir. En samt er liægt að sjá hliðstæðar smekkleysur og aðrar svipaðar yfirsjónir í fjölda verzlana, að því er varðar notkun fluorescent-lampans. Svo virðist sem Jretta sé látið óátalið af viðskiptamönnunum, enn sem komið er, meðan nýjabrumið er smekkvís- inni yfirsterkara. Eg endurtek: Enn sem komið er! 184 Hjá Simpsons við Piccadilly. Þeir, sent liafa í huga að endurnýja ljósatæki sín, ættu ekki að horfa um of í eyrinn. Ljósa- leiðslur Jjarfnast skipulags, og í hverri verzlun — smárri sem stórri — þarf að taka tillit til Jjeirra sérstöku aðstæðna, sem Jjar eru fyrir hendi. Verzlunarfyrirtækið Bourne & Hollingworth í London er nú að gera tilraun með nýja floures- cent-Iýsingu í blómadeild sinni. Þar eru öll ljósastæðin í loftinu og varpa Jjau geysimiklu ljósmagni niður um búðina. Þessi ljós eru sam- bland af dagsljósi og hvítu ljósi, svo að litaand- stæður blómanna koma afar vel fram. En Jjrátt fyrir Jjað getur Jjetta talizt fremur vafasönr lýsing fyrir almennar vörubúðir, Jjví að sökurn þess hve hún er sterk, clregur hún úr áhrifum annarra sýningarljósa (í sýningar- kössum o. s. frv.), sem eiga að vera tíu sinnum skærari en aðalljósin. Einnig er Jjað athugavert við Jjessa sterku loft- lýsingu, að henni hættir við að draga athygli viðskiptamannsins frá búðarborðunum sjálfum, sem stafar af Jjví að öll ljósin koma úr sömu áttinni. Ef minna ljósmagn kæmi ofan frá en meira úr beinni sjónarhæð eða neðan frá — t. d. frá uppljómuðum söluborðum, sýningarkössum og ljósaauglýsingum — mundu áhrifin verða FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.