Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 41

Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 41
Samúel Pálsson gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir sveitarfélag sitt. Hann var lengi í stjórn Sparisjóðs Arnfirðinga og veitti sjóðnum forstöðu um tíma. Hann átti og mikilvægan Jíátt í útgerðar- og félagsmálum Bílddælinga. Samúel var glæsimenni ásýndar, hugljúfi vina sinna, grandvar til orðs og æðis og gæddur flestum hæfileikum drenglundaðs manns. Hann kvæntist árið 1910 eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Árnadótur frá Stapadal í Arnarfirði. Þau áttu tvo drengi. Lézt annar Jreirra á barnsaldri, en hinn er Sigurður Samúelsson læknir. Steingrímur Torfason, kaupmaSur í Hafnarfirði, andaðist 23. sept. s. 1. Hann var fæddur 16. okt. 1882 í Hafnarfirði. For- eldrar hans voru hjónin Torfi Jónsson sjómaður og Sigríður Steins;rímsdóltir. Steingrímur lauk gagn- fræðanámi í Flensborgarskólanum árið 1897 og tók Jw kennarapróf 1906. Sama ár gerðist hann kennari við barnaskóla Hafnarfiarðar og gengdi bví starfi til 1911, er hann tók að sér vörzlu við hafskipabryggju bæiarins. Ilafði hann það starf með höndum í 8 ár, en 1919 byrjaði hann verzlunarrekstur sinn, sem hann stundaði mestmegnis til dauðadags. Steingrímur var merkur maður í félagsmálum fæð- ingarbæjar síns. Hann var m. a. bæjarfulltrúi 1920— 23, formaður Sjúkrasamlags Hafnarfjargar og Garða- hrepps um allmörg ár, átti sæti í sóknarnefnd í rúm 30 ár, lengstaf sem formaður, og meðhjálpari í Hafn- arfjarðarkirkju í 14 ár. Steingrímur Torfason var drengskaparmaður mik- ill, góðum gáfum gæddur, samvizkusamur, lijálpfús, trúrækinn og trygglyndur. Kona hans, Ólafía Hallgrímsdóttir frá Lónakoti í Hraunum, lifir mann sinn ásamt 4 börnum þeirra, en alls eignuðust þau hjónin 7 börn. Valdemar F. Nor'ðjjjirri, stórkaupm. í Reykjavík. andaðist 13. des. s. 1. Ilann var fæddur í Keflavík 28. ágúst 1886, sonur Ólafs Norðfjörð verzistj. þar og Júlíu P. Snæbjörns- dóttur. Hann stundaði nám í kvöldskóla verzlunar- manna (sem var undanfari Verzlunarskólans) 1902— 03 og naut eftir það stundakennslu í tungumálum og öðrum verzlunarfræðum. Síðan gerðist hann starfs- maður Fischersverzlunar og síðan Duus-verzlunar, þegar eigendaskipti urðu á henni árið 1906. Hjá Duus vann hann svo til ársins 1914. Er Eimskipafélag Is- lands setti upp skrifstofu hér árið 1915, gekk Valde- mar í þjónustu þess og vann þar til 1919, en ])á tók liann sér fyrir hendur umboðsverzlun, sem hann starf- rækti þaðan í frá. Var hann m. a. umboðsmaður hins þekkta hveitifirma Joseph Rank Ltd. hér á landi. Valdemar F. Norðfjörð var gæddur góðum hæfi- leikum verzlunar- og kaupsýslumanns. Hann var fróð- ur og vel að sér um verzlunarmál, heiðarlegur, atorku- samur, ósérhlífinn og höfðinglyndur. Hann var búinn ágætri greind en var nokkuð sérlundaður og sætti því stundum misskilningi þeirra, sem lítt þekktu hann. Var hann Jieim mun meiri vinur góðra vina sinna. Valdemar var ókvæntur og barnlaus. FRJÁLS VERZLUN 201

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.