Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 1
SVEITARFÉLÖGIN hafa ákveðið að halda áfram störfum sínum í tekjustofnanefnd með fulltrúum ríkisins, en viðræðuslitum hafði verið hótað ef ekki fengjust svör um hvort aukið fjár- magn kæmi frá ríkinu til sveitarfélaga. Ljúka á fyrir janúarlok á næsta ári endurskoðun á núver- andi tekjustofnum, en sveitarfélögin telja að leið- réttingu vanti upp á milljarða króna miðað við núverandi verkefni. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, fulltrúi í tekjustofnanefnd, hefur gagnrýnt fram- göngu ríkisins harðlega. Hann segir að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefði ákveðið að „láta okkur halda áfram. Það var ekki gegn okkar vilja, við gerum bara það sem okkur er sagt. Við gerðum stjórninni grein fyrir að við teldum okkur ekki vera að ná árangri“. Halldór að síðasti fundur í nefndinni hefði markað þáttaskil. Ákveðið hefði verið að drífa af skoðun á núverandi tekjustofnum fyrir lok janúar nk., svo hægt yrði að fara að ræða önnur stór mál eins og frekari sameiningu sveitarfélaga og flutning nýrra verkefna með fullnægjandi tekju- stofnum./11 Endurskoðun tekjustofna ljúki í byrjun næsta árs JÓLASERÍUR – BETRA VERÐ! Matarmikið blað 96 síðna Jólablað fylgir Morgunblaðinu í dag Lesbók | Við erum lík í því að vera ólík  Með andlitið þétt að glugganum Börn | Fyrsti í aðventu á morgun Óli fær á kjaftinn Íþróttir | Tap hjá kvennalandsliðinu Bjartir tímar framundan á Brúnni SAUTJÁN mikilvægar stjórnmálafylkingar í Írak, þar á meðal hreyfing Iyads Allawis forsætisráðherra, kröfðust þess í gær í sam- eiginlegri yfirlýsingu að fyrirhuguðuðum þingkosningum í lok janúar yrði frestað um sex mánuði. Bent er á að óöldin í landinu og skortur á tæknilegum undirbúningi fyrir kosningar geri brýnt að fresta þeim. Yfirkjörstjórn í Írak hét því að taka kröf- una fyrir á fundi sínum í dag. Meðal flokk- anna 17 eru tveir helstu flokkar Kúrda í norðri en súnníta-múslíminn Adnan Pachachi, sem var utanríkisráðherra landsins á sjötta ára- tugnum, hafði forystu um að krafan yrði sett fram. Flokkarnir segja m.a. að með því að fresta kosningunum gefist ráðrúm til að bæta ástand öryggismála í landinu. Sumir af flokkum súnníta hafa síðustu vik- urnar hótað að hunsa kosningarnar. Sjíta-músl- ímar eru rösklega helmingur þjóðarinnar og hafa leiðtogar þeirra andmælt öllum hugmyndum um að fresta kosningunum. Vilja fresta kosningum Bagdad. AFP. Adnan Pachachi FORSETAEFNIN tvö í Úkra- ínu hittust í gær á þriggja stunda löngum fundi í höfuðborginni Kíev og tóku fulltrúar frá Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), Evrópusambandinu og Rússlandi þátt í viðræðunum auk forseta Póllands og Litháens og fráfarandi forseta Úkraínu, Leó- níd Kútsjma. Sagði hinn síðast- nefndi að samkomulag hefði orð- ið um að skipa starfshóp til að finna málamiðlun í deilunum um forsetakosningarnar. Jafnframt hefðu deiluaðilar heitið því að beita ekki ofbeldi. „Kreppan sem tók við að lokn- um kosningunum verður aðeins leyst með málamiðlun,“ sagði Kútsjma er fundurinn hófst. Viktor Janúkóvítsj, forsætisráð- herra Úkraínu, sagðist í gær ekki vilja taka við forsetaembættinu ef það kostaði blóðbað. Forsetaefni stjórnarandstöð- unnar, Viktor Jústsjenkó, sagðist í gærkvöldi ætla að krefjast þess að efnt yrði til nýrra kosninga 12. desember. Hann átti í gær fund með sendiherra Rússlands í Úkraínu, Viktor Tsjernómýrdín. Sagði Jústsjenkó sendiherranum að brýnt væri að við völdum tæki lýðræðislega kjörin og lögmæt stjórn í Úkraínu. Tsjernómýrdín lagði áherslu á að Úkraínumenn væru mikilvæg bandalagsþjóð Rússa. Rússar selja mikið af olíu og gasi til Vestur-Evrópu og liggja margar leiðslurnar um Úkraínu. Svartahafsfloti Rússa hefur bækistöðvar á Krímskaga sem tilheyrir Úkraínu. Vöflur eru komnar á marga fulltrúa í kjörstjórn Úkraínu sem birti lokatölur um meintan sigur Janúkóvítsj í fyrradag og hafa þeir dregið undirskriftir sínar til baka. Nýtur yfirlýsingin um lokatölurnar nú aðeins stuðnings 10 af 15 fulltrúum. Sem fyrr voru hundruð þús- unda stjórnarandstæðinga í mið- borg Kíev í gær og hétu því að gefast ekki upp fyrr en sigur væri í höfn. Þúsundir stuðnings- manna Janúkóvítsj frá austur- héruðunum komu í gær til Kíev og héldu fund við aðaljárnbraut- arstöðina í borginni. Janúkóvítsj flutti ávarp og hvatti fólkið til að koma í veg fyrir „valdarán“ stjórnarandstæðinga. Margir göngumanna gagnrýndu Vestur- veldin, sem neita að viðurkenna sigur Janúkóvítsj, fyrir afskipti af málefnum landsins. „Við vonum að Moskvustjórnin styðji okkar í báráttunni fyrir því að fá sigur Janúkóvítsj viður- kenndan,“ sagði einn þátttak- enda, hinn 21 árs gamli Vladíslav frá borginni Kramatorsk. Hann sakaði stjórnarandstæðinga um að svíkja föðurlandið. Reynt að finna mála- miðlun í Úkraínu Jústsjenkó segist ætla að krefjast nýrra kosninga Kíev. AFP, AP.  Rússar/15 Reuters Þúsundir stuðningsmanna forsetaefnisins Viktors Janúkóvítsj komu í gær til höfuðborgarinnar Kíev í Úkraínu, hér sjást þeir skreyttir borðum með lit hans, ljósbláum. Janúkóvítsj, sem einkum nýtur stuðn- ings meðal rússneskumælandi Úkraínumanna í austurhéruðunum, flutti ávarp á fundi við aðaljárn- brautarstöðina og hvatti menn til dáða en sagðist ekki vilja embættið ef það kostaði blóðbað. TENÓRINN frægi Plácido Domingo heldur tónleika í Eg- ilshöll í Grafarvogi hinn 13. mars næstkomandi. Að sögn Þóru Guðmundsdóttur, eins skipuleggjenda tónleikanna, heldur Domingo aðeins átta til tíu tónleika árlega og þykja tónleikarnir hér því mikill við- burður í íslensku tónlistarlífi. Plácido Domingo er einn virt- asti óperulistamaður heims í dag. Þá verður sænski mezzó- sópraninn Anne Sofie von Ott- er gestur Listahátíðar í Reykjavík næsta sumar og syngur á tónleikum í Há- skólabíói 4. júní. Von Otter er ein af dáðustu söngkonum samtímans, er jafnvíg á óp- erusöng, ljóðasöng og barokk- músík. Geisladiskar hennar eru margverðlaun- aðir og hún hefur margsinnis hreppt Grammyverðlaunin, nú síðast á þessu ári, sem besti söngvari ársins. /27 Domingo og von Otter til Íslands Anne Sofie Plácido Domingo STOFNAÐ 1913 324. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is STARFSMENN sjónvarpsstöðva í Úkraínu, sem eru flestar í höndum stjórnvalda eða manna sem tengjast þeim, urðu í gær við kröfum Viktors Jústsjenkós, forsetaefnis og leiðtoga stjórnarandstæðinga, um að hafna ritskoðun stjórnvalda og hófu að flytja fréttir og myndir af fjölmennum mótmælafundum vegna meintra kosningasvika manna Janúkóvítsj. Á einkastöðinni 1+1 gáfu fréttamenn út yfirlýsingu um að fram- vegis myndu þeir flytja „hlutlægar fréttir“ en ekki einhliða áróður fyrir Janúkóvítsj. Sjónvarpsstjórinn, Aleksander Rodnýanskí, las yf- irlýsinguna upp í beinni útsendingu að viðstöddum starfsmönnum sínum. Fréttastjóri stöðvarinnar sagði fyrr um daginn af sér en aðrir fréttamenn höfðu þá lagt niður vinnu til að mótmæla ritskoðuninni. „Við höfum aðallega flutt lygar,“ sagði Volodómýr Melník, frétta- þulur á einni ríkisstöðinni, UT-1, í viðtali á annarri stöð, Rás 5, sem hefur stutt stjórnarandstæðinga. Talið er að umskiptin á sjónvarps- stöðvunum geti skipt sköpum þar sem aðeins um þriðjungur þjóð- arinnar hefur haft aðgang að stöðvum sem sagt hafa frá kröfum stjórnarandstöðunnar og ásökunum um kosningasvindl. Ríkissaksóknari Úkraínu varaði stöðvarnar við í gær og sagði þær brjóta landslög er þær sýndu myndir frá mótmælum þar sem hvatt var til þess að opinberar skrifstofur yrðu teknar herskildi og götum lokað. Sjónvarpsfréttamenn risu upp Lesbók, Börn og Íþróttir ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.