Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÍKISENDURSKOÐUN ítrekar í nýrri skýrslu sinni um ríkisreikninginn 2003 gagnrýni á utanrík- isráðuneytið fyrir að hafa rekstur allra sendiráða undir einum lið í fjárlögum. Telur Ríkisendurskoð- un þetta draga úr gegnsæi upplýsinga og líklegt sé að ábyrgð forstöðumanna sendiráða minnki. Utan- ríkisráðuneytið segir að í fjárlagafrumvarpi verði birtar sambærilegar upplýsingar og verið hefur. Í fjárlögum vegna ársins 2004 voru felldir niður allir fjárlagaliðir sendiráða og í staðinn kom einn fjárlagaliður, Sendiráð Íslands. Í frumvarpi til fjárlaga 2005 er þetta endurtekið. Hefur Ríkisendurskoðun gagnrýnt að sá kostn- aður sem hefur verið færður til gjalda á fjárlaga- liði sendiráðanna sýni ekki réttan kostnað við rekstur hverrar sendiskrifstofu fyrir sig. Hluti kostnaðar sem falli til í starfsemi þeirra sé ekki færður hjá sendiskrifstofunum sjálfum heldur hjá aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins og á fjár- lagaliðinn „Sendiráð Íslands, almennt“. Megi þar nefna ferðakostnað, stofnkostnað og meiri háttar viðhald, skólagjaldastyrki og kostnað við búferlaflutning sendimanna. Hið sama megi segja um fjárveitingar til sendiskrifstofanna. „Þeim er ekki skipt í samræmi við áætlaða rekstr- arfjárþörf hverrar skrifstofu sem leiðir til þess að rekstrarniðurstaða þeirra er ekki alltaf marktæk,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Reksturinn ein heild Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkis- ráðuneytinu, segir að ákvörðun um að sameina fjárveitingar til sendiskrifstofa á eitt fjárlaganúm- er hafi verið tekin af fjármálaráðuneytinu, sam- kvæmt beiðni utanríkisráðuneytisins frá síðasta ári. Vegna eðlis og skipulags utanríkisþjónustunn- ar hafi verið talið eðlilegt að líta á rekstur send- iskrifstofanna sem eina heild. „Fjármálastjórn þeirra er að mestu á hendi ráðuneytisins og eru fjárhagsáætlanir og fjár- hagseftirlit í höndum þess. Gengissveiflur og aðr- ar breytingar á rekstrarforsendum sendiskrif- stofu valda því einnig að æskilegt var talið að utanríkisráðuneytið gæti í upphafi fjárlagaársins ráðstafað nauðsynlegum fjárveitingum til send- iskrifstofa af einum sameiginlegum lið sendiskrif- stofa,“ segir Pétur. Hann bætir við að með breytingunni hafi einnig verið komið til móts við þá athugasemd Ríkisend- urskoðunar að óeðlilegt hafi verið að færa vissa kostnaðarþætti sendiráðanna á fjárlagaliði ráðu- neytisins sjálfs. Allir kostnaðarliðir séu nú færðir á liðinn Sendiráð Íslands. Bendir Pétur á að til að tryggja að upplýsingar liggi opinberlega frammi um umfang hverrar sendiskrifstofu sé árlega birt tafla í fjárlagafrum- varpinu sem sýni rekstraráætlanir skrifstofanna og rekstrarniðurstöður tveimur árum áður. Því verði í aðalatriðum birtar sambærilegar upplýs- ingar um rekstur sendiskrifstofa og verið hefur. Ríkisendurskoðun gagnrýnir utanríkisráðuneytið í nýrri skýrslu Sendiráðin sett undir einn lið SLÖKKVILIÐSMENN heimsækja um þessar mundir börn í þriðja bekk grunnskólanna í tengslum við Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Börnin hafa fengið fræðsluefni um eldvarnir og hefur þeim verið boðið að taka þátt í Eldvarnargetrauninni 2004 þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Þeim var að sjálfsögðu boðið að kynna sér inn- viði slökkviliðs- og sjúkrabíla, en þessi börn eru í Hamraskóla í Reykjavík. Morgunblaðið/ÞÖK Slökkviliðsmenn framtíðarinnar? LÖGREGLUNNI á Keflavíkur- flugvelli hefur tekist að hafa uppi á Litháanum sem átti að fá fölsuð skilríki sem landi hans kom með til landsins á sunnudagskvöld. Hann var handtekinn en sleppt að lokn- um yfirheyrslum. Sá sem smyglaði skilríkjunum er laus úr gæslu- varðhaldi en hefur verið úrskurð- aður í farbann til 6. desember. Skipt hafði verið um myndir í vegabréfi og ökuskírteini og mynd af Litháa sem reyndist búsettur hér á landi sett í staðinn. Hann fannst á fimmtudag. Lögregla vill ekki greina frá því hvaða skýringar hann hefur gefið á fölsuninni né hversu lengi hann hefur dvalið hér á landi. Málið er í rannsókn. Höfðu uppi á viðtakandanum STJÓRN Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins, SHS, kom saman til fundar í gær og að tillögu stjórn- arformanns, Þór- ólfs Árnasonar borgarstjóra, var einróma sam- þykkt að setja Jón Viðar Matth- íasson aðstoðar- slökkviliðsstjóra tímabundið í starf slökkviliðs- stjóra frá og með 1. desember nk. Jafnframt voru á fundinum færð- ar þakkir til Hrólfs Jónssonar, frá- farandi slökkviliðsstjóra, fyrir heilladrjúg störf í þágu slökkviliðs- ins, en hann hefur verið ráðinn sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Jón Viðar settur slökkviliðsstjóri Jón Viðar Matthíasson ÁKVEÐIÐ hefur verið að atkvæða- greiðsla um nýgerðan kjarasamn- ing Kennarasambands Íslands og sveitarfélagana hefjist á mánudag- inn og standi fram á miðvikudag, 1. desember. Úrslit eiga að liggja fyr- ir mánudaginn 6. desember. Kjörstjórn KÍ hefur verið falið að stjórna allsherjaratkvæðagreiðslu um samninginn. Kjörgögn verða send til trúnaðarmanna KÍ í grunn- skólum sem munu koma þeim til fé- lagsmanna. Atkvæðin skal setja í póst í síðasta lagi 1. desember eða skila þeim í kjörkassa á skrifstofu KÍ fyrir kl. 18 þann dag. Engar reglur gilda um lágmarks- þátttöku í atkvæðagreiðslunni, samkvæmt upplýsingum á heima- síðu KÍ. Þar af leiðandi ræður ein- faldur meirihluti þeirra sem þátt taka í atkvæðagreiðslunni úrslitum um samþykki eða synjun kjara- samningsins án tillits til þátttöku. Kosning um kennarasamning hefst á mánudag V-DAGSSAMTÖKIN stóðu fyrir gjörningi hjá Hæstarétti í gær í til- efni af 16 daga átaki gegn kyn- bundnu ofbeldi. Í fréttatilkynningu frá V- dagssamtökunum sagði m.a.: „Í til- efni af átakinu hvetja V-dags- samtökin til vitundarvakningar sem miðast að því að breyta viðhorfum fólks til fórnarlamba kynferðisof- beldis því enn þann dag í dag er of algengt sjónarmið að fórnarlömb beri ábyrgðina með hegðun sinni. Sjónum er sérstaklega beint að dóm- stólum í von um að þeir dómarar sem þar sitja verði sér meðvitandi um að slíta sig frá vondum við- horfum um ábyrgð fórnarlamba á nauðgunum.“ Morgunblaðið/Golli Gjörningur við hús Hæstaréttar FÉLAG leikskólakennara og launa- nefnd sveitarfélaga hafa samið nýja viðræðuáætlun, en sú fyrri rann út í gær. Nýja áætlunin gildir til 16. desem- ber nk. Í henni felst að samn- ingafundir verði haldnir ört frá 6. desember og á samningum að vera lokið 16. desember. Liggi samn- ingur þá ekki fyrir verður málinu vísað til ríkissáttasemjara nema að- ilar komi sér saman um annað. Næsti samningafundur verður 1. desember. Á síðasta samningafundi aðilanna var m.a. rætt um starfsmat Reykja- víkurborgar og launanefndar og áhrif þess á kjaraviðræður leik- skólakennara. En eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni eru ófag- lærðir deildarstjórar á leikskólum betur launaðir en háskólamenntaðir deildarstjórar eftir að niðurstaða starfsmatsins liggur fyrir. Samningum á að vera lokið um miðjan desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.