Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Bolungarvík | Síminn og Skjár einn hófu í fyrradag ferð sína um landið til þess að færa íbúum tíu bæjarfélaga á landsbyggðinni Skjá einn og enska boltann. Bolungarvík var fyrsta byggðarlagið sem heimsótt var og fjölmenntu bæjarbúar í félagsheim- ilið Víkurbæ á fjölskylduhátíð sem fyrirtækin buðu til af þessu tilefni. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra ýtti herferðinni úr vör. Her manns frá Símanum hóf að fara um bæinn með viðeigandi búnað til þeirra sem höfðu ADSL-tenging- ar og óskað höfðu eftir að tengjast útsendingum Skjás eins. Þannig verða á næstu dögum yfir þrjátíu prósent heimila í bæjarfélag- inu tengd útsendingum Skjás eins með enska boltanum og Sjónvarpinu ásamt sjö erlendum sjónvarpsrás- um, svo sem Eurosport, Sky News, Discovery Channel og Cartoon Net- work. Bolvíkingar eru því fyrstir hér á landi til að nýta sér ADSL-tengingar til að flytja sjónvarpsdagskrá í tæki sín. Söfnuðu fyrir enska boltanum Bolvíkingar höfðu um skeið sóst eftir því að dagskrá Skjás eins yrði komið til bæjarins og höfðu m.a. í því skyni safnað fyrir sendi en þegar Síminn keypti meirihluta í stöðinni breyttust allar forsendur þar sem Síminn bjó yfir tækni og tengingum til að koma stafrænum sjónvarps- merkjum eftir símalínunum. Í stað hefðbundinnar þráðlausrar dreifing- ar er sjónvarpsmerkið flutt um síma- línur með hjálp ADSL-tengingar. Viðskiptavinir geta horft á sjónvarp samtímis því að vafra um á Netinu. Með því að dreifa stafrænu sjón- varpsefni um ADSL-kerfið er Sím- inn að nýta þá miklu fjárfestingu sem liggur í fjarskiptakerfum fyrir- tækisins og flýta þannig fyrir al- mennri uppbyggingu dreifikerfisins víðar um landið. Magnús Ragnarsson sjónvarps- stjóri sagði í ávarpi við athöfnina að raunar hefði þetta allt byrjað með því að stuttu eftir að Skjár einn hefði náð samningum um enska boltann hefði til hringt til sín maður sem sagðist heita Einar og væri bæjar- stjóri í Bolungarvík og héldi með Arsenal. Honum varð fljótlega ljós áhugi Bolvíkinga á því að fá dagskrá stöðvarinnar til sín sem þeir sýndu í verki og því væri það honum mikið fagnaðarefni á þessari stundu að Skjár einn með tilstyrk veitukerfis Símanns hefði náð því að standa við stóru orðin. Patreksfirðingar bættust í hópinn í gær og síðan liggur leiðin á Hvammstanga, Stykkishólm, Ólafs- vík, Grundarfjörð, Ólafsfjörð, Vopnafjörð, Fáskrúðsfjörð og hring- ferðin endar svo að þessu sinni á Djúpavogi. Bolungarvík er fyrsta byggðarlagið á landsbyggðinni sem fær stafrænt sjónvarp um línur Símans 30% heimila hafa óskað eftir að tengjast dagskrá Skjás eins Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Langþráð þjónusta Starfsmenn Símans færðu heimasætunni Holtastíg 13, Láru Júlíu Harðardóttur, búnaðinn sem til þarf til að ná sendingum Skjás eins og aðstoðuðu síðan við að koma tengingunni á. LANDIÐ Selfoss | „Það skiptir öllu máli að fólkið í fyrirtækinu þekkist og finni samkennd hvert með öðru og líði vel í vinnunni,“ segir Gunnar Bragi Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Tölvu- og raf- eindaþjónustu Suðurlands (TRS) á Selfossi. Fyrirtækið fékk nýlega viðurkenningu frá Verslunarmannafélagi Suðurlands sem fyrirtæki ársins hjá félagsmönnum. „Það er klárlega verið að mæla hina mýkri þætti í starfsemi fyrirtækja. Það er hægt að gera vel við fólk á margan hátt, með launum og fríðindum en líka á annan hátt, til dæmis með þægilegu umhverfi. Ánægjan í vinnunni er oft vanmetinn þáttur í starfsemi fyrirtækja. Okkur þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu og hún gefur okkur vísbendingu um að við séum á réttri leið í starfsemi fyrirtækisins,“ segir Gunnar Bragi. Starfsmenn fái að njóta sín „Við höfum lagt ríka áherslu á það að starfsmenn fái að njóta sín í starfi. Það fá til dæmis allir að taka þau námskeið sem þeir vilja, eftir eigin áhuga. Aðalatriðið er að starfsmaðurinn finni sig í því sem hann er að gera. Þannig líður honum vel og við erum mjög ánægðir með starfsfólkið. Á því sviði sem við störfum skipta starfsmenn öllu máli. Þeir eru verðmæti fyrirtækisins og takast á við örar tæknibreytingar sem eru í gangi. Það var nú svo 1995, þegar við Júlíus M. Pálsson stofnuðum fyrir- tækið og byrjuðum hér tveir, að við ætluðum bara að vera í viðgerðum á rafeindatækjum og reka litla verslum með, en erum núna að þjón- usta fyrirtæki, sveitarfélög og stofn- anir varðandi tölvumál og erum líka komnir með öfluga verslun í sam- stafi við Pennann og starfsmennirn- ir eru orðnir 15. Við erum í mikilli samkeppni og lítum á starfssvæði okkar sem hluta af höfuðborgar- svæðinu,“ segir Gunnar Bragi. Góður liðsandi mikilvægur Hann segir stefnu fyrirtækisins hiklaust vera þá að vera bestir í því sem þeir taka sér fyrir hendur. „Ég held að það sé góður keppnisandi og metnaður í okkar fólki. Það er mikill metnaður hjá mönnum að leysa flók- in mál og geta sinnt viðskiptavinum vel. Við lítum svo á að það sé metn- aður starfsfólksins sem er að fá viðurkenningu. Það er mikilvægt að hafa góðan liðs- anda í fyrirtæki alveg eins og í keppnisliði í íþróttum þar sem allir eru meðvitaðir um markmiðin sem keppt er að. Starfsfólkið á því þessa við- urkenningu að öllu leyti,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi getur þess að á hverjum morgni eigi starfsfólkið mikilvæga stund saman sem gefi mikið fyrir daginn. Þetta sé stund þar sem allir hittast en síðan tek- ur dagurinn við og menn tvístrast. „Við tökum góðan tíma í að spjalla og ræðum um heima og geima á þessum morgunstundum okkar. Við erum með gott starfs- mannafélag sem safnar í sjóð og síðan gerum við eitthvað saman eins og að hafa aðven- tuhátíð sem er á morgun, sunnudag, klukkan 10 en þá koma allir með fjölskylduna með sér. Það skapar vellíðan að vera saman. Sjálfum líður mér vel, ég er með- vitaður um að lífið er ekki bara vinna en uppbygging fyrirtækja tekur tíma og síðan er að skipu- leggja tímann og eiga stundir með fjölskyldunni,“ segir Gunnar Bragi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri TRS á Selfossi. Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands á Selfossi er valið fyrirtæki ársins hjá Verslunarmannafélagi Suðurlands Samkennd og vellíðan starfs- manna skiptir öllu máli Gott starfsfólk lykilatriði Gunnar Bragi Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri TRS á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jólabasar á Eyrarbakka | Árleg- ur jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka verður haldinn í samkomuhúsinu Stað sunnudaginn 28. nóvember og hefst kl. 14. Margir munir verða í boði s.s. húfur, treflar, gallatöskur, tréjólasveinar, jólatrésdúkar, jóla- kúlur o.fl. Þá verður tombóla án núlla, heitar vöflur og kaffisopi. ÁRBORGARSVÆÐIÐ Árborg | Vegagerðin hefur kynnt fyrir sveitarstjórnum Árborgar og Hraungerðishrepps tvær hugmyndir að nýju brúarstæði á Ölfusá, norðan við Selfoss. Skipaður verður vinnu- hópur með fulltrúum sveitarfélag- anna og Vegagerðarinnar til að fara yfir málið og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem notuð verður við gerð nýs aðalskipulags fyrir sveitarfélögin. Í aðalskipulagi er tekið frá land fyrir nýja brú yfir Ölfusá við Efri- Laugardælaeyju, norðan þéttbýlisins á Selfossi, og er það veglína 1. Við for- athugun kemur Vegagerðin með nýja tillögu, þar sem brúað yrði á gamla ferjustað Laugardælaferju og er sú leið merkt númer 2. Vegurinn myndi í báðum tilvikum fara út af núverandi Suðurlandsvegi við Biskupstungn- abraut. Veglína 1 myndi koma aftur inn á Hringveginn skammt austan við gömlu leiðina að Laugardælum en lína 2 myndi koma inn á Hringveg rétt austan við heimreiðina að Túni. Báðir vegirnir færu yfir golfvöllinn. Í forathugun Vegagerðarinnar kemur fram að brúin á Laugardæla- ferju yrði verulega ódýrari en á Efri- Laugardælaeyju. Reiknað er með tveimur brúm á eyjaleiðinni þar sem áin er 260 metra breið og myndu þær kosta alls 700 til 800 milljónir kr. Brú á ferjustaðnum myndi hins vegar kosta 350 til 500 milljónir, eftir því hvort unnt yrði að byggja hana í einu eða þremur höfum, en þar eru 140 metrar á milli bakka. Leggja þarf lengri veg austan Ölf- usár á ferjuleiðinni en hringvegurinn lengist þó ekki. Við kostnaðarsaman- burð þessara tveggja veglína vegur kostnaður við brúarsmíði langmest. Niðurstaðan er að veglína 2, ferjuleið- in, sé 200 til 350 milljónum kr. ódýrari en veglína 1, eyjaleiðin. Þá kemur fram í forathugun Vegagerðarinnar að taka þurfi tillit til Suðurlands- skjálfta við ákvarðanir. Athuganir á jarðlögum benda til að ferjuleiðin sé mun tryggari að þessu leyti og veru- leg óvissa vegna grundunar brúar á austurbakka eyjaleiðarinnar. Gert er ráð fyrir að núverandi brú á Ölfusá standi áfram, vegna umferð- ar til og frá Selfossi. Ný brú norðan við Selfoss er hvorki komin inn á vegaáætlun né langtímaáætlun.                              ! "   #  $"  %&        N)8  "! %!((  ((  '"( ) ! " #$  ! ! "%&& O+=?P6 Q 6 P=? OP #    $       Vegagerðin hefur kynnt tvær tillögur að brú yfir Ölfusá, norðan Selfoss Ferjuleiðin 200 til 350 milljónum kr. ódýrari   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.