Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ertu kominn í jólaskap, hrútur? Hvernig væri að halda partí eða bjóða vinum í mat? Þú munt njóta þess að skipuleggja út í ystu æsar og sjá fyrir þér hvernig útkoman verður. Naut (20. apríl - 20. maí)  Notaðu tækifærið og dekraðu örlítið við sjálfan þig í dag. Þú veist hvað þú vilt, láttu vaða. Þú laðast að nátt- úrulegum efnum á borð við silki og ull og ert líka mikið fyrir olíur og ilmvötn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ertu byrjaður á jólainnkaupunum, tví- buri? Eða búinn að setja saman óska- lista? Þig langar eflaust í ótal marga hluti, settu þá á blað til þess að létta þínum nánustu lífið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert þrumuhress í dag, krabbi, og til í að mæta hvers konar örlögum. Það spillir ekki fyrir að náinn vinur fær hreinlega ekki nóg af félagsskap þín- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Freistingar í verslunargluggum kalla á þig og þú nýtur þess að skoða úrval- ið. Þú færð frábærar hugmyndir að gjöfum fyrir fjölskylduna og hefur endalaust úthald í að versla. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er greinilegt að roskinn vinur eða ættingi sér hreinlega ekki sólina fyrir þér og lætur þig finna það með ýmsum hætti. Til dæmis með faðmlagi, hrósi eða greiðvikni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert þinnar gæfu smiður í dag og snýrð tilteknum aðstæðum þér í vil með því að spyrja réttu spurninganna. Þú gætir til dæmis beðið um afslátt vegna stórinnkaupa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert með rausnarlegra móti í dag og því ekki úr vegi að byrja gjafainn- kaupin. Þig langar til þess að finna hina fullkomnu gjöf handa ástvinum þínum, líklegt er að það takist núna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt gera það besta úr tilteknum að- stæðum og horfa á björtu hliðar tilver- unnar. Jákvæðni af þessu tagi kemur öllum í gott skap, gríptu tækifærið og blandaðu geði við sem flesta. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert félagslynd núna, steingeit, og vilt vera í návist vinnufélaga og vina. Þetta verður góður dagur og and- rúmsloftið jákvætt. Gættu þess að borða og drekka ekki yfir þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nýttu daginn til þess að hitta aðra og forðastu einveru. Þú þarft ekki að leggja mikið á þig til þess að skemmta þér ef þú ert í þínum uppáhalds fé- lagsskap. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einbeittu þér að því að gera lífið þægi- legra og prýða þitt nánasta umhverfi. Allar líkur eru á því að þú skellir þér í verslunarferð, kíktu eftir hagstæðum tilboðum. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Öðlingurinn Júpíter stýrir bogmanninum og hefur áhrif á siðferðileg viðmið þín og andlegan þroska. Þú setur markið hátt í þessum efnum og vilt vera heilsteypt og sanngjörn manneskja á öllum sviðum til- verunnar. Meðal einkenna þinna eru samúð og áhugi á velferð annarra, auk þess sem þér lætur vel að vera við stjórn- völinn. Hreinskilni og góð dómgreind eru líka meðal kosta þinna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Db6 8. O- O-O Be7 9. f3 Dxd4 10. Dxd4 Rxd4 11. Hxd4 a6 12. Ra4 Rd7 13. Bxe7 Kxe7 14. c4 Hb8 15. Be2 Rc5 16. Rb6 Hd8 17. b4 e5 18. Hd2 Re6 19. Hb2 Rd4 20. Kd2 Be6 21. Ke3 g6 22. Bd3 f5 23. a4 f4+ 24. Kf2 g5 25. h3 h5 26. a5 Hh8 27. b5 g4 28. Rd5+ Bxd5 29. exd5 g3+ 30. Ke1 Ha8 31. Kd2 axb5 32. Ha1 b6 33. cxb5 Hxa5 34. Hxa5 bxa5 35. h4 Hb8 36. b6 a4 37. Hb4 a3 38. Bc4 Staðan kom upp í rússneska meist- aramótinu sem fer senn að ljúka á Hót- el Rússlandi í Moskvu. Alexey Koroty- lev (2596) hafði svart gegn Alexander Motylev (2651). 38... e4! 39. fxe4 f3 40. Hb1 fxg2 41. Ke3 Hxb6! 42. Hg1 Rc2+ 43. Kf4 Hb4 44. Bd3 Hb2 45. Bc4 Rd4 og hvítur gafst upp enda útilokað að ráða við frípeð svarts. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 glímutök, 8 vog- urinn, 9 mergð, 10 spil, 11 fugl, 13 ýtarlegar, 15 höf- uðfats, 18 yfirhöfnin, 21 blekking, 22 eyja, 23 drukkið, 24 heillaráði. Lóðrétt | 2 ílát, 3 lokka, 4 halinn, 5 mjó, 6 brýni, 7 kostar lítið, 12 veiðarfæri, 14 fiskur, 15 snjókoma, 16 nauts, 17 fælin, 18 rándýr, 19 erfiðið, 20 brúka. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 rúgur, 4 felds, 7 málin, 8 sóðar, 9 ask, 11 röng, 13 angi, 14 áfátt, 15 list, 17 afls, 20 Sif, 22 úldin, 23 logar, 24 teigs, 25 taðan. Lóðrétt | 1 rimar, 2 gilin, 3 ræna, 4 fúsk, 5 liðin, 6 syrgi, 10 skáli, 12 gát, 13 ata, 15 ljúft, 16 suddi, 18 fagið, 19 sárin, 20 snös, 21 flot. +    Skemmtanir Cafe Catalina | Vegagerðin í kvöld Café Rosenberg | Santiago. Café Victor | DJ Heiðar Austmann. Celtic Cross | Spilafíklarnir leika í kjall- aranum, 2 snafsar á efri hæðinni. Gaukur á Stöng | Á móti sól fagnar útgáfu plötunnar 12 íslensk topplög í kvöld. Kaffi Sólon | Langur laugardagur, kaffi – kökur – matur. Síðan Dj Svali fram á nótt. Klúbburinn við Gullinbrú | Hunang skemmtir. Kringlukráin | Tilþrif í kvöld. Odd-Vitinn Akureyri | Hljómar skemmta. Sjallinn Akureyri | Brimkló í kvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Dans á rósum í kvöld. Frítt til miðnættis. Tónlist Alþjóðahúsið | Bandaríski saxófónleikarinn Marc Bernstein kl. 22. Meðleikarar Marcs á þessum tónleikum verða Hilmar Jensson á gítar, Helgi Svavar Helgason á trommur og Birgir Bragason á bassa. Á efnisskrá þeirra verða eingöngu frumsamin lög. Bar 11 | Hljómsveitin Úlpa heldur tónleika í kvöld. Dj 9 sec sér um upphitun kl. 22. Úlpa stígur á svið upp úr 23. Palli í Maus þeytir skífur eftir tónleikana. Dómkirkjan | Jólatónleikar Söngsveit- arinnar Fílharmóníu kl. 22. Á efnisskrá eru verk eftir erlend og íslensk tónskáld, m.a. Dvorák, Byrd,Walton, Jakob Tryggvason og Jón Ásgeirsson. Undirleikur Guðríður St. Sigurðardóttir. Stjórnandi Óliver Kentish. Grand Rokk | Let it Burn ásamt Botnleðju, Ceres 4 og Hoffman kl. 23. Hallgrímskirkja | Jólatónleikar til styrktar krabbameinssjúkum börnum kl. 20. Fram koma: Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Birgitta Haukdal, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Kjalnesinga, auk kórs fjörutíu barna o.fl. Neskirkja | Tónlistarhópurinn Rinascente flytur ítalska barrokktónlist eftir Giuglio Caccini og Giacomo Carissimi á fyrstu tón- leikum Tónlistarhátíðar í Neskirkju kl. 17. Reykholtskirkja | Aðventutónleikar Karla- kórs Reykjavíkur í Reykholtskirkju kl. 16. Einsöngvari: Eyjólfur Eyjólfsson tenór, und- irleikur: Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar og Lenka Mátéóva organisti. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Salurinn | Tíbrá, tónleikar kl. 16. Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla, og Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanó. Johann Sebastian Bach: Sónata fyrir fiðlu og sembal nr. 3 í E– dúr, BWV 1016, Franz Schubert: Rondeau Brilliant í h-moll op. 70, Pjotr Tsjajkovskí: Souvenir d’un Lieu Cher, op. 42 nr. 1, „Med- itation“. Smekkleysa Plötubúð | Þórir Georg Jóns- son með tónleika kl. 15. Vesturgata 7 | Sigurbjörg Petra Hólm- grímsdóttir kynnir nýja hljómplötu sína, sem ber nafnið Kvöldgeislar, kl 16. Víðistaðakirkja | Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Víðistaðakirkju kl. 16. Tón- leikarnir munu einkennast af sálmatónlist úr ýmsum áttum og mörsum eftir banda- ríska tónskáldið John Philip Sousa. Stjórn- andi er Þorleikur Jóhannesson. Víðistaðakirkja | Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur sálma og Sousa-marsa kl. 16. Þor- leikur Jóhannesson stjórnar. Ýmir | Samkór Reykjavíkur heldur jóla- tónleika í Ými á morgun kl. 16. Stjórnandi kórsins er John Gear. Miðaverð er 1.200 kr. Myndlist Gallerí 101 | Daníel Magnússon – „Mat- prjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald heimilisins.“ Gallerí + Akureyri | Oliver van den Berg, Þóroddur Bjarnason, Ragnar Kjartansson, Gunnar Kristinsson, Tumi Magnússon og Magnús Sigurðarson. –„Aldrei–Nie– Never“– Þriðji hluti. Gallerí Dvergur | Anke Sievers – „Songs of St. Anthony and Other Nice Tries.“ Gallerí Fold | Guðrún Indriðadóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Áslaug Höskulds- dóttir – „Þrjár af okkur“. M.J. Levy Dick- inson – Vatnslitaverk. Gallerí i8 | Kristján Guðmundsson – „Arki- tektúr“ Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins- son – „Ókyrrar kyrralífsmyndir“. Gallerí Tukt | 9 listamenn sýna. Hópurinn og sýningin ber heitið Illgresi. Hér kemur saman hópur myndlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að vilja vera sýnilegir í ís- lensku menningarlífi. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og andinn“. Grafíksafn Íslands | „Í dimmunni“ – sam- sýning. Listmunahús Ófeigs | Samsýning þriggja listakvenna opnuð í sýningarsal Ófeigs gullsmiðju. Listakonurnar eru Dýrfinna Torfadóttir skartgripahönnuður, Sigríður Örvarsdóttir textílhönnuður og Fríða Rúnarsdóttir töskuhönnuður. Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur og Izabelu Jaroszewska. Verk Boyle-fjölskyldunnar frá Skotlandi. Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt …“ opnuð í Að- alstræti 12, kl. 16. Þetta er sölusýning þar sem 32 aðilar sýna íslenskt handverk og listiðnað úr fjölbreyttu hráefni. Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Jón Ingi Sigurmundsson – Olíu- og vatns- litamyndir. Hrafnista, Hafnarfirði | Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir í Menningarsalnum. Hrafnista, Reykjavík | Listakonurnar Guð- leif Árnadóttir, Guðrún Elíasdóttir, Guðrún Karítas Sölvadóttir, Jóna Stefánsdóttir, Kristjana S. Leifsdóttir, Sólveig Sæmunds- dóttir sýna á fjórðu hæð Hrafnistu. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir – „Leik- ur að steinum“. Ketilhúsið Listagili | „Ether“ er heiti sýn- ingar sem verður opnuð í aðalsal Ket- ilhússins, Listagili, kl. 15. Ether er sýning á 40 málverkum Christinar Liddell, breskrar listakonu sem starfar á Orkneyjum. Sýn- ingin stendur til 12. desember. Listasafn ASÍ | Erling Þ.V. Klingenberg og David Diviney – „Ertu að horfa á mig / Are you looking at me“. Sara Björnsdóttir – „Ég elska tilfinningarnar þínar.“ Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Ný ís- lensk gullsmíði í Austursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð safnsins. Listmunahúsið | Sýning á verkum Valtýs Péturssonar. Menningarsmiðjan | Projects – exhibition, er yfirskrift sýningar finnska myndlist- arnemans Mari Mathlin sem verður opnuð í Menningarsmiðjunni Populus Tremula, í kjallara Listasafnsins í Listagili kl. 17. Norræna húsið | Vetrarmessa. Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir „Inni í kuðungi, einn díll“ Björk Guðnadóttir „Ei- lífðin er líklega núna“ Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – „–sKæti–“ Dans Danshúsið, Eiðistorgi | Gömlu og nýju dansarnir dansaðir allar helgar. Söfn Kringlan | Sýning á vegum Borg- arskjalasafns Reykjavíkur á 2. hæð Kringl- unnar þar sem sýnd verða skjöl tengd jóla- haldi landsmanna og sérstaklega fjallað um jólin 1974. www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein- ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðskjalasafn Íslands | Þjóðskjalasafn Ís- lands er með sýningu um „Árið 1974 í skjölum“ á lestrarsal safnsins á Laugavegi 162. Sýnd eru skjöl sem tengjast þjóðhátíð- inni 1974, skjalagjöf Norðmanna og opnun hringvegarins. Veitingahús Naustið | Jólahlaðborð með 30–40 mis- munandi réttum. Mannfagnaður Bjarteyjarsandur | Jólamarkaður Álfhóls verður um helgina að Bjarteyjarsandi. Handverksfólk í sveitinni hefur til sýnis og sölu ýmsa muni. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, kaffi og nýbakaðar smákökur. Þá munu þverflautunemendur úr Tónlistar- skóla Akraness flytja jólalög. Hundaræktarfélag Íslands | Árleg Lauga- vegsganga Hundaræktarfélags Íslands verður í dag. Lagt af stað frá Hlemmi kl. 13. SONI | Bandarísk þakkargjörðarhátíð á vegum Soni, félags nýrra Íslendinga, kl. 19, á efstu hæð í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, Reykjavík. Allir velkomnir. Fréttir Heilsustofnun NLFÍ | Á aðventu er dag- skrá fyrir dvalargesti með tónleikum og helgileikjum. Lokað verður yfir jólin, þ.e. frá og með 24. desember 2004 til 2. janúar 2005. Þeir dvalargestir sem koma inn fyrir jól geta skipt dvöl sinni og haldið her- bergjum sínum endurgjaldslaust þessa daga. Reykjavíkurdeild RKÍ | Aðstoð við börn innflytjenda á aldrinum 9–13 ára, við heimanám og málörvun er veitt í Alþjóða- húsinu á mánudögum kl. 15–16.30. Skrán- ing í síma 545 0400. Waldorfskólinn | Basar kl. 14–17. Handverk unnið af nemendum, foreldrum og kenn- urum skólans og leikskólans Yls. Þá verður kaffihlaðborð með undirleik nikkunnar og brúðuleikhússýningar. Ágóðinn rennur til styrktar Waldorfstarfi á Íslandi. Fyrirlestrar ReykjavíkurAkademían | Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, flytur erindi kl. 14, er ber yfirskriftina, Siðferði og sam- félagsleg ábyrgð fyrirtækja. Gylfi mun í fyr- irlestrinum fjalla um ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélaginu í ljósi olíumálsins. Boðið verður upp á kaffiveitingar. www.akademia.is. Sögufélag | Fyrirlestur verður á vegum Nafnfræðingarfélagsins kl. 13.30 í Sögu- félagi í Fischersundi í Reykjavík. Jónína Hafsteinsdóttir cand.mag. heldur fyr- irlestur er hún nefnir: Tölur í örnefnum. Námskeið Maður lifandi | Hráfæðinámskeið kl. 12–17. Á námskeiðinu verður farið í grunnþætti hráfæðis, sett upp matarplan og matbúin máltíð. Kennslubók innifalin og allir fá gjöf. www.ljosmyndari.is | Námskeið kl. 13–18. Fyrir þá sem vilja læra betur á stafrænu vélina. Farið er ítarlega í allar stillingar á vélinni og ýmsir möguleikar hennar út- skýrðir. Verð 5.900 kr. Skráning á www.ljosmyndari.is eða í síma 898 3911. Fundir GSA á Íslandi | Fundur kl. 11.30, Seljavegi 2 (2. hæð). Ef þú hefur reynt allt, en átt samt við átröskun að stríða, getur verið að við getum aðstoðað þig. www.gsa.is. Listaháskóli Íslands | Ársfundur Listahá- skóla Íslands verður haldinn mánudaginn 29. nóvember kl. 20.30 í fyrirlestr- arsalnum í Laugarnesi (jarðhæð, gengið inn að neðan). Á fundinum flytja stjórn- endur skólans skýrslu um starfsemi síð- asta skólaárs og kynna þau verkefni sem eru á döfinni. Þjóðmenningarhúsið | Aðalfundur Hins ís- lenska bókmenntafélags verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flytur Gauti Kristmannsson aðjúnkt í þýð- ingarfræði við Háskóla Íslands erindið „þýðingar og þjóðmenning“. Börn Iða | Kristín Steinsdóttir rithöfundur les upp úr bókinni Af því að mér þykir svo vænt um þig kl. 11 í Iðu. Einnig er boðið upp á heitt súkkulaði fyrir börnin á kaffihúsinu og andabrauð á Yndisauka. SÍÐASTA sýning á fjölskyldusýningunni Hin- um útvalda, eftir Gunnar Helgason, sem sýnd hefur verið í haust í Loftkastalanum, verður á sunnudag. „Hinn Útvaldi er sýning sem er sérstaklega gerð fyrir hóp sem leikhúsin hafa lítið verið að sinna eða aldurinnn 7-14 ára. Viðbrögð þessara gesta hafa enda verið öll á einn veg, eða eins og Auðunn Lúthersson, 11 ára, sagði: Geðveik sýning, sú besta sem ég hef séð,“ segir Gunnar Helgason. Sýningin hefst klukkan 16.00. Lokasýning á Hinum útvalda Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.