Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 við útsendingu DÍ. Hrafnkell Gísla- son, forstjóri Póst- og fjarskipta- stofnunar, segir að unnið hafi verið með fulltrúum Skjás eins, Ríkisút- varpsins (RÚV) og ÍÚ að því að greina vandamálið. Hrafnkell tekur fram að ekki hafi verið um truflanir að ræða, þó að slíkt hafi verið talið í fyrstu. Tæknibúnaðar dró úr afli Hann segir vandamálið hafa legið í því að ákveðinn tæknibúnaður hjá ÍÚ hafi dregið óþarflega mikið úr afli hliðrænna senda, sem Skjár einn, RÚV og Omega nota. Breytingar urðu á dreifikerfi ÍÚ, þar sem breytt var úr hliðrænni tækni (analog) yfir í MIKIÐ hefur borið á kvörtunum til sjónvarpsfélagsins Skjás eins hjá fólki sem hefur látið setja upp hjá sér myndlykil Digital Íslands (DÍ), sem heyrir undir Íslenska útvarpsfélagið (ÍÚ) og sendir út stafrænt sjón- varpsefni. Skjár einn bað fólk að láta félagið vita ef truflanir yrðu á út- sendingu sjónvarpsstöðvarinnar hjá því. Að sögn Helga Hermannssonar, dagskrárstjóra Skjás eins, bárust fyrirtækinu um 1.300 kvartanir frá fólki sem kvartaði undan því að út- sending Skjás eins annaðhvort versnaði til muna eða þá dytti alfarið út eftir að útsendingar DÍ hófust. Hann segir örbylgjusviðið sem Skjár einn sendir út á hafa eitthvað ruglast stafræna (digital) þegar útsendingar DÍ hófust, en þessar breytingar eru afar flóknar tæknilega og leiddu þær til þess að ákveðið ójafnvægi komst á. Svo virðist sem sending þeirra sem voru á hliðrænu merkjunum hafi dofnað í hlutfalli við sendistyrk stafræna merkisins, að sögn Hrafn- kels. Hann segir að búið sé að breyta tæknibúnaðinum þannig að flestir áhorfendur Skjás eins eigi nú að sitja við nánast sama borð og var fyrir þessa breytingu þegar DÍ fór í gang. „Bæði Skjár einn og Íslenska út- varpsfélagið hafa leiðbeint mönnum um hvað beri að gera til þess að fá aftur fyrri myndgæði á Skjá einum,“ segir Hrafnkell. Tæknibúnaður ÍÚ dró úr sendistyrk Skjás eins VERIÐ er að koma upp sérstökum kerum fyrir framan bandaríska sendiráðið sem koma eiga í veg fyrir að hægt sé að aka upp að bygging- unni. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu er þetta í samræmi við hertar öryggiskröfur sem gerðar hafa verið varðandi sendiráð Bandaríkjanna um heim allan á síðustu árum. Að sögn Er- lings Gíslasonar leikara, er býr við Laufásveginn, er mikil óánægja meðal íbúa við götuna með uppsetn- ingu keranna. „Hér er verið að byggja geysileg varnarvirki til þess að hugsanleg sprengjuárás í hefnd fyrir óvinsæla pólitík Bandaríkjamanna í Aust- urlöndum komi yfir á timburhúsin okkar en verði sem fjærst þeim sjálfum. Með uppsetningu þessara steinkera, sem sett eru út í miðja götu, er verið að beina allri umferð sem fer um Laufásveginn upp að okkar viðkvæmu timburhúsum,“ segir Erlingur. Að sögn Erlings barst íbúum við Laufásveginn tilkynning um fram- kvæmdina fyrr á árinu og funduðu íbúarnir í framhaldi af því og mót- mæltu fyrirhuguðum fram- kvæmdum. „Það virðist hins vegar ekki hafa haft nein áhrif, því borg- aryfirvöld hafa leyft þetta þrátt fyr- ir okkar mótmæli.“ Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið að samgöngu- nefnd borgarinnar hefði orðið við ósk bandaríska sendiráðsins um að nýta þau bílastæði sem sendiráðinu eru merkt ekki sem bílastæði held- ur undir blómaker sem komið er fyrir í öryggisskyni til þess að hindra að hægt sé að aka upp að sendiráðinu. Samráð haft við íbúana Aðspurður sagði Sigurður að samráð hefði verið haft við íbúa göt- unnar, sem hefðu margir hverjir mótmælt uppsetningunni. „Íbúar höfðu m.a. áhyggjur af því að bílum sendiráðsins yrði þá lagt í önnur stæði og þar með myndi aðgengi íbúanna í stæði minnka. Svo er hins vegar ekki því samhliða uppsetn- ingu keranna verður Laufásvegur opnaður aftur og gerður að gegn- umakstursgötu, en af öryggis- ástæðum var Laufásvegur gerður að botnlangagötu í kjölfar árásanna 11. september. Við þessa breytingu fjölgar bílastæðum við götuna, auk þess sem nefna má að settir verða upp stöðumælar og fá íbúarnir sér- stök íbúakort sem þýðir að það ætti ekki að vera þeim erfiðara eftir en áður að fá bílastæði í nágrenni við heimili sitt.“ Aðspurð segir Pia Hansson, upp- lýsingafulltrúi bandaríska sendi- ráðsins, uppsetningu keranna vera í samræmi við auknar öryggiskröfur sem gilda um öll bandarísk sendiráð alls staðar í heiminum. „Í reglum um bandarísk sendiráð er kveðið á um að þau þurfi að vera í vissri fjar- lægð frá götunni ef hægt er, annars skuli þessi ker sett upp. Með upp- setningu keranna getum við líka komið til móts við óskir íbúa um að láta opna götuna aftur, en með því móti fjölgar bílastæðum.“ Spurð hvort í kerunum felist einhver vörn sem muni varpa áhrifum hugs- anlegrar sprengingar frá sendi- ráðinu svarar Pia því neitandi. „Mér vitanlega er það ekki svo, enda er hér aðeins um steinsteypt ker að ræða. Þau hafa ekki þann eiginleika að þau varpi einhverju frá sér.“ Að sögn Piu er það viðmið varðandi bandarísk sendiráð að þau séu ekki inni í íbúðarhverfum. Spurð hvort til tals hafi komið að færa sendiráð- ið úr Þingholtunum yfir í hverfi þar sem ekki sé íbúðarhúsnæði nálægt svarar Pia því játandi. „Málið er stöðugt í endurskoðun og við höfum sótt um flutning. Hins vegar strand- ar á fjárveitingunni,“ segir Pia og tekur fram að starfsfólk sendiráðs- ins geri sér vonir um að til flutnings sendiráðsins geti komið innan fárra ára. Morgunblaðið/Sverrir Kerin umdeildu sem verið er að koma upp fyrir framan sendiráðið. Auknar örygg- isráðstafanir við bandaríska sendiráðið Óánægja meðal íbúa við götuna UNGMENNI réðust inn í sendiráð Íslands í London um hádegisbil í gær og mótmæltu virkjunarfram- kvæmdum við Kárahnjúka. Neituðu þau að yfirgefa svæðið og var kallað á lögreglu sem handtók fimm manns, þrjá karlmenn og tvær kon- ur. Samkvæmt upplýsingum frá Scotland Yard voru þau enn í haldi í gærkvöldi, kæra hafði ekki verið lögð fram en yfirheyrslum var ekki lokið. Ekki liggur fyrir á hvers vegum ungmennin voru. Upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni sagði þrjá Breta vera í hópnum en hinir tveir neituðu að gefa upp þjóðerni sitt. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er talið líklegt að þeir séu Íslendingar. Ólafur Sigurðsson, sendifulltrúi í sendiráðinu, sagði að þetta hefði byrjað á því að ungur maður hefði komið að sendiráðinu og viljað fá að afhenda gögn. Honum var hleypt inn í anddyrið en þá komu hin ungmenn- in strax í kjölfarið. Hann sagði þau hafa veifað mót- mælabréfum gegn Kárahnjúkavirkj- un. Ungmennin hefðu viljað ræða við sendiráðsstarfsmenn um virkjunar- framkvæmdirnar. Voru þau inni í sendiráðinu í u.þ.b. korter. „Eftir að inn var komið voru þau friðsamleg og yfirgáfu bygginguna í fylgd lögreglu án nokkurs mótþróa. Með því að þrengja sér á þennan hátt inn í sendiráðið fannst okkur næg ástæða til að kalla á lögreglu,“ sagði Ólafur og taldi að vegna þessa atviks yrði farið sérstaklega yfir ör- yggismál sendiráðsins. Sendiráðið liti það alvarlegum augum þegar fólk þrengdi sér inn í bygginguna á fölsk- um forsendum og neitaði að fara. Réðust inn í sendiráð- ið í London Morgunblaðið/Skapti Sendiráð Íslands í Lundúnum er í sömu byggingu og sendiráð Dan- merkur en með sérinngangi, sem mótmælendur komust í gegn í gær. SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og ná- grennis, SPRON, og Sparisjóður vél- stjóra, SPV, tveir stærstu sparisjóðir landsins ásamt Sparisjóði Hafnarfjarðar, hafa hætt við áform um sameiningu. Í til- kynningu frá stjórnarformönnum sjóð- anna, þeim Óskari Magnússyni og Jóni Þorsteini Jónssyni, segir að ekki sé tíma- bært að sameina sjóðina. „Ákveðið hefur verið í kjölfar viðræðna milli formanna stjórna Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis (SPRON) og Spari- sjóðs vélstjóra (SPV), sem hófust 8. októ- ber sl., að ekki sé tímabært að sameina sjóðina þar sem ljóst er að markmiðin nást ekki núna,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að mikil vinna hafi verið lögð í að kanna kosti þess að SPRON og SPV sameinuðust í einn sparisjóð og hafi Óskar Magnússon og Jón Þorsteinn Jónsson stýrt könnuninni. Þeir væru sammála um niðurstöðuna en teldu samt að viðræðurn- ar hefðu verið báðum aðilum gagnlegar. Óskar Magnússon, sem í gær fékk lausn frá stjórnarstörfum í SPRON að eigin ósk, segir í samtali við Morgunblaðið að þeir Jón hafi sammælst um að vísa á yfirlýs- ingu sína en segja ekki meira um málið að svo stöddu. SPRON og SPV hætta við sameiningu LÖGREGLUNNI í Kópavogi höfðu í gærkvöldi borist 15 til 18 ábend- ingar um hver sá væri sem ginnti níu ára stúlku upp í bíl sinn og ók henni upp á Mosfellsheiði. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni mun stúlk- an hafa sagt rauðan Lexus-fólksbíl, stallbak, mjög svipaðan bílnum sem hún fór upp í. Orðrómur var á kreiki um grun- samlegan bíl í fyrra á því svæði þar sem ungur maður ginnti telpuna upp í bíl til sín við Álfhólsveg á miðviku- dag, samkvæmt upplýsingum frá fræðsluyfirvöldum í Kópavogi. Lög- reglan segir samt að atvikið nú sé einangrað tilvik og hafi ekki frést af neinum að undanförnu reyna að ginna börn upp í bíla til sín. Lögreglan leitar enn og lýsir eftir karlmanni um tvítugt sem grunaður er um að hafa numið telpuna á brott. Var hann sköllóttur með svört sól- gleraugu og lítinn skegghýjung við neðri vör. Varðstjóri sagði í gær að margir teldu sig kannast við bæði mann og bíl sem lýst hefði verið eftir. Þá hefðu nokkrir gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir víða í bænum í fyrradag. Á annan tug ábendinga SALA á myndböndum hér á landi er svo gott sem liðin undir lok – ef undan eru skildar barnamyndir. Að sögn Birgis Sigfússonar hjá Sam- myndböndum hefur sala á mynddiskum al- farið tekið völdin og sama þróun hefur orð- ið hjá myndbandaleigum./56 Myndböndin á útleið ♦♦♦ Erlingur Gíslason tekur ljósmyndir af vettvangi á Laufásvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.