Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MATVÆLAVERÐ Á ÍSLANDI Upplýsingar frá hagstofu Evrópu-sambandsins um að matarverðhér á landi sé 56% hærra en að meðaltali í ríkjum ESB hljóta að ýta óþyrmilega við fólki, þótt hátt matar- verð hér á landi hafi út af fyrir sig verið þekkt staðreynd. Öll norrænu ríkin eru raunar undir sömu sök seld í þessu efni; þannig er matarverð í Finnlandi og Svíþjóð um fjórðungi hærra en ESB- meðaltalið, í Danmörku 41% hærra og í Noregi jafnhátt og á Íslandi. Við þetta verður auðvitað ekki unað. Við berum okkur saman við Evrópu- sambandslöndin í flestum efnum. Við keppum um vinnuafl og þekkingu við þessi ríki. Það hlýtur að vera markmið okkar að lækka matarverð hér á landi í átt að því, sem gerist í þessum ríkjum, sem eru hluti af sama evrópska efna- hagssvæði og innri markaði og Ísland. Af þessum sökum er afar jákvætt að samkeppnisyfirvöld í norrænu ríkjun- um hyggjast nú gera rækilega úttekt á því hvar orsakir hás matarverðs á Norðurlöndum liggja. Það þarf raunar varla neina rannsókn til að segja til um sumar orsakirnar. Fjarlægð landsins frá helztu viðskiptalöndum og smæð markaðarins skiptir máli og mun líkast til gera það að verkum að verð ákveð- inna matvæla verði alltaf hærra á Ís- landi en annars staðar, enda eru þetta þættir, sem við breytum trauðla. Annar vandi er heimatilbúinn. Þar ber hæst annars vegar skort á samkeppni, þar sem fáir aðilar eru ráðandi jafnt á heildsölumarkaði og smásölumarkaði fyrir matvæli. Hins vegar er dæmalaust óhagkvæmt landbúnaðarkerfi, þar sem íslenzkir neytendur greiða einhverja hæstu ríkisstyrki heims til landbúnað- arins, til þess eins að greiða svo eitt- hvert hæsta verð í heimi fyrir landbún- aðarvörur úti í búð. Lítil sem engin samkeppni ríkir í innlendri framleiðslu landbúnaðarafurða og hún er aukinheld- ur vernduð fyrir utanaðkomandi sam- keppni með svimandi háum tollmúrum. Að einhverju leyti kann orsök hás matarverðs að felast í hærri virðisauka- skatti á matvæli en almennt í ESB- ríkjunum. Þá er kaupmáttur á Íslandi með því mesta sem gerist og alþjóðlegir framleiðendur matvöru geta því komizt upp með að setja upp hærra verð fyrir vöru sína hér en í ríkjum, þar sem kaup- máttur almennings er minni. Rækileg rannsókn samkeppnisyfir- valda getur þjónað því hlutverki að varpa ljósi á hversu þungt hver þessara þátta vegur í verðmyndun matvöru hér á landi og auðvelda stjórnvöldum þann- ig að átta sig á því hvar ber að grípa til áhrifaríkra aðgerða. Í Morgunblaðinu í dag bendir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambandsins, á að matarverð í Sví- þjóð og Finnlandi hafi verið svipað og það er nú á Íslandi og í Noregi, en lækkað mikið við inngöngu í Evrópu- sambandið. Það er rétt ábending, en hafa má í huga það, sem bent var á í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands til forsætisráðherra um saman- burð á matvælaverði hér, á Norðurlönd- um og í ESB, sem kom út í maí síðastliðnum: „Íslendingar gætu hæg- lega náð fram sömu lækkun – ef ekki meiri – á matvælaverði með því að opna á viðskipti með útlendar landbúnaðar- afurðir. Þeir gætu ennfremur farið að dæmi Svía og Finna – en án þess að ganga í bandalagið – og umbylt land- búnaðarframleiðslu sinni þannig að stuðningur við bændur komi fram með beingreiðslum fremur en verðstuðn- ingi.“ ÞAÐ ER HÆGT! Hægt hefur gengið að jafna hlutfallkynjanna í áhrifastöðum hér á landi sem annars staðar, hvort heldur er í fyrirtækjum eða hjá opinberum stofnunum. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem út komu í haust, er t.d. aðeins 21% forstöðumanna ís- lenzkra ríkisstofnana konur, þær eru fjórðungur dómara og ráðherra, um þriðjungur sveitarstjórnarmanna, þing- manna og nefndarmanna í nefndum á vegum ríkisins, um 18% framkvæmda- stjóra fyrirtækja í hlutafélagaskrá og aðeins rúmlega 2% stjórnarmanna í þeim fimmtán leiðandi fyrirtækjum, sem saman mynda úrvalsvísitölu Kaup- hallarinnar. Í þessu ljósi er árangur Reykjavík- urborgar í jafnréttismálum afar athygl- isverður. Borgarráð samþykkti á fimmtudag tillögur Þórólfs Árnasonar borgarstjóra um ráðningu nýrra sviðs- stjóra í yfirstjórn borgarkerfisins. Fjórir nýir sviðsstjórar voru ráðnir, þar af þrjár konur. Þá verða konur í hópi fjórtán æðstu stjórnenda borgarinnar níu talsins. Um mánaðamótin tekur svo sú tíunda við starfi þegar Steinunn Val- dís Óskarsdóttir verður borgarstjóri. Í stuttri borgarstjóratíð Þórólfs Árnasonar hefur verið haldið áfram því markvissa starfi að jafnréttismálum meðal starfsmanna borgarinnar, sem hófst í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur fyrir áratug. Fram hefur komið að stórlega hefur dregið úr launamun kynjanna hjá borginni á þessu tímabili. Nú liggur ljóst fyrir að jafnréttisstarf borgaryfirvalda hefur einnig skilað miklum árangri hvað það varðar að jafna hlutfall kynjanna í áhrifastöðum. Það hefur auðvitað aldrei verið mark- mið þeirra, sem berjast fyrir auknu jafnrétti, að konur yrðu í meirihluta í valda- og stjórnunarstöðum, heldur að jafnræði yrði með kynjunum. En stöðu karla er heldur ekki ógnað, þótt í einu sveitarfélagi sé mikill meirihluti æðstu stjórnenda konur. Það er fremur ágætt mótvægi við þann yfirgnæfandi meiri- hluta stofnana og fyrirtækja, þar sem kynjahlutfallið í stjórnunarstöðum er þveröfugt. Sú jafnréttisbylting, sem hefur átt sér stað hjá Reykjavíkurborg, hefur gengið fremur hljóðlega fyrir sig. Eng- inn hefur haldið því fram – a.m.k. svo eftir því hafi verið tekið – að konur hafi verið teknar fram yfir hæfari karla við val í stjórnunarstöður. Það bendir til að ekki hafi skort konur, sem hafa mennt- un, reynslu og hæfni til að sinna æðstu stjórnunarstörfum hjá borginni. Rök- semdirnar um að það finnist bara ekki konur, sem eru jafnhæfar og karlarnir, eða að þær séu ekki fáanlegar til að gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa, virð- ast því fremur hjáróma þegar horft er á þróunina hjá borginni undanfarinn ára- tug. Það er full ástæða til að aðrar op- inberar stofnanir, svo og einkafyrir- tæki, kynni sér hvernig Reykjavíkur- borg hefur náð þeim árangri, sem raun ber vitni, í jafnréttismálum. Hann sýnir að það er hægt að ná markmiðum um að jafna hlut kynjanna í áhrifastöðum og það á frekar skömmum tíma. Í SKÝRSLU Hildigunnar Ólafsdótt- ur og Ragnars Ingimundarsonar, hagfræðinga hjá BSRB, um skuldir þjóðarbúsins, kemur auk annars fram að Ísland er í hópi þeirra ríkja Evrópu sem eiga miklar eignir í líf- eyriskerfinu og eru jafnframt með skuldugustu heimilum Evrópu. Dæmi um önnur ríki sem nefnd eru, eru Holland, Bretland og Danmörk. Á það er bent að lífeyrissjóðir lands- manna hafa vaxið gríðarlega á síð- ustu áratugum sem hafi leitt til þess að eignir sjóðanna fóru yfir 80% af landsframleiðslu árið 2001. Stærstan hluta skulda heimilanna má rekja til fjárfestinga í íbúðarhús- næði. Á Íslandi nema skuldir heim- ilanna vegna íbúðakaupa um 60% og í Bandaríkjunum og Bretlandi er hlutfallið enn hærra, í kringum 75%, að því er fram kemur. Bent er á að hlutfall þeirra sem búa í eigin hús- næði hér á landi er með því hæsta sem þekkist, um 80% landsmanna búa í eigin húsnæði borið saman við rúmlega 50% í Svíþjóð og innan við 40% í Þýskalandi. Í skýrslunni er ungur aldur þjóð- arinnar nefndur sem ein megin- ástæða hárrar skuldastöðu heimil- anna. Einstaklingar hafi tilhneigingu til að jafna skuldastöðu sína yfir æviskeiðið og ungt fólk sem nýlega er komið út á vinnumarkað- inn eða er í námi, skuldi að jafnaði meira en þeir sem eldri eru. Ástæð- an er einkum talin vera væntingar fólks um auknar tekjur í framtíðinni. Þegar þeir hinir sömu hafi öðlast meiri reynslu og lokið námi, greiði þeir fyrir neyslu sína frá fyrri tímum og leggi jafnframt í sjóði til efri ár- anna þegar gera má ráð fyrir nei- kvæðum sparnaði. „Það er því ekki óðeðlilegt að þjóð- ir sem búa við lágan meðalaldur íbúa líkt og Íslendingar, skuldi hlutfalls- lega meira en þær þjóðir sem hafa jafna aldursskiptingu eða hátt hlut- fall fólks á miðjum aldri,“ segir þar. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja aukist um 30% frá 1997 Vikið er að skuldaaukningu ís- lenskra fyrirtækja og kemur fram að skuldirnar hafa aukist einna mest frá árinu 1997 og hafi tvöfaldast frá árinu 1995. Drifkraftur mikillar skuldaaukningar sé fyrst og fremst mikill hagvöxtur og aukin bjartsýni sem ríkt hafi í íslensku efnahagslífi. Vísað er í tölur Hagstofunnar frá árinu 2002 þar sem fram kemur að skuldir sjávarútvegsfyrirtækja, þ.e. í veiðum og vinnslu, hafa hækkað um rúmlega 30% frá 1997 og námu skuldir þeirra um 161 milljarði í árs- lok 2002, sem er um 18% af heild- arskuldum íslenskra fyrirtækja ef frá eru talin fjármála-, trygginga-, og orkufyrirtæki. „Með upptöku kvótakerfisins á síðari hluta níunda áratugarins juk- ust skuldir atvinnugreinarinnar til muna. Má þar nefna að veiðiheim- ildir hafa að stórum hluta verið fjár- magnaðar með lánsfjármagni auk þess sem bókhaldslegt verðmæti er oft á tíðum mun lægra en raunveru- legt markaðsvirði vegna dulinna eigna, til að mynda í veiðiheimildum. Þá hafa höft í sjávarútveginum ýtt enn frekar undir auknar skuldir,“ segir þar. Í skýrslunni er bent á að sjávar- útvegur sé fjármagnsfrek og hugsanlega fjármagnsf stærstu iðngreinar annar Það leiði til þess að íslensk séu hlutfallslega skuldugri annars staðar. Þrátt fyrir a íslenskra fyrirtækja hafi au ið á síðustu áratugum kemu dregið hafi úr skuldaaukni síðustu þremur til fjórum svo að skuldir íslenskra fy séu með því mesta sem u meðal iðnþróaðra ríkja. M ars hafi sjávarútvegsfyrirt 5  /%.<. %. 1. +. &. /..   & " 6  & ! ! 78+ 9 : + 9 ;% <=  + >? -   ( @ :< 9<   B   C   B B  $ B B                      &     &       &   &  & ! !  %!   &  &  (     &     &       &   &  & ! !    <!D   &  (     &     &       & 8<!D  &  & ! ! &   (     &     !D@   &  &  (    6    6    6 Skuldir fyrirtæk tvöfaldast á tíu Íslenskt þjóðfélag er viðkvæmara en áður vegna aukinnar skuldsetning nýrri skýrslu hagfræðinga BSRB um skuldir þjóðarbúsins. Kristján G Ögmundur Jónasson ásamt skýrsluhöfundum, Hildigunni Ólafsd SKULDIR Íslendinga hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum samhliða auknum hagvexti og Íslendingar eru við það „að slá heimsmet“ á þessu sviði, að því er fram kom í máli Ögmundar Jón- assonar, formanns BSRB, í tilefni af nýrri skýrslu um skuldir ís- lenska þjóðarbúsins, sem kynnt var í gær. Aðeins Finnar og Nýsjá- lendingar skulduðu meira. Er- lendar skuldir þjóðarbúsins námu rúmlega 1.100 milljörðum í fyrra, þar af er langstærstur hluti þeirra með breytilegum vöxtum. Að sögn Ögmundar er skýrslan varnaðarorð gagnvart íslensku fjármálalífi. Íslenskir bankar tækju lán erlendis í stórum stíl á breytilegum vöxtum sem lánuð væru innanlands á lágum föstum vöxtum. „Þeir hvetja til gegnd- arlausrar neyslu, ekki aðeins eru þeir farnir að veita 100% íbúalán heldur dynja á okkur auglýsingar, ekki aðeins frá bönkunum heldur söluaðilum hvers kyns, sem hvetja til aukinnar einkaneyslu. Það er ástæða til þess að bankarnir hugsi sinn gang, þeir bera mikla í okkar efnahags- og fjárm Í nýrri skýrslu hagfræð BSRB kemur fram að Seðl Evrópu hefur sterka stöðu vart íslensku efnahagslífi, 50% af erlendum skuldum manna eru í evrum. Það ja því að ef 1% hækkun verði ópskum millibankavöxtum það til 5 milljarða króna au ingar á vaxtagreiðslum Ísl til útlanda. Ekki verið að mæl móti lánum til íbúðark Fram kom í máli Ögmun gær að með skýrslunni sé verið að mæla á móti lánum anna til íbúðakaupa, út af sig. „Ef það hins vegar geris heimilin fara að skuldsetja mjög miklum mæli til að fj magna einkaneyslu þurfa staldra við. Það er að segja sem bera ábyrgð á að örva slíkrar neyslu,“ sagði Ögm og vísaði þar til fjármálast Við það „að slá heimsmet“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.