Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 31 Í MORGUNBLAÐSGREIN, sem birtist mánudaginn 22. nóvember, lýsti ég ólíkum tökum á fjármálum ríkis og borgar og tók mið af reynslu minni sem borgarfulltrúi annars vegar og alþingismaður og ráðherra hins vegar. Benti ég á þá stað- reynd, að á vettvangi ríkisstjórnar og alþing- is er verið að lækka skatta og skuldir en á vettvangi borg- arstjórnar Reykjavíkur eru skattar og skuldir að hækka. Þórólfur Árnason, fráfarandi borgarstjóri, skrifaði grein í Morg- unblaðið þriðjudaginn 23. nóvember, sem mátti skilja eins og svar við því, sem ég hélt fram í grein minni. Grein fráfarandi borgarstjóra laut hins vegar að allt öðru en grein mín, það er orðum ríkisendurskoðanda annars vegar um reksturinn hjá rík- inu og endurskoðanda Reykjavík- urborgar hins vegar um rekstur borgarinnar. Eitt er að svara mér með útúrsnúningi, hitt er verra að leitast við að nota orð endurskoð- enda í blekkingarskyni með því að vitna til þeirra á misvísandi hátt. Þegar fráfarandi borgarstjóri vitnar í ríkisendurskoðun er um að ræða sam- anburð á upphaflegri áætlun (fjárlögum) og endanlegri niðurstöðu (ríkisreikningi). Þegar fráfarandi borgarstjóri ræðir fjár- mál Reykjavíkurborgar miðar hann hins vegar við samanburð á endur- saminni fjárhagsáætlun – ekki upp- haflegri – og endanlegri útkomu (ársreikningi). Borgarráð tekur hvað eftir annað ákvarðanir um það innan reikningsársins að breyta gildandi fjárhagsáætlun og er í sjálfu sér ekki hrósvert, að með slík- um breytingum sé nokkur sam- hljómur milli hennar og niðurstöðu ársreiknings. Í grein sinni getur Þórólfur Árna- son að sjálfsögðu ekki hrakið þá staðreynd, að skattar og skuldir rík- issjóðs eru að lækka á sama tíma og R-listinn hækkar skatta og skuldir Reykvíkinga. Hann getur ekki skot- ið sér undan þessum staðreyndum með því að vitna í endurskoðendur. Hvað skyldi standa í skýrslu end- urskoðenda Reykjavíkurborgar vegna ársreiknings 2003 um skulda- söfnun á vegum borgarinnar? Þar segir á blaðsíðu 31, að hreinar skuld- ir Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar hafi verið 8 milljarðar árið 1994 en stefni í 74 milljarða árið 2007. Heildarskuldir Reykjavík- urborgar ásamt lífeyrisskuldbind- ingum hafi verið 34 milljarðar árið 1994 en stefni í 113 milljarða árið 2007. Þá segir í skýrslu endurskoð- endanna: „Það er því ljóst að skuldir munu aukast. Við teljum mikilvægt að for- svarsmenn Reykjavíkurborgar hugi að þessum staðreyndum þegar horft er fram á veginn.“ Við þessum staðreyndum var ég að vara með grein minni í Morg- unblaðinu. Fráfarandi borgarstjóri kýs að hafa þau varnaðarorð að engu og velur enn útúrsnúning í stað þess að horfast í augu við staðreyndir. Að festa borg í skatta- og skuldafeni Björn Bjarnason svarar Þórólfi Árnasyni borgarstjóra ’Eitt er að svara mérmeð útúrsnúningi, hitt er verra að leitast við að nota orð endurskoð- enda í blekkingarskyni með því að vitna til þeirra á misvísandi hátt.‘ Björn Bjarnason Höfundur er borgarfulltrúi, þingmaður og ráðherra. k iðngrein frekari en rra ríkja. fyrirtæki en gerist að skuldir ukist mik- ur fram að ingunni á árum, þó fyrirtækja um getur Meðal ann- tæki sam- einast sem hafi leitt til aukinnar stærðarhagkvæmni og stöðugri fjár- munamyndunar. Skuldir ekki endilega veikleikamerki Skuldir orkugeirans hafa einnig farið ört vaxandi, að því að bent er á. Vatnsaflsvirkjanir hafi enda mjög háan stofnkostnað sem er fjármagn- aður með erlendum lánum. Segir í skýrslunni að skuldir orkufyrirtækja nemi 92 milljörðum, nær eingöngu í erlendri mynt, sem er um 9,1% af vegnum erlendum skuldum þjóðar- innar. Orkugeirinn hafi stækkað verulega samhliða mikilli aukningu í orkufrekum iðnaði og er svo komið að Íslendingar framleiða mest af orku á íbúa á Norðurlöndunum. Á það beri hins vegar að líta að í ljósi þess hve fjármagnsfrekur orkugeir- inn sé sé eðlilegt að lánsfjáröflun hans sé mikil til lengri tíma. Í lokakafla skýrslunnar segir að skuldsetning þjóðarbúsins þurfi ekki endilega að bera vott um veikleika í efnahagslífinu, þ.e. ef hún leiði til framleiðniaukningar. Heildarskuldir innlánsstofnana hafi hins vegar auk- ist gríðarlega og skammtímaskuldir séu verulegar sem geti verið áhættu- samt fyrir hagkerfið og haft í för með sér fjármálakreppu ef ytri áföll herja á. Þá sé stærsti hluti erlendra lána með breytilegum vöxtum og erlend- ar vaxtabreytingar hafi því gríðarleg áhrif á íslenskt hagkerfi en yfir 50% af erlendum skuldum eru í evrum. „Ef litið er til þess hve næmt íslenskt efnahagslíf er fyrir erlendum vaxta- breytingum er ljóst að Seðlabanki Evrópu getur haft mikil áhrif á skuldir þjóðarinnar,“ segir í loka- kafla skýrslunnar.      A A A A A A A BA A A BA A          &       &  & ! !  ! 4 "    " &  $$E         &     &   &  ) " * +      ,    %      kja hafa árum gar, að því er fram kemur í Geir Pétursson rýndi í skýrsluna. Morgunblaðið/Jim Smart dóttur og Ragnari Ingimundarsyni. DÖNSK samkeppnisyfirvöld munu leiða rannsókn norrænna sam- keppnisyfirvalda á því hvers vegna matvælaverð á Norðurlöndunum er mun hærra en meðaltalið í lönd- um Evrópusambandsins (ESB), og mun hlutverk hinnar íslensku Sam- keppnisstofnunar aðallega verða að afla upplýsinga um markaðinn hér á landi. Kveikjan að þessari rannsókn er niðurstöður alþjóðlegs verðsam- anburðar á mat, drykkjarvörum og tóbaki sem gerð var árið 2003 í öll- um löndum ESB, auk Íslands, Nor- egs, Sviss, Búlgaríu, Rúmeníu og Tyrklands, en síðustu þrjú löndin hafa sótt um aðild að sambandinu. Í rannsókninni má sjá að verðlag á mat, drykkjarvörum og tóbaki er hæst á Noregi, en næsthæst hér á landi. Steingrímur Ægisson, viðskipta- fræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segir að rannsóknin sem nú er að fara af stað eigi m.a. að leiða í ljós hverjar orsakir þessa mismunar á verði matvæla séu. Hvort um sé að ræða fákeppni á einstökum mörk- uðum, til að mynda opinberar hindranir, háan virðisaukaskatt eða eitthvað annað. Niðurstöður rannsóknarinnar eiga að vera til- búnar í september 2005. „Ég held að það geti orðið mjög gagnlegt fyrir okkur að taka þátt í þessu vegna þess að þá fáum við samanburð við hina markaðina, og eflaust mikið sem getur áunnist með þessu,“ segir Steingrímur. Þá segir hann að bera megi saman hvort hér á landi sé meiri eða minni samkeppni á ýmsum stigum, hvort hér séu meiri hindranir eða minni o.s.frv. Fundað eftir áramót Steingrímur segir að sá hópur sem standa muni að rannsókninni hafi þegar hist einu sinni og muni næst funda eftir áramót. „Okkar hlutverk [hjá Samkeppnisstofnun] verður aðallega að afla gagna um íslenska markaðinn. Við eigum til mikið af upplýsingum um hann og það sem vantar upp á munum við væntanlega reyna að afla upplýs- inga um,“ segir Steingrímur. Hann segir að á þessu stigi sé ekki ljóst hvernig úrvinnslu gagnanna frá Norðurlöndunum öllum verður háttað, en segir líklegt að það verði mikið til gert hjá dönskum samkeppnisyfirvöldum. Meðal þess sem þarf að gera í öllum Norðurlöndunum er að út- búa nákvæma lýsingu á mörk- uðunum, frá bónda eða framleið- anda, til heildsöludreifingar, og svo smásöluverslunar. „Áherslan verður á það að reyna að skýra þessar verðbreytingar, og þá er verið að skoða hvort geti ver- ið um að ræða skort á samkeppni á mismunandi sölustigum; heild- söludreifingu, smásölu eða hjá framleiðendum. Hvort það séu op- inberar hindranir sem valda þess- um verðmun, til dæmis tollam- úrar,“ segir Steingrímur. Taka rannsókn fagnandi Andrés Magnússon, fram- kvæmdarstjóri FÍS (Félags ís- lenskra stórkaupmanna), segir að félagið taki þeim fregnum að kanna eigi stöðu samkeppnismála á þessum vettvangi fagnandi. „Við teljum að það sé löngu tímabært að samkeppnisyfirvöld, ekki síst hér á landi, fari í saumana á þessum markaði. Við höfum raunar lagt það til, ítrekað, bæði við sam- keppnisyfirvöld og ekki síður við- skiptaráðherra að í ljósi þeirrar miklu samþjöppunar sem átt hefur sér stað á matvörumarkaði á und- anförnum árum sé brýn nauðsyn á því að viðskiptahættir á þessum markaði verði kannaðir,“ segir Andrés. Hann bendir á að haft hafi verið eftir skrifstofustjóra dönsku Sam- keppnisstofnunarinnar að hátt matarverð skýrist af of lítilli sam- keppni. „Ef þessi fullyrðing danska embættismannsins á við í Dan- mörku eru meiri líkur en minni – finnst okkur allavega – að það eigi við hér á landi,“ segir Andrés. „Við vonumst til þess að þessi rannsókn leiði í ljós hvernig ástandið er á þessum mörkuðum og verði þá til þess, ef niðurstaðan verður sú að ein ástæðan fyrir þessu verði sé ónóg samkeppni á smásölustigi, þá verði það til þess að samkeppniseftirlit verði eflt,“ segir Andrés. Ætti að skoða verð á brauði Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að nið- urstöðurnar séu sláandi. „Það er gríðarlega mikill munur á mat- vælaverði milli Íslands og Evrópu- sambandslandana. Það hefur kom- ið fram í umræðunni að það megi rekja þetta fyrst og fremst til land- búnaðarstefnunnar, bæði í formi innflutningshafta og einnig tolla. [...] Auðvitað er þetta áminning um hvað þessi landbúnaðarstefna er að kosta okkur.“ Rétt er að skoða ákveðin atriði sem fram koma í þessum sam- anburði betur að mati Gylfa, t.d. hvers vegna brauðmeti sé svo dýrt hér á landi. Í niðurstöðum verð- könnunarinnar kom í ljós að verð á brauði og kornmeti var hæst hér á landi. Gylfi segir að verðþróunin á brauði hafi fylgt verðmynstri land- búnaðarvara, sem sé óeðlilegt þar sem brauðvörur séu ekki háðar sömu takmörkunum. Gylfi segir að athyglisvert hafi verið að þegar Svíþjóð og Finnland gengu í ESB hafi verð á matvælum lækkað úr svipaðri stöðu og verð er núna á Íslandi og í Noregi. „Þarna urðu mjög mikil umskipti í verðlagningu á matvælum, og mat- vörur lækkuðu mjög mikið í verði.“ Hann segir þó ljóst að mat- vælaverð verði alltaf hærra á Norðurlöndunum en í fyrrum aust- antjaldslöndum, eða á Portúgal og Spáni, einfaldlega vegna hærri launa starfsfólks. Á móti komi að kaupmáttur sé meiri á Norð- urlöndunum, og því þurfi að skoða matarverðið með kaupmáttinn í huga. Samkeppnisyfirvöld á Norðurlöndum kanna mun á matvælaverði Rannsókn leiði í ljós orsakir verðmunar . !  < ( <                              ! " #! $!   %&  '( ( )&( * +     , - +   .  *  *  0! ( 3  D ! " 6 12 34 33 35 32 64 67 68 63 54 97 93 99 99 24 74: 748 741 741 746 746 742 777 7:7 7:5 784 782 782 711 768 75: 14 15 34 37 12 31 34 37 67 36 741 22 28 94 22 776 748 748 742 7:8 74: 746 771 92 78: 717 734 73: 7:: 759 736 :  " "% '< 3  (: <  F  7< D  " <  " D  9 6 $$       /0. /1. /-. /%. //. /.. :. &. 3 $$C F  7< D  - -&  - 7< D  *<  " D  GH . &.. .%. ..& . . . . -% 7<  " D  Morgunblaðið/ÞÖK a ábyrgð málalífi.“ inga labanki u gagn- , en um m lands- afngildi i á evr- m leiði ukn- lendinga la á kaupa ndar í ekki m bank- fyrir st að a sig í jár- menn að a þeir a til mundur tofnana. kristjan@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.bsrb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.