Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 33 MINNINGAR ✝ Jóna SigurveigKjörinberg Guð- mundsdóttir fæddist í Stóru-Ávík í Árnes- hreppi 23. ágúst 1973. Hún lést í Reykjavík 16. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Hulda Kjörinberg og Guð- mundur Jónsson, sem þá bjuggu í Stóru- Ávík. Móðir hennar, Hulda Kjörinberg, er fædd á Akureyri, en faðir hennar á æsku- heimili hinnar látnu, Stóru-Ávík. Jóna Sigurveig á þrjár hálfsyst- ur, þær Bylgju Magnúsdóttur, Þór- dísi Ólafsdóttur og Sigríði Gunn- steinsdóttur. Alsystkini hennar eru Benedikt Jón, f. 27. maí 1974, maki Laufey Þorvaldsdótt- ir, f. 12. febrúar 1977, og Ingibjörg Berglind, f. 9. des. 1976, sambýlismaður Bjarni Tryggvason, f. 7. des. 1963. Börn Jónu Sigur- veigar eru Guð- mundur Þór Haf- steinsson, f. 2. sept- ember 1993, Hafdís Rán Sævarsdóttir, f. 28. júní 1995, og Daníel Ísak Kjörinberg, f. 7. mars 2003. Útför Jónu Sigurveigar verður gerð frá Árneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Jóna frænka mín, voðalega finnst mér það sárt að þú þurftir að fara svona snemma. Það rifjast upp margar minningar þegar ég sit hérna og hugsa til þín. Sérstaklega man ég öll sumrin sem ég kom í heimsókn til þín í sveitina í Stóru-Ávík. Það var alltaf svo gaman að sjá þig. Þú varst alltaf svo spennt að sjá hvað ég kom með handa þér frá Noregi. Við gátum alltaf fundið eitt- hvað skemmtilegt að gera. Ég man eft- ir að við sátum og sungum „Paradise by the Dashboard light“; örugglega yf- ir hundrað sinnum eitt sumarið. Svo komst þú með fjölskyldunni þinni í heimsókn til okkar til Noregs jólin 85. Ég man hvað mér fannst það svo gam- an að fá þig í heimsókn. Og hvað við gátum alltaf verið að punta okkur. Svo flutti ég til Íslands árið 88, þá áttir þú heima á Akranesi. Þá hittumst við oft og skemmtum okkur saman. Síðan skildu leiðir okkar. Ég flutti aftur til Noregs, og við stofnuðum okkar fjöl- skyldur. Ég mun alltaf muna eftir hvað þú varst alltaf svo hress og kát. Sér- staklega mun ég aldrei gleyma brosinu þínu. Nú ert þú komin í sveitina þína til ömmu, afa og Bena frænda. Ég er viss um að þér líður vel núna, en ég á samt eftir að sakna þín mjög mikið. En við eigum eftir að hittast aftur. Guð geymi elskulegu börnin þín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og þar er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þin minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín frænka Margrét Jónsdóttir. Æskuárin gegna þeim forréttindum framar öðrum lífsskeiðum að þau fá að fylgja manni til framtíðar. Þau verða einhvern veginn ósjálfrátt ákveðinn hluti af því hver maður er og hver mað- ur vill verða. Þannig verða æskuvin- irnir nokkurs konar lífslistamenn sem mála grunn þeirrar sjálfsmyndar sem fylgir okkur alla tíð. Við vorum þrjár vinkonurnar sem ásamt systkinum okkar, frændsystkinum og vinum héld- um á penslunum og máluðum heims- myndina saman. Heimurinn okkar var norður á Ströndum. Við vorum fiskverkakonur á Gjögri, ljóðskáld liðinna alda, skautadrottn- ingar Finnbogastaðavatnsins og sjálf- valdar í kirkjukórinn – sátum bara á öðrum bekk en kórinn. Við vorum á fremsta bekknum beint fyrir framan predikunarstólinn, bekknum þar sem Guð leyfði okkur að flissa. Elsku Jóna mín. Við vorum allt sem við vildum vera. Og við gerðum allt sem okkur langaði til að gera. Við slóg- umst um Ísfólksbækurnar um leið og þær komu með fluginu og innleggið okkar úr sláturhúsinu stóð straum af kostnaði þegar við pöntuðum Alrúnina í póstkröfu að sunnan. Hún var ferm- ingargjöfin sem við vinkonurnar sam- einuðumst um að gefa hver annarri. Við gerðum okkur aðra ferð út að Finnbogastöðum þegar við pöntuðum hvítu kúrekastígvélin með gylltu stjörnunni. Við bókstaflega féllum fyr- ir myndinni sem birtist af þeim í Tím- anum. Við tókum til hendinni þar sem þess þurfti. Röðuðum öllum bókunum í bókasafninu í skólanum eftir stærð og lit. Það leit einfaldlega miklu betur út þannig. Þú kenndir mér uppáhaldssálminn minn, ,,Í bljúgri bæn“. Þú kenndir mér allt sem ég kunni um Wham og Duran Duran. Seinna kenndir þú mér uppá- haldslagið þitt með Meatloaf. Þú hafðir mikinn áhuga á öllu sem viðkom tón- list, hvort sem var að syngja, spila eða að njóta þess að hlusta. Innra með mér finn ég fyrir djúpu þakklæti og virð- ingu fyrir vinkonu minni, þér. Þegar ég fór að heiman til að halda áfram í skóla linnti ég ekki látunum fyrr en ég fékk að taka rútuna með þér suður. Þú hafð- ir flutt á Akranes ári áður og það var mér ákveðinn styrkur að verða sam- ferða þér þessi fyrstu skref mín að heiman. Fjórtán ára hoppuðum við upp í rútuna og leiðin lá suður. Í gegnum allar þessar minningar og miklu fleiri heyri ég hláturinn þinn, Jóna mín. Smitandi, háværan og ein- lægan hláturinn þinn. Í ,,Útla“ á kvöld- in í skólanum þar sem tunglið lýsti upp snæviþakta jörðina. Sólbrenndar í sundkennslunni. Þreyttar og pirraðar á eftir kindunum í Ávíkurdalnum. Í gegnum storminn og lognið heyri ég þig hlæja. Húmorinn fyrir sjálfri þér og smitandi hláturinn laðaði fólk að þér. Þú varst eins og umhverfið sem ól þig upp. Stórbrotin og skemmtileg með blikandi fallegu brúnu augun þín. Það er mér svo ómetanlegt að hafa átt þig sem æskuvinkonu mína. Að hafa átt hlutdeild í lífi þínu og fjölskyld- unnar þinnar í Stóru-Ávík. Þar var mikið líf – og mikið gaman. Þar bjó stórbrotin fjölskylda sem rúmaði þá sem þangað lögðu leið sína – til lengri eða skemmri tíma. Þar var gott að vera. Elsku Guðmundur, Hulda, Beni og Inga. Mín dýpsta væntumþykja og samúð til ykkar allra. Hvítu kúrekastígvélin eru komin aftur í tísku. Ég man ennþá textann með Meatloaf. En samt hefur allt breyst. Elsku Jóna mín. Þú fylgdir mér að heiman, nú fylgi ég þér heim. Ég bið fjöllin og hafið, himininn og Guð að vaka yfir þér og börnunum þín- um. Eftir stendur stúlka á heitum stað í hjarta mínu og hlær. Og ég get ekki annað en brosað í gegnum tárin. Ingibjörg Valgeirsdóttir. Ég man eftir stað..... Þar voru fjöllin hærri, klettarnir stærri, sjórinn, sem bar með sér leynd- armál frá framandi löndum, dulúðugri, fjörurnar ævintýralegri og galdrar lágu í loftinu allt um kring. Þar voru „helvítis Víkararnir“ hans Gvendar Steindórs á hverju strái, galdra- brennuskurður, silfursteinninn dýr- mæti og harmonikutónarnir ljúfu. Og þar var hún Jóna. Jóna fallega með stóru brúnu augun, sem ásamt systk- inum sínum kynnti mig fyrir þessum undraheimi og saman sem börn upp- lifðum við lítil ævintýri upp á hvern einasta dag. Skoðuðum leyndarmál fjörunnar, marglyttur og krossfiska, þræddum litfagra kuðunga upp á band, reyndum að ráða í hvæs öldunn- ar og þeystum síðan á spýtuhestum út um sveitir. Í hirslum hugans geymi ég minn- ingabrot liðins tíma. Brotin eru héðan og þaðan, sum þakin mjúku ryki, enda langt um liðið og ekkert verið þurrkað af í góðan tíma. En minningarnar um kynjaveröldina í Trékyllisvík eru mér dýrmætar og verða hjartfólgnari á stundum sem þessum, þegar mann- eskjur sem hafa átt sinn þátt í því að skapa þær falla sviplega frá. Líkt og sólstafir glitra brotin og ég mun varð- veita þau vel. Mína dýpstu samúð, kæra fjöl- skylda. Kolbrá Höskuldsdóttir. Kær skólasystir og vinkona okkar, Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir, er nú kvödd hinstu kveðju. Leiðir okkar lágu saman þegar Jóna flutti á Skagann. Hún var fljót að vinna sér traust okkar, enda góð stúlka og húmoristi af guðs náð. Heimili hennar á Akranesi stóð okkur alltaf opið, og eiga foreldrar hennar og systkini heiður skilið fyrir þolinmæðina, sem vafalítið reyndi oft á þegar stelpustóðið hóf innreið sína. Þar voru gerðar ítrekaðar tilraunir til að siða okkur en Jóna var fljót til svara og oftar en ekki sprakk Hulda úr hlátri af tilsvörum dóttur sinnar og lítið varð úr ögun af þeim sökum. Leiðir okkar skildu fljótlega eftir lok barnaskóla, svona eins og gengur. Síðan þá höfum við fylgst með henni á þeirri erfiðu braut sem hún leiddist inn á, braut sem að erfitt er að fóta sig á og margir sem inn á hana leiðast hnjóta á endanum. Viljum við vinkonurnar við þessi leiðarlok nota tækifærið og þakka Jónu fyrir allar frábæru stundirnar sem hún veitti okkur. Í minningu okk- ar er með henni gengin ein skemmti- legasta og fordómaminnsta manneskja sem við höfum kynnst á lífsleiðinni. Hún háði erfiða baráttu, eitthvað varð undan að láta. Eftir sitja góðar minn- ingar og sár söknuður, „því mundu, að það sem þú grætur, var eitt sinn gleði þín“. Börnum Jónu og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hún gengur nú á Guðs vegum. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Berglind, Stefanía, Harpa, Þóranna, Ingunn og Inga Hrönn. Þegar veturinn var að leggja sína blæju yfir umhverfið norður á Strönd- um barst til okkar sú frétt, að Jóna Sig- urveig Guðmundsdóttir væri dáin. Hún var alin upp hjá foreldrum sínum í Stóru-Ávík í Árneshreppi í þriggja systkina hópi og var hún elst þeirra. Eins og annað ungt fólk hleypti hún heimdraganum með þá von í brjósti að geta höndlað hamingjuna. Hún hafði líka margt til að bera til að svo mætti verða. Hún var í eðli sínu dugleg og vel verki farin. Ævinlega glaðleg og bar góðvild í svip sínum. Þrátt fyrir allt, sem virðist í boði fyr- ir ungt fólk í dag, er heimurinn háll og villugjarn sem aldrei fyrr. Þetta mátti Jóna reyna. Gangan til baka er ekki auðveld, en ævinlega bar hún þá von í brjósti, að betri tíð kæmi, með blóm í haga. En klukka tímans tifaði fljótt. Hún lést 16. nóvember s.l. Eftir standa á ströndinni með sorg sína börnin þrjú, foreldrar, systkini og náin skyldmenni. „Hún var alltaf svo góð,“ sagði hún Ingibjörg systir henn- ar, það var góður vitnisburður. Þessar línur eru settar á blað til að flytja aðstandendum þessarar elsku- legu stúlku samúðarkveðjur. Heimili þess er þetta ritar hefur ávallt verið náið Stóru-Ávíkurheimilinu, enda frændsemi þar á milli. Þeirra sorg er líka okkar sorg. Það er við hæfi að enda þetta með ljóðlínum eftir Tómas Guðmundsson: Svo yndislega æskan úr augum þínum skein. Svo saklaus var þinn svipur og sál þín björt og hrein. Við hjónin og börnin okkar og fjöl- skyldur þeirra, sendum innilegar sam- úðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Gunnsteinn Gíslason. JÓNA SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Jónu Sigurveigu Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Smári Jónsson, Thelma Lind Smáradóttir, Aron Elí Smárason og Sólveig, Guð- mundur, Sævar, Birgir, Unnur, Guðbjörg, Bryndís og Hafrún. UMRÆÐAN KÆRI lesandi! Ef þú hefur áhuga á að taka undir meðfylgjandi bæn með mér nú við upphaf aðventu, þá gjörðu svo vel. Almáttugi Guð, fað- ir frelsarans Jesú Krists! Gefðu mér að upp- lifa barnslega eftir- væntingu á komandi aðventu. Hjálpaðu mér að undirbúa hjarta mitt fyrir komu frelsarans svo að hann fái rúm í því og geti gert sér framtíðar- bústað þar. Mér til heilla og blessunar svo ég geti þegið næringu og styrk frá honum til að verða samferðafólki mínu til blessunar. Gefðu að ég kafni ekki í auglýsingum, gylliboðum, kaupæði eða skrauti. Og forð- aðu mér og okkur frá því að kæfa frelsarann með því. Hjálpaðu mér heldur að hugleiða til- ganginn með komu hans í heiminn og inn í hvernig aðstæður hann fæddist og hverju það breytir fyrir mig í dag. Hjálpaðu mér að taka á móti hon- um og úthýsa honum ekki. Þrátt fyrir veika trú og efasemdir á stund- um. Dýpkaðu trú mína á þig á þess- ari aðventu. Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð, og hjálpa mér að reynast náungi ein- hverjum þeim sem á um sárt að binda til dæmis vegna ástvinamissis. Eða einhverjum þeim sem er veikur eða aldraður, fátækur, einmana eða félagslega einangraður á einhvern hátt. Þeir eru nær mér en ég geri mér grein fyrir. Hjálpaðu mér að mæta fólki eins og ég vildi að mér væri mætt eða eins og ég væri að mæta þér. Hjálpaðu mér að mæta fólki og umgangast það af raun- verulegum og sönnum kærleika svo ég úthýsi því ekki eins og þér var úthýst forðum, og er því miður enn, allt of víða. En þannig er einnig farið um sennilega allt of marga í okkar nú- tímasamfélagi. Hjálpaðu mér einnig að nema staðar mitt í öllu stressinu og hug- leiða lífið og tilveruna og stefnu mína í lífinu. Hjálpaðu mér að taka mig taki til að finna tíma til að rækta fjöl- skyldutengsl og vin- áttu, því fátt er dýr- mætara en góð fjölskylda og sannir vinir. Þrátt fyrir veika trú og efasemdir á stund- um, viltu þá vekja með mér fullvissu vonar- innar og skapa trú í mínu hjarta. Gefðu mér friðinn þinn. Hinn fullkomna frið jólanna, sem enginn og ekkert megnar frá mér að taka. Blessaðu mér og okkur aðvent- una, þennan tíma sem getur verið svo gefandi, nærandi og skemmti- legur. Í Jesú nafni. Amen. Bæn við upp- haf aðventu Sigurbjörn Þorkelsson fjallar um bænahald á aðventu Sigurbjörn Þorkelsson ’Þrátt fyrirveika trú og efa- semdir á stund- um, viltu þá vekja með mér fullvissu vonar- innar og skapa trú í mínu hjarta. ‘ Höfundur er rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Al- coa, er að lýsa því yfir að Kára- hnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemend- ur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í DV 11. nóvember síðastliðinn er grein, sem nefnist ,,Olían mun klár- ast og vetni er framtíðin“. Með þessari fyrirsögn sýnist mér, að leitast sé við að halda því fram, að vetni geti komið í stað olíu, sem er víðs fjarri. Í greininni er sagt ,,Álit- legasta eldsneyti framtíðarinnar er vafalítið vetni“. Það er vafalítið gaman að velta sér upp úr því sviðs- ljósi, sem þessi firra hefur kveikt. Víst er gerlegt að vinna mikla raf- orku hér á landi, en það er dropi í hafið miðað við orkuþörf heimsins, og hvar eiga hinir að fá orku til að vinna vetni, þegar olían er búin. Menn tala um vind, sól, jarðhita, sjávarföll ofl. Til eru kolabirgðir til ófyrirsjáanlegrar framtíðar. Ódýr- asta leiðin til að vinna vetni er vinnsla úr kolum eða jarðgasi. Vinnsla með raforku er dýr og sóun á orku. Ég hef alltaf furðað mig á því, hvers vegna Íslendingar hafa ekki nýtt raforkuna hér á landi í almenn- ingssamgöngum. Erlendis, þar sem þurft hefur að vinna raforku með jarðefnum, hafa menn í yfir hundr- að ár nýtt raforku í almennings- samgöngum. Þetta er til háborinnar skammar. Sú afsökun, sem notuð er, að rafgeymar séu lélegir, er eng- in afsökun. Ég benti á, í nýlegri grein, hvernig má nota rafgeyma- knúna vagna, en sú aðferð er aldar- gömul, að undanskildum nýjustu tengiaðferðum. Við, sem þykjumst vera framarlega í tækninni, erum öld á eftir. Með skrifum mínum er ég á eng- an hátt að kasta rýrð á verk Braga Árnasonar, sem ég met mikils, held- ur að reyna að fá menn til að taka við sér, til að nýta raforkuna í sam- göngum. GÍSLI JÚLÍUSSON, Akraseli 17, 109 Reykjavík. Vetni og olía Frá Gísla Júlíussyni rafmagnsverkfræðingi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.