Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 13 ÚR VERINU AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 NÝTT og glæsilegt fjölveiðiskip bættist í flota landsmanna á fimmtu- dag þegar Björg Jónsdóttir ÞH, sem er í eigu Útgerðarfélagsins Langa- ness hf. kom til heimahafnar á Húsa- vík. Langanes hf. keypti skipið, sem áður hét Birkeland, frá Noregi fyrr á þessu ári og hefur það verið í gagngerum breytingum og end- urbótum Gdynia í Póllandi. Hin nýja Björg Jónsdóttir, hin sjöunda í út- gerðarsögu Langaness hf., er smíð- uð árið 1975 í Flekke-fjord í Noregi. Skipið 70, 76 metrar að lengd og 12 metra breitt og er stærsta skip hús- víska fiskiskipaflotans til þessa. Að sögn Bergþórs Bjarnasonar, útgerðarstjóra hjá Langanesi hf., var sett ný brú á skipið, ný togspil og skipt var um aðalvél. Nýja aðalvélin er 4.080 hestöfl. Í skipinu er frysti- og flökunarbúnaður fyrir uppsjáv- arfisk sem afkastar um 70–80 tonn- um af frystum afurðum á sólarhring og er sá búnaður nýlegur. Skipið ber um 900 tonn í sex kælitönkum og 400 tonn af frystum afurðum. Bergþór segir skipið fara til kol- munnaveiða innan skamms og skipta bræður hans Aðalgeir og Sig- urður skipstjórninni með sér. Fyrsti stýrimaður er Brynjar Freyr Jóns- son og yfirvélstjórar verða Baldur Sigurgeirsson og Eiður Pétursson. Langanes hf. á fyrir nóta- og tog- skipið Bjarna Sveinsson ÞH og hefur hann verið á síldveiðum að und- anförnu. Eigendurnir Bjarni Aðalgeirsson út- gerðarmaður og kona hans Þórhalla Sigurðardóttir ásamt sonum sínum, f.v. Bergþóri útgerðarstjóra og skip- stjórunum Sigurði og Aðalgeir. Ný Björg Jónsdóttir ÞH Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Björg Jónsdóttir ÞH siglir til heimahafnar á Húsavík í fyrsta sinn. Ævisögurnar koma frá Hólum FAÐIR HEIMA- STJÓRNARINNAR Maðurinn sem sagan gleymdi. Dr. Valtýr tókst á við Hannes Hafstein og íslenska ættarveldið og tapaði. Saga fátæka smaladrengsins af Skagaströnd er ein eftirminnilegasta og fróðlegasta ævisaga seinni ára, snilldarvel skrifuð af Jóni Þ. Þór Kaktusblómið og nóttin lætur engan ósnortinn SKÁLDIÐ SEM SKRIFAÐI FJALLA-EYVIND „Bók vikunnar“ Fréttablaðið 23. október sl. „Rannsókn Jóns Viðars leiðir í ljós margar áður ókunnugar staðreyndir um líf þessa dáða leikskálds, skýrir lífshlaup hans í sigrum og áföllum lífsins …“ Páll Baldvin, DV 30. október sl. „… með áhugaverðustu ævisögu skálda sem ég hef lesið lengi … mjög vel heppnað …“ Jón Yngvi Jóhannsson Kastljósinu 21. nóvember sl. BÓKAÚTGÁFAN HÓLARGle ðileg jó l! UMDEILD METSÖLUBÓK „… Davíð gerir tilraun til að skrifa fallegan texta og tekst það oft mjög vel.“ Illugi Jökulsson, DV 15. september sl. „… fróðleg og aðgengileg og því óhætt að mæla með henni við alla þá sem áhuga hafa á stjórnmálasögu Íslendinga á 20. öld.“ Ómar H. Kristmundsson Morgunblaðinu 30. október sl. Alexander mikli er ævisaga eins og þær gerast bestar ÆVINTÝRALEGASTA ÆVISAGAN „Vegleg útgáfa … [textinn] er sniðinn að þörfum nútímalesenda …“ Erlendur Jónsson, Morgunblaðinu 20. nóvember sl. Hér segir af hernaðarsnilld Alexanders, togstreitunni við harðan föður, samskiptunum við hinn fræga heimspeking Aristóteles, kvennamálum og sorginni. METSÖLUBÓK NEW YORK TIMES „Hrífandi en stundum skelfilegur lestur.“ – Seattle Post-Intelligencer „Stórkostleg gjöf handa þeim sem unna list Kurts Cobains.“ – Seattle Weekly ,,Í lok bókarinnar gróf ég andlitið í höndum mér og grét.“ – Globe and Mail 10.-11. sæti ævisö gur Mbl. 18 . nóv. 6. sæti ævisögur Mbl. 25. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.