Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 46
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes SOFA LENGUR EÐA BORÐA? SOFA LENGUR EÐA BORÐA? SOFA LENGUR ALLTAF JAFN GOTT AÐ FÁ FJAÐRIR Í VATNIÐ SITT HÉRNA KEMUR SLÍMUGI RISAKOLKRABBINN INN EFTIR STRÖNDINNI ÞAÐ HRÆÐAST ALLIR RISAKOLKRABBANN OG FLÝJA Í SKJÓL MEÐ SOGBLÖÐKU- ÞÖKTUM ARMINUM GRÍPUR HANN UTAN UM HRÆDDAN FERÐAMANN HANN KÆFIR ÓPIÐ MEÐ STERKUM ÖRMUNUM... KALVIN, GET ÉG GERT EITTHVAÐ FYRIR ÞVI? Svínið mitt Í TILEFNI AÐ ÞVÍ AÐ Á MORGUN ER ALÞJÓÐLEGUR DAGUR DÝRAVINA, MEGIÐ ÞIÐ ÖLL KOMA MEÐ LIFANDI DÝR Í SKÓLANN Á MORGUN © DARGAUD ... TÓMAS ÆTLAR AÐ DREYFA TIL YKKAR LISTA YFIR DÝRIN SEM ÞIÐ MEGIÐ KOMA MEÐ ÞETTA ER TIL AÐ FYRIRBYGGJA SMÁ LEIÐINDI SEM UPP KOM Í FYRRA ÞEGAR SNÁKAR OG RISAKÓNGULÆR MÆTTU Á STAÐINN ... ... ER ÞAÐSKILIÐ ÍRIS OG KOLBEINN DAGINN EFTIR HAFIÐ ÞIÐ ALDREI SÉÐ INDVERSKT SVÍN Dagbók Í dag er laugardagur 27. nóvember, 332. dagur ársins 2004 Víkverji á von á sínufyrsta barni. Svo virðist sem þetta sé í senn eðlilegasti og óeðlilegasti hlutur í heimi. Móðir náttúra er einfaldlega að sinna sínu hefðbundna dútli. En við, hin dauðlegu, stöndum agndofa gagnvart þessu undri. Því að undur er þetta. Og lífið verður aldrei samt aftur. Það verð- ur hreinlega ekki aft- ur snúið. Víkverji er í raun ekki enn búinn að ná þessu, þrátt fyrir að senn líði að fæðingu. Innvolsið í hausnum er engu að síður á fleygiferð og áður óþekktar vangaveltur láta á sér kræla í æ meiri mæli. Víkverji dagsins er karlkyns og sleppur því ótrúlega vel frá þessu, a.m.k. líkamlega. Þumalputtaregla: Aldrei ætti að segja við maka sinn: „Ég veit hvernig þér líður…“ Því að það er ekki möguleiki að maður viti það. Sælast affara er að halda kjafti og sinna sínum karlmannlegu skyld- um en skilgreining á þeim er reynd- ar nokkuð á reiki í dag. Víkverji sótti nefnilega foreldra- námskeið sem hann mælir hiklaust með. Þó ekki sé nema fyrir það að vera undirbúinn undir það að nokkurra sek- úndna gamalt barn er blátt á litinn og virðist líf- vana. Svo tekur það fyrsta andardráttinn, hrekur í gang og verður rauðbleikt. Ótrúlegt. En það sem er einna minnisstæðast úr þessu góða og gegna námskeiði var að hitta aðra verðandi feður. Því að Víkverji og „bræður“ hans í þessum efnum tilheyra nýrri kyn- slóð karlmanna sem er ætlað að vera mjúkir – en um leið harðir. Það var merkilegt að heyra þessa baráttu- bræður lýsa reynslu sinni, sér- staklega taugatitringi út af feðra- orlofi. Sumir höfðu nefnilega á tilfinningunni að þeir væru hálfpart- inn litnir hornauga fyrir það eitt að vilja dvelja með nýfæddu barni sínu þó ekki væri nema fyrstu vikurnar. Víkverji segir hins vegar: Það er engin karlmennska (ef slíkt er þá til lengur) fólgin í því að stæra sig af því að vera einhver ofurskaffari. Miklu frekar ertu maður ef þú rækt- ar tengslin við það eina sem skiptir máli. Börnin þín. Víkverji er klár í slaginn. Hann er tilbúinn í rokkið. Vertu velkomið, litla barn! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Lækjargata | Á móti Menntaskólanum í Reykjavík stendur fallegt hús, þar sem gamla Café Romance hefur nú verið opnað eftir nokkurt hlé. Á jarðhæð hússins er píanóbar þar sem gestir geta notið hæfileika Liz Gammon, sem syngur og leikur óskalög gesta og fleira, en á efri hæðinni er koníaksstofa og rólegri stemning fyrir samræður. Sirrý Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Café Romance, var á fullu við að undirbúa staðinn fyrir komu helgargesta og tryggja að þeir eigi notalega stund þegar ljósmyndari leit inn í þessa nýju, en um leið gömlu, viðbót í kaffi- húsaflóru miðbæjarins. Morgunblaðið/Golli Meira líf í miðbæinn MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Trúin á nafn Jesú gjörði þennan mann, sem þér sjáið og þekkið styrkan. Nafnið hans og trúin, sem hann gefur, veitti honum þennan albata fyrir augum allra. (Post. 3, 16.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.