Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég vil ekki sjá kúluskít í skóinn minn, Kúluskítagaurinn þinn. Í samræmi við góðastjórnsýsluhætti fáeigendur húsa, sem slökkviliðsstjóri gerir at- hugasemdir við vegna brunavarna, frest til and- mæla og til að virða með- alhófsreglu er ekki gripið til harkalegra aðgerða nema öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. Þegar húseigendur eru tregir til framkvæmda getur því verið ákaflega tímafrekt að þvinga fram úrbætur. Til marks um hversu tímafrekt þetta getur verið má nefna að í febrúar 2002 gerði Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins athugasemdir við brunavarnir á endurhæfingarstöð- inni Reykjalundi en nú, rúmlega tveimur árum síðar, er úrbótum ekki enn að fullu lokið. Frestir voru gefnir og þeir framlengdir. Í júlí brast þolinmæðin og óskaði slökkviliðið eftir heimild frá sveit- arfélaginu, Mosfellsbæ, til að fá að leggja dagsektir á fyrirtækið. Þeirri beiðni hefur ekki enn verið svarað af Mosfellsbæ. Þá eru dæmi um að hús hafi verið seld þegar nýbúið var að leggja á dag- sektir og þarf þá að byrja ferilinn upp á nýtt, nýr eigandi fékk fyrst frest til andmæla, síðan frest með- an á framkvæmdum stóð o.s.frv. Ekki er hægt að leggja á dag- sektir nema með samþykki sveit- arstjórna. Má ekki heykjast á innheimtu Bjarni Kjartansson, fram- kvæmdastjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir ákaflega tímafrekt og hæg- virkt að beita dagsektum og lokun húsnæðis sé svo afgerandi og íþyngjandi aðgerð að henni sé helst ekki beitt nema ástand brunavarna „sé þeim mun brjál- æðislegra“. Dagsektum sé einung- is beitt ef talið er að fólk sé í um- talsverðri hættu en ef gallarnir eru þess eðlis að einungis sé talið að viðkomandi bygging sé í hættu sé hvorki sektað né lokað. Dagsekt- um sé beitt mjög hóflega og jafn- vel þó að þær hafi verið lagðar á geti húseigendur sloppið við að greiða þær ef þeir standa við fram- kvæmdaáætlun um úrbætur. Bjarni ítrekar á hinn bóginn að hafi dagsektir á annað borð verið lagðar á megi slökkviliðið ekki heykjast á innheimtunni – þá myndi kerfið molna niður. Bjarni segir að þessar heimildir dugi verst þegar um sé að ræða umgengnisvandamál, s.s. að neyð- arútgangar séu notaðir sem geymslur eða vörum staflað þann- ig að þær lami úðunarkerfi. Þegar slökkvilið verði fyrst vart við trassaskapinn sé ekki hægt að grípa til annarra aðgerða en að krefjast úrbóta en svo fari málið í eðlilegan farveg, þ.e. boðið er upp á fresti til andmæla og aðgerða. Þegar heimild til dagsekta eða lok- unar liggi loks fyrir geti húseig- andinn einfaldlega tekið til í snar- hasti og þar með sé ekki lengur grundvöllur til aðgerða. Síðan sæki yfirleitt allt í sama farið aft- ur. „Það sem okkur sár-, sárvantar er heimild til að sekta fyrirtæki,“ segir Bjarni. Sektirnar hefðu svip- uð áhrif og lokanir, þ.e. þær knýi eigendur til skjótra aðgerða en séu ekki eins alvarlegar og íþyngjandi. Birni Karlssyni brunamála- stjóra líst vel á að tekið verði til at- hugunar hvort breyta þurfi ákvæðum í lögum um úrræði sem slökkvilið hefur til að þvinga fram úrbætur, með það að leiðarljósi að gera ferlið einfaldara og skilvirk- ara. Á hinn bóginn verði að fara mjög varlega í að leyfa opinberum aðilum að beita þegnana gjaldtöku og slíkt verði ekki gert nema með ákvörðun Alþingis. „En ég tel að þetta sé áhugaverð hugmynd, ein af mörgum sem gætu komið til greina til að einfalda þvingunarúr- ræði slökkviliða í landinu,“ segir hann. Björn segir að í Kaupmanna- höfn sé verið að kanna hvort til greina komi að slökkvilið borgar- innar fái að leggja á sektir, sam- bærilegar þeim sem Bjarni Kjart- ansson leggur til. „Við munum líta sérstaklega til þess og höfum þeg- ar áætlanir um að kynna okkur það mun betur,“ segir Björn og bendir á að stöðumælaverðir sekti menn fyrir að leggja ólöglega og hafi þannig stjórn á bílastæðamál- um. Hafa næg úrræði Pétur Reimarsson, verkefna- stjóri hjá Samtökum atvinnulífs- ins, segir að hann hafi ekki orðið var við að atvinnurekendum finn- ist aðgerðir slökkviliðsins vegna brunavarna vera sérlega íþyngj- andi. Samtökin hvetji að sjálf- sögðu atvinnurekendur til að hafa brunavarnir í lagi. Honum líst ekki sérlega vel á þá tillögu Bjarna Kjartanssonar að slökkviliðið geti beitt sektum. Hann segir að slíkt tryggi ekki að farið sé eftir reglum um bruna- varnir. „Ef þeir geta bæði lagt á dagsektir og lokað húsunum held ég að þeir hafi öll þau úrræði sem þeir þurfa. Þetta hefur lítið verið rætt hérna og við höfum ekki al- menna skoðun á þessu. Ekki nema að mér líst illa á að leggja sektir á menn með þessum hætti,“ segir Pétur Reimarsson. Fréttaskýring | Slökkviliðið vill heimild til að beita skyndisektum Skussarnir fá langa fresti Mánuðir og stundum ár geta liðið frá athugasemdum til dagsekta Slökkviliðið vill koma í veg fyrir þetta. Sveitarfélög ráða því hvort dagsektir séu lagðar á  Af þeim ríflega 500 fyrir- tækjum sem Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins hefur gert at- hugasemdir við vegna ófullnægj- andi brunavarna á þessu ári hafa 236 ekki brugðist við. Öll nema níu eru innan frests sem þau fengu til að gera nauðsynlegar úrbætur. Slökkviliðið hefur farið fram á leyfi frá sveitarfélögun- um til að beita dagsektum í níu tilvikum.Ekkert slíkt leyfi hefur enn verið veitt. runarp@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.