Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 37 MINNINGAR Elsku afi. Veitir ömmu unaðsstundir elsku litla telpan mín. Sól sem skín á grænar grundir gyllir jafnan sporin þín. (ÁEA) Ég varð strax mikil ömmu- og afastelpa. Ég naut þeirra forrétt- inda að fá að vera hjá ykkur ömmu á Vegamótum upp á hvern dag. Ég eyddi með ykkur öllum jólum og af- mælisdögum í fimm ár. Þá vitjaði himnasmiðurinn ömmu, rétt eins og hann vitjaði þín á laugardaginn. Ég man enn hvað ég grét og varð sorgmædd þegar amma dó. Hvern- ig átti lífið að ganga upp ef það vantaði ömmu? Þegar frá leið fækkaði stundun- um sem við eyddum saman. En stundirnar nýttum við mjög vel. Þú sagðir mér sögur af þér og ömmu þegar þið voruð ung, sögur af sjón- um og ég fékk alltaf að heyra hvað þú varst stoltur af mér. Fyrir nokkrum árum fór ég að sjá um leiðið hennar ömmu í Út- skálakirkjugarði. Við fórum saman út í garð og þú sast og spjallaðir við mig á meðan ég snyrti leiðið og gróðursetti uppáhaldsblómin henn- ar ömmu. Við eitt slíkt tækifæri baðstu mig að sjá líka um þitt leiði þegar þú værir allur. Það skal ég gera, afi, af sömu natni og alúð og þú hugsaðir um mig. Það er hefð fyrir því að fara út í kirkjugarð um jólin og kveikja á ljósi hjá ömmu. Oft fórum við saman, en eftir rétt- an mánuð á ég eftir að sakna þín mikið, þá verða ljósin tvö. Þegar ég flutti út héldum við sambandi með bréfaskriftum. Núna þegar ég sit og hugsa til þín eru þessi bréf það dýrmætasta sem ég á. Í bréfunum barstu mér fréttir af fólkinu okkar, veðrinu heima og ykkur Siggu. Þú fullvissaðir mig alltaf um að þú værir hraustur og að þér liði vel, og endaðir á því að biðja Guð að geyma mig, „hjartað hans afa“. Hjartað hans afa á erfitt núna þegar þú ert farinn, en ég veit að amma tekur vel á móti þér. Þú hefur saknað hennar óskaplega í átján ár, og tími kominn til endur- funda. Takk fyrir allar sögurnar, minn- ingarnar og bréfin. Klórið, eins og þú kallaðir það, er mér meira virði en allt heimsins gull. Og ég held áfram að skrifa þér þótt svarið verði héðan af kannski heldur leng- ur á leiðinni. Þín Elín Björk. Við kveðjum nú góðan félaga Ár- mann Eydal. Hann var skemmti- legur og viðræðugóður. Til margra ára átti hann bát og fiskaði í soðið – hann gaf mörgum skyldmennum og vinum í soðið. Í Garðinum þar sem hann bjó megnið af ævinni var hann virtur af samferðafólki sínu. Hann var reglumaður á vín og tóbak en alltaf léttur þó hann væri með fólki sem hafði vín um hönd. Systir mín Sigríður Benedikts- dóttir varð ekkja 1985 en Ármann ekkjumaður nokkru fyrr. Nokkrum árum síðar bankaði hann upp á hjá Sigríði á Faxabrautinni og sagðist vera frændi mannsins hennar sál- uga. Upp úr því fóru þau að tala sam- an og úr varð einstök vinátta milli þeirra, þó að þau byggju aldrei saman. Þau ferðuðust mikið saman inn- anlands – hann var duglegur bíl- stjóri og lét sig ekki muna um að keyra landshornanna á milli. Hann var einstaklega góður við Siggu sína og þau áttu góðar stundir sam- an. Hann Ármann hafði þó nokkuð oft þurft að fara inná spítala vegna ýmissa áfalla en gerði lítið úr því – hann kvartaði aldrei. Blessuð sé minning Ármanns Eydal. Óskar og Rannveig. Mig langar að skrifa nokkur orð um Ármann Eydal sem lést laug- ardaginn 20.11. sl. Ármann var mjög góður vinur móður minnar Sigríðar til fjölda margra ára og reyndist henni vel á þeim árum sem þau hafa verið nánir vinir. Ármann var alltaf reiðubúinn til að rétta henni hjálparhönd hvort sem var að aka henni til Reykjavík- ur að heimsækja fjölskyldu hennar eða fara í ferðalög og voru þau mjög dugleg að ferðast og tóku virkan þátt í félagsstarfi aldraða í Garðinum. Ármann var stór maður og mikill vexti og oft heyrðist hátt í mínum manni á mannamótum og aldrei lá hann á skoðunum sínum um málefni og alltaf tók hann upp hanskann fyrir minni máttar. Þegar maður lítur yfir farinn veg og öll árin sem móðir mín átti með Ármanni þá sér maður hvað hún hefur misst mikið. Hann var henni stoð og stytta og verður seint þakkað allt sem hann gerði fyrir Sigríði. Ég vil fyrir mína hönd og okkar systranna þakka fyrir allt og allt. Ég votta börnum Ármanns og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Þórunn Garðarsdóttir og fjölskylda. Ármann Eydal er farinn og skil- ur eftir sig stórt skarð. Útgeislun hans var þannig að manni fannst einhvern veginn að hann yrði alltaf til, einskonar klettur. Hann var ekki einungis stór og mikill á velli, heldur hafði hann einnig að geyma stóran og sterkan persónuleika. Leiftrandi frásagnargáfan var slík að hversdagslegustu atburðir urðu að skemmtilegustu ævintýrum í hans meðförum. Ármann hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var ávallt óhrædd- ur við að láta þær flakka umbúða- laust. Hann gat verið hrjúfur á yf- irborðinu en undir því glitti oft í tilfinninganæman og elskulegan mann sem mátti ekkert aumt sjá. Við kveðjum hann með söknuði og þökkum fyrir allar góðu sam- verustundirnar sem við höfum átt með honum í gegnum árin, skemmtilegu sögurnar sem hann sagði okkur og allan fiskinn sem hann af örlæti færði okkur reglu- lega í soðið. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við Siggu, sem nú hefur misst kæran vin, og einnig börnum hans, fjölskyldum þeirra sem og öðrum ættingjum og vinum. Blessuð sé minning Ármanns. Gísli og Sara. Það koma margar góðar minn- ingar upp í hugann þegar ég sest niður og skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Þegar ég var barn var ég svo heppin að fá að vera hjá ykkur Ellu á Vegamótum þegar mamma var lasin og þið bæði voruð mér sem aðrir foreldrar. Alltaf var gott að skríða í stóra faðminn þinn og fá knús og nokkur hlý orð í eyra. Allar sögurnar þínar, góð- mennska og hjálpsemi, alveg sama hvernig stóð á hjá þér, alltaf varstu tilbúin að redda nágrönnum og vin- um. Á sumrin varstu tíður gestur í sveitinni vestur í Dölum, það var ekki stoppað lengi í einu af því að þú þurftir að fara á marga bæi og heilsa uppá kunningjana og oft komstu með varahluti í tækin þeirra og hjálpaðir þeim við við- gerðirnar. Þið Ella höfðuð mjög gaman af ferðalögum og margar góðar minn- ingar á ég úr gamla stóra græna tjaldinu. Efst í hugann koma allar ferðirnar sem þið fóruð með alla unglingana um verslunarmanna- helgar í Húsafellsskóg og stóðu vaktina þar meðan unglingarnir skemmtu sér. Það var mikið áfall þegar Ella féll frá í blóma lífsins en áfram hélst þú þínu striki. Bjóst áfram á Vegamótum, stundaðir þína vinnu og ræktaðir fjölskylduna og reynd- ir að lifa sem eðlilegustu lífi. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp minningarnar en læt hér staðar numið. Hafðu bestu þakkir fyrir allt og góður guð styrki fjölskylduna við þessa hinstu kveðjustund. Sigurdís Guðmundsdóttir. ÞAÐ er undirstöðuatriði til að ná árangri í íþróttum að hafa einbeittan vilja og hafa það sem kallast á slæmri íslensku ,,mótífasjón“. Í skák er þetta atriði ákaflega mikilvægt enda ræður hugarfar manna fyrir skák oft sköpum um úrslit hverrar viðureignar. Ein skák er eins og ein- vígi á milli tveggja huga og séu þeir jafn öflugir verður sá hlutskarpari sem hefur sterkari viljann. Á ævi- skeiði skákmannsins getur mótífa- sjón horfið eins og dögg fyrir sólu. Við það verður styrkleiki skák- mannsins ekki svipur hjá sjón. Að jafnaði minnkar viljinn til að sigra eftir því sem menn verða eldri. Und- antekningar eru vissulega til eins og Viktor Korsnoj hefur sýnt fram á hvað eftir annað. Einnig var aðdáun- arvert þegar Vassily Smyslov, þá 64 ára, komst alla leið í undanúrslit í heimsmeistarakeppninni árið 1984. Þar beið hann í lægri hlut fyrir Garry Kasparov sem hrifsaði síðan heimsmeistaratitilinn af Anatoly Karpov. Þetta ,,skrímsli með þúsund augun“ eins og Tony heitinn Miles kallaði hann hefur unnið allt það sem skákheimurinn hefur haft upp á bjóða. Fyrir slíkan mann er erfitt að halda mótífasjóninni gangandi. Engu að síður er hann sá skákmaður sem allir aðrir hræðast. Það er at- hyglisvert hvernig Vladimir Kram- nik gerir allt það sem í hans valdi stendur til að forðast það að tefla aft- ur einvígi um heimsmeistaratitilinn við læriföður sinn. Sumpart minnir þetta á hvernig Alexander Aljekín fór að eftir að hann bar óvænt sig- urorð af Jose Capablanca í heims- meistaraeinvígi 1927. Þó að skák- heimurinn vildi sjá þá aftur tefla saman féllst Aljekín aldrei á það. Smám saman dvínaði frægðarsól Kúbverjans snjalla og Aljekín varð ótvírætt besti skákmaður heims. Garry Kasparov teflir sjaldan núorð- ið enda ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að ofurskákmót- um. Það var þess vegna afar ánægju- legt að hann vildi taka þátt í rúss- neska meistaramótinu sem lýkur í dag, laugardaginn 27. nóvember. Hann hefur ekki valdið aðdáendum sínum vonbrigðum og þegar þetta er ritað hefur hann unnið fjórar skákir í röð. Hann leiðir mótið, vinningi fyrir ofan Alexander Grischuk en þeir tefla einmitt saman í síðustu umferð mótsins. Taflmennska Kasparovs hefur kannski ekki verið eins glæsi- leg og stundum áður en ávallt er hún áhugaverð. Í sjöundu umferð mætti hann gömlum Sóvétmeistara frá 1986 en sá var dyggur aðstoðarmað- ur Anatolys Karpovs á sínum tíma. Hvítt: Vitaly Tseshovsky (2577) Svart: Garry Kasparov (2813) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. O-O Be7 8. a4 Rc6 9. Be3 O-O 10. f4 Dc7 11. Kh1 He8 12. Bg1 Bd7 13. Rb3 b6 14. Bf3 Hab8 15. De2 Rb4 Upp er komin dæmigerð staða í Schevingen afbrigðinu í Sikileyjar- vörn. Svartur hyggst auka rými sitt á drottningarvæng með b6-b5 fram- rásinni eða hefja aðgerðir á miðborð- inu með e6-e5 framrásinni. Síðar- nefnda framrásin heppnaðist vel í skák tveggja skákmanna frá Úkra- ínu þar sem svartur svaraði 16. Had1 með 16...e5 17. f5 d5! og stóð þá þeg- ar betur. Hvítur afræður af þessum sökum að hefja aðgerðir á miðborð- inu sjálfur. (Sjá stöðumynd I) 16. e5!? Rfd5 17. Rxd5 Rxd5 18. Be4! b5 19. Rd4 g6 20. f5!? Hinn sextugi stórmeistari lætur ekki allt fyrir sér brjósti brenna og heldur áfram að sækja að svörtu stöðunni. Rólegra framhald eins og 20. axb5 axb5 21. Df3 hefði tryggt hvítum frumkvæðið. Það er hinsveg- ar athyglisvert að sjá hvernig Kasp- arov bregst við sókn hvíts þar eð hann býður andstæðingnum að verða manni yfir. 20... exf5? 20...dxe5 hefði verið betra þar eð eftir 21. fxe6 fxe6 22. Rf3 bxa4 stend- ur svartur betur. Hugsanleg hefur svartur haldið að hvítur gæti leikið 22. Bxd5 exd5 23. Df3 en því yrði ein- faldlega svarað með 22...Dd6 og svartur stæði vel að vígi. 21. Bxd5 dxe5 (Sjá stöðumynd II) 22. Rxf5!? Hið rólega framhald 22. Rf3 e4 23. Rd4 bxa4 24. c4 hefði tryggt hvítum betra tafl en textaleikurinn er einnig afar hættulegur viðureignar. 22... Bxf5 23. Hxf5! gxf5 24. Dh5 Bf8 25. Dxf5 Bg7 26. Ha3! e4 27. Hh3 h6 Hugsanlegra hefði 27... He5 verið betra hlutlægt séð en textaleikurinn er mun praktískari þegar manneskj- ur sitja að tafli. (Sjá stöðumynd III) 28. Hg3? Hér hefði Kasparov getað lent í verulegum vandræðum eftir 28. Dg6! þar eð þá hótar hvítur illþyrmi- lega Bd4. Skákforritið Tiger 15 taldi svartur þá svara best með 28...e3 en eftir 29. Hg3 De5 30. Bxf7+ Kh8 31. Hxe3 Dxe3 32. Bxe3 Hxe3 33. Kg1 stæði hvítur vel að vígi. 28... De5! 29. Bxf7+ Kh8 30. Dg6 Hf8 31. axb5 axb5 32. Bd5?! Hvítur hefði getað varist betur með 32. He3. 32... Hf1 33. c3 Hbf8 34. h3 Df6? 34... He1 hefði unnið strax þar eð við hótuninni 35...Hff1 væri lítið hægt að gera. 35. Bxe4 Dxg6 36. Hxg6 He8 37. Bd3? 37. Hg4 hefði getað haldið taflinu gangandi og sennilega ætti hvítur prýðilega jafnteflismöguleika þar sem eftir 37...b4 38. g3 losnar hvítur við leppunina á fyrstu reitaröðinni. 37... Hd1 38. Hd6 Bf8 39. Bg6 Bxd6 og hvítur gafst upp enda er hann að verða hróki undir eftir 40. Bxe8 Bc5. Með tilkomu skákforrita er orðið auðveldara fyrir alla skákáhuga- menn að botna í skákum bestu skák- manna heims fyrir utan það að geta gagnrýnt leiki þeirra. Hinsvegar er öllu erfiðara að sitja fyrir framan taflborðið og leysa þá gátu sem flækjur hinna 64 reita býður upp á. Íslandsmótið í netskák – lokamót bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis Íslandsmótið í netskák og lokamót í bikarsyrpu Eddu útgáfu fer fram sunnudaginn 28. nóvember nk. Teflt er í einum opnum flokki og fer mótið fram á Netinu á skákþjóninum ICC. Taflið hefst kl. 20 og eru vegleg verð- laun í boði Eddu útgáfu og ICC. Mótið er öllum opið og hafa allir möguleika á verðlaunum. Tímamörk eru 4 2 (4 mínútur + 2 sekúndur á leik) og tefldar eru 9 umferðir. Jafn- framt er keppnin lokamót Bikar- syrpu Eddu útgáfu og telja vinning- ar þar tvöfalt. Mikið er í húfi fyrir þá sem þar berjast um hin ýmsu verð- laun en Þorsteinn Þorsteinsson er efstur í syrpunni en Davíð Kjartans- son og Magnús Örn Úlfarsson fylgja honum fast á eftir. Íslandsmótið í netskák er elsta landsmót í netskák í gervöllum heiminum en fyrsta Ís- landsmótið fór fram 1996. Verðlaun í syrpunni og á Íslandsmótinu eru af- ar vegleg og fjölbreytt en alls er hægt að fá umbun í 6 mismunandi flokkum. Nánari upplýsingar um þetta og mótið sjálft er mögulegt að finna á www.hellir.com. Garry Kasparov á ný á sigurbraut Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is SKÁK Moskva 57. RÚSSNESKA MEISTARAMÓTIÐ 14.-27. nóvember 2004 Stöðumynd III Stöðumynd I Tseshovsky-Kasparov: ,,Kasparov sigraði gamla Sóvétmeistarann.’’ Stöðumynd II Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.