Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kirkjudagur Bústaðakirkju FYRSTI sunnudagur í aðventu er kirkju- og vígsludagur Bústaða- kirkju. Dagsins er minnst í helgi- haldi kirkjunnar. Hefðbundin barnamessa er kl. 11. Guðsþjónusta er kl. 14. Félagar úr Kór kirkjunnar syngja og org- anisti er Guðmundur Sigurðsson. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til þátttöku í guðsþjónust- unni Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á vöfflukaffi og það eru karlar í sóknarnefnd sem sjá um fram- kvæmd þess. Aðventukvöldið verður að venju kl. 20. Allir kórar kirkjunnar og okkar nýja bjöllu- og bongósveit koma fram. Kór Bústaðakirkju flyt- ur kantötuna Nun komm der hei- den Heiland eftir Johann Sebastian Bach ásamt kammersveit og ein- söngvurum úr kórnum. Einsöngv- arar eru Vilhjálmur Þór Sig- urjónsson, Ingólfur Helgason og Alda Ingibergsdóttir. Konsert- meistari er Zbigniew Dubik. Guð- mundur Sigurðsson organisti stjórnar. Þá munu allir barnakórar kirkj- unnar flytja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá aðventu- og jólalaga. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Einnig munu allir kórarnir syngja saman að ógleymd- um almennum söng safnaðarins. Ræðumaður kvöldsins er Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra. Í lok athafnarinnar verða ljósin tendruð. Þorgerður Katrín flytur hugvekju í Grafarvogskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu sem nú ber upp á 28. nóvember verður haldin aðventuhátíð í Grafarvogs- kirkju. Hátíðin hefst kl. 20. Eins og ávallt áður verður dag- skráin fjölbreytt. Grafarvogs- skáldin Einar Már Guðmundsson og Sigmundur Ernir lesa úr jólabókum sínum. Kórar kirkjunnar og KK og Ellen syngja. Stjórnendur eru Hörður Bragason og Oddný J. Þorsteins- dóttir. Aðalbjörg Ellertsdóttir leik- ur á þverflautu. Birgir Bragason leikur á kontrabassa og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Fermingarbörn flytja helgileik. Prestar safnaðarins taka þátt í hátíðinni sem lýkur með almennum safnaðarsöng. Grafarvogskirkja. Aðventusamkoma í Víkurkirkju í Mýrdal AÐVENTUSAMKOMA verður í Víkurkirkju í Mýrdal, sunnudaginn 28. nóv. nk. og hefst kl 15. Fjöl- breytt og hefðbundin dagskrá. Eft- ir stundina í kirkjunni verður kveikt á jólatré Mýrdælinga fyrir framan Víkurkirkju. Fjölmennum. Sóknarprestur. Aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju FYRSTA sunnudag í aðventu, 28. nóvember, verður aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju, Kópavogi, kl. 16. Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna með léttri jóla- dagskrá, söngvum og sögum. Stoppleikhópurinn sýnir skemmti- legt barnaleikrit sem ber heitið Síð- asta stráið eftir Fredrick Thury en sagan byggist á jólaguðspjallinu. Þar segir frá úlfalda nokkrum, Hósmakaka að nafni, en hann hefur verið valinn til að flytja vistir og gjafir vitringanna til Betlehem. Þetta er hugljúf og falleg saga sem kemur öllum í gott jólaskap. Auk þessa munum við öll syngja saman jólasöngva og njóta stundarinnar í kirkjunni. Að henni lokinni verður boðið upp á kakó og piparkökur í safn- aðarsal kirkjunnar. Við hvetjum fjölskyldur til að fjölmenna á að- ventuhátíðina þennan fyrsta sunnu- dag aðventunnar. Ebba biskupsfrú í Grensáskirkju Á MORGUN, fyrsta sunnudag í að- ventu, verður aðventukvöld í Grensáskirkju kl. 20. Tendruð verður lýsing sem ætlað er að lýsa upp glerlistaverk Leifs Breiðfjörð á altarisgafli kirkj- unnar. Það listaverk gaf Kvenfélag Grensássóknar kirkjunni og gefur nú lýsinguna. Formaður Kven- félagsins, Kristrún Hreiðarsdóttir, mun kveikja ljósið. Barnakór Hvassaleitisskóla syng- ur undir stjórn Kolbrúnar Ásgríms- dóttur en einnig syngur kirkjukór Grensáskirkju undir stjórn org- anistans, Árna Arinbjarnarsonar. Hugvekju kvöldsins flytur frú Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú og eig- inmaður hennar, Ólafur Skúlason biskup, flytur lokaorð, bæn og blessun. Basar í Frí- kirkjunni Kefas HINN fyrsta í aðventu, sunnudag- inn 28. nóvember, verðum við með okkar árlega basar frá kl. 13–17. Á basarnum verða seldir lukkupakk- ar og tombólumiðar með stórglæsi- legum vinningum á öllum miðum. Enginn núll. Sjón er sögu ríkari – fyrstir koma, fyrstir fá. Einnig verða á boðstólum heimabakaðar kökur, smákökur, fallegar gjafa- vörur, og ýmislegt annað á mjög góðu verði. Frábærar veitingar verða til sölu, rjómavöfflur og rjúk- andi kaffi eða gos og annað góð- gæti. Hægt verður að njóta veiting- anna undir ljúfri hátíðartónlist sem hljómsveit hússins leikur. Allir vel- komnir. Aðventukvöld í Hveragerðiskirkju SUNNUDAGASKÓLI kl. 11. Kveikt á aðventukransinum og sungið og fræðst um tilgang jólaundirbún- ingsins. Aðventukvöld kl. 20. Fjöl- breytt tónlist í umsjá kirkjukórs og organista og fleiri flytjenda. Guð- rún Helgadóttir, rithöfundur, verð- ur gestur kvöldsins og ræðumaður. Fjölmennum í Hveragerðiskirkju og eigum notalega stund í upphafi jólaföstu. Sóknarprestur. Steingrímur J. Sigfússon í Hraun- gerðiskirkju AÐVENTUKVÖLD nk. sunnud. kl. 20.30. Ræðu kvöldsins flytur Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður og formaður Vinstri grænna. Þetta er fjórða árið í röð þar sem kunnir forustumenn í stjórnmálalífi okkar tala á aðventukvöldum prestakalls- ins. Söngkór Hraungerðis- prestakalls syngur undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Sóknar- prestur flytur aðventutexta og örstutta hugvekju. Kveikt verður á aðventukransi með viðeigandi söng og hefðum. Almennur safn- aðarsöngur í lok samverunnar. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir unga og aldna til að finna hið sanna and- rúmsloft aðventunnar. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Aðventukvöld í félags- heimilinu Árnesi SUNNUDAGURINN 28. nóvember nk. er fyrsti sunnudagur í aðventu. Sem fyrr þá höldum við aðventu- kvöld prestakallsins. Að þessu sinni verður það haldið í félagsheimilinu Árnesi og hefst kl. 20.30 stundvís- lega. Pétur Gunnarsson rithöfundur flytur hugleiðingu, kórar kirkn- anna syngja nokkra aðventusálma og væntanlega syngja börnin sálma og svo við öll saman. Sjálfum finnst mér mjög mikilvægt að sem flest sóknarbörn komi og hefji þannig aðventuna – undirbúningstímann fyrir komu jólanna – með því að koma saman og setja sér tóninn. Kaffi eða ávaxtasafi og piparkökur verða síðan á boðstólum í lokin rétt fyrir hálf tíu. Verið öll velkomin! Axel Árnason, sóknarprestur. Aðventukvöld Ástjarnarsóknar AÐVENTUKVÖLD Ástjarn- arsóknar er sunnudaginn 28. nóv- ember kl. 20. Samsöngur jólasálma og vinsælla jólalaga undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur og kórs Ástjarnarsóknar. Hljómsveitin Lufthansa kemur fram og flytur sína útgáfu af nokkrum jólalögum. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er ræðukona kvöldsins. Hún mun með- al annars segja frá nýrri bók sinni, Gleði Guðs. Heitt súkkulaði, mand- arínur og piparkökur eftir sam- veruna. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu fyrsta sunnudag í að- ventu, 28 nóvember, kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pre- dikar og þjónar ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur miðborgarpresti og Bjarna Karlssyni presti í Laug- arneskirkju. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson mun leiða lofgjörðina, en sönghópurinn 104 mun einnig gleðja viðstadda með fallegum aðventusálmum. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónust- unni áður en stundin hefst. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port. Þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf kirkjunnar. Aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Fella- og Hólakirkju á sunnudag kl. 20. Fjölbreytt dagskrá í tali og tón- um. Ræðumaður kvöldsins er Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi. Org- anisti Lenka Mátéova, flautuleikari Guðrún Birgisdóttir. Barnakórar kirkjunnar og Kór Fella- og Hóla- kirkju syngja, einsöngvari Sólveig Samúelsdóttir. Stjórnendur Lenka Mátéova og Þórdís Þórhallsdóttir. Kaffi og smákökur. Allir velkomn- ir. Aðventukvöld í Seljakirkju AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Seljakirkju sunnudagskvöldið 28. nóvember kl. 20. Aðventutónlist verður flutt af kirkjukór Selja- kirkju, barnakór Seljakirkju og Seljum, kór kvenfélags Seljakirkju. Kristín Ísfeld les aðventusögu og Sigurbjörn Sveinsson flytur að- ventuhugvekju. Aðventuljós verða tendruð. Verið velkomin. Aðventusamvera eldri borgara í Seljakirkju ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 30. nóv- ember kl. 18 verður aðventu- samvera eldri borgara í Selja- kirkju. Haukur Ísfeld les aðventusögu og kirkjukór Selja- kirkju syngur aðventusöngva undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Samveran hefst í kirkjunni með helgistund og lýkur með léttum málsverði í safnaðarsal Seljakirkju. Sænsk aðventu- guðsþjónusta FYRSTA sunnudag í aðventu kl. 14 verður aðventusamkoma í Dóm- kirkjunni á vegum Sænska félags- ins. Karl Sigurbjörnsson biskup Ís- lands prédikar og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Tónlistin er í umsjá Mariu Ceder- borg og Marteins H. Friðrikssonar. Första söndag i advent kl. 14 blir det adventsgudstjänst i Domkyrkan i Reykjavik som Svenska fören- ingen på Island arrangerar. Islands biskop Karl Sigurbjörnsson predik- ar och Jakob Ágúst Hjálmarsson kyrkoherde leder liturgien. Maria Cederborg leder musiken till sammans med Marteinn H. Frið- riksson domorganist. Aðventukvöld Dómkirkjunnar AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Dómkirkjunni fyrsta sunnudag í að- ventu kl. 20. Sigurður Guðmunds- son landlæknir flytur hugvekju. Dómkórinn og Barnakór Dómkirkj- unnar syngja undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og Kristínar Vals- dóttir. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson flytur ávarp og bæn. Við messu dagsins kl. 11 prédik- ar sr. Þórir Stephensen fv. dóm- kirkjuprestur og sr. Jakob Ágúst þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Marteinn annast tónlistarflutning. Verið velkomin að eiga helga stund í aðdraganda jólanna. Ólafur biskup á Akranesi HR. ÓLAFUR Skúlason biskup verður sérstakur gestur Akranes- safnaðar á morgun, fyrsta sunnu- dag í aðventu. Mun hann prédika í guðsþjónustu á Dvalarheimilinu Höfða kl. 12.45 og í guðsþjónustu í Akraneskirkju kl. 14. Kveikt verð- ur á fyrsta aðventukertinu. Fallegir aðventusálmar verða sungnir. Ak- urnesingar eru hvattir til að fjöl- menna til kirkju og búa sig undir hátíð ljóss og friðar. Diddú í Árbæjar- kirkju fyrsta sunnu- dag í aðventu ÞAÐ verða fagrir tónar sem nema eyru á sunnudag í Árbæjarkirkju. Fyrsti sunnudag í aðventu er jafn- framt kirkjudagurinn í Árbæj- arsöfnuði. Á kirkjudeginum er lagt meira en venjulega í allt hvað varð- ar ytri umgjörð starfsins. Byrjað verður með árrisulum foreldrum og börnum þeirra sem í vetur hafa sunnudag eftir sunnudag troðfyllt safnaðarheimilið. Á sunnudag verð- ur sunnudagaskólinn uppi í kirkju. Rebbi refur, Gulla gæs og allir hinir koma. Það verður sungið að hætti hússins. Á eftir verður kaffi, ávaxtasafi og kex. Líknarsjóðs- konur verða með skyndihapp- drætti. Eftir hádegishlé verður guðs- þjónusta kl. 14. Sigrún Hjálmtýs- dóttir – Diddú syngur. Tromp- etleikur og almennur söngur. Bernharður Guðmundsson skóla- stjóri Skálholtsskóla prédikar. Há- tíðarkaffi og meðlæti í safn- aðarheimili kirkjunnar á eftir. Líknarsjóðskonur verða með skyndihappdrætti. Mikill fjöldi góðra vinninga. Afrakstur sölunnar rennur óskiptur til líknarmála inn- an safnaðarins. Fjölbreytt dagskrá í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ÞAÐ verður mikið um að vera í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði á fyrsta sunnudegi í aðventu. Barna- samkoma verður að venju kl. 11 og þar verður tendrað fyrsta aðventu- ljósið. Guðsþjónusta er í kirkjunni kl. 13 og þar mun kórinn okkar og hljómsveitin flytja fallega tónlist. Að guðsþjónustu lokinni verður kirkjukórinn með kökubasar og verður hægt að gera þar góð kaup. Jólafundur kvenfélagsins hefst svo í Skútunni kl. 20 og þar verður að venju fjölbreytt og góð dagskrá. Á sama tíma fer fram æðruleys- ismessa í kirkjunni og það er að venju áhugahópur um æðruleys- ismessur í Hafnarfirði sem stendur á bak við helgihaldið ásamt prest- um Fríkirkjunnar. Þar mun hin kunna söngkona Anna Sigga syngja og leiða söng. Léttmessa í Fríkirkj- unni í Reykjavík LÉTTMESSA verður sunnudag kl. 20. Guðrún Gunnarsdóttir og Val- geir Skagfjörð sjá um tónlist- arflutning og flytja m.a. lög af nýrri plötu sinni, Eins og vindurinn. Hjörtur Magni Jóhannsson flytur hugleiðingar. Aðventusamkoma í Breiðholtskirkju HIN árlega aðventusamkoma Breiðholtssafnaðar verður haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd nk. sunnu- dag, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 20. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá sem miðuð er við alla fjöl- skylduna: Börn tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Kór Breið- holtskirkju og Eldri barnakór Breiðholtskirkju flytja aðventu- og jólasöngva undir stjórn organist- ans, Keith Reed og Ástu B. Schram. Fermingarbörn sjá um upplestur og helgileik, og Þórdís Ágústsdóttir flytur aðventuhugleiðingu. Sam- komunni lýkur með helgistund við kertaljós. Að samkomunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu á veg- um Kórs Breiðholtskirkju. Einnig munu fermingarbörn selja frið- arkerti til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Vil ég hvetja sóknarbúa og aðra þá sem áhuga hafa til að fjölmenna við þessa athöfn og hefja þannig jólaundirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins. Sr. Gísli Jónasson. Upphaf aðventu í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 28. nóv. verður hátíðarmessa og barnastarf kl. 11 í Hallgrímskirkju. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt prestum, djákna og messuþjónum Hallgríms- kirkju. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar, en Björn Steinar Sólbergs- son verður organisti. Tendrað verð- ur á fyrsta ljósi aðventukransins. Safnað verður til Hjálparstarfs kirkjunnar, en aðventusöfnunin hefst þennan dag. Ensk guðsþjónusta verður kl. 14 í Morgunblaðið/Ásdís Bústaðakirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.