Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEGA kom út bók sem ber tit- ilinn Barn að eilífu þar sem faðir tek- ur sig til og lýsir reynslu sinni af því að eiga fatlað barn. Bókin hefur vakið almenna at- hygli og þykir mörgum sem höfundinum hafi tekist vel upp með að lýsa tilfinningum sínum varðandi það að eignast fatlað barn. Auk þess að tjá tilfinningar og von- brigði föður fjallar bók- in ekki síður um einkalíf dóttur hans. Í þessari grein eru ætlunin að gera alvarlegar at- hugasemdir við útkomu bókarinnar og hvernig hún brýtur á friðhelgi einkalífs dóttur minnar. Hugtakið friðhelgi einkalífs hefur verið skýrt á þann veg að í því felist fyrst og fremst réttur til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafn- framt er litið svo á að tilfinningalíf og tilfinningasambönd við aðra njóti verndar. Þá nýtur einkalíf manna einnig verndar samkvæmt Samningi um verndun mannréttinda og mann- frelsis. Höfundurinn og útgefandi bókarinnar telja sig ekki bundna af Stjórnarskránni og samningum um mannréttindi, heldur telja þeir sig hafa skilyrðislaust leyfi til að fjalla um einkalíf dóttur minnar á vægðarlausan hátt í nefndri bók. Í þessu samhengi velti ég eftirfarandi spurningum fyrir mér: Er í lagi að gefa einkalíf stúlkunnar út á bók vegna þess að hún er fötluð, að þess vegna sé sjálfsagt að fjalla um einkahagi hennar á þann hátt sem er gert? Gerir fötlunin það að verkum að hún þyki hafa minni rétt en aðrir? Hver gætir hagsmuna stúlkunnar og ver hana fyrir óumbeðinni athygli sem hún fær vegna útkomu bók- arinnar? Hvert er hlutverk hags- munasamtaka fatlaðra í máli sem þessu? Höfundurinn er að mínu mati ekki hafinn yfir mannréttindi stúlkunnar. Í þessu tilfelli hefur málfrelsið snúist í andstæðu sína. Tjáningarfrelsi án ábyrgðar er slæmt frelsi þar sem rétt- ur þess sem skrifar er á kostnað þess sem af einhverjum ástæðum getur ekki tjáð sig. Dóttir mín er ekki sjúklingur sem liggur í rúminu eins og einum gagn- rýnandanum skildist. Hún er 19 ára stúlka sem lifir virku lífi og nýtur þess á sínum forsendum. Hún á heimtingu á því að fá að hafa einkalíf sitt í friði eins og aðrir. Að lokum: Sögupersóna bókarinnar var einu sinni barn en hún verður það ekki að eilífu eins og titill bókarinnar gefur til kynna. Að lýsa henni með þeim hætti er að mínu mati niðurlægjandi fyrir hana og það sama á við um fjölmargar aðrar lýsingar á henni í bókinni. Bókin er gefin út í al- gerri óþökk náinna ættingja og dóttir mín var ekki spurð álits. Sennilega hefði orðið fátt um svör hefði hún ver- ið spurð og þeim mun mikilvægara að hún hefði fengið að njóta vafans. Um friðhelgi einkalífs Bára Aðalsteinsdóttir fjallar um útgáfu bókarinnar Barn að eilífu ’Hver gætir hagsmunastúlkunnar og ver hana fyrir óumbeðinni athygli sem hún fær vegna út- komu bókarinnar? ‘ Bára Aðalsteinsdóttir Höfundurinn er móðir, félagsfræðingur og þroskaþjálfi. ÝMSUM gæti þótt að verið sé að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um nýafstaðið kennaraverkfall. Þeir hafa rangt fyrir sér, kannski verður seint nóg um verkfallið og lengd þess fjallað. Að öðrum kosti er ekki víst að við drög- um neinn lærdóm af því sem þar gerðist. Það er hægt að spyrja að því hvort við Íslendingar berum í raun virðingu fyrir menntun og þekk- ingu. Stóð sú þjóð að verki í þessu verkfalli sem er í hópi mestu vel- megunarþjóða jarðar, þjóðin sem byggir sögu sína á þekkingu, byggir sögu sína á sögum sem færðar voru á bókfell af lærðum mönnum, þjóðin sem færðist af miðöldum inn í 20. öld vegna nýrrar þekkingar og áhrifa sem leiddu til nýrra viðhorfa og gilda. Kannski er það svo þegar til kastanna kemur að bókvitið verði ekki í askana látið. Því viljum við ekki trúa. Við vitum að sjaldan veldur einn þá tveir deila og hér verður ekki tekin afstaða með eða á móti þeim sem að deilunni stóðu. Hins vegar er sú staðreynd að börn okkar og barnabörn voru án skóla- göngu í hartnær tvo mánuði, okkur til vansa, reyndar til skammar. Hvað vitum við um heilsufarsleg áhrif verkfalla af þessu tagi? Hefur það áhrif á líðan þjóðarinnar, einkum nemenda, foreldra, annarra aðstand- enda og kennara? Landlæknisemb- ættið reyndi að afla haldbærra upplýs- inga um það meðan á verkfalli stóð, en að sjálfsögðu er erfitt að mæla slíkt. Hins vegar hefur fagfólk á sviði geð- heilbrigðismála áhyggjur af heilsu- farslegum afleiðingum verkfallsins. Allmörg dæmi hafa verið nefnd um börn sem látið hafi í ljós vanlíðan með- an á verkfallinu stóð og einstaka for- eldrar lýstu börnum sínum beinlínis þunglyndum. Áhyggjurnar beinast einkum að börnum með ýmis konar vandamál, sjúkdóma, fötlun, athygl- isbrest og ofvirkni, eða börnum sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, eink- um vegna þess að umhverfi þeirra breyttist verulega og þau mörk sem þeim eru sett daglega hurfu. Slík börn eiga erfitt með að takast á við að- stæður sem urðu í verkfallinu. Áhyggjur manna snúa einnig að eft- irköstum verkfallsins. Mögulegt er að við séum ekki búin að bíta úr nálinni með afleiðingar þess og erfiðustu vandamálin sem til þess má rekja komi ekki fram fyrr en eftir á. Dæmi eru um slíkt úr fyrri verkföllum. Einn- ig má spyrja sig að því hve vel kenn- urunum sjálfum tekst að koma sér að starfi eins og ekkert hafi í skorist eftir það rót sem verkfallið olli hjá þeim. Megintilefni þessa pistils er þess vegna að minna okkur á að þetta verkfall getur haft heilsufarslegar afleið- ingar, einkum hjá þem sem tæpt standa fyrir. Kennarar sjálfir þurfa að vinna úr sinni vanlíð- an og vafalítið efla stétt- arstyrk sinn að nýju. Til þess eiga þeir að hafa nóg efni. Hins vegar snúa megináhyggjurnar að börnunum. For- eldrar, ömmur og afar og kennarar þurfa að hafa þetta í huga og hlúa sérstaklega vel að börnum í áhættu og leita hjálpar ef grunur er um vaxandi vandamál. Hægt er að leita til heilbrigðisþjónustunnar eða til skólakerfisins en þar eru náms- ráðgjafar, skólahjúkrunarfræðingar og skólasálfræðingar sem markvisst geta unnið með foreldrum og kenn- urum til að meta líðan barna og vísað áfram þeim málum sem þurfa sértæk- ari úrlausnar við. Um þessar mundir er réttilega leitað allra leiða til að forð- ast annan stórbruna eins og þann sem varð í vikunni. Á sama hátt og ekki síður þarf samfélagið að læra af reynslunni af þessu verkfalli. Við meg- um aldrei láta þetta gerast aftur. Líðan barna að verkfalli loknu Sigurður Guðmundsson fjallar um heilsufarslegar afleiðingar verkfalls ’Mögulegt er að viðséum ekki búin að bíta úr nálinni með afleið- ingar þess og erfiðustu vandamálin sem til þess má rekja komi ekki fram fyrr en eftir á.‘ Sigurður Guðmundsson Höfundur er landlæknir. FYRIR síðustu kosningar lofuðu svo gott sem allir stjórn- málaflokkar skatta- lækkunum. Nú þegar stjórnarflokkarnir ætla að hrinda kosn- ingaloforðum sínum í framkvæmd sést glögglega hversu mik- ill hugir fylgdi máli hjá Samfylkingunni. Í Reykjavíkurborg hafa samfylking- armenn staðið sveittir við að greiða atkvæði með skattahækk- unum. Þeir hlaupa svo yfir í Alþingi og öskra sig hása yfir göllum skattalækkana. Hvergi í Evrópu nema ef vera skyldi á Írlandi hafa skattar verið lækkaðir jafn- ríflega og í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Leitun er að frum- varpi á borð við ný- framlagt frumvarp Geirs Haarde um skattalækkanir. Allar hetjur Samfylkingarinnar hvort sem það er í nágrannalöndunum, Englandi eða Þýskalandi hafa látið það vera að lækka skatta. Í fréttum stöðvar 2 hélt Össur Skarphéðinsson því fram að skatta- lækkanirnar væru alveg agalegar. Þegar hann var spurður að því hvort hann hefði haft í hyggju að halda sín eigin loforð kom á hann hik áður en hann svaraði í fáti að hann hefði lækkað skatta væri til þess svigrúm. Þetta þýðir með orð- um Össurar að Sam- fylkingin hefði svikið öll loforð sín um lækk- un skatta. Líklega hef- ur Samfylkingin gleymt þessum lof- orðum líkt og fátækt- inni á Íslandi sem Sam- fylkingin talaði mikið um fyrir kosningar en ekkert eftir kosningar. Engin umtalsverð breyting hefur orðið á íslensku efnahagslífi sem ekki var tiltölulega fyrirsjáanleg fyrir síð- ustu kosningar. Hafi Samfylkingin talið vera svigrúm til skattalækk- ana fyrir kosningar ætti það því ekki að vera horfið. Það vekur því furðu að Össur skuli nú tala eins og hann hafi sleppt því að lækka skatta. Þetta er í reynd hálfótrúlegt: Samfylkingin tapar en brýtur samt kosninga- loforðin sín. Því verður ekki neit- að að það er holhljómur í Samfylkingunni. Yfirvarp þeirra um að lækka eigi matarskatt en ekki tekjuskatt er aumt. Stað- reyndin er sú að flokkurinn vill ekki lækka skatta. Það væri meiri sómi í því að viðurkenna staðreyndir máls- ins en að drepa málinu á dreif. Var Samfylkingin bara að grínast? Helga Óttósdóttir fjallar um skattalækkanir Helga Ottósdóttir ’Hvergi í Evr-ópu nema ef vera skyldi á Ír- landi hafa skatt- ar verið lækk- aðir jafnríflega og í tíð núver- andi ríkisstjórn- ar.‘ Höfundur er skattgreiðandi í Reykjavík. STRÍÐSÁTÖK bitna á konum á margan hátt. Konur og unglingsstúlkur eru þvingaðar út í vændi á stríðs- tímum. Fjöldanauðgunum hefur margoft verið beitt kerfisbundið sem stríðsvopni, t.d. voru settar upp nauðg- unarbúðir í Balkan- stríðinu og konum nauðgað kerfisbundið í sálfræðilegum hern- aði. Konur og börn eru meirihluti flótta- manna heimsins. Við stríðslok bíður mikið starf við að byggja upp sjálfsmynd kvenna. Alþjóðasamband Soroptimista eru sam- tök starfsgreindra klúbba sem ná um allan heim. Þar sam- einast konur úr öllum starfsgreinum um að bæta mannlíf í hverfulum heimi. Meginmarkmið Soroptimista er að vinna að bættri stöðu kvenna og mannréttindum öllum til handa og stuðla að góðvild, skilningi og friði meðal þjóða. Í verkefni Soroptimista fyrir ár- in 2003-7, sem á ensku nefnist „Project Independence – Women Survivors of War“, er sjónum beint að konum sem hafa orðið illa úti í stríðsátökum í Afganistan, Bosníu og Rúanda. Athygli er vakin á stöðu kvenna í stríði og þær studdar til sjálfs- bjargar. Í Afganistan liðu konur miklar þjáningar undir stjórn Talibana. Í Bosníu var 20.000 konum nauðgað í Balkanstríðinu 1992-95 og í Rúanda var 500.000 konum nauðgað í þjóð- armorðunum 1994. Margar þessara kvenna ólu börn í kjölfar nauðg- ananna, þær sýktust af kynsjúkdómum og greindust síðar HIV jákvæðar. Stefna Soroptimista er að safna 1,2 millj- ónum dollara á heims- vísu til verkefnisins sem unnið er með samtökunum Women for Women Inter- national. Þúsundum kvenna verður veitt aðstoð með þjálfun til mismunandi starfa, þær styrktar til fram- færslu á meðan þær eru í námi og þeim veitt lán til að stofna fyrirtæki til að sjá sér og sínum farborða. Einnig er veittur til- finningalegur stuðningur með því að skrifast á við konurnar. Soroptimistasamband Íslands hefur opið hús 28. nóv. nk. á skrif- stofu sinni, Hamraborg 10, Kópa- vogi, 2. hæð, frá kl. 13-16 þar sem verkefnið og starfsemi sambands- ins verður kynnt. Hvernig styðjum við konur á stríðs- átakasvæðum? Ásgerður Kjart- ansdóttir fjallar um stuðning Soroptimista við konur á stríðs- átakasvæðum Ásgerður Kjartansdóttir ’… stuðla aðgóðvild, skiln- ingi og friði …‘ Höfundur er í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur og er tengiliður Íslands við verkefnið „Project Independence – Women Survivors of War“. UM DAGINN minntist ég á það í viðtali í útvarpsþættinum Spegl- inum, að arðsemi af fjárfestingu Reykjavíkurborgar í Kárahnjúka- virkjun væri miklu lægri en af sambærilegum fjárfestingum á markaði. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur skýrði nánar eðli þessarar fjárfestingar í þættinum daginn eftir. Síðastliðinn mánudag útvarpaði Spegillinn svo viðtali um efnið við Sigurð Snævarr borgar- hagfræðing. Var á honum að heyra að lítið mark væri takandi á gagn- rýni á ákvörðunina. Virðist sú nið- urstaða hans byggjast á slæmum fræðilegum villum: Borgarhagfræðingur sagði að reglan um að fjárfestingu beri að meta með samanburði við aðrar jafn áhættusamar fjárfestingar ætti ekki við um Kárahnjúkavirkj- un, vegna þess að borgin hefði ekki mátt eða viljað fjárfesta í öðru. Rangt: Áhættulaus fjárfesting er ávallt sambærileg við kosti sem skila markaðsávöxtun. Í þessu til- felli hefði áhættulaus fjárfesting falist í því, að ábyrgjast ekki lánin. Í öðru lagi sagði hann, að fjár- festingin í Kárahnjúkavirkjun væri nær áhættulaus og studdi þeim rökum, að hann og félagar hans hefðu reiknað það út. Borg- arhagfræðingur ætti að vita, að ávöxtunarkrafa markaðarins er eini mælikvarðinn á áhættu fjár- festinga, ekki útreikningar fram- kvæmdaraðila, hvað þá þegar him- in og haf ber á milli. Í þriðja lagi sagði Sigurður Snævarr grundvallarmun á því að ábyrgjast lán til eigin fyrirtækis og að leggja fram hlutafé. Virtust rökin þau, að ábyrgðin skipti ekki máli nema gengið yrði að fyrirtæk- inu. Með sömu rökum ætti hluta- fjáreigandinn að geta eytt hluta- fénu en haldið hlutnum, nema fyrirtækið færi á hausinn! Ég veigra mér við að álykta að vanþekking Sigurðar Snævars borgarhagfræðings á fjármála- fræðum sé jafn yfirgripsmikil og dæmin lýsa. Kannski ætti heldur að spyrja: Hver þarf sjónhverf- ingamann sem hefur svona hag- fræðing? Þorsteinn Siglaugsson Sjónhverfingar Höfundur er hagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.