Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 50
BÆKUR Hvað er helzt til ráða? Bókin Betra bak tekur á mörgum atriðum og er skrifuð af yfirvegun, skilningi og skynsemi og höf- undur er greinilega með báða fætur á jörð- inni. Þess vegna er fjallað um vandamál tengd bakinu út frá algengum einkennum, kvörtunum og kvillum svo flestir ættu að geta haft af lestri bókarinnar nokkurt gagn. Æfingar sem sýndar eru á glöggan hátt í vönduðu myndefni eru mjög góðar, og er þar að finna æfingar til þess að styrkja, liðka og teygja líkamann. Og ekki veitir nú af. Flestir þeir sem kvarta um einkenni frá baki eru ekki með alvarlega sjúkdóma held- ur eru einkennin afleiðing af lífsstíl þeirra. Hreyfingarleysi og kyrrseta eru án efa verst og fólk á það auk þess til að beita lík- amanum alrangt. Situr kannski eins og hæna á priki í stað þess að bera sig vel í sæti. Þegar hugsað er til þess að maður liggur á dýnunni sinni þriðjung ævinnar eða þar um bil er kannski ástæða til að láta freistast af gylliboðum dýnuframleiðenda! Ef trúa má auglýsingum þá er hægt að fá dýrindis rúm með dýnum sem hannaðar eru af snillingum, dýnur sem tryggja rétta legu og jafnvel bezta svefn veraldar. Reyndar eru dýnukaup veruleg fjárfesting en ef dýn- urnar uppfylla þó ekki sé nema hluta af því sem gefið er í skyn gæti slík fjárfesting margborgað sig. Hvað þá ef þær eru eins góðar og sagt er. Þó má ekki gleyma því að ef farið væri eftir viturlegum leiðbeiningum um að ganga úti t.d. hálftíma á dag væri ástandið annað og betra. Mér varð við lestur bókarinnar hugsað til margra bakveikra sem hefðu gott af að kynnast efni hennar því þótt sumir bak- sjúkdómar séu kannski ekki læknanlegir þá er ástandið yfirleitt bætanlegt að einhverju leyti. Í stuttu máli sagt mæli ég eindregið með því að þeir sem finnst þeim mætti líða betur í bakinu kynni sér efni bókarinnar, því þeir gætu uppskorið betra bak. ÉG ER ekki kunnug bókaflokknum „Hand- hægu heilsubækurnar“ en þegar ég fékk bókina um Betra bak í hendur kom mér út- lit hennar þó kunnuglega fyrir sjónir. Hún mun vera fjórða bókin í ritröð án þess að ég hafi í fljótu bragði áttað mig á því um hvað hinar þrjár fjölluðu. Á heimasíðu Al- menna bókafélagsins fann ég heiti einnar þeirra, Betri heilsa – betra líf eftir John Briffa, um náttúruleg bætiefni og rétt fæði gegn sjúkdómum og kvillum, en hún mun hafa komið út árið 2001. Þessi litla handhæga bók er uppfull af fróðleik um bakverki, bakvandamál og leiðir til að takast á við þetta algenga kvörtunar- efni í streitufullri tilveru okkar. Mér datt helzt í hug að ég ætti að eiga nokkur eintök á biðstofunni hjá mér handa fólki að glugga í og kem því hér með á framfæri við útgef- andann! Að öllu gamni slepptu má segja að þótt mörg séu mannanna meinin hrjái bak- vandamál ótrúlega marga einhvern tímann á lífsleiðinni. Þreyta í baki, verkir í baki og svefntruflanir af þeirra völdum eru góð- kunningjar, kunnugleg fyrirbæri. Erfitt er að gera sér grein fyrir ástæðunni, en ætli hreyfingarleysi nútímamannsins og langar kyrrsetur við ónáttúrulegar aðstæður, léleg- ur líkamsburður, rangt hönnuð húsgögn og rúmdýnur sem ekki eru upp á marga fiska séu ekki helztu orsakirnar? Þar eru saman komin fjölmörg alvarleg vandamál sem taka þarf fyrir hvert af öðru og leysa. Eins og hæna á priki Heilbrigði Höfundur: Dr. Jenny Sutcliffe. Þýðandi: Ævar Örn Jósepsson. 112 bls. Almenna bókafélagið 2004. Betra bak. Leiðir til að styrkja bakið og losna við eymsl og verki Katrín Fjeldsted 50 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞEGAR Birgir Andrésson myndlistarmaður var barn að alast upp hjá blindum for- eldrum sínum flutti inn á Blindraheimilið maður af Jök- uldal, Helgi að nafni. „Ég kalla hann minn fyrsta prófessor,“ segir Birgir þar sem hann fylgir blaðamanni um Safn á Laugavegi 37 og sýnir verkin á einskonar yfirlitssýngu sinni sem opnar í dag. „Hann sá ein- ungis mjög stóra stafi og ég var að fara fyrir hann að finna pappakassa, sem ég síðan klippti af stafina og safnaði í hrúgu. Ég hjálpaði honum við að líma stafina saman í orð en eftir að hafa gert eina setningu í sendibréf og hún var meira en metri á lengd, gáfumst við upp á þessu.“ Löngu síðar tók Birgir aftur upp þá iðju að skera stafi og orð af pappakössum. „Fyrst henti ég kössunum og hirti bara orðin, en ég fór síðan að hirða kassana; þeir voru svo flottir. Guðmundur Ingólfsson hefur nú myndað þá fyrir mig og verkin kalla ég Arkitektúr.“ Önnur ný verk Birgis á sýn- ingunni eru Nýbúar, plöntur sem vaxið hafa upp af fræjum ávaxta sem fluttir hafa verið til landsins, og nýtt verk úr lopa, þrír fánar sem hann kallar „Upp, upp, mín sál.“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef verki svona skáldlegt heiti,“ segir Birgir um fánana. Hingað til hafa verkin haft lýsandi titla; og hann lítur í kringum sig og bendir á verk sem bíða upphengingar: „Eins og Portrett, Skip, Mannlýsingar.“ Elstu verkin a sýningunni eru tæplega þrjá- tíu ára gömul skólaverkefni. „Mörgu af þessu dóti sem ég hef gert er ég því miður búinn að gleyma,“ segir Birgir. „Ég hef alls ekki verið nægilega skipulagður í að halda utan um hvert hlutirnir hafa farið, eða hvað ég hef verið að fara á hverjum tíma. En margt af þessu sem við sýnum hér er í eigu Péturs Arasonar í Safni, sumt á ég sjálfur, en annars kemur þetta héðan og þaðan.“ Á miðhæð Safns er sýnt verk eftir fertugan Kínverja, Yun-Fei Ji að nafni. Hann nam í Peking og í Bandaríkjunum, þar sem hann hef- ur verið búsettur um árabil. Verk Ji byggjast á kínverskri myndlistarhefð en verkið sem hann sýnir í Safni er í formi hinnar fornu bókrullu, langt og mjótt málverk. Hann vitnar þar í Box- arauppreisnina, uppreisn kínverskra bardaga- manna gegn erlendum erindrekum, kristni- boðum, embættismönnum og verslunarmönn- um sem lengi höfðu þá keppst um að sölsa undir sig verslun í Kína. Birgir Andrésson og Yun-Fei Ji í Safni Nýbúar og bókrulla Morgunblaðið/Einar Falur Birgir Andrésson myndlistarmaður. HUGTAKIÐ „faðerni“ hefur löngum verið viðkvæmt en að sama skapi mikilvægt vanda- mál í samfélags- byggingunni. Að rekja ættir í karl- legg er vafasöm iðja og það hefur fólk lengi vitað. Engu að síður hafa fjölmargar aðferðir verið uppfundnar til að staðfesta á tákn- rænan hátt það sem aldrei hefur ver- ið hægt að tryggja – fram að upprisu erfðarannsókna – en það er faðerni barnsins. Á Íslandi er til dæmis vott- að um ættartengslin í skírnarathöfn- inni, og því hefur verið haldið fram að algengara sé að fagnandi gestir bendi á að nýfæddu barni svipi til föður en móður. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að „móðernið“ þarfn- ast lítillar staðfestingar og því sé meira áríðandi að stappa stálinu í föðurinn. Maður skyldi kannski ætla að karl- mannssálin hefði eitthvað róast eða braggast upp á síðkastið – kynlífs- byltingin, frjálslyndið, pillan og allt það, en martröðin um gaukshreiðrið lifir þó góðu lífi í vitund nútímakarl- manna, svo sýnist mér minnsta kosti ef Ástaraldin er notuð sem viðmið, en þessi skáldsaga hollenska rithöfund- arins Karels van Loon kom út fyrir skemmstu í stórgóðri þýðingu Þor- geirs Guðlaugssonar. Söguhetjan og sögumaður er ekk- ill á besta aldri og rammafrásögnin staðsetur hann í hamingjusömu seinna hjónabandi þar sem hann ásamt núverandi eiginkonu sinni elur upp soninn sem hann eignaðist með látinni fyrri eiginkonu, sem einnig var besta vinkona þeirrar núverandi. Sér til skelfingar kemst sögumaður hins vegar að því að hann hefur alla tíð verið ófrjór – sonur hans er ekki hans eigin. Uppgötvun þessi hrindir af stað örlagaríkri framvindu þar sem sögumaður neyðist til að líta um öxl og endurmeta líf sitt. Það sem áð- ur voru sjálfgefin sannindi og horn- steinninn í tilveru hans reynast tál- sýnir. Hann hefur um árabil lifað í blekkingu. Sú sjálfsrannsókn um lendur for- tíðarinnar sem á sér stað í kjölfarið er á köflum áhugaverð, spurningar vakna um samband aðalpersónunnar við hina ótrúu fyrrum eiginkonu og leitast er við að tengja þær hinni líf- seigu ráðgátu um hversu vel maður geti nokkurn tíma þekkt annan ein- stakling. Bókin gerir með öðrum orð- um dularfullt myrkviði þeirra sem manni standa næst að umfjöllunar- efni. Drifkraftur frásagnarinnar er hins vegar leitin að hinum raunverulega föður. Sögumaður gerist eins konar rannsóknarlögreglumaður hins liðna. Hann leitar inngöngu að einkalífi lát- innar eiginkonu sinnar með því að hafa uppi á gömlum vinum og kær- ustum, mönnum sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Spurningar vakna líka um hvað hans núverandi eiginkona, besta vin- kona hans fyrrverandi, veit í raun og veru. En þannig er bíólógísk karlmanns- martröð, martröð sem beintengist hinum forsögulega, frumstæðasta hluta heilans, sviðsett sem nútíma- legt fjölskyldudrama og framvindan er stundum grípandi, jafnvel niður- drepandi, en þegar hulunni er svipt af faðernisráðgátunni hefur söguvit- und síðtuttugustu-aldar sápuóperu náð yfirhöndinni og útkoman veldur nokkrum vonbrigðum. Þetta er ágæt skáldsaga, áhugavert ferðalag um karlmannssálina, en hnökrar í úr- lausn skemma fyrir heildarmyndinni. Gauks- hreiðrið BÆKUR Skáldsaga Karel van Loon Þýðandi: Þorgeir Guðlaugsson 240 bls. Vaka-Helgafell. Reykjavík, 2004. Ástaraldin Karl van Loon Björn Þór Vilhjálmsson Frá Bjargtöngum að Djúpi, 7. bindi. Í þessum ramm- vestfirska bóka- flokki koma margir við sögu vítt og breitt um Vestfirði í greinum fjölda höf- unda úr alþýðu- stétt, sem sumir eru óþekktir með öllu. Mörg hundruð ljósmyndir setja sterkan svip á verkið. Ritstjóri bókaflokksins er Hallgrímur Sveinsson. 163 bls. Prentun: Ásprent, Akureyri. Útgefandi: Vest- firska forlagið á Hrafnseyri. Verð: 3.980 kr. Ekkert að frétta … eru minn- ingaþættir Strandamanns eft- ir Sverri Guð- brandsson á Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.