Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 47 DAGBÓK Áhugahópur sem berst gegn umskurn oglimlestingum kvenna stendur fyrir há-degisfundi í Norræna húsinu á mánu-daginn kemur. Á fundinum verður sér- stöku átaki hrundið af stað sem miðar að því að fá allar íslenskar konur til að skrá sig á ákveðna vef- síðu, sem verður kynnt á fundinum og í fjölmiðlum síðar, og mótmæla með þeim hætti því ofbeldi sem konum er sýnt í formi umskurðar, en Amnesty International hefur áætlað að á bilinu 100–140 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna í heiminum hafi þolað slíkar misþyrmingar á kynfærum sín- um. Þá telja samtökin að um 2 milljónir stúlku- barna séu umskornar á hverju ári, þ.e. um 6.000 á dag. Að sögn Herdísar Tryggvadóttur, sem er einn af stofnfélögum áhugahópsins, eru aðgerðirnar mis umfangsmiklar, allt frá því að aðeins sníp- urinn sé fjarlægður til þess að bæði ytri og innri skapabarmarnir séu skornir burt. „Eftir slíka að- gerð eru kynfæri stúlkunnar saumuð saman og aðeins skilið eftir örlítið gat fyrir þvag og tíðablóð. Þegar stúlkan er gefin í hjónaband opnar eigin- maðurinn kynfæri hennar með eggvopni,“ segir Herdís og bendir á hinar alvarlegu afleiðingar umskurnar. „Áætlað er að allt að 10% stúlknanna fái bráðalost og deyi í kjölfar aðgerðarinnar eða blæði hreinlega út. Stór hluti kvennanna fær sýk- ingar og skemmdir verða á þvagrásinni, svo ekki sé minnst á erfiðleikana við barnsburð síðar á æv- inni. Með limlestingum á borð við þessa, sem er mesta ofbeldi sem hugsast getur á konum, er í raun verið að gera þessar stúlkur að sjúklingum ævilangt. Auk þess sem komið er í veg fyrir að þær geri notið eðlilegs kynlífs.“ Aðspurð segir Herdís hugmyndina að undir- skriftasöfnuninni hafa kviknað þegar hópur kvenna sá heimildarmynd um umskurn, en að áhugahópnum stendur hópur kvenna með aðstoð kristniboða sem starfað hafa í löndum þar sem umskurðir eru framkvæmdir. „Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar að konur eigi að taka virkari þátt í heimsmálunum og þetta er ein leiðin til þess. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að safna undirskriftum allra íslenskra kvenna muni það vekja heimsathygli og verða liður í baráttunni gegn þessari grimmilegu hefð sem á sér hvorki trúarlegar né vitrænar forsendur. Okkur ber hreinlega siðferðileg skylda sem kristin þjóð til þess að leggja okkar af mörkum til þess að hjálpa þessum stúlkum og gera það sem í okkar valdi stendur til að stöðva þessar limlestingar.“ Meðal frummælenda á fundinum eru Guðrún Agnarsdóttir læknir sem mun ræða um afleið- ingar umskurðar og Kjellrun Langdal, sem starf- að hefur sem kristniboði í löndum þar sem um- skurn tíðkast. Fundarstjóri er Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona. Nefna má að á fundinum verður sýnt brot úr heimildarmynd um umskurn. Ákall | Áhugahópur er berst gegn umskurn og limlestingum kvenna Grimmilegar siðvenjur  Herdís Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík 1928. Hún lauk stúd- entsprófi frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1950 og stundaði nám við enskuskor Háskóla Íslands. Á umliðnum árum hefur hún sótt fjölda námskeiða á veg- um Endurmenntunar HÍ og lagt sérstaka áherslu á námskeið um íslam. Herdís á fjögur uppkomin börn og tíu barnabörn. Góð heimsókn MIG langar til að biðja blaðið mitt fyrir þakkir vegna heimsóknar sem við Stykkishólmsbúar fengum laug- ardaginn 20. nóvember sl. þegar Karlakórinn Heimir í Skagafirði kom hingað og flutti okkur alveg stórkost- lega tónleika í kirkjunni okkar, mikið prógramm og fjölbreytt. Stjórnand- inn Stefán R. Gíslason sýndi það að hann er enginn meðalmaður í kór- stjórnun og vali viðfangsefna sem voru af mörgum toga spunnin. Undir- leikari Thomas R. Higgerson stóð vel í sínu hlutverki. Sem sagt þetta er með bestu kórum landsins, fjölmenn- ur og vel æfður, þótt þeir sem skipa hann séu íbúar víða í Skagafirðinum. Þeim hefir auðnast að skapa sam- stilltan kór í dreifbýli og er það út af fyrir sig kraftaverk. Þannig kom þessi hópur fyrir minn huga. Og ekki má gleyma einsöngv- aranum Sigfúsi Péturssyni, einum hinna góðu söngvara Álftagerð- isbræðra. Ég þakka þessum hóp fyrir ágætt og vel heppnað kvöld í kirkjunni okk- ar og það get ég sagt að þeir sem komu og hlýddu á fóru heillaðir til baka og þakklátir. Með kveðju og ósk um gott gengi karlakórsins áfram. Árni Helgason, Stykkishólmi. Bílar sem menga HERMANN hafði samband við Vel- vakanda og vildi hann koma á fram- færi óánægju sinni með þá ökumenn sem skilja bílana sína eftir mannlausa í gangi. Segir hann þetta sérstaklega áberandi meðal þeirra sem vinna við útkeyrslu, þeir láti bílana ganga á meðan vörur séu afhentar. Segir hann að ef hann nefni þetta við menn sé honum sagt að honum komi þetta ekki við. En hann segir að okkur komi þetta öllum við, það sé verið að menga andrúmsloftið. Upphár skinnhanski týndist UPPHÁR skinnhanski, svartur og fóðraður, á hægri hönd, týndist á höf- uðborgarsvæðinu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 566 6149. Kettlinga vantar heimili TVO 5 mánaða kettlinga, læðu og fress, vantar nýtt heimili. Blandaðir skógarkettir. Upplýsingar í síma 661 3235. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ERNA gull- og silfursmiðja Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, sími 552 0775. Opnunartími alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-14 Njáluarmband hannað af Ríkharði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Sterling silfur 44.900 - fáanlegt í 14 kt. gulli og 14 kt. hvítagulli. 1924 2004 Rauðagerði 26 – Sími 588 1259 30-80% afsláttur Vandaður dömufatnaður peysur, bolir, pils, buxur frá kr. 1.000. Verið velkomin! Haust - vetur 2004 Útsala - Útsala í dag, laugardag, frá kl. 10-18 í Rauðagerði 26 Ársfundur Listaháskóli Íslands boðar til ársfundar skólans mánudaginn 29. nóvember kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsalnum í Laugarnesi (jarðhæð, gengið inn að neðan). Á fundinum flytja stjórnendur skólans skýrslu um starfsemi síðasta skólaárs og kynna þau verkefni sem eru á döfinni. Sérstaklega verður kynnt ný stefnumótun skólans til næstu ára, þar með talið tillögur að nýju námi í leiklistardeild, kvikmyndanám, listdans og meistaranám í öllum deildum. Fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn. 2004 Stjórn Listaháskóla Íslands Listaháskóla Íslands 95 ára afmæli: Ídag, 27. nóv- ember, er 95 ára Sig- ríður Gissurardóttir frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum, nú til heimilis á dvalarheim- ilinu Grund. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli.Á morgun, sunnudaginn 28. nóv- ember, verður fimm- tugur Tryggvi Agn- arsson, hdl. Af því tilefni taka hann og kona hans, Kristín Björg Knútsdóttir, og börnin á móti vinum og velunnurum í dag, laugardag, frá kl. 17 að Kleifarási 6, Reykjavík. AFRÍSKT kvöld verður haldið í Alþjóðahúsi í kvöld kl. 19. Til- efnið er koma ungs Gambíu- manns, Fabakary Kalleh, hing- að til lands. Í kvöld mun Kalleh segja gestum og gangandi á Café Cultura í Alþjóðahúsi frá menningu og mannlífi í Gamb- íu, tónlist, trú og ýmsu fleiru í máli og myndum. Hann svarar líka fúslega fyrirspurnum gesta um heimaland sitt. Fyr- irlesturinn fer fram á ensku. Af þessu tilefni verða afr- ískir réttir á sérstöku tilboði á Café Culture. Aðgangur að fyr- irlestri Fabakary Kalleh er ókeypis og eru allir velkomnir. Menning og mannlíf í Gambíu OPIÐ hús verður í forsal Borgarleik- hússins frá klukkan 13 til 15 í dag, en þar verður boðið upp á dagskrá í til- efni forsölu aðgöngumiða á leikritið Híbýli vindanna, leikgerð Bjarna Jónssonar á Vesturfarasögum Böðv- ars Guðmundssonar. Verkið verður jólasýning Borgarleikhússins í ár og verður það frumsýnt 7. janúar. Í dag gefst fólki kostur á að nálgast miða á fyrstu sýningarnar í janúar með góð- um afslætti og njóta kaffiveitinga. Björn Ingi Hilmarsson leikari mun m.a. lesa úr bókum Böðvars Guð- mundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré og Bjarni Jónsson leik- skáld mun spjalla um leikgerðina. Þá mun Jóhanna Vigdís Arnardóttir syngja nokkur lög við undirleik Karls Olgeirssonar. Opið hús í Borgarleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.