Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - NÖKKVAVOGUR 1, rishæð Vorum að fá í sölu fallega 4ra herb. rishæð í 3-býlishúsi við Nökkvavog. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur, her- bergi, forstofuherbergi, eldhús og baðherbergi. Svalir eru á íbúðinni. Húsið stendur innst í botnlanga. Verð 13,2 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 12-15. Leiðin að sjóðunum á morgun  Fréttaskýring í sunnudagsblaði Morgunblaðsins eftir Agnesi Bragadóttur. MAX Mosley, forseti FIA, alþjóða- sambands akstursfélaga og aksturs- íþróttafélaga, sagði á Umferð- arþingi í gær að Íslendingar hefðu stigið gæfuríkt spor þegar málefni umferðaröryggismála hefðu verið flutt undir samgönguráðuneytið. Jafnframt sagði hann áætlanir ráðuneytisins í þessum málaflokki uppörvandi og að litið yrði til Ís- lands í alþjóðlegum samanburði þegar fram liðu stundir. Mosley sagði að FIA, sem auk þess að vera leiðandi á heimsvísu í umferðaröryggismálum, aksturs- prófunum á nýjum bílum og sem regnhlífarsamtök 160 aðildarfélaga út um allan heim, heldur utan um eina stærstu íþróttakeppni heims, Formúlu 1, hefði á síðustu tíu árum beint athygli sinni í æ ríkari mæli að umferðaröryggismálum. Mosley sagði að upphaf þess mætti rekja til einnar helgar árið 1994 þegar tvö banaslys urðu sömu helgina í Formúlu 1 keppni. Atburð- urinn hefði leitt til þess að samtökin hófu mikla innri skoðun á öllum ör- yggismálum og leituðu jafnframt fanga innan aðildarríkja Evrópu- sambandsins í þeim efnum. „Okkur til mikillar undrunar kom í ljós að innan sam- bandsins hafði kröfum sem gerðar eru í reglugerðum ESB um árekstravarnir í bílum ekki verið breytt síðan 1974, að því und- anskildu að árið 1985 var slakað verulega á kröfunum.“ FIA hóf þá herferð fyrir því innan Evr- ópuþingsins að fyrri reglugerð yrði tekin upp á ný en mætti mik- illi mótstöðu frá því sem Mosley kallar arm bifreiðaiðnaðarins inn- an þingsins. Þó hafði FIA sitt fram en sá hængur var á að reglugerð um auknar kröfur í árekstravörnum átti ekki að taka gildi fyrir nýjar gerðir bifreiða fyrr en árið 1998 og allar bifreiðar sem eru til sölu árið 2003. Í framhaldi af því voru samtökin Euro NCAP stofnuð, þar sem Mosley hefur þar til nýlega verið forseti, og fyrsta árekstraprófunin var gerð árið 1996. Prófanir Euro NCAP hafa leitt til stóraukinnar áherslu bíla- framleiðenda um árekstravarnir í bílum og í þeim próf- unum eru gerðar enn ríkari kröfur um árekstravarnir í bílum en reglugerðir ESB mæla fyrir um. Mosley segir tregðu stjórnmálamanna um að beita sér í þágu auk- ins umferðaröryggis óskiljanlega, ekki síst í ljósi þess að á hverju ári látast 1,2 milljónir manna um allan heim í umferðarslysum. „Á Íslandi er póli- tískur vilji og frum- kvæði fyrir því að tak- ast á við þetta vandamál. Það er mikið framfara- spor að færa þennan málaflokk frá dómsmálaráðuneyti til samgöngu- ráðuneytis og ég tel að þetta muni leiða til árangurs sem aðrar þjóðir geta miðað sig við. Ég hlakka mikið til að koma aftur til Íslands innan tveggja til þriggja ára og sjá þá með eigin augum þann mikla árangur sem ég vona að þetta mikilvæga frumkvæði leiði til. Ég óska öllum sem að því máli komu til hamingju,“ segir Mosley. Max Mosley, forseti FIA, á Umferðarþingi Árekstravarnir að frumkvæði FIA Max Mosley, forseti FIA. „ÞAÐ er mikið áfall að búið sé að strika út Mannréttindaskrifstofuna með einu pennastriki,“ segir Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu Íslands. Vísar hún þarna til þess að ekki sé gert ráð fyrir sér- stökum framlögum til skrifstofunnar í breytingartillögum við fjárlaga- frumvarp næsta árs, sem samþykkt- ar voru á Alþingi í gær. Í fjárlagafrumvarpinu, eins og það lítur út núna, er gert ráð fyrir fram- lögum til mannréttindamála al- mennt, þ.e. framlögin eru ekki eyrnamerkt Mannréttindaskrifstofu Íslands, eins og áður. „Þetta fyrirkomulag veikir fjár- hagslegan grundvöll skrifstofunnar þar sem ekki er hægt að sjá fyrir hver fjárframlög verða,“ segir í áskorun sem stjórn Mannréttinda- skrifstofunnar sendi þingmönnum í vikunni. „Ennfremur er alvarlega vegið að sjálfstæði skrifstofunnar þegar ákvörðun um framlag til henn- ar hefur verið færð frá löggjafar- valdinu til framkvæmdavaldsins.“ Skorar stjórnin á Alþingi að fella ekki niður framlög til skrifstofunnar. Að sögn Guðrúnar var skrifstofan rekin fyrir um það bil átta milljónir á síðasta ári. Stofnunin sé sjálfstæð og óháð Í áskorun sinni ítrekar stjórn skrifstofunnar mikilvægi þess að hér á landi starfi óháð og sjálfstæð stofn- un sem sinni mannréttindamálum. „Að mati stjórnarinnar væri það mikill álitshnekkir fyrir Ísland ef sú yrði raunin að skrifstofunni væri ekki lengur tryggt fast framlag á fjárlögum og yrði að draga sig út úr þeim samstarfsverkefnum sem hún á aðild að á alþjóðavettvangi. Stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands skorar því á hæstvirta þingmenn að beita sér fyrir því að framlag til Mannréttindaskrifstofunnar verði ekki skert frá fyrra ári.“ Rekstur til framtíðar verði tryggður Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International hefur sent frá sér áskorun til Alþingis um að rekstr- argrundvöllur Mannréttindaskrif- stofu Íslands verði tryggður. Þar segir að á tíu ára starfstímabili Mannréttindaskrifstofunnar hafi hún margsannað gildi sitt, staðið fyr- ir fjölmörgum málþingum, yfirgrips- miklar umsagnir um lagafrumvörp hafi verið lagðar fram ásamt viðbót- arskýrslum til eftirlitsnefnda Sam- einuðu þjóðanna, komið hafi verið á fót bókasafni með efni um mannrétt- indi, stuðlað hafi verið að fræðslu á sviði mannréttindamála og ýmsar bækur og rit verið gefin út á vegum Mannréttindaskrifstofunnar. Í ályktuninni segir: „Tillögur fjár- laganefndar Alþingis eins og þær liggja nú fyrir, þar sem gert er ráð fyrir framlögum til mannréttinda- mála almennt, fela í sér þá hættu að þeir fjármunir nýtist illa og dreifist á marga aðila og einstaklinga. Eins og fram hefur komið standa flest ef ekki öll þau félög sem starfa á vettvangi mannréttinda á Íslandi að Mannrétt- indaskrifstofunni og stjórn Íslands- deildar Amnesty International telur að fjármagni til mannréttindamála sé vel varið með því að tryggja traustan rekstrargrundvöll Mann- réttindaskrifstofu Íslands og tryggja þannig sjálfstæði skrifstofunnar gagnvart framkvæmdavaldinu, þannig að Mannréttindaskrifstofan geti áfram verið sú sjálfstæða og óháða stofnun sem sinnir þessum málaflokki á breiðum grundvelli. Í ljósi þessa hvetur stjórn Íslands- deildar Amnesty International Al- þingi til að tryggja fastan rekstrar- grundvöll Mannréttindaskrifstofu Íslands til frambúðar.“ Stjórn Mannréttindaskrifstofunnar Vegið að sjálfstæði skrifstofunnar FLUGFÉLAGIÐ Air Atlanta hefur látið teikna nýtt merki félagsins í tilefni af sameiningunni við Íslands- flug frá næstu áramótum. Auglýs- ingastofan Himinn og haf teiknaði merkið sem er hnatt- laga og vísar á þann hátt til alþjóðlegrar starfsemi félagsins. Magnús Stephensen, fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs eign- arhaldsfélagsins Avion Group, seg- ir að ákveðið hafi verið að endurnýja merki Atlanta á þessum tímamótum. Byggt væri á gömlum grunni en um leið farið af stað á ferskan hátt. Ómar Benediktsson, verðandi forstjóri hins sameinaða félags, tilkynnti starfsmönnum Atl- anta og Íslandsflugs um merkið í gærmorgun. Nýtt merki Air Atlanta SAMKVÆMT könnun sem Gallup gerði fyrir 112 vita 98,4% lands- manna að neyðarnúmerið á Ís- landi er 112. Það er svipuð niðurstaða og árið 2001. Í frétta- tilkynningu frá 112 eru lands- menn afar já- kvæðir í garð fyrirtækisins, jákvæðnin mældist 4,7 á kvarðanum 1–5 en yfirleitt fá fyrirtæki hérlendis 3,6 í ein- kunn. Þá kemur fram að um þrír af hverjum tíu höfðu þurft að hringja í 112 og voru þeir al- mennt ánægðir með þjónustuna, einungis 0,5% voru óánægð. Könnunin var gerð 18. október til 2. nóvember. Hringt var í 1.350 manna slembiúrtak sem tekið var úr þjóðskrá og voru þátttakendur á aldrinum 16–75 ára. Ekki mældist munur á af- stöðu fólks eftir kyni, aldri, bú- setu eða öðru. 98,4% þekkja neyðar- númerið 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.