Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI UMRÆÐAN ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 41. þáttur Orðatiltækið lúta í lægrahaldi (fyrir e-m) ‘tapafyrir e-m, verða undir’er um margt lærdóms- ríkt og skemmtilegt – ef rétt er með það farið. Fyrirmynd þess er orðasambandið vera í miklu, góðu haldi (hjá/(með) e-m) og þar er náttúrlega vísað til ástands eða kyrrstöðu, sbr. sögnina vera og þgf.-myndina haldi. Síðar (á 16. öld) fer sam- bandið að vísa til breytingar eða hreyfingar með sögninni lúta og þá með þolfallsmyndinni hald enda er hennar að vænta með sögn sem felur í sér hreyfingu: lúta í lægra hald og er sú mynd algeng fram á 19. öld. Nútíma- myndin, lúta í lægra haldi, er frá 18. öld, mynduð fyrir áhrif frá orðasambandinu vera í miklu/ góðu haldi. Orðatiltækið bera lægri hlut (fyrir e-m) er svip- aðrar merkingar og lúta í lægra haldi fyrir e-m. En þótt merking orðatiltækjanna sé svipuð er notkun þeirra um margt ólík og ekki gengur að slengja þeim saman, þá fer allt í graut eins og í eftirfarandi dæmi: [Valtýr Guð- mundsson] þurfti að lúta í lægri hlut fyrir Hannesi sjálfum Haf- stein (Fréttabl. 12.10.04). Annað dæmi af svipuðum toga er úr skákmáli: enda biðu þeir … allir í lægra haldi (Mbl. 11.3.04). Það getur verið nokkuð vanda- samt að nota fornöfnin hvor tveggja/(hvor tveggi) og báðir. Beyging þeirra er þó einföld. Í fyrra tilvikinu beygist fyrri lið- urinn hvor eins og spurnarfor- nafn (hk.et. hvort, hvort, hvoru, hvors; hk.flt. hvor, hvor, hvorum, hvorra) og síðari liðurinn tveggja er óbeygður (enda er um að ræða ef.flt. af tveir/tvær/tvö). Beyging fornafnsins báðir (báðar (kvk.), bæði (hk.)) er ekki nein- um vandkvæðum bundin (báðir, báða, báðum, beggja). Í hverju er vandinn þá fólginn? Til ein- földunar má segja að hann teng- ist tölu og merkingu for- nafnanna. Fornafnið báðir vísar samkvæmt eðli máls til tveggja, enda er hér um gamla tvítölu- mynd að ræða. Þar sem merk- ingu þess svipar til merkingar fornafnsins hvor tveggja gætir þess nokkuð að hvorugkyns- myndin bæði sé látin samsvara hk.et. hvort tveggja. Þetta kann að virðast flókið en einföld dæmi ættu þó að skýra þetta: Það vantar sykur og salt, kauptu hvort tveggja [?bæði]; Ég lét hann hafa blað og blýant en hann týndi hvoru tveggja [?báðu] og Hér er hvorki kyrrð né ró, ég sakna hvors tveggja [?bæðis]. Innan hornklofa (merkt ?) er reyndar að finna nýtt for- nafn en ekki styðst það við mál- venju. Fornafnið báðir er tvítölu- orð líkt og töluorðið tveir og því á ekki að vera hægt að nota það í eintölu. Nýlega (7.10.04) rakst umsjón- armaður á ágæta grein þar sem fjallað var um landvernd og um- gengni okkar um landið. Yf- irskrift greinarinnar hljóðaði svo: Ekki annað hvort heldur bæði. Í meginmáli var því haldið fram að við Íslendingar gætum í ríkari mæli en þeir sem búa í þéttbýlum löndum gert hvort tveggja í senn, framleitt hreina og mengunarlausa orku í veru- legum mæli og samtímis notið víðáttumikilla og ósnortinna náttúrusvæða. Eins og sjá má samræmist fyrirsögnin ekki mál- venju, búast hefði mátt við að ritað hefði verið Ekki annað hvort heldur hvort tveggja, en í meginmáli er allt slétt og fellt. Fyrr á þessu ári skrifaði Hall- grímur Helgason ágæta grein þar sem hann gagnrýndi orðalag í auglýsingu frá Símanum en í henni sagði: Þetta er þín hug- mynd. Við hjálpum þér að láta hana gerast. Síðan skrifaði Hall- grímur: ‘Frasinn er greinilega hráþýðing úr ensku: ‘This is your idea. We help you make it happen.’ Á íslensku gerast hug- myndir ekki. Þær eru fram- kvæmdar, raungerðar eða gerð- ar að veruleika.’ Auðvitað er þetta hárrétt hjá Hallgrími og orðalag af þessum toga getur naumast talist boðlegt. Umsjón- armaður taldi sjálfsagt að síma- menn hlytu að taka þessari ábendingu vel og auðvitað yrði auglýsingunni breytt. En þar skjátlaðist honum hrapallega, þeim virðist finnast þetta harla gott, að minnsta kosti verður ekki vart þess metnaðar hjá þeim að hafa það sem réttara reynist. Nú skal það fúslega við- urkennt að umsjónarmaður hef- ur alls ekki fylgst með auglýs- ingaherferð Símans, hún hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá honum, en þó fangaði ákveðin auglýs- ing frá Síman- um athygli hans. Auglýs- ing þessi var birt 18.10. 2004. Undir heilsíðumynd af skeggjuðu hattmenni var rit- að: Það er sama hver staðan er, þú getur alltaf hringt kollekt. Og til hliðar, hægra megin á síðunni stóð: Við hjálpum þér að láta það gerast. Umsjónarmanni blöskrar satt að segja að nokk- urt fyrirtæki skuli vilja auglýsa sig með þessum hætti. – Efnið er ekkert og framsetning ekki boðleg. Hvernig tengist kúasmal- inn því að Síminn bendir við- skiptavinum sínum á að þeir geti alltaf hringt á kostnað náung- ans? Efni auglýsingarinnar ætti raunar ekki að vera til umræðu á þessum vettvangi, Símanum hlýtur að vera heimilt að kynna sig með þessum hætti ef hann kýs það. Um setninguna Við hjálpum þér að láta það gerast hefur Hallgrímur Helgason fjallað og hefur umsjónarmaður engu við það að bæta. Úr handraðanum Orðasambandið eitra (e-ð) fyr- ir e-m merkir ‘spilla e-u fyrir e-m’, t.d.: eitra andrúmsloftið fyrir e-m; Hún var búin að eitra fyrir honum [matinn] í þrjá mán- uði og Sovétmenn óttuðust að eitrað hefði verið fyrir heims- meistaranum í einvíginu við Bobby Fischer. Öll eru þessi dæmi fengin úr rituðum heim- ildum. – Samkvæmt málvenju er oftast notað þolfall með sögninni eitra, t.d. eitra fyrir refinn/ varginn, og virðist vísun til hreyfingar liggja þar að baki, sbr. leggja e-ð fyrir e-n ( < leggja eitur fyrir refinn). Með fjölmörgum öðrum sögnum sem vísa til óþágu er hins vegar not- að þágufall, t.d. spilla (e-u) fyrir e-m og skemma (e-ð) fyrir e-m, og þar virðist staðarmerking liggja að baki (hvar). Af þessari ástæðu er málnotkun stundum á reiki, oftast er sagt eitra fyrir e-n en stundum eitra fyrir e-m, t.d.: eitra fyrir þörungum og Má eitra fyrir börnum? [með tóbaki]. — Umsjónarmanni virðist því að það sé merking sem sker úr um það hvort sagt er eitra fyrir e-n (refinn) eða eitra fyrir e-m (mér). Ef merkingin er bein (‘leggja eitur fyrir e-n’) er notað þolfall en ef hún er óbein (‘spilla e-u’) er notað þágufall. Það getur verið gaman að velta slíkum hlutum fyrir sér, áhugasamir les- endur ættu að leita í huga sér og spyrja sjálfa sig hvað þeim finn- ist um þetta atriði. Fornafnið báðir vísar samkvæmt eðli máls til tveggja, enda er hér um gamla tvítölu- mynd að ræða. jonf@hi.is KÓRFÉLAGAR í Dægurkórnum og Regnbogakórnum ákváðu fyrr á árinu að gefa Norræna húsinu í Winni- peg tvo íslenska þjóðbúninga á börn og voru þeir af- hentir á sérstakri skemmtun í húsinu um liðna helgi. Esther Helga Guðmundsdóttir, stjórnandi kóranna, kom með þá til Manitoba síðast liðið vor og sungu þeir víða í Winnipeg, Gimli og á þjóðræknisþinginu á Heclu. Í móttöku í Norræna húsinu tóku gestirnir eftir því að krakkar í norrænum danshópi voru í þjóðbúningum frá öllum Norðurlöndunum nema Íslandi. Kórfélögunum fannst tilvalið að þakka fyrir frábærar móttökur með því að gefa Norræna húsinu tvo íslenska þjóðbúninga á börn og saumaði Ingibjörg Jónsdóttir, kórfélagi, bún- ingana. Búningarnir voru formlega afhentir við sérstaka at- höfn um liðna helgi. Gestir fylltu húsið og á meðal þeirra voru fylkisstjórahjónin í Manitoba, Lenore Berscheid og John Harvard, sem er af íslenskum ætt- um. Fyrir hönd kóranna afhenti Sonja Lundström bún- ingana og gjafabréf en Susan Hjalmarson, stjórn- arformaður Norræna hússins, og Carl Sörensen, danskennari danshópsins, tóku við gjöfunum. Systkinin Dana og Alex Hjalmarson Gregovski dönsuðu síðan í búningunum með danshópnum. Morgunblaðið/Steinþór Lisa Hjalmarson Gregovski með börnum sínum, Dana og Alex, í íslensku þjóðbúningunum. Gáfu Norræna húsinu í Winni- peg íslenska þjóðbúninga HNAUSA Reflections: A History of the Breiðavík Distr- ict kom út í Manitoba í Kanada á dögunum. Hnausa er við Winnipegvatn skammt fyrir sunnan Riverton í Manitoba. Íslendingar settust þar fyrst að 1876 og lengi vel var þar blómleg byggð fiskimanna og bænda en nú er svæðið vinsælt sumarhúsasvæði. Fyrir rúmlega fjórum árum var minnisvarði um fyrstu íbúana afhjúpaður í Hnausa. Nokkurs konar sýning var sett upp þar sem gestir gátu skoðað myndir af íbúum á árum áður og lesið sér til um suma hverja. ,,Fjölskyldu- mótið hvatti okkur til frekari dáða og um haustið var fyrsti ritnefndarfundurinn vegna bókarinnar haldinn,“ sagði Crystal Sigurdson, aðstoðarritstjóri bókarinnar. Markmiðið var að gefa bókina út að fjórum árum liðnum og tímasetningin stóð. Auk Íslendinga settust meðal annars Ungverjar, Pól- verjar og Úkraínumenn að á svæðinu, sem er um 10 km langt meðfram vesturströnd Winnipegvatns og um þriggja km breitt. Í bókinni er sagt frá sögu þessa fólks og afkomenda í um 130 ár. ,,Það eru um 500 til 550 fjöl- skyldusögur í bókinni,“ segir Carol, en meðal annars er greint frá landnámi á svæðinu, stjórnskipulagi, mennta- málum, trúmálum, félagsstarfi, sögustöðum, hafnarmál- um, iðnaði, fiskveiðum og landbúnaði. Bókin er 720 blað- síður í stóru broti og margar myndir prýða verkið, flestar í eigu Nelsons Gerrards, sem hannaði kápuna. Upplag er takmarkað en Carol (cgudmund- son3@hotmail.com) veitir frekari upplýsingar. ,,Ótrúlegt að sjá allar sögurnar á einum stað“ Morgunblaðið/Steinþór Carol Gudmundson og Crystal Sigurdson með fyrsta eintak bókarinnar. Bókin um Hnausa og íbúa svæðisins frá 1876 komin út BRAD Arnason og Connie Magn- usson Schimnowski voru útnefnd heiðursfélagar Íslendingadagsins í Gimli í Manitoba á aðalfundi Íslend- ingadagsnefndarinnar um helgina. Tim Arnason, fyrrverandi formað- ur nefndarinnar, greindi frá útnefn- ingunni í sérstöku hófi að loknum að- alfundinum. Hann sagði meðal annars að Brad hefði unnið óeig- ingjarnt sjálfboðaliðsstarf fyrir nefndina í meira en tvo áratugi og bryddað upp á ýmsum nýjungum á hátíðinni. Í því sambandi nefndi hann sérstaklega koddaslag eða Íslend- ingadunk eins og keppnin er kölluð. Connie hefur einnig lagt mikið af mörkum til hátíðarinnar um árabil, ,,lengur en elstu menn muna,“ eins og Tim orðaði það. Hann benti á að hún hefði verið fyrsti forseti Íslend- ingadagsnefndarinnar sem hefði heimsótt Ísland í krafti embættisins. ,,Heimsókn hennar til Íslands 1996 markaði viss þáttaskil og átti sinn þátt í að treysta böndin við forseta Ís- lands og íslensku þjóðina,“ sagði Tim.“ Morgunblaðið/Steinþór Brad Arnason og Connie Magnusson Schimnowski með Sandra Sigurdson, forseta Íslendingadagsnefndarinnar, eftir útnefninguna. Útnefnd heiðursfélagar Íslendingadagsins ALMAR Grímsson, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga, heimsótti Utah í Bandaríkjun- um á dögunum vegna fyrirhug- aðrar ferðar á vegum ÞFÍ til ríkisins í tengslum við 150 ára afmæli Íslendingabyggðar í Spanish Fork 23. til 26. júní á næsta ári. David A. Ashby, einn helsti drifkrafturinn í Íslendinga- félaginu í Utah, tók á móti Al- mari og fór með hann um svæð- ið. Hann ræddi m.a. við Kristy Robertson, forseta Íslendinga- félagsins í Utah, um nánara samstarf á ýmsum sviðum, og við forsvarsmenn ferðamála vegna ferðarinnar í júní. Gert er ráð fyrir að um 40 manns taki þátt í henni en nýr áfanga- staður Icelandair, San Franc- isco, gerir flug til Salt Lake City þægilegra en áður, að sögn heimamanna. Tímamótanna verður minnst með þriggja daga hátíð í sumar og er gert ráð fyrir mörgum gestum víðs vegar að. ,,Undirbúningurinn gengur samkvæmt áætlun,“ segir David A. Ashby. Ferð til Utah und- irbúin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.