Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 41
norðursal safnaðarheimilis kirkj- unnar í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Á aðventu verður Tónlistarhátíð í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar. Mótettukórinn heldur 5 tónleika, sunnudag 28. nóv., miðvikudag 1. des., föstudag 3. des. og laugardag 4. des. Uppselt er á sunnudags- tónleikana. Sunnudaginn 5. des. verða org- eltónleikar með glæsilegri aðventu- og jólatónlist, en þar mun leika org- elsnillingurinn Stephen Tharp. 11. og 12. des. verður Jólaóratórían eftir J.S. Bach flutt af Schola cantorum, Alþjóðlegri barokk- hljómsveit frá Haag og einsöngv- urum. Stjórnandi: Hörður Áselsson. Aðventukvöld í Seltjarnarneskirkju Í UPPHAFI nýs kirkjuárs býður Seltjarnarneskirkja til aðventuhá- tíðar, sunnudagskvöldið 28. nóv- ember, kl. 20. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, ræðumaður kvöldsins er Stefanía Katrín Karlsdóttir rektor Tækniháskóla Íslands og Margrét Helga Jóhannsdóttir bæjarlista- maður Seltjarnarness les jólaljóð. Kammerkór Seltjarnarneskirkju ásamt Barnakór Seltjarnarness syngja fallega jólatónlist undir stjórn hjónanna Pavels og Vieru Manasek. Einleikari á trompet er Eiríkur Örn Pálsson. Eftir stundina er gestum boðið að ganga inn til safnaðarheimilis kirkjunnar og þiggja kaffiveitingar. Njótum fallegrar tónlistar, tendrum ljós, uppbyggjumst í orði Guðs og finnum frið frá öllu amstri hversdagsins í upphafi aðventu. Sóknarnefnd Seltjarnar- neskirkju. Aðventuhátíð Langholtskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu, 28. nóvember, verður hátíðamessa kl. 11 þar sem Gradualekór Langholts- kirkju syngur og kveikt verður á fyrsta aðventukertinu. Barna- starfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarsalinn. Kl. 20 verður aðventukvöldstund í kirkjunni þar sem að dr. Kristinn Ólason, guðfræðingur, flytur ræðu og Kór Langholtskirkju syngur. Einnig flytja börn Lúsíuhelgileik, við fáum að hlýða á einsöng o.fl. Á eftir selur kvenfélagið kaffiveit- ingar á vægu verði. Morgunstundir í Grafarvogskirkju ALLA virka daga aðventunnar verður boðið upp á morgunstundir í Grafarvogskirkju. Þessar morg- unstundir eru kallaðar „Morg- unstund gefur gull í mund“. Hver morgunstund hefst kl. 7og stendur yfir í 15 mínútur. Að henni lokinni er boðið upp á létta hressingu. Þetta er þriðja árið í röð sem boðið er upp á stundir sem þessar í Graf- arvogskirkju. Um er að ræða 19 skipti og það fyrsta verður mánu- daginn 29. nóvember nk. og það síð- asta að morgni Þorláksmessu, 23. desember nk. Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 28. nóvember nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Hörður Bragason. Jónína Guðrún Kristinsdóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Þriðja árið í röð er boðið upp á enska messu í Hall- grímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 28th of November at 2 pm. The First Sunday of Advent. Holy Communion. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Hörður Bragason. Leading singer: Jónína Guðrún Kristinsdóttir. Refresh- ments after the Service. Aðventukvöld Laugarneskirkju NÚ göngum við sameinuð til móts við jólin og höldum aðventukvöld í Laugarneskirkju á fyrsta sunnu- degi í aðventu kl. 20. Þar mun Kór Laugarneskirkju syngja, Bjöllukór Tónstofu Valgerðar leika, ferming- arbörn flytja bænir og Auður Stef- ánsdóttir skólastjóri Laugalækjar- skóla flytja ræðu kvöldsins. Kór Laugarneskirkju mun flytja þætti úr Misa criolla e. Ariel Ram- írez. Einsöngvarar eru Gísli Magnason og Örn Arnarson en hljóðfæraleikarar eru Tómas R. Einarsson, Ásgeir Ásgeirsson og Erik Qvick ásamt Gunnari Gunn- arssyni organista og kórstjóra. Það er Valgerður Jónsdóttir sem stýrir bjöllusveitinni en Sigurbjörn Þor- kelsson meðhjálpari og Bjarni Karlsson sóknarprestur leiða stundina. Að samverunni lokinni býður sóknarnefnd söfnuðinum upp á heitt súkkulaði og smákökur í safn- aðarheimilinu. Aðventusamvera í Kópavogskirkju HIN árlega aðventusamvera Kópa- vogskirkju verður sunnudaginn 28. nóvember kl. 17, fyrsta sunnudag í jólaföstu. Að venju verður efnisskráin fjöl- breytt og lögð verður áhersla á helgi og nærandi samveru. Kór Kópavogskirkju syngur aðventu- og jólalög og leiðir almennan söng og Kristjana Emilía Guðmunds- dóttir les eigin ljóð. Séra Hjörtur Hjartarson flytur aðventuræðu. Að- ventusamverunni lýkur með ritn- ingarlestri, bæn og blessun sem sóknarprestur annast. Aðventukvöld í Möðruvallakirkju AÐVENTUKVÖLD verður á sunnudagskvöld kl. 20:30. Arn- steinn Stefánsson flytur hátíð- aræðu. Fermingarbörn flytja helgi- leik. Nemendur Tónlistaskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri. Kirkjukór Möðruvallapresakalls syngur. Börn úr Þelamerkurskóla bera inn ljósið og syngja jólalög. Helgistund í umsjá sóknarprests. Sannkölluð jólastemmning. Sóknarprestur. Fyrirlestur í Landakoti MÁNUDAGINN 29. nóvember flyt- ur dr. Sigurður Örn Steingrímsson, fyrrverandi prófessor í guðfræði við HÍ, erindi sem hann kallar 87. sálmur og musterið í Jerúsalem. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 í safn- aðarheimili kaþólskra á Hávalla- götu 16 og eru allir áhugasamir hjartanlega velkomnir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 41 KIRKJUSTARF Suðurlandsbraut 32 Sími 577 5775 Fundur eða veisla framundan? útbúum girnilega brauðbakka fyrir stórar veislur sem smáar Tilvalin jólagjöf LANDSLIÐSBÚNINGURINN FÆST HJÁ OKKUR B Í L D S H Ö F Ð A 2 0 · S M Á R A L I N D · S E L F O S S I Glæsilegt plakat fylgir öllum treyjum Vaxtalausar raðgreiðslur Látið drauminn rætast, vaxtalausar raðgreislur í 12 mán. Amerisk rúm og sófasett á tilboði, komið og gerið góð kaup. Nýborg Skútuvogi 6 • Sími 581 2140 opið 10 - 18 • 12-17 um helgar Jólaskeið Ernu kr. 6.700 Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Silfurbúnaður Landsins mesta úrval Bridsdeild FEBK Gjábakka Þriðjudaginn 23. nóv. var spil- aður tvímenningur á 5 borðum. Meðalskor var 100. Úrslit urðu þessi í N/S: Jóhanna Gunlaugsd. – Ólafur Láruss. 117 Eysteinn Einarss.-Jón Stefánsson 112 Guðm. Magnússon – Magnús Guðmss. 104 A/V: Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddss. 108 Jón Jóhanns.s – Sturlaugur Eyjólfss. 101 Ólafur Ingvarsson – Ragnar Björnsson 99 Sveit Unu efst í hraðsveitamóti á Akureyri Nú er lokið fyrstu umferð í Hraðsveitamóti Sparisjóðs Norð- lendinga. Að venju er keppnin jöfn og spennandi, en staða efstu sveita er þannig: Sveit Unu 304 Sveitina skipa Una Sveinsdóttir, Jón Sverrisson, Pétur Örn Guð- jónsson og Stefán Ragnarsson Stelpusveitin 286 Sveitina skipa Ragnheiður Har- aldsdóttir, Kolbrún Guðveigs- dóttir, Brynja Friðfinnsdóttir og Ólína Sigurjónsdóttir Sveit Ævars Ármanssonar 276 Sveitina skipa Ævar Ármanns- son, Árni Bjarnason, Helgi Steins- son og Gísli Pálsson. Sunnudagsbrids var spilaður með þáttöku 10 para. Staða efstu para var þannig: Una Sveinsd. og Pétur Örn Guðjónss. 26 Sveinn Pálsson og Björn Þorláksson 19 Kári Gíslason og Sigfús Hreiðarsson 3 Ragnheiður Haraldsd. og Hjalti Bergm. 3 Bridsfélag Suðurnesja Garðar Garðarsson og Kristján Örn Kristjánsson sigruðu í tveggja kvölda tvímenningi sem lauk sl. mánudagskvöld. Þeir hlutu 21 yfir meðalskor. Feðgarnir Kjartan Ólason og Óli Þór Kjartansson urðu í öðru sæti með 11 og Randver Ragnarsson og Kjartan Einarsson þriðju með 6. Þessi pör skoruðu einnig mest síðasta spilakvöld. Feðgarnir fengu 12 í plús, Garðar og Krist- ján 11 og Randver og Kalli 6. Næsta keppni er hraðsveita- keppni 14 spila leikir. Spilað er á mánudagskvöldum í Félagsheim- ilinu á Mánagrund. Spilamennskan hefst kl. 19.30. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Spilað var þriðjudaginn 23. nóv- ember á 8 borðum. Úrslit urðu þessi. N/S Sveinn Jensson - Jóna Kristinsd. 201 Árni Bjarnason - Þorvarður S. Guðmss. 186 Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 177 Jón R. Guðmundss. - Kristín Jóhannsd 174 A/V Kristrún Stefánsd. - Anna Hauksd. 220 Jón Sævaldsson - Kristján Þorlákss 209 Sæmundur Björnss - Knútur Björnss . 205 Jón Pálsson - Sverrir Gunnarss. 183 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.