Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 19 MINNSTAÐUR Hafnarfjörður | Jóla- þorpið í miðbæ Hafn- arfjarðar verður opnað í dag kl. 12, og verða ljósin á jólatré frá Frederiks- berg, vinabæ Hafnar- fjarðar, tendruð við það tilefni. Þorpið stendur nú við Strandgötu, milli Hafnarborgar og Fjarð- ar. Það samanstendur af 20 litlum húsum þar sem verða á boðstólum ým- iskonar vörur sem tengj- ast jólunum; sælgæti, jólaglögg, handverk, smákökur, jólaskraut, heitt kakó og vöfflur o.fl. Þorpið verður opið frá kl. 12 til 18 allar helgar fram að jól- um, og verður reynt að skapa skemmtilega jólastemningu á að- ventunni, segir Albert Eiríksson, verkefnisstjóri jólaþorpsins. Hann segir að miðað við reynsluna af þorpinu í fyrra komi fólk þangað bæði til að versla og eins til að upp- lifa jólastemninguna sem myndast á markaðnum. Hann segir að fólk komi í heimsókn hvaðanæva, frá öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Leikskólabörn í Hafnarfirði hafa skreytt fjölda jólatrjáa í þorpinu, og setja heimagerðar skreytingar barnanna skemmtilegan svip á markaðinn, segir Anna Sigurborg Ólafsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hjá Hafnarfjarðarbæ. Hún segir að markaðurinn eigi að höfða til fjölskyldna og vinahópa sem komi gjarnan saman til að eiga samverustund, og jafnvel kaupa ein- hverjar jólagjafir. „Í fyrra var fólk sem kom hingað aftur og aftur til þess að upplifa þessa ævintýralegu jólastemningu, hún er nefnilega öðru vísi heldur en í verslunarmið- stöðvunum. Það er ótrúleg stemning sem myndast, fólk stígur inn í æv- intýraheim.“ Boðið verður upp á skemmtiatriði fyrir yngstu kynslóðina alla opn- unardagana kl. 14, og munu hugs- anlega einhverjir jólasveinar stelast til byggða snemma til að heilsa upp á börnin, auk þess sem heyrst hefur af Grýlu í nágrenninu. Jólaþorpið opnað í dag „Fólk stígur inn í ævin- týraheim“ TENGLAR .............................................. www.hafnarfjordur.is Morgunblaðið/Golli Undirbúningur Sigurbjörg Karlsdóttir ætlar að selja ýmiskonar jólavörur; þæfðar ullar- kúlur, jólasveina, jólakerti, -svuntur og spil. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín og olíu á horni Borg- arbrautar og Hlíðarbrautar. Það er Olíuverslun Íslands hf., Olís, sem byggir sjálfsafgreiðslustöðina en hún verður rekin undir merki ÓB. Að sögn Páls Baldurssonar útibús- stjóra Olís á Akureyri verður boðið upp á ódýrara eldsneyti á ÓB stöð- inni en á stöðvum með hefðbundinni þjónustu. Þetta verður jafnframt ní- unda bensínstöðin á Akureyri og önnur sjálfsafgreiðslustöðin en Ork- an er með slíka stöð á bílastæðinu við Hagkaup. Einnig verður byggt rúmlega 400 fermetra verslunarhús á lóðinni og þar mun Samkaup opna matvöru- verslun næsta sumar. P. Alfreðsson ehf. byggir húsið en það verður í eigu fasteignafélgasins Hymis, sem á nokkrar eignir á Akureyri, m.a. Bón- ushúsið við Langholt og húsnæði í Skipagötu. Umrædd lóð á horni Borgarbraut- ar og Hlíðarbrautar er alls um 4.000 fermetrar og eru orðin um 10 ár frá því Olís fékk lóðina. Páll sagði að Olís hefði ætlað að byggja hefðbundna þjónustustöð á lóðinni en landslagið hefði breyst og að viðskiptavinirnir gerðu ríkari kröfur um lægra verð. Því hafi þetta orðið niðurstaðan og lóðinni skipt á milli framkvæmda- aðila. Morgunblaðið/Kristján Bensínstöð Framkvæmdir standa yfir á lóðinni á horni Borgarbrautar og Hlíðarbrautar þar sem á að rísa bensínstöð og verslunarhúsnæði. Níunda bensín- stöðin AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Aflið af stað | Aflið – systursamtök Stígamóta á Norðurlandi hafa hafið vetrarstarfsemina. Í frétt frá félaginu segir að kynferðislegt ofbeldi gagn- vart börnum sé ótrúlega algengt en rannsóknir sýni að fjórða hver stúlka og tíundi hver drengur verði fyrir einhverskonar kynferðisofbeldi áður en 18 ára aldri er náð. Þörfin fyrir að- stoð er því afar brýn og því mikilvægt að ekki þurfi að leita langt eftir henni. Aflið hefur verið með starfsemi á Ak- ureyri í tvö ár og byggist starfið á hugmyndafræði og vinnuskipulagi Stígamóta í Reykjavík. Samtökin eru með opinn símatíma einu sinni í viku og þar fyrir utan eru einkaviðtöl og sjálfshjálparhópar. Símsvari samtak- anna er opinn allan sólarhringinn. Á síðasta ári voru á annað hundrað einkaviðtöl og þrír sjálfshjálparhópar verið í gangi. Í þessum hópum koma konur saman til þess að sækja sér styrk til að takast á við vandamál sem rekja má til afleiðinga sifjaspella og nauðgana. Staða aldraðra | Heilbrigðishópur Samfylkingarinnar og Lands- samtökin 60+ boða til ráðstefnu um stöðu aldraðra í dag, laugardaginn 27. nóvember á Fiðlaranum, Skipa- götu 14 á Akureyri. Þar verða flutt alls átta erindi um ýmis málefni er varða eldri borgara. Allir eru vel- komnir á ráðstefnuna sem hefst kl. 13 og er aðgangur ókeypis.    Sölusýning hjá Margréti | Sölusýning verður nú um helgina í Gallerí Margrétar Jónsdóttur leir- listakonu að Gránufélagsgötu 48, en þar eru á ferð hönnuðir frá Verksmiðjunni að Skólavörðustíg 4 sem leggja land undir fót og halda norður. Hönnuðirnir Anna Guðmunds- dóttir, María Kristín Magnús- dóttir, Rósa Helgadóttir, Sunneva Vigfúsdóttir, Þorbjörg Valdimars- dóttir, Halldóra Emilsdóttir, Guð- laug Halldórsdóttir og Hulda Kristinsdóttir sýna fatnað, skó, töskur, húfur og ýmsa aðra fylgi- hluti. Opið verður frá kl. 13 til 17 á laugardag og sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.