Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 23 DAGLEGT LÍF iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Glæsilegt úrval af yfirhöfnum Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef Fjölbreytt virkni í einum skammti. „Ég vinn mikla álagsvinnu sem orsakar streitu. Ég hef nota› Angelicu í flrjú ár me› rá›lög›um hléum og mér finnst Angelica vera bæ›i orkugefandi, kví›astillandi og ég fæ sjaldnar kvef. Mér finnst ég einnig finna gó› áhrif á meltinguna.“ Helga G. Gu›mundsdóttir tölvu- og kerfisfræ›ingur Reykjavík www.sagamedica.is Íslenskt náttúruafl Að mörgu er aðhyggja þegar að-ventukransar erubúnir til því hættu- ástand getur auðveldlega skap- ast þegar saman blandast eldfim efni og kerta- logi. Vandinn er að enginn samhæfður staðall er til um kerti sem þýðir að engin við- mið eru til um fram- leiðslu og öryggi sem gerir allt eftirlit erfitt, að sögn Fjólu Guð- jónsdóttur, deild- arstjóra markaðs- gæsludeildar Lög- gildingarstofu. „Þetta stendur von- andi til bóta. Norrænn vinnuhópur hefur reynt að hafa áhrif á gerð stað- als um kerti og í haust tók til starfa vinnuhópur um staðla og kerti á vegum Evrópsku staðlasamtak- anna. Niðurstöður evrópskrar kertaprófunar í sumar leiddu í ljós að leiðbeiningum var ábótavant og voru nokkrar tegundir teknar úr sölu. Löggildingarstofa hefur bent framleiðendum og innflytjendum kerta hér á landi á mikilvægi notk- unarleiðbeininga. Þrátt fyrir að sumum kunni að finnast notkunarleiðbeiningar með kertum fáránlegar þar sem það er útlistað að klippa skuli af kveiknum, bil skuli haft á milli kerta, þau stað- sett á stöðugu undirlagi og fjarri gardínum eða öðru auðbrennanlegu efni, þá er það staðreynd að mann- legi þátturinn orsakar í langflestum tilvikum kertabruna,“ segir Fjóla. Kertaskreytingar skulu ætíð vera á óbrennanlegu og stöðugu undirlagi og gæta þarf þess að kertaloginn nái ekki til skreytingarinnar. „Margir kjósa að föndra eigin skreytingar og hefur færst í vöxt að líma servíettur sem skraut utan á kerti. Markaðs- gæsludeild Löggildingarstofu mælir ekki með slíku skrauti sökum eld- hættu,“ segir Fjóla. Einangrað frá eldsmat Regla númer eitt er að einangra kertin vel frá skrautinu. Auk þess þarf að huga að hæð og brennslu- tíma kertanna. Mælt er með vali á kertum, þar sem notkunarleiðbein- ingar gefa upp brennslutíma. Í eng- um tilfellum er þó hægt að treysta á að kerti brenni nákvæmlega uppgef- inn tíma því ýmislegt kann að hafa áhrif þar á, t.d. dragsúgur, og not- endur skulu ætíð hafa í huga að eng- in trygging er fyrir því að kerti slökkvi á sér sjálf, segir Fjóla. Húðuð kerti, t.d. gyllt og silfruð, geta verið varasöm. Mikilvægt er að klippa ofan af kertaþræðinum áður en kveikt er á honum sé hann lengri en 1–2 cm. Fáanleg eru eldtefjandi efni til að úða yfir skreyt- ingar, en rétt er að ítreka að þau koma ekki í veg fyrir bruna og hið sama gildir um kertaslökkvara sem komið er fyrir á kertum. Aldrei má treysta á að þeir slökkvi á kertum og varasamt er að nota kertaslökkvara með snúnum kertum eða kertum, sem brenna misjafnt niður, segir Fjóla. Útikertin fjarri trépöllum Varasamt er að setja útikerti þétt saman. Útikerti skal standa á óbrennanlegu undirlagi og aldrei á trépalli. Úti- kerti loga flest eingöngu á kveiknum, en til eru kerti, þar sem allt yfir- borð vaxins logar. Loginn á þeim getur náð allt að 50 cm hæð og slest í allar áttir. Eldur getur hæglega blossað upp ef vatn eða snjór slettist á vax kertisins. Æskilegt er að kertin séu vel sýnileg svo ekki sé hætta á að fólk í víðum og flaksandi fatnaði rekist í þau. Verslanir og veitingastaðir ættu að gæta vel að staðsetningu útikerta nú í jólaösinni þegar margt fólk er í bænum. Að lokum má geta þess að á heimasíðu Löggildingarstofu http:// www.ls.is má finna heilræði og fróð- leik um kerti og meðferð þeirra.  AÐVENTUKRANSAR | Eldfim efni og kertalogi fara illa saman join@mbl.is Mannlegi þátturinn oftast orsakavaldur Góð vísa er aldrei of oft kveðin þegar kemur að því að leiðbeina fólki í meðferð á kertum og kerta- skreytingum. Kertaskreyt- ingar skulu ætíð vera á óbrennanlegu og stöðugu undirlagi. Morgunblaðið/ÞÖK NOKKRAR gerðir af kertaslökkvurum munu vera til hér á landi. Þessar tvær tegundir eru meðal þeirra, en kertaunnendur eru þó var- aðir við því að treysta alfarið á að þeir sjái um eldvarnirnar. Annars vegar má hér sjá slökkvara úr versluninni DUKA í Kringl- unni úr hertu gleri og er framleiddur í þýskri verksmiðju, sem fram- leiðir eingöngu öryggisgler. Glerhólkurinn er settur utan um kertið og á að slökka á loganum þegar hann nær niður í miðjan hólkinn. Fimm hólkar í pakka kosta 1.200 krónur. Hinsvegar er hér danskur álslökkvari, sem fæst m.a. í ýmsum blómabúðum í gylltu og silfruðu. Hægt er að staðsetja klóna hvar sem er á kertinu sem síðan sér um að kæfa logann þegar hann er kominn niður að klónni. Tveir slökkvarar saman í pakka kosta 700 kr. í Garð- heimum. GÓÐUR siður er að fyrirtæki hugi að því að setja sérstakar umgengnisreglur um kerti því alltaf berast af og til fréttir af því á aðventu að kviknað hafi í út frá aðventukransi eða kerti í jólatíðinni. Í húsnæði Löggildingar- stofu að Borgartúni 21, þar sem margar stofnanir eru til húsa, hefur hússtjórnin sam- þykkt sérstakar kerta- umgengnisreglur, sem eru eftirfarandi:  Kerti og/eða kertaskreytingar skulu hafðar þar sem umgangur er hvað mestur, t.d. í móttöku þar sem starfsmaður er alltaf við. Aldr- ei má skilja eftir logandi kerti í mannlausu herbergi, t.d. í fundar- herbergi eða á kaffistofu.  Gangið úr skugga um að undirlag kerta eða skreytinga sé stöðugt og óbrennanlegt. Til eru eldtefjandi efni, sem hægt er að úða á kertaskreytingu.  Gætið að því að skraut, svo sem borðar og greinar, séu ekki of nærri kertaloganum og að hæfilegt bil, um 10 cm, sé á milli kerta.  Mikilvægt er að sá aðili, sem kveikir á kerti, slökkvi á því að lokn- um vinnudegi.  Ekki er leyfilegt að hafa kveikt á kertum eða kertaskreytingum á skrifstofum starfsmanna.  Ekki má staðsetja kerti eða kertaskreytingar undir skynjara.  Góð regla er að væta kertakveikinn með vatni þegar slökkt er á kerti til að ekki leynist glóð. Hússtjórnin setti kertareglur Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.