Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinská og einlæg ævisaga Elín Torfadóttir er flestum kunn sem kona verkalýðsleiðtogans Guðmundar jaka. Hér kynnumst við ýmsum hliðum þessarar einörðu baráttukonu, uppvexti, stormasömu tilhugalífi þeirra Guðmundar, námi, fjölbreyttum starfsferli, ferðalögum og mörgu fleiru. Saga Elínar er átakasaga sterkrar konu sem fór sínar eigin leiðir og setti mark sitt á samtímann. Kolbrún Bergþórsdóttir skráði. Á FUNDI borgarráðs Reykjavíkur á fimmtu- dag var lagt fram níu mánaða uppgjör borg- arsjóðs og útkomuspá ársins 2004. Að teknu tilliti til þess að kostnaður Reykjavík- urborgar á yfirstandandi ári vegna kenn- araverkfalls lækkar um 250 milljónir er reksturinn 28 milljónir yfir áætlun, eða sem nemur 0,09%. Fram kemur á heimasíðu Reykjavík- urborgar, að rekstur málaflokka stefni í að verða 222 milljónum undir fjárhagsáætlun ársins, sem er frávik upp á 0,2%. Er haft eftir Þórólfi Árnasyni borgarstjóra að útkomuspá fyrir rekstur Reykjavík- urborgar árið 2004 gefi til kynna einstakan aga í rekstri borgarsjóðs. Frávik í rekstri málaflokka frá fjárhagsáætlun nemi ekki nema 28 milljónum króna, sem sé fáheyrt í um 30 milljarða króna rekstri. Um 250 milljónum minni útgjöld vegna verkfalls „ÞAÐ er stórkostlegt að hafa fengið tækifæri til að velja þennan æðsta stjórnendahóp Reykjavíkurborgar og vera treyst til þess á síðustu dögunum í starfi,“ segir Þórólfur Árnason borgarstjóri Reykjavíkur um þá 13 nýju yfirstjórnendur sem ráðnir hafa verið æðstu stjórnendum borgarinnar vera kven- kyns. „Þetta er mjög í samræmi við jafnrétt- isstefnu Reykjavíkurborgar sem hefur hvatt konur til að taka að sér ábyrgðarstöður í borginni. Ég er mjög ánægður með það,“ seg- ir Þórólfur Árnason. hjá Reykjavíkurborg. Stjórnendurnir auk nú- verandi og tilvonandi borgarstjóra hittust í fyrsta skipti á fundi í gærmorgun í Höfða. Af þeim 13 sviðsstjórum sem voru ráðnir eru níu konur. Þegar nýr borgarstjóri tekur til starfa um mánaðamótin munu því 10 af 14 Morgunblaðið/ÞÖK Efst til hægri í stiganum: Gerður G. Óskarsdóttir, Ellý K. Guðmundsdóttir, Kristín A. Árnadóttir, Lára Björnsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir og loks Hrólfur Jónsson. Síðan er það fremri röðin frá vinstri: Salvör Jónsdóttir, Ómar Einarsson, Anna Skúladóttir, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, Helga Jónsdóttir, Þórólfur Árnason, Gunnar Eydal, Svanhildur Konráðsdóttir og síðast Ágúst Hrafnkelsson. Stórkostlegt að hafa fengið að velja hópinn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi fast- eignasala í 15 mánaða fangelsi þar af 12 mánuði skilorðsbundið fyrir stórfelldan fjárdrátt í starfi á ár- unum 2002 til 2003. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um um- boðssvik. Að mati dómsins var ekki hægt að fallast á það sjónarmið ákæru- valdsins að líta yrði til þess að maðurinn var löggiltur fasteigna- sali þegar hann framdi fjárdrátt- inn. Í dómi segir að í málflutningi hafi verið allt að einu lögð áhersla á það að líta yrði til þess að mað- urinn var löggiltur fasteignasali þegar hann framdi brot sín. Í ákæru hafi brotin þó ekki verið talin eiga að varða aukinni refs- ingu eftir 138. gr. almennra hegn- ingarlaga, eins og löng venja væri fyrir. Yrði staða mannsins því ekki metin honum til refsiþyngingar. Hann játaði að hafa dregið sér og notað í eigin þágu og fasteigna- sölunnar í 7 skipti tæpar 27 millj- ónir króna af fjármunum sem hann tók við hjá viðskiptavinum fast- eignasölunnar vegna sölu á fast- eignum, sem hann annaðist. End- urgreiddi hann fljótlega það fé sem hann dró sér, að frátöldum rúmlega sex milljónum. Maðurinn hefur ekki áður gerst sekur um refsilagabrot. Hann lagði inn réttindi sín og hætti fasteignasölu. Fjárdráttur hans þótti stórfelldur og 15 mánaða refsing hæfileg. Vegna nokkurs dráttar á meðferð málsins og vegna viðleitni mannsins til þess að bæta tjónið sem hann olli þótti mega fresta framkvæmd 12 mánaða af refsing- unni. Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari dæmdi málið. Verjandi ákærða var Einar Gautur Steingrímsson og sækjandi Guðjón Magnússon fulltrúi ákæruvaldsins. Dæmdur í 15 mánaða fangelsi EF eldur kviknar í Landspítalan- um, hvort sem er við Hringbraut eða Fossvog, gera áætlanir ráð fyrir að sjúklingar séu fluttir á milli brunahólfa í byggingunum og síðan álma áður en hann yrði rýmdur. Ef mikil reykmengun bærist yfir spítalann frá bruna ut- an hans væri úr vöndu að ráða þar sem miklu lofti er dælt inn um loftræstikerfi. Hverfandi líkur eru Hringrás á mánudagskvöld, segir Ingólfur að afar erfitt yrði að bregðast við slíku. Raunar sé lítil hætta talin á slíkum atburði og sem betur fer séu engir haugar af gömlum dekkjum í nágrenni spít- alans. Þá sé ekki talið að sambæri- leg reykmengun bærist yfir Land- spítalann við Hringbraut þó stórbruni yrði á Reykjavíkurflug- velli. stæð rýmingaráætlun liggja fyrir. Ingólfur segir brunavarnir spítal- ans góðar, þar sé m.a. öflugt brunavarnarkerfi, starfsfólk fái reglulega þjálfun í viðbrögðum og sjálfvirkt slökkvikerfi sé í hluta hans. Stefnt sé að því að sjálfvirkt kerfi verði í öllum spítalanum. Ef mikill reykur bærist yfir spítalann, líkt og barst yfir íbúðir við Kleppsveg við brunann í þó taldar á slíku. Ingólfur Þóris- son, framkvæmdastjóri tækni og eigna á Landspítalanum og for- maður viðbragðsstjórnar spítal- ans, segir að víðast séu myndir sem sýni hvert skuli fara ef flýja þurfi eldsvoða en eiginleg rýming- aráætlun sé ekki til. Verið sé að endurskoða við- bragðsáætlun spítalans og þegar því ljúki um áramótin muni heild- Erfitt að bregðast við ef mikill reykur stendur upp á Landspítalann Sem betur fer engir dekkja- haugar í nágrenni við LSH EF vindur hefði verið norð- anstæður þegar brann hjá Hring- rás hefði reykurinn borist yfir hjúkrunar- og dvalarheimili í ná- grenninu þar sem búa hátt í 700 manns. Sveinn H. Skúlason forstjóri Hrafnistu segir að ef rýma hefði þurft einhver heimilanna eða þau öll hefði það verið afar umfangs- mikil aðgerð. Líklega hefði verið byrjað á að flytja þá sem eru ról- færir með strætisvögnum en sjúkrabílar síðan kallaðir til að flytja hina veikari á brott. Í því hefði falist talsverð áhætta gagn- vart veikustu einstaklingunum. Einnig væri hugsanlegt að húsin hefðu ekki verið rýmd heldur þess í stað reynt að koma í veg fyrir að reykurinn kæmist inn í húsin, s.s. með því að kalla út mannskap til að líma meðfram gluggum. Rým- ingaráætlun Hrafnistu miðast við bruna innan dyra en Sveinn segir að ef rýma þurfi húsin vegna ut- anaðkomandi ógnar taki almanna- varnir við stjórn aðgerða. Ekki víst að hús hefðu verið rýmd Morgunblaðið /Arnaldur SÉRFRÆÐINGAR í innkirtlasjúkdómum barna og í beinaldursgreiningu gátu ekki skorið úr um hvort albanskur karlmaður, sem sótt hefur um hæli hér á landi, sé 16 ára gamall eins og hann hefur sjálfur greint frá, samkvæmt upplýsingum frá Útlend- ingastofnun. Maðurinn var handtekinn í október þar sem hann var með falsað grískt vegabréf og daginn eftir sótti hann um hæli vegna of- sókna sem hann kvaðst verða fyrir í heima- landi sínu. Samkvæmt Dyflinnarreglugerð- inni um er hælisleitanda tryggð hælismeðferð í einhverju aðildarríki reglugerðarinnar. Sé viðkomandi yngri en 18 ára er á hinn bóginn óheimilt að senda hann úr landi. Ef maðurinn er 16 ára verður að taka umsókn hans um hæli fyrir hér á landi. Gátu ekki skorið úr um aldur LÍFEYRISSKULDBINDINGAR ríkissjóðs námu 184 milljörðum króna í árslok 2003, samkvæmt endurskoðun ríkisreiknings 2003 hjá Ríkisendurskoðun, og jukust um einn milljarð milli ára. Nýjar skuldbindingar á árinu námu 15 milljörðum samanborið við 31 milljarð 2002. Lækkunin, að sögn Ríkisendurskoðunar, er vegna góðrar raunávöxtunar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkr- unarfræðinga. Einnig voru áhrif kjarasamn- inga minni á útreikning lífeyrisskuldbindinga en árið á undan. 184 milljarða skuldbindingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.