Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR verði ykkur að góðu… BREYTINGATILLÖGUR meiri- hluta fjárlaganefndar Alþingis, sem gera ráð fyrir 1.741 milljónar króna útgjaldaaukningu frá fjár- lagafrumvarpinu eins og það leit út í upphafi árs, voru samþykktar á Alþingi í gær. Frumvarpinu var síðan vísað til þriðju og síðustu umræðu. Gert er ráð fyrir því að hún fari fram í lok næstu viku. Stefnt er að því að Al- þingi fari í jólafrí hinn 10. desem- ber, samkvæmt starfsáætlun þings- ins. Breytingatillögur samþykktar BIFREIÐAGJALD hækkar um 3,5% hinn 1. janúar 2005, sam- kvæmt frumvarpi sem fjár- málaráðherra, Geir H. Haarde, hef- ur lagt fram á Alþingi. Með hækkuninni er áætlað að tekjur rík- issjóðs aukist um 120 milljónir króna á ársgrundvelli. „Síðast var bifreiðagjald hækkað 1. janúar 2002,“ segir í at- hugasemdum frumvarpsins. „Bif- reiðagjald hefur því ekki hækkað í samræmi við almenna verð- lagsþróun á síðustu árum. Þannig hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 7% frá þeim tíma. Hér er því lögð til ákveðin leiðrétting á því.“ Bifreiðagjald hækkar um 3,5% LAGT er til að heimild til að leyfa veiðar á stokkönd, urtönd, rauð- höfðaönd, duggönd, skúfönd, há- vellu og toppönd verði þrengd, í frumvarpi sem Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi. Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum er umhverf- isráðherra m.a. veitt heimild til að leyfa veiðar á fyrrgreindum teg- undum á tímabilinu 1. september til 31. mars ár hvert. Í frumvarpi Halldórs er lagt til að heimild til að leyfa þessar veiðar verði þrengd þannig að einungis verði heimilt að leyfa veiðar á tímabilinu frá 1. september til 31. desember ár hvert. Heimild til að veiða endur verði þrengd JÓNI Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, var afhent áfangaskýrsla um mögu- legan flutning verkefna á sviði heilbrigðismála og þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga sl. fimmtudag. Níu manna nefnd sem hefur fjallað um málið var skipuð í október 2003 og var henni falið að kanna kosti og galla þess að flytja heilsugæslu- stofnanir og heilbrigðistofnanir, aðrar en Landspítala – háskóla- sjúkrahús og Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, til sveitarfélag- anna. Ingimar Einarsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sem á sæti í nefndinni segir byggðinni, og er ekki hægt að brjóta það upp að sögn Ingimars. Hann gerir ráð fyrir því að nefndin hittist aftur snemma á næsta ári til þess að ræða við- brögð við skýrslunni. Nefndinni var gert að huga sérstaklega að þjóðhagslegri hagkvæmni slíkra breytinga, gæðum þjónustunnar og hver áhrif breytinga af þessu tagi yrðu á stöðu og réttindi þess starfs- fólks sem vinnur við heilbrigðis- þjónustu, segir í tilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Sæunn Stefánsdótt- ir, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, fór með formennsku í nefndinni. skýrsluna eiga að vekja umræðu um þessi mál, en skýrslan var lögð fram á aukalandsþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í gær. Nefndin leggur til að tekju- stofnar fylgi með öllum flutning- um verkefna frá ríki til sveitarfé- laga. Auk þess leggur nefndin til að ef flytja eigi heilsugæslu, öldr- unarþjónustu og minni sjúkra- húsin sé það best gert í einu lagi þannig að um samræmt ferli sé að ræða. Ekki er mælt með því að þjónustan sé brotin upp þannig að hluti heyri undir stjórn rík- isins og annar hluti heyri undir sveitarfélögin. Nú þegar er búið að sameina heilsugæslu og minni sjúkrahús víðast hvar á lands- Áfangaskýrsla um flutning verkefna á heilbrigðissviði Tekjustofnar fylgi með öllum flutningum SAMKOMULAG um stofnun Kærleikssjóðs Sogns, til minn- ingar um Kristínu Kjart- ansdóttur sem lést með svipleg- um hætti árið 1947, var undirritað á dögunum. Kristín var fórnarlamb geð- sjúks manns, þá tveggja ára gömul, sem hvergi fékk bót meina sinna, að því er fram kemur í tilkynningu frá að- standendum sjóðsins. Stofnend- Skúlason, yfirlæknir á Sogni, sem hér sjást á mynd sem tekin var þegar Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands og Rósa undirrituðu stofnskrá sjóðsins. Sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson, sem ræddi við Rósu um dótturmissinn í þættinum Sjálfstætt fólk, fylgist með. Bankareikningur Kærleiks- sjóðsins er: 0101-18-930084. ursjóðins, sem ætlað er að styrkja starfsemi rétt- argeðdeildarinnar á Sogni, eru móðir Kristínar, Rósa Að- alheiður Georgsdóttir, og Landsbanki Íslands, sem legg- ur til 800 þúsund króna fram- lag. Heildarstofnfé sjóðsins er 850 þúsund krónur. Í stjórn sjóðsins eru auk Rósu, Hreinn Hákonarson fangelsisprestur og Magnús Undirrituðu stofnskrá Kærleikssjóðs Sogns Morgunblaðið/Jim Smart ALLS greiddu á sautjánda þúsund framtelj- enda yfir sjötugt eignarskatt á árinu 2003. Þar af voru tíu þúsund með árstekjur undir 1,5 milljónum króna að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Í vefritinu segir að það hafi lengi verið vitað að hlutfall þeirra sem greiða eign- arskatt fari hækkandi með aldri „enda ekki óeðlilegt að eignir fólks fari smám saman vaxandi eftir því sem líður á ævina og skuld- ir minnka vegna þess að þær eru greiddar niður“. Það komi þó e.t.v. á óvart hve margir eignarskattsgreiðendur séu með lágar tekjur „en það er jú af aflafé hvers árs sem greiða þarf skattinn“, segir í vefritinu. Þriðjungur framteljenda greiddi eignarskatt í fyrra „Tæpur þriðjungur framteljenda sem höfðu 1,5 m kr. tekjur eða minna árið 2003 greiddi eignarskatt. Þetta hlutfall hækkar eftir því sem tekjur eru meiri en fer þó aldr- ei yfir 70%. Árið 2003 greiddu framteljendur með inn- an við 1,5 m.kr. tekjur 36% af öllum eign- arskatti sem lagður var á.“ Síðan segir í vefritinu að eignarskattur sé mismunandi eftir aldri. Um miðbik ævi- skeiðsins sé milli fjórðungur og fimmtungur eignarskattsgreiðenda með tekjur innan við 1,5 m.kr. „Þegar framteljendur eru orðnir yfir sjö- tugt er staðan allt önnur. Þá eru næstum tveir af hverjum þremur skattgreiðendum eignarskatts með tekjur undir 1,5 m.kr. Fyrir þann hóp nam eignarskatturinn 3,4% af tekjuskattsstofni að meðaltali,“ segir í greininni. Kjarabót fyrir eldri borgara Í lok greinarinnar segir síðan: „Niðurfelling eignarskattsins er því mik- ilsverð kjarabót fyrir eldri borgara.“ En eins og fram hefur komið hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður eignarskatta á ein- staklinga og fyrirtæki frá og með árinu 2005. Upplýsingar í vefriti fjármálaráðuneytisins Margir eign- arskattsgreið- endur með lágar tekjur %+,-. ( -/,-0 ( -+,1. ( 1/,10 ( 1+,0. ( 0/,00 ( 0+,+. ( +/,+0 ( ++,2. ( 2/(    %0( 3                       !  "    !  4  !(  (          eins og það á að vera…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.