Morgunblaðið - 27.11.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.11.2004, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR verði ykkur að góðu… BREYTINGATILLÖGUR meiri- hluta fjárlaganefndar Alþingis, sem gera ráð fyrir 1.741 milljónar króna útgjaldaaukningu frá fjár- lagafrumvarpinu eins og það leit út í upphafi árs, voru samþykktar á Alþingi í gær. Frumvarpinu var síðan vísað til þriðju og síðustu umræðu. Gert er ráð fyrir því að hún fari fram í lok næstu viku. Stefnt er að því að Al- þingi fari í jólafrí hinn 10. desem- ber, samkvæmt starfsáætlun þings- ins. Breytingatillögur samþykktar BIFREIÐAGJALD hækkar um 3,5% hinn 1. janúar 2005, sam- kvæmt frumvarpi sem fjár- málaráðherra, Geir H. Haarde, hef- ur lagt fram á Alþingi. Með hækkuninni er áætlað að tekjur rík- issjóðs aukist um 120 milljónir króna á ársgrundvelli. „Síðast var bifreiðagjald hækkað 1. janúar 2002,“ segir í at- hugasemdum frumvarpsins. „Bif- reiðagjald hefur því ekki hækkað í samræmi við almenna verð- lagsþróun á síðustu árum. Þannig hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 7% frá þeim tíma. Hér er því lögð til ákveðin leiðrétting á því.“ Bifreiðagjald hækkar um 3,5% LAGT er til að heimild til að leyfa veiðar á stokkönd, urtönd, rauð- höfðaönd, duggönd, skúfönd, há- vellu og toppönd verði þrengd, í frumvarpi sem Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi. Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum er umhverf- isráðherra m.a. veitt heimild til að leyfa veiðar á fyrrgreindum teg- undum á tímabilinu 1. september til 31. mars ár hvert. Í frumvarpi Halldórs er lagt til að heimild til að leyfa þessar veiðar verði þrengd þannig að einungis verði heimilt að leyfa veiðar á tímabilinu frá 1. september til 31. desember ár hvert. Heimild til að veiða endur verði þrengd JÓNI Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, var afhent áfangaskýrsla um mögu- legan flutning verkefna á sviði heilbrigðismála og þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga sl. fimmtudag. Níu manna nefnd sem hefur fjallað um málið var skipuð í október 2003 og var henni falið að kanna kosti og galla þess að flytja heilsugæslu- stofnanir og heilbrigðistofnanir, aðrar en Landspítala – háskóla- sjúkrahús og Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, til sveitarfélag- anna. Ingimar Einarsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sem á sæti í nefndinni segir byggðinni, og er ekki hægt að brjóta það upp að sögn Ingimars. Hann gerir ráð fyrir því að nefndin hittist aftur snemma á næsta ári til þess að ræða við- brögð við skýrslunni. Nefndinni var gert að huga sérstaklega að þjóðhagslegri hagkvæmni slíkra breytinga, gæðum þjónustunnar og hver áhrif breytinga af þessu tagi yrðu á stöðu og réttindi þess starfs- fólks sem vinnur við heilbrigðis- þjónustu, segir í tilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Sæunn Stefánsdótt- ir, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, fór með formennsku í nefndinni. skýrsluna eiga að vekja umræðu um þessi mál, en skýrslan var lögð fram á aukalandsþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í gær. Nefndin leggur til að tekju- stofnar fylgi með öllum flutning- um verkefna frá ríki til sveitarfé- laga. Auk þess leggur nefndin til að ef flytja eigi heilsugæslu, öldr- unarþjónustu og minni sjúkra- húsin sé það best gert í einu lagi þannig að um samræmt ferli sé að ræða. Ekki er mælt með því að þjónustan sé brotin upp þannig að hluti heyri undir stjórn rík- isins og annar hluti heyri undir sveitarfélögin. Nú þegar er búið að sameina heilsugæslu og minni sjúkrahús víðast hvar á lands- Áfangaskýrsla um flutning verkefna á heilbrigðissviði Tekjustofnar fylgi með öllum flutningum SAMKOMULAG um stofnun Kærleikssjóðs Sogns, til minn- ingar um Kristínu Kjart- ansdóttur sem lést með svipleg- um hætti árið 1947, var undirritað á dögunum. Kristín var fórnarlamb geð- sjúks manns, þá tveggja ára gömul, sem hvergi fékk bót meina sinna, að því er fram kemur í tilkynningu frá að- standendum sjóðsins. Stofnend- Skúlason, yfirlæknir á Sogni, sem hér sjást á mynd sem tekin var þegar Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands og Rósa undirrituðu stofnskrá sjóðsins. Sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson, sem ræddi við Rósu um dótturmissinn í þættinum Sjálfstætt fólk, fylgist með. Bankareikningur Kærleiks- sjóðsins er: 0101-18-930084. ursjóðins, sem ætlað er að styrkja starfsemi rétt- argeðdeildarinnar á Sogni, eru móðir Kristínar, Rósa Að- alheiður Georgsdóttir, og Landsbanki Íslands, sem legg- ur til 800 þúsund króna fram- lag. Heildarstofnfé sjóðsins er 850 þúsund krónur. Í stjórn sjóðsins eru auk Rósu, Hreinn Hákonarson fangelsisprestur og Magnús Undirrituðu stofnskrá Kærleikssjóðs Sogns Morgunblaðið/Jim Smart ALLS greiddu á sautjánda þúsund framtelj- enda yfir sjötugt eignarskatt á árinu 2003. Þar af voru tíu þúsund með árstekjur undir 1,5 milljónum króna að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Í vefritinu segir að það hafi lengi verið vitað að hlutfall þeirra sem greiða eign- arskatt fari hækkandi með aldri „enda ekki óeðlilegt að eignir fólks fari smám saman vaxandi eftir því sem líður á ævina og skuld- ir minnka vegna þess að þær eru greiddar niður“. Það komi þó e.t.v. á óvart hve margir eignarskattsgreiðendur séu með lágar tekjur „en það er jú af aflafé hvers árs sem greiða þarf skattinn“, segir í vefritinu. Þriðjungur framteljenda greiddi eignarskatt í fyrra „Tæpur þriðjungur framteljenda sem höfðu 1,5 m kr. tekjur eða minna árið 2003 greiddi eignarskatt. Þetta hlutfall hækkar eftir því sem tekjur eru meiri en fer þó aldr- ei yfir 70%. Árið 2003 greiddu framteljendur með inn- an við 1,5 m.kr. tekjur 36% af öllum eign- arskatti sem lagður var á.“ Síðan segir í vefritinu að eignarskattur sé mismunandi eftir aldri. Um miðbik ævi- skeiðsins sé milli fjórðungur og fimmtungur eignarskattsgreiðenda með tekjur innan við 1,5 m.kr. „Þegar framteljendur eru orðnir yfir sjö- tugt er staðan allt önnur. Þá eru næstum tveir af hverjum þremur skattgreiðendum eignarskatts með tekjur undir 1,5 m.kr. Fyrir þann hóp nam eignarskatturinn 3,4% af tekjuskattsstofni að meðaltali,“ segir í greininni. Kjarabót fyrir eldri borgara Í lok greinarinnar segir síðan: „Niðurfelling eignarskattsins er því mik- ilsverð kjarabót fyrir eldri borgara.“ En eins og fram hefur komið hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður eignarskatta á ein- staklinga og fyrirtæki frá og með árinu 2005. Upplýsingar í vefriti fjármálaráðuneytisins Margir eign- arskattsgreið- endur með lágar tekjur %+,-. ( -/,-0 ( -+,1. ( 1/,10 ( 1+,0. ( 0/,00 ( 0+,+. ( +/,+0 ( ++,2. ( 2/(    %0( 3                       !  "    !  4  !(  (          eins og það á að vera…

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.