Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 49
Við lækkum skatta! Fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, fjallar um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á fundi á Grand Hótel í dag, 27. nóvember, kl. 10:30. Fjölmennum! Samtök eldri sjálfstæðismanna (SES), Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS), Landssamband sjálfstæðiskvenna (LS), Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisfélögin í Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 49 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Skoðunar og kynn- isferð í Borgarleikhúsið þriðjudaginn 30. nóvember kl.13.30, Bjarni Jónsson kynnir Vesturfarana og Guðjón Pet- ersen leikhússtjóri sýnir húsið og starf- semi þess, kaffiveitingar verð 800.– rúta skráning í s. 562-2571. Breiðfirðingabúð | Jólafundurinn verður haldin mánudaginn 6 desember kl. 19. Tilkynna þarf þátttöku í síma hjá Gunnhildi 564-5365 eða Grétu 553- 0491 Fyrir miðvikudaginn 1. desember. Munið jólapakkana. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist sunnudaginn 28. nóvember, kl. 14. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Hin árlega sveitakeppni Bridsdeildar FEBK. milli Gjábakka og Gullsmára hefst í Gjá- bakka í dag kl. 13. Keppt verður um Ís- landsbankabikarinn. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Mánudaginn 29. nóvember kl. 13.30–14.30 verður Herdís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur Heilsugæslunnar v/Hraunberg á staðnum, m.a. mældur blóðþrýstingur. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna- stund alla laugardag kl. 20.00. Einnig eru bænastundir alla virka morgna kl. 6–7. Njarðvíkurprestakall | Kirkjuvogs- kirkja (Höfnum): Sunnudagaskóli sunnudaginn 28. nóvember kl. 13.30 í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Njarðvíkurprestakall | Ytri– Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli sunnudaginn 28. nóvember kl. 11 í umsjá Margrétar H.Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar og Natalíu Chow Hewlett organista. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Selfosskirkja | Í dag kl. 18 verður tíða- gjörð í kirkjunni. Slökum á, og eigum saman rólega og uppbyggilega stund við upphaf aðventu. Kynning Iða | Áverkasýning á vegum Amnesty International. Sýningin mun brjóta þagnarmúrinn sem umkringir heimilis- ofbeldi. Meðal þátttakenda í sýning- unni eru þær Unnur Ösp Stefánsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Guðrún Gísladóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir og Katrín Jak- obsdóttir. Prisma, miðstöð fyrir fólk með át- raskanir | Prisma er með einstaklings- viðtöl, hópmeðferð og fjölskylduvinnu fyrir fólk með átraskanir. Einnig geta foreldrar, makar og aðrir aðstandendur fengið upplýsingar og stuðning hjá starfsfólki Prismu. Nánari upplýsingar í símum: 6922299, 6903569, 6593463 og 8956514. HÓPBÍLAMÓT Fjölnis í körfubolta verður haldið um helgina í 5. sinn og taka um 500 börn á aldrinum 6 – 11 ára, frá 12 fé- lögum þátt í mótinu. Leikið verður í Rimaskóla, Íþrótta- miðstöðinni í Grafarvogi og Borgarskóla. Í kvöld kl. 20 verður farið í blysför frá Rimaskóla og gengið að Íþróttamiðstöð- inni í Grafarvogi þar sem kvöldvaka fer fram. 500 börn á körfuboltamóti FÓLKI gefst í kvöld kl. 22 tækifæri til þess að hlýða á Söngsveitina Fílharmóníu í fyrsta sinn á löngum ferli hennar á op- inberum tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir standa yfir í klukkustund. Síðastliðinn sunnudag flutti kórinn þessa sömu tónleika í Hóladómkirkju í Hjaltadal. Þeir þriðju verða svo í Skálholti 1. desem- ber kl. 21.00 og þar með lýkur þessari dómkirkjusöngferð söngsveitarinnar við upphaf aðventunnar 2004. Í tilefni aðventu og jóla eru mörg verkin á efnisskránni tengd þeim. Flutt verður m.a. hin alþekkta bæn Kom þú Immanúel á lat- ínu í útsetningu Zoltán Kodály, verk eftir rússnesku tónskáldin Tchaikovsky og Rachmaninov, pólska tónskáldið Gorecky, enska endurreisnartónskáldið William Byrd, Jón Ásgeirsson og Jakob Tryggva- son en yfirskrift tónleikanna er einmitt hending úr sálmi Jakobs, Ó Jesúbarn. Stjórnandi söngsveitarinnar er Óliver Kentish og meðleikari Guðríður St. Sig- urðardóttir. Raddþjálfun annast Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Fílharmónía í Dómkirkjunni Deildakeppnin. Norður ♠ÁK5 ♥103 ♦G62 ♣ÁD976 Makker opnar í fyrstu hendi á einu 15-17 punkta grandi. Næsti passar og nú er það spurningin – er þetta nóg í slemmu? Norður er með 14 punkta, svo há- spilastyrkurinn er í mesta lagi 31, en samkvæmt ströngustu fræðum þarf minnst 33 punkta í sex grönd. En fimmta laufið er dýrmætt. Dálkahöfundur hélt á þessum spilum í síðustu umferð Deildakeppninnar og ákvað eftir nokkurt sálarstríð að velja skynsamlega kostinn – segja þrjú grönd: Norður ♠ÁK5 ♥103 ♦G62 ♣ÁD976 Vestur Austur ♠9874 ♠1063 ♥D9765 ♥ÁKG2 ♦87 ♦953 ♣42 ♣G103 Suður ♠DG2 ♥84 ♦ÁKD104 ♣K85 Vestur kom út með fjórða hæsta í lengsta lit og skömmu síðar hafði vörn- in tekið fimm fyrstu slagina á hjarta. Einn niður. Svíar hafa þróað sérstaka sagnvenju til að upplýsa um slíkan veikleika eftir grandopnun – tvo hunda á móti öðrum tveimur – en það sagntól hefur ekki náð fótfestu á Íslandi. En það er at- hyglisvert að stórkarlalegt stökk í sex grönd hefði vel getað heppnast, því þá hefur vestur síður ástæðu til að spila út hjarta. Ef hann byrjar í öðrum lit fær sagnhafi alla slagina. Nokkur pör náðu þó rétta samn- ingnum, sem er auðvitað fimm tíglar. Meðal þeirra voru hjónin Matthías Þorvaldsson og Ljósbrá Baldursdóttir. Matthías vakti á tígli í suður: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Allir pass Allt rannsakað í þaula og nið- urstaðan hárrétt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is BORGARLEIKHÚSIÐ endurvekur nú leik- húsmál – málfundi um leikhús, í sam- starfi við Leiklist- arsamband Íslands. Fundirnir verða haldnir á laug- ardögum milli klukkan 16 og 17:30 í forsal Borgarleikhússins. Leikhúsmál hafa áður verið á dagskrá í Borgarleikhúsinu. Það hafa verið haldnir fundir um margvísleg málefni leikhússins, s.s. leikhúsgagnrýni, þýðingar fyrir leikhús, stöðu kvenna í leikhúsi, leikskáld aldarinnar, áhrifavalda leikhúsfólks – og „draumaröðin“, þar sem talað var um „draumaleikhúsið“, „draumaleikstjórann“, og „draumaleik- arann“. Fyrsti fundurinn í röð vetrarins verður haldinn í dag og ber yfirskriftina Nýtt leikhús eða sama gamla? Kristín Eysteinsdóttir, dramatúrg og framkvæmdastjóri sjálfstæðu leikhús- anna, María Ellingsen leikstjóri Úlf- hamssögu, Ólafur Egill Egilsson leikari og Jón Atli Jónasson leikskáld fara yfir stöðuna í leikhúslífi landsins, segja frá sinni reynslu, skoðunum og hvernig hugsa mætti framhaldið. Á eftir verður boðið upp á umræður. Frummælendur eru allir af yngri kyn- slóðinni en aðstandendur hvetja eldra og reyndara fólk sérstaklega til þess að mæta á fundinn og taka þátt í um- ræðum. Næstu fundir eru fyrirhugaðir laug- ardagana 29. janúar, 19. febrúar og 12. mars. Nýtt leikhús eða sama gamla? inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. nýjung Nú er lag í Glæsibæ! Harmónikudansleikur kl. 21:30 í kvöld Harmonikuhljómsveitir Guðmundur Samúelssonar og Þorsteins Þorsteinssonar með Villa Guðmunds. leika fyrir dansi til kl. 02.00. Allir dansunnendur velkomnir. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík. F.H.U.R LÍNA Langsokkur, sterkasta stelpa heims, fagnar tímamótum í dag, en þá mun hún stíga á svið í Borgarleikhúsinu í 75. sinn síðan sýningar á leikritinu um ævintýri hennar hófust fyrir rúmu ári. Nú hafa um 37.000 manns séð leikritið og ekkert lát virðist vera á vinsældum þess. Astrid Lindgren skrifaði leikgerðina sjálf eftir bókunum sínum um Línu Lang- sokk. Ilmur Kristjánsdóttir, sem fer með hlut- verk Línu, segir verkefnið ofboðslega skemmtilegt og hún sé langt því frá orð- in leið á Línu. „Það er líka frábært hvað sýningin er búin að fá góðar móttökur, og mann langar að halda þessu áfram, því það eru alltaf nýir áhorfendur,“ segir Ilm- ur. „Það kemur líka í mann viss keppn- isandi eftir svona margar sýningar að mann langar til að slá met. Þegar sal- urinn er ekki alveg fullur segir maður „Rosalega ætla ég að vera góð í dag til að salurinn verði fullur næst.“ Þannig helst spennan í þessu.“ Lína Langsokkur á svið í 75. sinn Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.