Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 35 MINNINGAR ari. Þá sinnti hann félagsstörfum hestamanna, var t.d. í stjórn Hrossa- kynbótabúsins á Hólum og nú síðast í fagráði fyrir hrossarækt. Á ýmsum öðrum sviðum skar Jón sig úr fjöldanum. Hann var prýðilega hagmæltur og orðheppinn og mörg tilsvör hans urðu landsfleyg. Svo var hann skemmtilega sérvitur og hafði gaman af að vera mönnum ósam- mála, sem gaf oft skemmtilegt krydd í samræðurnar. Mér fannst alltaf blunda listamað- ur í Jóni. Hann leit tilveruna talsvert öðrum augum en ýmsir aðrir, fékk oft skemmtilegar hugmyndir og framkvæmdi margar þeirra. Má þar nefna Fjallakrána, sem að allra dómi er sannkallað listaverk yst sem innst, en þar endaði Jón sinn starfs- feril sem veitingamaður. Þar ríkti aðdáunarverð gestrisni, hlý og per- sónuleg, hjá þeim hjónum. Á ferðum mínum um Skagafjörð gegnum árin leitaðist ég við að heim- sækja þau, fyrst í Ásgeirsbrekku, síðar Vatnsleysu og svo í Fjalla- krána, og ætíð mætti mér sama gest- risnin, hressilegar samræður og æv- intýri. Í upphafi kynna okkar sátum við löngum á spjalli, og svo höfum við og gert nú síðustu vikurnar. En nú voru aðstæður breyttar. Jón lá hrjáður af illvígum sjúkdómi, sem fáum eirir. Hann gerði sér fullvel grein fyrir stöðu sinni og ræddi hana af hispurs- leysi. Þar var hvorki víl né vol á ferðum. Jón þótti skemmtilegur sjúklingur á FSA og menn létu fjúka í kviðling- um: Pétur læknir Pétursson kvaddi með þessari: Þó krabbamein og kvalastríð krafti hamli þínum. Uppréttur þú alla tíð ert í huga mínum. Jón talaði um að fara á sólar- strönd, þegar átti að senda hann í geislameðferð. Haraldur læknir Hauksson sæmdi hann með þessari: Við sendum þig á sólarströnd, sjáumst bráðum aftur. Fötlun þó þig fjötri í bönd þér fylgi æðri kraftur. Reynir Hjartarson flutti honum þessa: Laufin falla lífs af grein og líða að mjallar feldi. Ævi hallar, óræð mein ógna kallsins veldi. Eitt af síðustu áhugamálum Jóns var, að forráðamenn hestamanna lögleiddu létta plastkransa undir skeifur til að deyfa höggið á fætur hestanna á hörðum reiðvöllum. Væri það þarft og verðugt verk- efni og til minningar um Jón á Vatns- leysu. Mér er eftirsjá að Jóni. Hann var einn af þeim mönnum, sem gerðu mér lífsleiðina skemmtilegri og eftir- minnilegri. Þessar fátæklegu línur eru að mestu ritaðar til að slá á þessa eftirsjá. Dísa mín, ég sendi þér og fjöl- skyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur. Ármann Gunnarsson. Látinn er um aldur fram vinur okkar hjóna, Jón K. Friðriksson. Það var 1961, vorið sem undirrituðum var dembt í hrossaræktina með lítilli forgjöf, að vandi skapaðist að fá að- stoð við hestahaldið hér heima. Ég var staddur á Akureyri s.p. í apríl og frétti þar af pilti, sem vildi komast í tamningar og hestastúss. Fór þegar í Kollugerði að hitta Jón Friðriksson, tvítugan, og réð hann á slaginu til okkar um sumarið. Hann var kominn að Laugarvatni viku af maí og fyrsta daginn fór hann á bak fimmtán hrossum, sem þá voru á járnum og sum á ýmsu stigi tamningar. Þetta lýsti áhuga og bráðgerðri framsækni unga mannsins, hann var ekki „fæddur í gær“. Þarna í hesthúsinu hitti Jón líka stórhlauparann Gul frá Torfum í Eyjafirði og sat hann á næstu kappreiðum, við góðan orðs- tír, enda rakinn knapi, grannvaxinn og stæltur sem fjöður. Það var gott að hafa Jón á heimili, jákvæðan, líf- legan, dagfarsprúðan og þrátt fyrir dálítið hrjúfa rödd var hann barna- gæla. Og næsta sumar var Jón enn hjá okkur, þá kom hann líka snemma vors og hafði fjóra hesta með sér. Vann hann mest við tamningar og hestaferðir hér á nágrannastaðina Þingvöll, Geysi og Gullfoss. Strax við fyrstu kynni veitti ég göngulaginu eftirtekt, hann sveif fram í stórum, þróttlegum skrefum. Gat þetta verið hugboð um framsækni og staðfestu unga mannsins? Á þessa leið kom Jón mér fyrir sjónir við fyrstu kynni og breyttist ekki. Hann muldi ekki undir sig, var fullur atgervis og framsýni en varð líka að glíma við vandamálin, sem alltaf fylgja lífinu. Hrossaræktin varð hans fag og að henni vann Jón nótt sem nýtan dag. Þeir Jón Trausti, Eyfirðingarnir, keyptu sér fljótt jörðina Ásgeirs- brekku í Viðvíkursveit og síðar Vatnsleysu. Baul og jarmur snerust í hnegg og hví um grösugar lautir og bala. En ég skrifa nú ekki meira í bili án þess að nefna ástina, því kornung felldu hugi saman þau Árdís Björns- dóttir, líka Akureyringur. Þau hafa nú verið gift í rétt fjörutíu ár og stað- ið vel saman í blíðu og stríðu. Er í allra vitund hin örláta húsmóðir, bráðmyndarleg og flink, fjölskyldu sinni og heimili til sóma. Þá hefur Dísa mikið dálæti á hrossum, situr vel og er bráðlagin. Dóttursonurinn, Jón yngri, er þegar farinn að temja upp á eigin spýtur á Akureyri og keppir á þeim hrossum til verðlauna. Augasteinn afa síns, því eplið fellur ekki langt frá eikinni. Jón á Vatnsleysu er forvígismaður í hrossarækt, hvað fótaburð varðar og sá fyrsti, sem ég þekkti, er tók þann eðliskost hestsins betur upp á sína arma en aðrir og sló aldrei slöku við. Keyptur var Lýsingur 409 frá Voðmúlastöðum, Rang., sem var hágengur viljahestur og erfði vel frá sér þá eiginleika. Þá má líka nefna Hersi frá Stóra-Hofi og Erp frá Erpsstöðum, fótlyftuhesta, sem Jón vinsaði úr stórum hópi ótaminna fola á Stóðhestastöðinni. Þetta varð upp- hafið að þeim hástígu snillingum, sem Vatnsleysubúið státar nú af, minnumst glæsisýningar sl. sumar. Slíkur árangur næst engum veifi- skata, einmitt það sem nærir augað og mikil framsýni í því fólgin, ekki síst á mótunarárunum. Mun það ekki fyrnast né nafn Jóns Friðrikssonar í sögu íslenskrar hrossaræktar. Það er svo sem vitað að Jóni líkaði ekki alltaf kynbótadómarnir þó ætti mörg úrvalshross, samkvæmt þeim. Það getur vel verið skýring þess að hann haslaði sér frekar völl á gæð- ingasýningum, með syni sínum, þeim þekkta tamningamanni Birni Frið- riki, sem heldur merki þeirra feðga hátt á loft. Við hjónin vottum Árdísi og fjölskyldunni hjartanlega samúð og biðjum þeim allrar blessunar. Í Guðs friði. Ester og Þorkell. Elsku Nonni. Við þökkum þér fyr- ir samfylgdina og yndislega viðkynn- ingu. Minningar um þig geymum við í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Dísa, Anna Þóra, Marjan, Bjössi, Arndís og Jón yngri, við von- um að Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Gunnella, Anna Sigrún, Lilja og Inga Huld. Í dag kveðjum við góðan dreng, Jón Friðriksson bónda á Vatnsleysu. Ég kynntist Jóni fljótlega eftir að ég kom sem skólastjóri á Hólum í Hjaltadal. Hann var þá í stjórn Hrossakyn- bótabúsins á Hólum. Hross kynbóta- búsins voru að stofni til ættuð frá Kolkuósi og Vatnsleysu. Kynbótabú- ið var eitt af flaggskipum endur- reists Hólaskóla sem átti að helga sig auknum verkefnum á sviði hrossaræktar og reiðmennsku. Miklu máli skipti því fyrir vöxt og viðgang skólans að vel tækist til við uppbyggingu hrossakynbótabúsins. Jón á Vatnsleysu var sér vel meðvit- andi um ábyrgð sína og tók virkan þátt í stefnumótun búsins og umbar reynsluleysi mitt í hrossarækt af ljúfmennsku. Hrossakynbætur eru langtímastarf og árangur ákvarðana sem teknar voru í tíð Jóns í stjórn búsins átti eftir að vera Hólaskóla notadrjúgur. En Hólahrossin hafa um árabil verið leiðandi hérlendis sem erlendis í ræktun fallegra og hæfileikaríkra gæðinga. Jón hafði mjög næmt auga fyrir hestum og hróður hrossaræktarinn- ar á Vatnsleysu í höndum Jóns og fjölskyldu hans er löngu víðkunnur í heimi íslenska hestsins. Ég vil hér fyrir hönd okkar sem áttum samleið með Jóni í ræktunar- starfinu á Hólum þakka honum fyrir farsæl störf í þágu búsins og skólans. Jón var mjög hlýr maður og þau hjón hann og Dísa afar gestrisin. Ógleymanlegt er hvernig þau hjón tóku á móti gestum sínum heima á Vatnsleysu eða í Fjallakránni sem þau áttu og ráku um tíma með mikilli reisn. Þau kunnu svo sannarlega að bjóða fólk velkomið. Ljúft er að minnast góðra stunda í þorrablóts- nefndum og öðrum skemmtunum í sveitinni. Þar var Jón hrókur alls fagnaðar og kímni hans og frásagn- arhæfileikar nutu sín til fulls okkur hinum til skemmtunar. Við þökkum Jóni fyrir samfylgd- ina. Það er sárt að horfa á eftir góð- um dreng hverfa á braut allt of snemma. Jón var traustur vinur vina sinna og minningin um góðan félaga yljar okkur sem horfum honum á bak. Blessuð sé minning Jóns Friðriks- sonar á Vatnsleysu. Við sendum Dísu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason.  Fleiri minningargreinar um Jón K. Friðriksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Einar E. Gíslason, Bjarni Maronson, Kristinn Huga- son, Snæbjörn Björnsson, Víkingur Gunnarsson, Gyða, Þorgrímur og börn, Hinrik Már Jónsson. Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, ÁRMANN EYDAL ALBERTSSON fyrrv. vélstjóri, Vegamótum í Garði, lést laugardaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Útskálakirkju í dag, laugar- daginn 27. nóvember, kl. 13.30. Jónas Eydal Ármannsson, Margrét Þyri Sigurðardóttir, Sigurður Albert Ármannsson, Ólöf Ragnheiður Ólafsdóttir, Elfa Eydal Ármannsdóttir, Atli Alexandersson, barnabörn, Sigríður Benediktsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNHILDAR ÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Hallveigarstíg 10a, Reykjavík. Fyrir hönd ástvina, Agnar Jónsson. Bróðir okkar, EIRÍKUR GUÐMUNDSSON, Ytra-Vatni, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðjudaginn 9. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram. Systkini og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæra, SIGRÍÐUR E. HALLDÓRSDÓTTIR frá Hnífsdal, Þrastarási 6, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 25. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstu- daginn 3. desember kl. 13.00. Eva Hlín Gunnarsdóttir, Rikharð Bess Júlíusson, Marta Gunnarsdóttir, Júlíus Þór Bess Rikharðsson, Anna Lísa Rikharðsdóttir, Brynjar Örn Rikharðsson, Halldór G. Pálsson og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR GESTSSON, Mánavegi 9, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 25. nóvember. Jóna Sigurlásdóttir, Gestur Haraldsson, Kristbjörg Óladóttir, Erla Haraldsdóttir, Kristinn Bjarnason, Sigþór Haraldsson, Ólöf Garðarsdóttir, Birgir Haraldsson, Margrét Auðunsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR FINNSDÓTTIR fyrrv. kennari og skólastjóri, er látin. Geir Agnar Guðsteinsson, Sigurbjörg Gestsdóttir, Finnur Jakob Guðsteinsson, Fanney Sigurðardóttir, Guðlaug Guðsteinsdóttir, Örn Blævar Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.