Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 15 ERLENT SERGEI Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í gær ríki Evrópu- sambandsins (ESB) um „ólögmæt af- skipti“ af málefnum Úkraínu. Þóttu ummæli þessi staðfesta að kosning- arnar í Úkraínu hefðu getið af sér gjá á milli Vesturlanda og Rússlands og höfðu nokkrir fréttaskýrendur á orði að yfirlýsingar ráðherrans minntu um sumt á Kalda stríðið. „Við höfum þungar áhyggjur af við- leitni ákveðinna ríkisstjórna til að leiða ástandið í Úkraínu inn á brautir lögleysunnar,“ sagði Lavrov m.a. á fundi með fréttamönnum í Moskvu. Hann vísaði til yfirlýsinga sem borist hefðu „frá vissum höfuðborgum Evr- ópu“ og sagði þær fela í sér kröfu um að „Úkraína ætti heima með Vestur- löndum“. „Þessar yfirlýsingar … fá mann til að halda að einhver sé mjög áfram um að draga upp nýjar línur í því skyni að kljúfa Evrópu,“ bætti hann við. Bandaríkin og Evrópusambandið eru meðal þeirra sem segja að svik hafi átt sér stað í kosning- unum í Úkraínu um liðna helgi og hafa lýst yfir stuðningi við Viktor Jústsjenkó, leiðtoga stjórn- arandstöðunnar í landinu. Þá hafa stuðningsmenn Jústsjenkó haldið uppi fjölmennum götumótmæl- um í höfuðborginni, Kíev, sem og í öðrum borgum landsins. Athygli vakti að Lavrov vísaði ekki beint til Bandaríkjastjórnar en talaði þess í stað um „vissar ríkisstjórnir“ og „ákveðnar höfuðborgir Evrópu“. Rússar hafa stutt stjórnvöld í Úkra- ínu og hafa þegar viðurkennt sigur frambjóðanda þeirra, Víktors Ja- núkovítsj, í forsetakosningunum. Rússar hafa í forsetatíð Vladímírs Pútíns reynt að auka ítök sín í fyrr- um lýðveldum Sovétríkjanna sem þeir nefna „hin nálægu útlönd“. Rússar líta svo á að Úkraína tryggi ákveðna vörn gagnvart útþenslu Evrópusambandsins og Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til aust- urs. Tryggja beri einingu og sam- stöðu slavnesku þjóðanna. Afskipti Vesturlanda af meintum kosninga- svikum í Úkraínu hafa því getið af sér orðræðu sem um sumt þykir minna á þá spennu sem einkenndi samskipti austurs og vest- urs á dögum Kalda stríðsins. Bandarísk áætlun? Í fréttaskýringu sem birtist í breska dagblaðinu Guardian í gær er því haldið fram að Bandaríkja- menn standi á bak við ólguna í Úkraínu. Höfund- urinn, Ian nokkur Traynor, heldur því fram að rík- isstjórn Bandaríkjanna hafi fjármagnað og skipulagt andófið með því að nýta sér bandarísk ráðgjafarfyrirtæki, sérfræðinga á sviði skoðana- kannana, diplómata, stóru flokkana tvo í banda- rískum stjórnmálum, og margvísleg óháð, banda- rísk áhugasamtök. Markmiðið sé að tryggja framgang lýðræðisins með frjálsum kosningum og kalla síðan fram borgaralega óhlýðni neiti valda- menn að viðurkenna niðurstöður þeirra. Banda- ríkjamenn hafi m.a. leitað eftir samskiptum við unga baráttumenn fyrir lýðræði í Úkraínu sem nýtt hafi sér nýjar aðferðir og Netið til að knýja fram ósigur gjörspilltrar stjórnar. Þetta sé í fjórða skiptið á fjórum árum sem blás- ið sé til þess háttar aðgerðar. Fyrst hafi þessari aðferð verið beitt árið 2000 til að knýja fram sigur á Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta. Þar hafi Richard Miles, sem þá var sendiherra í Belgrad, verið í lykilhlutverki. Í fyrra hafi Miles gert það sama með góðum árangri í Tblisi í Georgíu sem sendiherra Bandaríkjastjórnar þar. Reynt hafi verið að beita þessum tækjum til að knésetja Alex- ander Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rússlands, en það mistekist. Þar hafi verið á ferð Michael Kozak, sendiherra Bandaríkjanna, sem hafi reynslu af viðlíka frá Mið-Ameríku, einkum Níkaragva þar sem söguleg stjórnarskipti urðu á sínum tíma í kjölfar ósigurs sandínista. Rússar fordæma afskipti af málefnum Úkraínu Utanríkisráðherra Rússa segir „vissar ríkisstjórnir“ bera ábyrgð á ólgunni Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands. ’Þessar yfirlýsingar … fámann til að halda að einhver sé mjög áfram um að draga upp nýj- ar línur til að kljúfa Evrópu.‘ Moskvu. AFP. MINNSTU munaði, að stórslys yrði á Gardermoen-flugvelli í Noregi síðastliðinn mánudag en þá hafði tveimur flugvélum SAS-flugfélagsins verið leyft að nota sömu flugbrautina á sama tíma, annarri til að lenda en hinni til að taka á loft. Ekki er alveg ljóst hve marg- ir farþegar voru í vélunum tveimur en norska blaðið Verd- ens Gang áætlar, að þeir hafi verið um 300. Var önnur vélin, Boeing 737, að koma frá Björg- vin en hin, MD-80, á leið til Kaupmannahafnar. Mugga var í lofti og skyggni lítið. Það var rétt fyrir klukkan sjö að morgni sem Kaupmanna- hafnarvélinni var ekið í átt að flugbrautinni og á sama tíma voru flugmenn vélarinnar frá Björgvin að búa sig undir að lenda á henni. Áður en til þess kom áttuðu flugmennirnir á Kaupmannahafnarvélinni sig þó á að ekki væri allt með felldu og stöðvuðu því vélina rétt í þann mund er hún kom að brautinni. Ekki er ljóst hvað varð til að vara þá við. Verdens Gang segir flugum- ferðarstjóranum, sem gaf vél- unum heimild til að nota sömu flugbrautina á sama tíma, hafi verið vikið frá störfum. Lá við stórslysi á Gard- ermoen GEORGE Weah, sem var kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA, Alþjóða knattspyrnusam- bandinu, árið 1995, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta í landi sínu, Líberíu, sem er stríðs- hrjáð og fátækt ríki á vestur- strönd Afríku. Weah hóf barátt- una í gær en þá kom hann til Líberíu og var hylltur af þúsund- um aðdáenda sinna. Weah, sem er 38 ára að aldri, hvatti landa sína til að tryggja að forsetakosningarnar á næsta ári færu friðsamlega fram. Hóf hann- atvinnuferil sinn tvítugur hjá Mónakó í Frakklandi. Hann tryggði Mónakó einmitt sigur á Val í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1988 með glæsimarki í síð- ari leik liðanna en Mónakó vann þá 2:1 samanlagt. Síðan lék hann lengst af með AC Milan á Ítalíu. Eftir að Weah kvaddi knatt- spyrnuna hefur hann starfað mik- ið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, ver- ið sérlegur sendiherra UNICEF, Barnahjálpar SÞ, og barist gegn alnæmi í Afríku. Þá hefur hann lagt knattspyrnunni í Líberíu lið, borgað flugferðir fyrir landsliðið og greitt leikmönnum fyrir þátt- töku í leikjum. Weah er þjóðhetja í Líberíu en ástandið þar hefur verið slæmt og hundruð þúsunda manna hafa fallið í borgarastyrj- öld sem hefur geisað í landinu. Weah í forsetastól? Þúsundir manna fögnuðu Weah við komuna til Monróvíu. Monróvía. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda kosningar um helstu embætti í Fatah-hreyfingunni, stærsta félagsskapnum innan Frelsissamtaka Palestínu (PLO), 4. ágúst á næsta ári en það yrðu fyrstu kosningarnar innan Fatah frá 1989. Fréttaskýrendur sögðu þessa ákvörðun lið í viðleitni frammámanna í Fatah til að koma í veg fyrir að Marwan Barghuti bjóði sig fram í forsetakosningunum sem á að halda í Palestínu 9. janúar nk. Í gær til- kynnti síðan talsmaður hans, að hann ætlaði ekki að verða í framboði. Greint var frá því í fyrradag að Barghuti, sem er leiðtogi Fatah á Vesturbakkanum, hefði ákveðið að bjóða sig fram í forsetakosn- ingunum 9. janúar jafnvel þó að hann afpláni nú fimmfaldan lífstíðardóm í Ísrael fyrir morð. Fullvíst þótti að framboð hans myndi verulega draga úr möguleikum Mahmouds Abbas, sem skipaður var forseti PLO til bráðabirgða við fráfall Yassers Arafats, á að ná kjöri en miðstjórn Fatah ákvað á fundi á fimmtudag að Abbas yrði frambjóðandi Fatah í forsetakosningunum. Hefði Barghuti farið frá hefði hann orðið að gera það sem óháður. „Ekkert gert án samráðs“ við Barghuti Abbas er 69 ára gamall en Barghuti er 45 ára og líta marg- ir svo á að um baráttu tveggja kynslóða leiðtoga Palest- ínumanna sé hér að ræða og að yngri kynslóðin telji orðið tíma- bært að hún fái aukin áhrif. All- ir helstu leiðtogar Fatah eru úr hópi þeirra manna sem voru á sínum tíma í útlegð með Arafat í Túnis og þykir yngri mönnum sem endurnýjun þurfi að fara að eiga sér stað. Kadoura Fares, ráðherra í heimastjórn Palestínumanna, fundaði í gær með Barghuti í fangelsi í Ísrael í gær og flutti hann Bargh- uti skilaboð frá Abbas. Rík- isútvarpið í Ísrael sagði það markmið Fares, sem er náinn vinur Barghutis, að fá Barghuti ofan af því að bjóða sig fram en sjálfur sagðist Fares einungis hafa hitt Abbas og að hann hefði beðið sig að komast að raun um hvað það væri sem Barghuti væri að sækjast eftir. „Ég sagði honum að Marwan hefði engar persónulegar óskir. Hann væri einfaldlega fulltrúi tiltekinnar kynslóðar manna sem vildi sjá hann sem forseta,“ sagði Fares. Sagði Fares að Abbas hefði beðið hann að tjá Barghuti að hann yrði framvegis lykilmaður í forystusveit Palestínumanna, að „ekkert yrði gert án samráðs við hann“. Altalað er að Abbas njóti virðingar, m.a. vegna þess að hann er einn af fáum stofn- endum Fatah sem enn eru á lífi. En hann nýtur hins vegar ekki persónulegra vinsælda, a.m.k. ekki sambærilegra og Barghuti sem síðustu árin hefur jafnan komið næstur Ara- fat að vinsældum meðal Palestínumanna. Abbas verði forseti um sinn? Ekki er vitað hvernig Barghuti, sem studdi Óslóar-friðarsamkomulagið en hefur réttlætt ódæðisverk sem framin hafa verið síðan uppreisn Palestínumanna hófst í sept- ember árið 2000, myndi sinna forsetaembætt- inu úr fangelsi en Ísraelar hafa fram til þessa aftekið með öllu að honum verði sleppt úr haldi. Dagblaðið Haaretz hefur eftir nánum sam- starfsmönnum Barghutis að ákveði hann að fara ekki í framboð muni sú ákvörðun ekki koma til af því að hann álíti Abbas framtíð- arleiðtoga Palestínumanna. Þvert á móti, að hann muni þá hafa komist að þeirri nið- urstöðu að það sé heppileg skammtímalausn að Abbas gegni embættinu fyrst um sinn. Yngri mennirnir vilja aukin áhrif Ramallah, Jerúsalem. AP. Barghuti í réttarsal í Ísrael árið 2002. RÚMENAR ganga að kjörborðinu á morgun í forseta- og þingkosn- ingum og ljóst er, að til annarrar umferðar muni koma í forsetakosn- ingunum. Eru helstu keppinaut- arnir þar þeir Adrian Nastase, frá- farandi forsætisráðherra sósíaldemókrata, og Traian Bas- escu, borgarstjóri í Búkarest, fram- bjóðandi mið- og hægriflokka. Hér er Basescu að ganga inn í kosn- ingatjald stuðningsmanna sinna. Reuters Kosið í Rúmeníu á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.