Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 51 MENNING SMIÐUR jólasveinanna nefnist barnaleikrit sem frumsýnt verður hjá Möguleikhúsinu á morgun kl. 14. Leikritið samdi Pétur Eggerz fyrir 12 árum, og var það frumsýnt fyrir jólin árið 1992 við miklar vinsældir, svo miklar að sýningar á því urðu alls 52 talsins á einum mánuði. Í kjölfarið var gefinn út geisladiskur með leik- ritinu, og leikritið sett reglulega upp fram til ársins 1995. Nú hefur Möguleikhúsið ákveðið að taka stykkið aftur til sýninga, enda er hér á ferðinni fjörug sýning sem kemur öllum í jólaskap, að sögn höf- undar og leikstjóra, Péturs Eggerz. „Í því eru líka söngvar eftir Ingva Þór Kormáksson, sem hafa komið út á geisladiski, sem eru mjög skemmti- legir. Jólaleikrit eru alltaf vinsæl og þetta er þar engin undantekning,“ segir Pétur, en þegar hafa verið bók- aðar um 30 sýningar á leikritinu, sem er sýnt í Möguleikhúsinu um helgar en ferðast í leik- og grunnskóla á virkum dögum. „Við náum varla að sinna eftirspurn.“ Leikritið segir frá Völundi gamla, smiðnum sem smíðar allar gjafirnar sem börnin fá frá jólasveinunum á jólunum. Það er heldur einmanalegt hjá Völundi eftir að síðustu svein- arnir eru farnir til byggða, en þá birt- ast óvæntir gestir, tröllabörnin Þusa og Þrasi ásamt jólakettinum. Saman taka þau að rifja upp söguna af fæð- ingu Jesú og þykir hún svo skemmti- leg að þau ákveða að leika hana sam- an. „Sá boðskapur sem felst í þessu verki er þessi hefðbundni jólaboð- skapur um mannkærleikann og vin- áttuna. Að vera góð við hvort annað, alltaf, enn ekki síst á jólunum. Þrasi og Þusa eru sífellt að rífast, eins og nöfnin gefa til kynna, en þau læra það að það geti kannski verið auð- veldara að hjálpast bara að, í stað þess að rífast um hvort þeirra á að búa til jólatréð,“ segir Pétur. Jóla- gjafir koma líka við sögu í leikritinu og segir höfundur líka vissan boðskap tengjast þeim. „Það á að vera hug- urinn sem gildir en ekki kapphlaupið eftir stærstu og flottustu gjöfunum. Að maður noti jólin til að rækta sinn innri mann og samskiptin við aðra.“ Leikhús | Ný sýning hjá Möguleikhúsinu fyrir jólin Smiður jólasveinanna stígur aftur á svið Morgunblaðið/Jim Smart Völundur og jólakötturinn ræðast við í leikritinu Smiður jólasveinanna. KONA í rauðri kápu er fjórða ljóðabók Önnu S. Snorradóttur. Ljóst er að hún er enginn byrjandi. Hugsað um Ezra Pound heitir eitt ljóð bók- arinnar. Af því að dæma hefur hún kynnt sér verk þess mikla meist- ara og hugs- anlega talið sig læra af honum. Þrjú orð hefur hún eftir honum: Make it new. Einkunnarorð eða for- skrift til að fara eftir? Ezra Pound lagði mikið upp úr orða- valinu, hætti ekki leit fyrr en hann hafði fundið það sem hann taldi vera rétta orðið. Í ljóði sínu kveðst Anna þrásinn- is hafa reynt að yrkja til hans en aldrei tekist að ljúka því: »Það er aldrei nógu gott, / aldrei nógu nýtt / handa Ezra.« Vandinn er sem forðum að finna rétta orðið. Að Anna hafi að sínu leyti velt þeim vanda fyrir sér sannast á yf- irskrift ljóðanna, Engin orð, Árátta orðanna og Að drekkja orðum. Kaflinn, þar sem þau er að finna, heitir líka blátt áfram: Orð. En orð er ekki sjálfvakið. Það sprettur af tilefni. Hvort sem leitað er langt eða skammt verður það alltént njörvað við yrkisefnið, hvað svo sem skáld- ið er að yrkja um í það og það skiptið. Og yrkisefnum Önnu er ekki markaður svo víður rammi að tilefni gefist til margs konar orðaleitar. Eitt ljóð hennar heitir Minning. Tit- illinn er dæmigerður. Ljóð hennar eru mestmegnis spunn- in utan um minningar. Þetta eru með öðrum orðum tilbrigði við liðnar lífsstundir, alla jafna ljúfar og friðsælar, ævidaga sem fest hafa í minni og fara vel í ljóði. Einfalda texta sína skreytir svo skáldkonan með kunnuglegum líkingum og per- sónugervingum. Dæmi má taka af upphafi ljóðsins Árátta orðanna: »Þegar ljóð heldur frá bæ / er það eitt síns liðs / mjóslegið, áttavillt.« Skáldkon- an heyrir nóttina gráta (Breyttir tímar), ísrósir dansa á gluggum (Ísrósir), glugga- tjöld hefjast handa (Dagur), skugginn er alvarlegur, íbygginn (Skugginn við skráar- gatið) og þannig mætti lengi telja. Þetta eru í fáum orðum sagt einfaldir textar. Efnið er sótt í daglega lífið í næsta umhverfi og reynslu þá sem saman hefur safnast á langri ævi. Líkinga- málið er auðskilið hverjum þeim sem handgenginn er eldri kveðskap, og þarf varla til. Orðavalið tekur mið af því. Skáldkonan ætlar sér ekki um of en vandar á sinn hátt það sem hún tekur sér fyrir hend- ur. Einfaldir textar BÆKUR Ljóð Höf. Anna S. Snorradóttir. 59 bls. Útg. Fjörður. Reykjavík, 2004. Kona í rauðri kápu Erlendur Jónsson Anna Snorradóttir Hólmavík. Hér er um að ræða klass- íska ævisögu manns sem aldrei hefur birt staf eftir sig, en býr yfir ritleikni sem mörgum alþýðumönnum er í blóð borin. Í ævibók Sverris er sagt frá alvöru lífsins á Ströndum á 20. öld, en gamansemi og léttleiki svífur yfir vötnunum. 272 bls. Prentun: Ásprent, Ak- ureyri. Útgefandi: Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Verð: 3.980 kr. Yfir ljósmúrinn er safn af dulræn- um sögum og sögnum, einkum að vestan, í sam- antekt Stein- unnar Eyjólfs- dóttur, en hún hefur áður gefið út nokkrar bækur. Í bókarauka er fjallað um spá- konur á Íslandi en um þá stétt sem heild hefur ekki mik- ið verið fjallað. 136 bls. Prentun: Ásprent, Ak- ureyri. Útgefandi: Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Verð: 1.980 kr. 101 ný vestfirsk þjóðsaga, 7. bók í samantekt Gísla Hjartarsonar á Ísa- firði. Sögusviðið er allt gamla Vest- fjarðakjördæmið. Hinar nýju þjóðsög- ur Gísla um Vest- firðinga eru fyrst og fremst gefnar út sem gamanmál og þó persónur séu ávallt nefndar réttum nöfnum, má ekki taka þær sem sagnfræði á nokkurn hátt. 119 bls. Prentun: Ásprent, Akureyri. Útgefandi: Vestfirska forlagið á Hrafns- eyri. Verð: 1.900 kr. Árbók Barða- strandarsýslu 2004. Sögufélag Barða- strandarsýslu hefur nú hafið útgáfu á Ár- bókinni eftir alllangt hlé, í samvinnu við Vestfirska forlagið. Er þetta þriðja bókin sem þessir aðilar gefa út saman, en um er að ræða fróð- leik um menn og málefni á sunn- anverðum Vestfjörðum. 164 bls. Prentun: Ásprent, Akureyri. Útgefandi: Vestfirska forlagið á Hrafns- eyri. Verð: 2.150 kr. Mannlíf og saga fyrir vestan, 15. hefti. Í þessari ritröð, sem kemur út tvisv- ar á ári, undir rit- stjórn Hallgríms Sveinssonar, er fjallað um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju í blíðu og stríðu, gamni og alvöru. Hér kemur víða fram að ennþá meta margir Vestfirðingar manngildið meira í dugnaði, ósérhlífni og fleiri mannkostum en í peningum. 80 bls. Prentun: Ásprent, Akureyri. Útgefandi Vestfirska forlagið á Hrafns- eyri. Verð 1.700 kr. Eftir: Pétur Eggerz Leikstjórn: Pétur Eggerz Tónlist: Ingi Þór Kormáksson Leikmynd: Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz Leikarar: Bjarni Ingvarsson, Aino Freyja Järvelä, Alda Arn- ardóttir og Pétur Eggerz. Smiður jóla- sveinanna Út er komin ný bók í ritröð Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar og nefn- ist hún Fortíðardraumar. Sjálfs- bókmenntir á Íslandi. Þar fjallar Sig- urður Gylfi Magnússon með lýsandi dæmum um sjálfsbókmenntir á tuttugustu öld – sjálfsævisögur, endurminningarit, samtalsbækur, skáldævisögur, ævisögur – og helstu einkenni þeirra. Samhengi íslenskra sjálfsbókmennta er útskýrt og hvernig fræðimenn hafa nýtt slík ritverk. Að auki kemur fram með hvaða hætti sjálfið er mótað í dag- bókum, bréfum, þjóðlegum fróðleik, viðtölum, minningargreinum, opinber- um heimildum og með skynjun heim- ilda. Útgefandi Háskólaútgáfan. 400 bls. Kilja. Leiðbeinandi verð: kr. 3.600. Póstsaga Íslands 1873–1935 er eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing. Þar er rakin saga póstþjónustu á þessu tímabili en líka samgöngusaga Íslend- inga. Þróunin var frá póstlestum til póstvagna og frá þeim til bifreiða og flugvéla, sem fluttu fólk og varning auk bréfa og böggla. Örust var þróunin í póst- flutningum milli Ís- lands og útlanda og með ströndum landsins, og hér kepptu útlend fé- lög við íslensk og hálfíslensk um hylli farþega. Póstsaga Íslands er ríkulega skreytt myndum frá því tímabili sem fjallað er um. Myndir eru af land- póstum, póstskipum, flóabátum og póstbílum auk fjölda skjala sem tengj- ast efni bókarinnar. Þá má finna kort og súlurit sem varpa nýju ljósi á efnið. Sú rannsókn sem liggur að baki þessari bók leiðir í ljós að póst- samgöngur innanlands stóðu lengi að baki því sem gerðist erlendis. Öðru máli gegndi með siglingar milli Ís- lands og útlanda. Þar var þróunin á svipuðum nótum og í nágrannalönd- um. Útgefandi er Íslandspóstur. 424 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.