Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 51

Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 51 MENNING SMIÐUR jólasveinanna nefnist barnaleikrit sem frumsýnt verður hjá Möguleikhúsinu á morgun kl. 14. Leikritið samdi Pétur Eggerz fyrir 12 árum, og var það frumsýnt fyrir jólin árið 1992 við miklar vinsældir, svo miklar að sýningar á því urðu alls 52 talsins á einum mánuði. Í kjölfarið var gefinn út geisladiskur með leik- ritinu, og leikritið sett reglulega upp fram til ársins 1995. Nú hefur Möguleikhúsið ákveðið að taka stykkið aftur til sýninga, enda er hér á ferðinni fjörug sýning sem kemur öllum í jólaskap, að sögn höf- undar og leikstjóra, Péturs Eggerz. „Í því eru líka söngvar eftir Ingva Þór Kormáksson, sem hafa komið út á geisladiski, sem eru mjög skemmti- legir. Jólaleikrit eru alltaf vinsæl og þetta er þar engin undantekning,“ segir Pétur, en þegar hafa verið bók- aðar um 30 sýningar á leikritinu, sem er sýnt í Möguleikhúsinu um helgar en ferðast í leik- og grunnskóla á virkum dögum. „Við náum varla að sinna eftirspurn.“ Leikritið segir frá Völundi gamla, smiðnum sem smíðar allar gjafirnar sem börnin fá frá jólasveinunum á jólunum. Það er heldur einmanalegt hjá Völundi eftir að síðustu svein- arnir eru farnir til byggða, en þá birt- ast óvæntir gestir, tröllabörnin Þusa og Þrasi ásamt jólakettinum. Saman taka þau að rifja upp söguna af fæð- ingu Jesú og þykir hún svo skemmti- leg að þau ákveða að leika hana sam- an. „Sá boðskapur sem felst í þessu verki er þessi hefðbundni jólaboð- skapur um mannkærleikann og vin- áttuna. Að vera góð við hvort annað, alltaf, enn ekki síst á jólunum. Þrasi og Þusa eru sífellt að rífast, eins og nöfnin gefa til kynna, en þau læra það að það geti kannski verið auð- veldara að hjálpast bara að, í stað þess að rífast um hvort þeirra á að búa til jólatréð,“ segir Pétur. Jóla- gjafir koma líka við sögu í leikritinu og segir höfundur líka vissan boðskap tengjast þeim. „Það á að vera hug- urinn sem gildir en ekki kapphlaupið eftir stærstu og flottustu gjöfunum. Að maður noti jólin til að rækta sinn innri mann og samskiptin við aðra.“ Leikhús | Ný sýning hjá Möguleikhúsinu fyrir jólin Smiður jólasveinanna stígur aftur á svið Morgunblaðið/Jim Smart Völundur og jólakötturinn ræðast við í leikritinu Smiður jólasveinanna. KONA í rauðri kápu er fjórða ljóðabók Önnu S. Snorradóttur. Ljóst er að hún er enginn byrjandi. Hugsað um Ezra Pound heitir eitt ljóð bók- arinnar. Af því að dæma hefur hún kynnt sér verk þess mikla meist- ara og hugs- anlega talið sig læra af honum. Þrjú orð hefur hún eftir honum: Make it new. Einkunnarorð eða for- skrift til að fara eftir? Ezra Pound lagði mikið upp úr orða- valinu, hætti ekki leit fyrr en hann hafði fundið það sem hann taldi vera rétta orðið. Í ljóði sínu kveðst Anna þrásinn- is hafa reynt að yrkja til hans en aldrei tekist að ljúka því: »Það er aldrei nógu gott, / aldrei nógu nýtt / handa Ezra.« Vandinn er sem forðum að finna rétta orðið. Að Anna hafi að sínu leyti velt þeim vanda fyrir sér sannast á yf- irskrift ljóðanna, Engin orð, Árátta orðanna og Að drekkja orðum. Kaflinn, þar sem þau er að finna, heitir líka blátt áfram: Orð. En orð er ekki sjálfvakið. Það sprettur af tilefni. Hvort sem leitað er langt eða skammt verður það alltént njörvað við yrkisefnið, hvað svo sem skáld- ið er að yrkja um í það og það skiptið. Og yrkisefnum Önnu er ekki markaður svo víður rammi að tilefni gefist til margs konar orðaleitar. Eitt ljóð hennar heitir Minning. Tit- illinn er dæmigerður. Ljóð hennar eru mestmegnis spunn- in utan um minningar. Þetta eru með öðrum orðum tilbrigði við liðnar lífsstundir, alla jafna ljúfar og friðsælar, ævidaga sem fest hafa í minni og fara vel í ljóði. Einfalda texta sína skreytir svo skáldkonan með kunnuglegum líkingum og per- sónugervingum. Dæmi má taka af upphafi ljóðsins Árátta orðanna: »Þegar ljóð heldur frá bæ / er það eitt síns liðs / mjóslegið, áttavillt.« Skáldkon- an heyrir nóttina gráta (Breyttir tímar), ísrósir dansa á gluggum (Ísrósir), glugga- tjöld hefjast handa (Dagur), skugginn er alvarlegur, íbygginn (Skugginn við skráar- gatið) og þannig mætti lengi telja. Þetta eru í fáum orðum sagt einfaldir textar. Efnið er sótt í daglega lífið í næsta umhverfi og reynslu þá sem saman hefur safnast á langri ævi. Líkinga- málið er auðskilið hverjum þeim sem handgenginn er eldri kveðskap, og þarf varla til. Orðavalið tekur mið af því. Skáldkonan ætlar sér ekki um of en vandar á sinn hátt það sem hún tekur sér fyrir hend- ur. Einfaldir textar BÆKUR Ljóð Höf. Anna S. Snorradóttir. 59 bls. Útg. Fjörður. Reykjavík, 2004. Kona í rauðri kápu Erlendur Jónsson Anna Snorradóttir Hólmavík. Hér er um að ræða klass- íska ævisögu manns sem aldrei hefur birt staf eftir sig, en býr yfir ritleikni sem mörgum alþýðumönnum er í blóð borin. Í ævibók Sverris er sagt frá alvöru lífsins á Ströndum á 20. öld, en gamansemi og léttleiki svífur yfir vötnunum. 272 bls. Prentun: Ásprent, Ak- ureyri. Útgefandi: Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Verð: 3.980 kr. Yfir ljósmúrinn er safn af dulræn- um sögum og sögnum, einkum að vestan, í sam- antekt Stein- unnar Eyjólfs- dóttur, en hún hefur áður gefið út nokkrar bækur. Í bókarauka er fjallað um spá- konur á Íslandi en um þá stétt sem heild hefur ekki mik- ið verið fjallað. 136 bls. Prentun: Ásprent, Ak- ureyri. Útgefandi: Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Verð: 1.980 kr. 101 ný vestfirsk þjóðsaga, 7. bók í samantekt Gísla Hjartarsonar á Ísa- firði. Sögusviðið er allt gamla Vest- fjarðakjördæmið. Hinar nýju þjóðsög- ur Gísla um Vest- firðinga eru fyrst og fremst gefnar út sem gamanmál og þó persónur séu ávallt nefndar réttum nöfnum, má ekki taka þær sem sagnfræði á nokkurn hátt. 119 bls. Prentun: Ásprent, Akureyri. Útgefandi: Vestfirska forlagið á Hrafns- eyri. Verð: 1.900 kr. Árbók Barða- strandarsýslu 2004. Sögufélag Barða- strandarsýslu hefur nú hafið útgáfu á Ár- bókinni eftir alllangt hlé, í samvinnu við Vestfirska forlagið. Er þetta þriðja bókin sem þessir aðilar gefa út saman, en um er að ræða fróð- leik um menn og málefni á sunn- anverðum Vestfjörðum. 164 bls. Prentun: Ásprent, Akureyri. Útgefandi: Vestfirska forlagið á Hrafns- eyri. Verð: 2.150 kr. Mannlíf og saga fyrir vestan, 15. hefti. Í þessari ritröð, sem kemur út tvisv- ar á ári, undir rit- stjórn Hallgríms Sveinssonar, er fjallað um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju í blíðu og stríðu, gamni og alvöru. Hér kemur víða fram að ennþá meta margir Vestfirðingar manngildið meira í dugnaði, ósérhlífni og fleiri mannkostum en í peningum. 80 bls. Prentun: Ásprent, Akureyri. Útgefandi Vestfirska forlagið á Hrafns- eyri. Verð 1.700 kr. Eftir: Pétur Eggerz Leikstjórn: Pétur Eggerz Tónlist: Ingi Þór Kormáksson Leikmynd: Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz Leikarar: Bjarni Ingvarsson, Aino Freyja Järvelä, Alda Arn- ardóttir og Pétur Eggerz. Smiður jóla- sveinanna Út er komin ný bók í ritröð Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar og nefn- ist hún Fortíðardraumar. Sjálfs- bókmenntir á Íslandi. Þar fjallar Sig- urður Gylfi Magnússon með lýsandi dæmum um sjálfsbókmenntir á tuttugustu öld – sjálfsævisögur, endurminningarit, samtalsbækur, skáldævisögur, ævisögur – og helstu einkenni þeirra. Samhengi íslenskra sjálfsbókmennta er útskýrt og hvernig fræðimenn hafa nýtt slík ritverk. Að auki kemur fram með hvaða hætti sjálfið er mótað í dag- bókum, bréfum, þjóðlegum fróðleik, viðtölum, minningargreinum, opinber- um heimildum og með skynjun heim- ilda. Útgefandi Háskólaútgáfan. 400 bls. Kilja. Leiðbeinandi verð: kr. 3.600. Póstsaga Íslands 1873–1935 er eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing. Þar er rakin saga póstþjónustu á þessu tímabili en líka samgöngusaga Íslend- inga. Þróunin var frá póstlestum til póstvagna og frá þeim til bifreiða og flugvéla, sem fluttu fólk og varning auk bréfa og böggla. Örust var þróunin í póst- flutningum milli Ís- lands og útlanda og með ströndum landsins, og hér kepptu útlend fé- lög við íslensk og hálfíslensk um hylli farþega. Póstsaga Íslands er ríkulega skreytt myndum frá því tímabili sem fjallað er um. Myndir eru af land- póstum, póstskipum, flóabátum og póstbílum auk fjölda skjala sem tengj- ast efni bókarinnar. Þá má finna kort og súlurit sem varpa nýju ljósi á efnið. Sú rannsókn sem liggur að baki þessari bók leiðir í ljós að póst- samgöngur innanlands stóðu lengi að baki því sem gerðist erlendis. Öðru máli gegndi með siglingar milli Ís- lands og útlanda. Þar var þróunin á svipuðum nótum og í nágrannalönd- um. Útgefandi er Íslandspóstur. 424 bls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.