Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 29 UMRÆÐAN MEÐ samstilltu átaki stjórnmála- manna, íþróttahreyfingarinnar og atvinnulífsins getur Ísland orðið í fremstu röð á sviði afreksíþrótta. Af- reksíþróttamenn eru fyrirmyndir annarra ungmenna í sínu heimalandi og góð landkynning út á við. Afreks- íþróttir eru því ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar. Á fundi sem íþrótta- og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, átti með formönnum sérsambanda innan ÍSÍ nýlega, kom fram að unnið er að því að setja á fót nefnd sem móti stefnu hins opinbera í íþrótta- málum almennt og er það fagnaðar- efni og tímabært. Á fundinum hafði undirritaður framsögu fyrir hönd sérsamband- anna um gildi afreksíþrótta og reifar hér helstu rök og áhersluatriði fyrir eflingu þeirra þjóðinni allri til heilla. Gildi afreksíþrótta Afreksíþróttir skipta máli fyrir út- breiðslu íþrótta og fjármál íþrótta- hreyfingarinnar. Þær geta skapað breidd, vakið áhuga ungmenna á iðkun íþrótta og laðað að sjálf- boðaliða til að sinna íþróttastarfinu. Þær hafa því uppeldislegt og heilsu- samlegt gildi um leið og þær smita út frá sér sem sjálfstætt afl sem vek- ur vonir og kemur hreyfingu á hluti. Þær eru það afl sem draga íþrótta- vagninn ef svo má segja. Afreksíþróttir hafa líka jafnrétt- isgildi, þar sem athyglin beinist að dugnaði íþróttamannanna, en ekki uppruna, kyni eða þjóðfélagsstöðu, ekki hvort þeir eru hvítir eða svartir, ríkir eða fátækir. Afreksíþróttir geta jafnframt verið góð landkynn- ing og ýtt undir alþjóðleg samskipti og vináttu um leið og þær geta eflt þjóðarstolt og hvatt til sameiningar. Afreksíþróttafólk líkt og afreksfólk á öðrum sviðum er fyrirmyndir sem hvetja einstaklinga, hópa og fyr- irtæki til að leggja mikið á sig til að ná hámarksárangri. Við unnin afrek vex sjálfstraust og framtakssemi einstaklinga, hópa og jafnvel heillar þjóðar. Að treysta sjálfum sér til af- reka og árangurs er mikilvægt hverri þjóð. Færa má rök fyrir því að afreks- íþróttamenn yfirfæri árangursþörf sína á önnur svið síðar s.s. atvinnu. Í ljósi þessa eru afreksíþróttir ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar, þær hafa þjóðfélagslegt gildi og því ekki óeðlilegt að hið opinbera og fyr- irtæki í enn ríkari mæli fjárfesti myndarlega í eflingu þeirra. Staðan í dag Afreksstefna ÍSÍ var samþykkt á íþróttaþingi árið 2000. Sér- samböndin, hvert og eitt, móta sína afreksstefnu, enda er það skilyrði fyrir styrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ. Frá árinu 2000 hefur Afreks- sjóðurinn úthlutað 170 milljónum í svokallaða a-, b- og c-styrki til ein- staklinga og hópa. Jafnframt hefur 30 milljónum verið úthlutað úr sjóði sem nefnist Styrktarsjóður ungra og framúrskarandi efnilegra íþrótta- manna. Þetta eru 40 milljónir á ári sem gera um 134 krónur á hvert mannsbarn í landinu. Í ljósi ávinn- ings af afreksíþróttum er hér ekki um háar fjárhæðir að ræða og er full ástæða til að bæta úr því. Þess skal einnig getið að einstök sveitarfélög hafa jafnframt mótað sína afreks- stefnu og veita mismikið fjármagn til framkvæmdar þeirri stefnu. Hvað gera Danir? Danir hafa sett á stofn nokkuð sem þeir kalla „Team Danmark“. „Team Danmark“ hefur þá sýn og það markmið að í Danmörku skulu vera bestu aðstæður í heimi til að stunda afreksíþróttir. Til að svo megi vera þurfa eftirtaldir fimm þættir að spila saman: Þættir sem snúa að íþrótta- manninum s.s. þjálfun, mælingar, rannsóknir, fræðsla og fjárhags- legur stuðningur Skipulag og forysta íþrótta hreyfingarinnar verður að vera skilvirk Fjármál og viðskipti íþrótta hreyfingarinnar verða að vera traust og örugg Öryggis- og heilbrigðismál innan hverrar greinar verða að vera fullnægjandi Aðstæður til keppni verða að vera með þeim bestu sem gerast. Um þessi markmið er þjóðarsátt og unnið er að fram- kvæmd þessarar stefnu á öllum stigum stjórnkerfisins. Ísland fyrirmynd annarra þjóða Við Íslendingar erum að eignast afreksfólk á ýmsum sviðum á heimsvísu. Nægir að nefna í því sambandi tónlist, íþróttir, við- skipti, skák, fegurð, hönnun, forritun, bók- menntir, vísindi, kvikmyndir, útivist og þrekraunir. Þeir einstaklingar sem náð hafa árangri á heimsvísu hvort sem þeir heita Björk, Kári, Laxness, Jón Ásgeir, Eiður eða Þór- ey Edda koma allir úr umhverfi sem ýtir undir sköpun og árangur. Ein- staklingshyggjan, fá- mennið, veðrið, fjar- lægðin, agaleysið og lífsbaráttan fyrr á öld- um hefur skapað um- hverfi sem virðist ekki hindra að hér skapist jarðvegur fyrir mótun afreksfólks. Með þann bakgrunn sem við Ís- lendingar höfum er það skoðun undirritaðs að við getum skapað enn betri aðstæður t.d. á sviði íþrótta og þannig búið til fleiri afreksíþróttamenn þjóðinni til farsældar. Til að svo megi verða þarf markvissa afreks- stefnu í gegnum öll stig stjórn- skipulagsins, frá ríkisstjórn til sveit- arfélaga og frá ÍSÍ til sérsambanda og félaga. Með slíkri stefnu og nauð- synlegu fjármagni til framkvæmdar hennar er ég viss um að Ísland getur orðið fyrirmynd annarra þjóða ekki bara á sviði lífsgæða, ánægju og heilbrigðis heldur einnig á sviði af- reksíþrótta. Ég hafna þeim rökum sem stundum heyrast að við séum svo fá, við erum margsinnis búin að afsanna þá fullyrðingu samanber dæmin hér að ofan. Ísland, land íþrótta og afreka Gunnar Einarsson fjallar um afreksíþróttir ’Færa má rök fyrir þvíað afreksíþróttamenn yfirfæri árangursþörf sína á önnur svið síðar, s.s. atvinnu.‘ Gunnar Einarsson Höfundur er formaður Fimleika- sambands Íslands. Frumsýning 7. janúar Miðasalan er opin kl. 12:00 - 20:00 • Einnig hægt að kaupa miða á þessu verði á netinu þennan tíma. FORSALA Í EINN DAG! Leikendur: Björn Ingi Hilmarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hanna María Karlsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sveinn Geirsson, Theodór Júlíusson. Híbýli vindanna er leikrit um drauma, brostnar vonir og söknuð, en fjallar síðast en ekki síst um þrautseigju og fórnir fólks í leit að nýjum samastað í tilverunni. Lýsing: Lárus Björnsson • Tónlist: Pétur Grétarsson • Búningar: Filippía I. Elísdóttir • Leikmynd: Vytautas Narbutas • Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir • Kl 13:00 UPPLESTUR - Björn Ingi Hilmarsson les úr bókum Böðvars Guðmundssonar • Kl 13:30 LEIKGERÐIN - Bjarni Jónsson spjallar um leikgerðina að Híbýlum vindanna • Kl 14:00 TÓNLIST - Jóhanna Vigdís Arnardóttir syngur, Karl Olgeirsson leikur undir • Kl 14:30 UPPLESTUR - Björn Ingi Hilmarsson les Kaffiveitingar - aðgangur ókeypis DAGSKRÁ: OPIÐ HÚS - ALLIR VELKOMNIR! Laugardaginn 27. nóvember verður opið hús í forsal Borgarleikhússins. Miðar í forsölu á eftirfarandi sýningar: Laugardaginn 8. janúar kl. 20:00 Sunnudaginn 9. janúar kl. 20:00 Laugardaginn 15. janúar kl. 20:00 Sunnudaginn 16. janúar kl. 20:00 Föstudaginn 21. janúar kl. 20:00 Leikgerð Bjarna Jónssonar byggð á sögum Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré, verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu 7. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.