Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðmundur Jó-hann Sigmunds- son fæddist á Hofi á Höfðaströnd 16. júní 1908. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki 18. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigmundur Sig- mundsson verka- maður í Árbakka á Hofsósi og kona hans Sigurrós Guðmunds- dóttir. Frá 8-16 ára aldri ólst Guðmund- ur upp í Kýrholti í Viðvíkursveit hjá Margréti Bessadóttur og Gísla Péturssyni en stundaði síðan kaupamennsku og ýmsa tilfallandi vinnu næstu árin. Hinn 4. júní 1938 kvæntist Guð- mundur Fjólu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, f. 1. ágúst 1918, dóttur Gunn- laugs Jónssonar bónda þar og konu hans Sigríðar Gunn- laugsdóttur. Þau Fjóla tóku þá við búi af þeim og bjuggu í Víðinesi samfellt til ársins 1977. Þau eignuðust tvo syni sem upp komust. Þeir eru: Sigurður Gunnlaugur bóndi í Víðinesi, f. 2. maí 1947, kona Helga Svandís Kristins- dóttir, f. 25.5. 1947, d. 28.12. 1999 og Gunnar bóndi í Víðinesi, f. 11.11. 1955, sambýlis- kona Ingibjörg Gísladóttir frá Vöglum í Blönduhlíð, f. 22.1. 1957. Útför Guðmundar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Níutíu og sex ár eru langur tími. Óhætt er að fullyrða að þeir sem náð hafa svo háum aldri, hafi lifað tímana tvenna. Það eru ekki margir sem ná svo háum aldri og halda jafnframt góðri heilsu fram á síðustu ár. Þann- ig var um Munda afa, sem lengst af var bóndi í Víðinesi í Hjaltadal, en flutti síðar á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Þar til fyrir um tveim árum hljóp hann um, nánast eins og táningur og spratt upp úr stólnum af meiri snerpu en flestir þeir sem voru honum áratugum yngri. Enda var honum eiginlegt að ganga til allra verka af krafti og atorku. Það eru fá börn í dag sem njóta þeirra forréttinda að fá að alast upp með stórfjölskyldunni og hafa dagleg samskipti við afa og ömmu sem ekki eru upptekin í vinnu utan heimilis. Þeirra forréttinda naut ég í ríkum mæli í mínum uppvexti. Fyrstu ár ævi minnar bjó öll fjöl- skyldan í saman húsi en síðar hvor í sínu húsinu. Það var þó ekki lengi hlaupið milli húsa og ferðirnar upp í „gamla“ eins og við systkinin köll- uðum húsið hjá Munda og Fjólu ömmu, urðu margar. Það var alltaf hægt að treysta því að einhver væri heima. Daglega og jafnvel oft á dag var skotist milli húsa, spilað á spil, lesnar sögur eða eitthvað annað dundað. Á seinni árum sínum heima í Víði- nesi átti Mundi nokkrar endur sem hann hugsaði um af áhuga og hafði af þeim mikla ánægju. Það var því ósjaldan að við barnabörnin fengum send andaregg eftir að við vorum flutt að heiman. Slíkar sendingar voru ávallt vel þegnar. Þó Mundi væri orðinn nokkuð full- orðinn þegar langafabörnin tóku að tínast í heiminn, nutu þau þó sam- vista við hann um nokkurt skeið. Farið var reglulega í heimsókn á dvalarheimilið. Ef of langur tími leið milli heimsókna fóru litlir guttar að spyrja: „Hvenær förum við næst á elliheimilið?“ Þessar heimsóknir voru ánægjulegar og ekki laust við að maður undraðist kraftinn í rúmlega níræðum manni að leika bílaleik við litla langafastráka og jafnvel að skríða undir sófa til að teygja sig eft- ir bílum sem kappsamir ungir menn höfðu þeytt út í horn. Þegar kveðju vil þér vanda, veran æðsta heyrir mig. Bið ég himins helga anda halda vörð í kringum þig. (Benedikt Einarsson.) Elsku Mundi, þakka þér allar stundirnar okkar saman. Guð blessi þig Inga. Þegar Guðmundur fæddist voru foreldrar hans vinnuhjú hjá Hjálmari Þorgilssyni og Guðrúnu Magnúsdótt- ur á Hofi á Höfðaströnd en fluttu þaðan vorið 1909 í húsmennsku að Bjarnastöðum í Unadal þar sem Sig- mundur afi Guðmundar bjó en vet- urinn 1910–1911 settust þau að í Ár- bakka á Hofsósi þar sem þau bjuggu síðan. Guðmundur var elstur ellefu fæddra systkina og var sendur frá foreldrum sínum 5 ára gamall að Bjarnastaðagerði í Unadal þar sem hann var á þriðja ár. En á áttunda aldursári fór hann að Kýrholti í Við- víkursveit þar sem hann var síðan næstu 8 árin og undi hag sínum vel. Sextán ára gamall fór hann að vinna fyrir sér, fyrst á Hofsósi en síðan var hann eitt vor og sumar ásamt föður sínum og föðurbróður í Hrísey þar sem hann var landmaður á bát sem Jón Sigurðsson frá Hellulandi átti og gerði út. Átján ára gamall var hann um 2–3 vikna skeið í Málmey sum- arið 1926. Þá var Frans Jónatansson bóndi að byggja þar stórt og vandað timburhús á steyptum kjallara. Sex menn unnu þar við að bera grjót og möl heim að húsgrunninum. Mölin var tekin í Jarðfallinu svokallaða, dregin í kassa á spili úr fjörunni upp á bakkann. Þar var hún sett í poka og borin á bakinu heim 300–400 metra vegalengd. Það passaði í eina tunnu sem þeir sex báru í ferð. Næstu árin var Guðmundur víða í vinnu, stund- um vetrarmaður á bæjum eða kaupa- maður á sumrin, m.a. eitt sumar hjá Gunnlaugi í Víðinesi. Á Reykjum, fremsta bæ í Hjaltadal, var hann tvö og hálft ár og Ástvaldi bónda líkaði vel við unga vinnumanninn því hann var bæði ósérhlífinn og áhlaupamað- ur til verka og dugði vel í aðdrátt- arferðum fyrir heimilið. Haustið 1937 varð Ágúst Magn- ússon, annar bóndinn í Víðinesi, óvinnufær vegna brjóstveiki um tíma og réðst Guðmundur þá til hans sem vetrarmaður. Þar með var framtíðin ráðin og vorið 1938 tóku heimasætan Fjóla og Guðmundur við búi foreldra hennar. Guðmundur og Fjóla bjuggu aldrei stórbúi í Víðinesi. Til þess skorti jörðina rými og landkosti, auk þess sem þar var alltaf búið tvíbýli. En Guðmundur var natinn bóndi og mesti snyrtimaður í allri umgengni um hús og hey, bú hans gagnsamt og búskapurinn og sveitastörfin áttu hug hans. Alla ævi var hann eld- snemma uppi á morgnana en kvöld- svæfur að því skapi. Þau hjón kunnu vel að sníða sér stakk og fram- kvæmdir miðuðust við efni og ástæð- ur. Guðmundur var framúrskarandi skuldvar maður og hreint ekki í rónni fyrr en hver reikningur var greiddur. Guðmundur í Víðinesi var í lægra lagi á vöxt en bar sig vel á velli, alla tíð teinréttur og hafði fallegan bak- svip, þykkur undir hönd og þrek- menni, harðskarpur til vinnu, vildi drífa áfram verkin og gera þau strax, góður heyskaparmaður. Hann var í eðli sínu félagslyndur og naut þess að fara á mannamót, smáglettinn en gætinn og orðvar. Aldrei heyrðist hann tala leiðinlega um nokkurn mann, greiðvikinn og gestrisinn. Hann hafði yndi af kórsöng, hafði laglega tenórrödd og söng í kirkju- kór Hólasóknar um nálægt 20 ára skeið. Árið 1977 hættu Guðmundur og Fjóla búskap en héldu áfram heimili með Gunnari syni sínum og Guð- mundur hélt áfram að sýsla við eitt og annað, utan húss eða innan, enda frískur og bar aldur sinn ótrúlega vel. Var hann til heimilis í Víðinesi til ársins 1999 að hann fór á dvalarheim- ili aldraðra á Sauðárkróki en þá var Fjóla komin þangað tæpum fjórum árum fyrr eftir erfið veikindi. Hann hélt andlegum og líkamlegum styrk langt fram yfir nírætt en eftir svæf- ingu og aðgerð fyrir tæpum tveim ár- um fór heilsunni að hraka. Þegar gamall maður, saddur líf- daga, yfirgefur þennan heim eftir farsælt ævistarf er það eðlileg hring- rás lífskeðjunnar. Að fæðast og deyja er óbrigðull gangur sköpunarverks- ins. Þá er ástvinum og samferða- mönnum þökk í huga fyrir að hafa fengið tækifæri að njóta samvista við góðan dreng, auðga líf sitt og þroska af kynningu við hann.Fjölskyldu- tengsl og vinátta við Víðinesfólkið hefur ávallt verið mér fastur og raun- ar ómetanlegur þáttur tilverunnar. Mundi í Víðinesi var giftur móður- systur minni og eldri sonur þeirra jafnaldri minn og leikfélagi. Ég á margar minningar um Munda og má óhætt fullyrða að þar ber hvergi skugga á. Af kynningu minni við hann finnst mér bera einna hæst við- mótshlýju hans og grandvarleika á allan hátt. Þessi kveðjuorð eiga að túlka þökk mína og fjölskyldu minnar til hans sem genginn er á guðs vegu. Ég bið Fjólu frænku minni og ástvinum öll- um blessunar. Það var gott og mann- bætandi að kynnast Munda í Víði- nesi. Hjalti Pálsson frá Hofi. GUÐMUNDUR SIGMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Sigmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Gunnar Rögn- valdsson. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Mundi langafi, þakka þér fyrir allt. Aron Smári og Sindri Snær. HINSTA KVEÐJA ✝ Ármann EydalAlbertsson fædd- ist á Selá á Skaga 8. júní 1929. Hann lést hinn 20. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurlína Lárusdótt- ir, f. 28. maí 1907, frá Keldulandi í Skaga- hreppi, d. 10. júlí 1986, og Albert Er- lendsson frá Selá á Skaga, f. 5. nóvem- ber 1895 á Hóli á Skaga, d. 2. mars 1984. Bræður Ár- manns eru Gunnar Albertsson, f. 7. nóvember 1933, maki Hrefna Björnsdóttir, f. 1. nóvember 1931, frá Kringlu; og Óli Einar Alberts- son, f. 2. október 1941. Ármann kvæntist 19. júní 1953 Elínu Jónasdóttur, f. 20. apríl 1927, frá Gilsbakka í Miðdölum, d. 18. ágúst 1986. Þau bjuggu allan sinn búskap í Garðinum. Börn þeirra eru: 1) Jónas Eydal, f. 29. júní 1952, maki Margrét Þyri Sig- urðardóttir, f. 3. júlí 1955. Börn Jónasar frá fyrra hjónabandi eru Elín Björk, f. 1980, Jónas Davíð, f. 1989, Jóel Geir, f. 1990, og Sig- urdís, f. 1991. 2)Sigurður Albert, f. 14. apríl 1955, maki Ólöf Ragn- heiður Ólafsdóttir, f. 26. mars 1953. Börn þeirra eru: Ármann Eydal, f. 1981, Aðalheiður Dóra, f. 1984, Elín, f. 1986, og Ólafur Kon- ráð, f. 1989. 3) Elfa Eydal, f. 21. júlí 1956, maki Atli Alexand- ersson, f. 7. mars 1953. Börn þeirra eru: Darri, f. 1986, Breki, f. 1988, og Brá, f. 1990. Ármann ólst upp í sveitinni, fyrst á Selá og síðan á Reykjum á Reykjaströnd. Sumarið 1933 fluttu þau að Keldulandi vegna þess að þrír bræður Sigurlínu féllu frá með skömmu millibili og eftir var forsjárlaust heimili þar. Ármann gekk í farskóla í Skaga- hreppi og var vetur- inn 1946–1948 á Reykjaskóla í Hrúta- firði. Sótti mótornámskeið Fiski- félagsins á Akureyri 1949 og tók síðar sveinspróf í vélvirkjun. Tólf ára gamall var hann farinn að ganga til rjúpna í fjallinu ofan við bæinn með haglabyssu. Þrettán ára fór hann að róa á trillu með Ernst Berndsen á Skagaströnd. Átján ára keypti hann sér vörubíl og var með hann í ýmsum verk- efnum í vegagerð o.fl. Þá var atvinnuleysi á Skaga- strönd – Ármann fluttist til Akra- ness, svo í Garðinn. Var lengst af vélstjóri á bátum á vetrarvertíð, allmörg sumur á síldarvertíð og starfaði einnig í vélsmiðjum á Suðurnesjum, nokkur sumur á verkstæði hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar í Búðardal. Síð- ustu starfsárin var hann starfs- maður hjá tækjaviðhaldsdeild Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Útför Ármanns verður gerð frá Útskálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Núna þegar Lykla-Pétur er bú- inn að afhenda þér vegabréfið til himnaríkis er ekki úr vegi að fjalla um manninn sem kynnti mig ekki svo sjaldan sem nafnann sinn. En það var margt fleira sem við áttum sameiginlegt en að vera nafnar. Við erum jú þeim eiginleikum gæddir að vera háværir, stjórnsamir, eiga auðvelt að koma fyrir okkur orði sem og að hafa alltaf rétt fyrir okk- ur, sem vissulega er guðsgjöf sem alltof fáir virðast gera sér grein fyrir, hvað þá að móttaka mögl- unarlaust þann heilaga boðskap sem við höfðum fram að færa. Það var bara einn galli á gjöf Njarðar. Báðir vissum við frá hverjum hinar ýmsu plágur þjóð- félagsins voru komnar, afi taldi reyndar að þar léki bláa höndin að- alhlutverkið meðan ég var fullviss um að bygggræni flokkurinn væri hið íslenska Pandórubox. Því ákváðum við að í nærveru hvor annars skyldu þjóðfélagsmein og pólitík ekki rædd svo fjölskyldu- samkomur færu friðsamlega fram. En það voru tveir eiginleikar afa míns sem ég dáðist hvað mest að. Annar var sá hve boðinn og búinn hann var alltaf að hjálpa til og að- stoða fólk. Hinn eiginleikinn er hæfileiki sem alltof fáir hafa en það er að kalla fram gleði hjá fólki með skemmtilegum sögum. Ein af mín- um uppáhaldssögum er frá því þeg- ar afi hafði dvalið á heilsuhælinu. Í þetta sinn hafði honum tekist eins og svo oft áður að valda usla þar sem hann kom. Einn af sjúklingum heilsuhælisins hafði verið fluttur á brott í sjúkrabíl og fóru margir að spyrjast fyrir hvað hefði komið fyr- ir karlinn og auðvitað gat afi ekki frekar en fyrri daginn setið á sér. Því sagði hann að viðkomandi hefði verið orðinn svo soltinn í kjöt að hann hefði teygt sig út um gluggann og étið skógarþröst sem þar hefði verið. Við þetta varð uppi fótur og fit á heilsuhælinu sem í frásögninni varð auðvitað að blóð- ugri uppreisn gegn bölvuðum kokkinum með grasfæðið. Með lif- andi frásögn og skemmtilegum lýs- ingum tókst honum að fá alla sem á hlustuðu til að skellihlæja. Já, afi minn, þú varst nokkuð merkilegur karl. Þú varst nefnilega einn af þessum hjartahlýju mönn- um sem lést þig varða allt sem var í gangi í þjóðfélaginu. Þú tókst upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín og lést að þér kveða í þeim hlutum sem voru í gangi í kringum þig. Nú á tímum þegar ótrúlega margt fólk reynir að hafa sem minnstar skoðanir og gengur um eins og útlendingar í sínu eigin landi varst þú bara ansi merkilegur maður. Því voru það forréttindi að fá að eiga afa eins og hann Ármann Eydal. Elsku afi, hafðu það sem allra best. Megi englar guðs fylgja þér. Með bestu kveðjum Ármann Eydal Albertsson yngri. Elsku Ármann afi. Nú ertu far- inn í þinn hinsta túr en þú virðist hafa gleymt hvíta pallbílnum. Það má segja að þú, elsku afi, hafir ver- ið með hjarta í samræmi við stærð- ina og þú lifðir fyrir að hjálpa öðr- um. Helstu dæmin um það að okkar mati voru þegar þú ættleidd- ir alla snjótittlinga bæjarins og varðir þá með kjafti og klóm fyrir vágestum í formi heimiliskatta og annarra aðsteðjandi ógna, bjargað- ir ófáum bændum í heyskap þegar heyvinnuvélarnar biluðu, og komst konum í sárri neyð til hjálpar – hvort sem var vegna músagangs, bilaðra pípulagna eða annarra ver- aldlegra vandræða. Þú hafðir sterkar skoðanir á öllu mögulegu og varst óhræddur við að viðra þær. Við munum aldrei gleyma æv- intýralandinu á Vegamótum þar sem ófáar stundir fóru í leik í leyni- herberginu undir stiganum, fjar- sjóðsleitum um húsið, hoppandi á uppblásnu pulsunum úti í garði og skoðandi gersemarnar sem þú geymdir í skúrnum ásamt eftir- minnilegum ferðum á Unni, trill- unni þinni. En þó að við munum sakna þín þá vitum við að þú fórst glaður í þinn hinsta túr og ert nú loks við hlið ömmu á himnum. Sög- ur þínar og hjartahlýja munu ætíð vera okkur í fersku minni en við huggum okkur við það að einn dag munum við öll vera saman á ný. Bestu kveðjur frá okkur öllum. Aðalheiður Dóra, Darri, Elín, Breki, Ólafur Konráð, Jónas Davíð, Brá, Jóel og Sigurdís. ÁRMANN EYDAL ALBERTSSON Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, ÁSTVALDAR ANTONS KRISTÓFERSSONAR, Túngötu 8, Seyðisfirði. Anna Kristín Jóhannsdóttir, Jóhanna Ingibjörg Ástvaldsdóttir, Sigmar Guðbjörnsson, Ingunn Björg Ástvaldsdóttir, Emelía Ástvaldsdóttir, David Hovelsrud, Kristófer Ástvaldsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.