Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 27 MENNING                                                                                             ! "     #$$ !            % # &  !&!  !$$'()) EIN mesta mezzósópransöngkona okkar daga, Anne Sofie von Otter syngur á tónleikum á Listahátíð 4. júní í vor. Meðleikari hennar á tónleikunum verður samstarfs- maður hennar til margra ára, Bengt Forsberg, sem sjálfur er í miklum metum sem einn besti ljóðapíanisti samtímans. Anne So- fie von Otter er óvenju fjölhæf söngkona og er jafnvíg á óp- erusöng, ljóðasöng og barrokkt- ónlist, en hefur einnig sungið bæði leikhúss- og dægurtónlist, og geisladiskar með söng hennar eru margverðlaunaðir. Hún hefur margsinnis hreppt Grammyverð- launin, nú síðast á þessu ári, sem besti söngvarinn. Anne Sofie von Otter fæddist í Stokkhólmi og stundaði söngnám sitt í Guildhall School of Music and Drama í London. Hún nam ljóðasöng af Erik Werba, sem var Íslendingum að góðu kunnur, sem kennari nokkurra okkar bestu söngvara, og píanóleikaranum Geoffrey Parsons, í Vínarborg, og hélt námi áfram í London hjá Veru Rosza. Á óperusviðinu þótti hún strax afburðatúlkandi á óp- erum Mozarts, þar sem helstu hlutverk hennar eru Cherubino í Brúðkaupi Fígarós, Dorabella í Cosi fan tutte og Sextus í La clemenza di Tito. Þá sló hún líka í gegn í hlutverki tónskáldsins í óp- eru Richards Strauss Aríönnu á Naxos. Þrátt fyrir gríð- arlega velgengni í óperuheiminum hef- ur Anne Sofie von Otter helgað stóran hluta ferils síns ljóðasöng, einkum ljóðum Brahms, Mahlers, Strauss, Wolfs og Zeml- inskys. Hún er líka þekkt fyrir fram- úrskarandi túlkun sína á norrænum sönglögum sem hún hefur iðulega á efnis- skrá sinni. Von Otter er fastagestur á öllum kunnustu óp- erusviðum heims, Metropolitan óperunni í New York, Konunglegu óperunni í Covent Garden, Scala óperunni í Mílanó og Þýsku óp- erunni í Berlín. Hún er hávaxin og tíguleg og hefur því verið afar eft- irsótt í svokölluð buxnahlutverk, þar sem mezzósópransönkonur eru í hlutverkum karla, eins og tíðkaðist gjarnan á 17. og 18. og að nokkru allt fram á 20. öld. Barrokktónlistin hefur líka notið krafta Önnu Sofiu, sem og tónlist 20. aldarinnar. Hún er vinsæll gestur á öllum helstu tónlistar- og listahátíðum um allan heim og er dáð jafnt vestan hafs og austan. Frá 1985 hefur Anne Sofie von Otter hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon útgáfufyrirtækið, og útgefnir titlar undir hennar nafni skipta tugum. Góð tónlist, hverrar tegundar sem er, virð- ist hugnast þessari virtu söngkonu, og þeir listamenn sem hún hefur unnið með spanna ólík svið tón- listarinnar, allt frá helstu sérfræðingum barokksins, eins og John Eliot Gardiner, til rokkmeistara á borð við Elvis Costello, en diskur með afrakstri samvinnu þeirra kom út fyrir skömmu. Þegar aldarafmæli Nóbelsverð- launanna var fagnað í Stokkhólmi árið 2001 var Anne Sofie von Ot- ter ásamt kollega sínum Bryn Terfel, fengin til að syngja á sér- stökum tónleikum fyrir alla þálif- andi Nóbelsverðlaunahafa heims, sem boðið hafði veið til Stokk- hólms af tilefninu. Anne Sofie von Otter þykir óvenju miklum mús- íkgáfum gædd. Rödd hennar er þýð og falleg, og hún þykir hafa sérstaklega næmt eyra fyrir blæ- brigðum ólíkra stíltegunda í tón- listinni. Á efnisskrá þeirra Bengts Fors- bergs á Listahátíð í vor verða nor- ræn og írsk sönglög, ljóðasöngvar eftir Schubert og Mahler og leik- hússlög eftir Kurt Weill. Tónlist | Söngkonan heimsfræga Anne Sofie von Otter verður með ljóðatónleika á Listahátíð í Reykjavík í vor Óvenju músíkölsk og afar fjölhæf söngkona Anne Sofie von Otter PLÁCIDO Domingo, tenórsöngvarinn frægi, er væntanlegur hingað til lands í mars á næsta ári, þar sem hann mun halda tónleika í Egils- höll í Grafarvogi þann 13. þess mánaðar. Sin- fóníuhljómsveit Íslands mun leika með Dom- ingo á tónleikunum undir stjórn Eugene Kohn auk íslenskra ein- söngvara og kórs, þó að ekki hafa verið teknar endanlegar ákvarðanir um val í þeim efnum. Að sögn Þóru Guð- mundsdóttur, eins skipuleggjenda tónleikanna, er um stórviðburð að ræða, sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Ég vil nú meina að þetta sé það stærsta sem kemur til Íslands, því Domingo er frægasti tenór í heim- inum dag. Hann heldur ekki marga konserta á ári, á bilinu átta til tíu, og ég myndi því segja að við værum af- skaplega heppin að fá hann,“ segir hún. Í boði verða um 5.000 sæti á tón- leikunum og verður miðaverð frá 9.900 krónum. Þóra segir markið sett á að selja alla miðana á tónleikana. Hún segir Domingo ekki enn hafa gefið upp hvað hann hyggst syngja á tónleikunum, en segist sjálf ekki myndu slá hendinni á móti að heyra O, sole mio í flutningi hans í Egilshöll. „Ég kannast við það frá því að ég var pínulítil frá öðrum söngvurum og það yljar manni alltaf um hjartarætur, svo ég hefði ekkert á móti því,“ segir Þóra hlæj- andi að lokum. 120 ólík hlutverk Plácido Domingo þykir einn fremsti lista- maður heims í dag á sviði óperulistarinnar. Hann er fæddur í Madrid á Spáni en flutt- ist til Mexíkó átta ára gamall, þar sem hann hlaut tónlistarmenntun sína. Frumraun hans á óperusviðinu var Al- fredo úr La Traviata í Monterrey- óperunni, en eftir hana starfaði hann í ísraelsku þjóðaróperunni í tvö og hálft ár. Árið 1966 kom hann fyrst fram í Bandaríkjunum og 1968 þreytti hann frumraun sína við Metropolitan-óperuna í New York og er starfsárið nú hið 36. sem hann starfar við óperuhúsið. Domingo kemur reglulega fram við öll helstu óperuhús heims og hefur sungið 120 ólík óperuhlutverk og sungið inn á yfir 100 geisladiska, en þar af eru 97 óperur í fullri lengd. Um þessar mundir stjórnar hann bæði þjóðaróperunni í Washington og Los Angeles-óperunni, og var um tíma orðaður við stöðu óperustjóra Met- ropolitan. Hann hefur einnig staðið fyrir ýmsum verkefnum til styrktar upprennandi óperusöngvurum. Tónlist | Plácido Domingo á tónleikum í Egilshöll í mars á næsta ári Heldur aðeins tíu tónleika á ári Plácido Domingo ÍSLENSKAR hrollvekjur eru fá- gæti. Það var því með mikilli eft- irvæntingu sem Börnin í Húmdöl- um eftir Jökul Valsson var brotin um kjölinn. Hlutur þeirra greina bókmenntanna sem gjarnan eru kenndar við afþreyingarbók- menntir, svo sem hrollvekjur, vís- indaskáldsögur, glæpasögur og ást- arsögur hefur aldrei verið mikill á íslenskum jólabókamarkaði. Und- anfarin ár virðist þó sem glæpasag- an hafi fengið uppreisn æru. Ef skrif hins liðlega tvítuga höfundar Barnanna í Húmdölum gefa for- smekkinn af því sem koma skal er aldrei að vita nema álögunum verði senn létt af öðrum greinum dæg- urbókmenntanna. Nú stígur fram á ritvöllinn sú kynslóð höfunda sem alist hefur upp við afþreying- armenningu á borð við kvikmyndir, teiknimyndasögur og tölvuleiki frá blautu barnsbeini. Áhugavert verð- ur að fylgjast með því hvort sú kynslóð muni að einhverju leyti verða kyndilberi íslenskra dæg- urbókmennta og auka veg þeirra á komandi árum. Dægurmenning samtímans virð- ist vissulega hafa verið Jökli inn- blástur í Börnunum í Húmdölum. Bæði myndmál, frásagnaraðferð og efnistök bera þess glöggt vitni. Einn helsti styrkur bókarinnar eru myndrænar lýsingar Jökuls. Honum fer það vel úr hendi að draga upp ljóslifandi myndir af staðarháttum, persónum og atburð- um. Sumar lýsingar hans minna um margt á myndskeið úr kvik- myndum. Í hinum fjölmörgu bardaga- og áflogasenum er gjarnan notast við ýkt myndmál kvik- myndanna. „Hann hafði náð að draga peysuna á pabba yfir höfuðið á honum, ríg- hélt í hana og sneri pabba hring eftir hring líkt og hann væri í kúlukasti.“ Hér er dregin upp kómísk mynd af slagsmálum tveggja fullorðinna manna sem svipar helst til teiknimyndar. Ekki líður þó á löngu uns alvaran tekur við og hasar færist í leikinn. „Hann kastaði sér á pabba með út- rétta arma og lenti á honum með fullum þunga. Rúðan mölbrotnaði og þeir ultu báðir út um gluggann, steyptust niður og snerust í hring í loftinu í heiftarlegu faðmlagi“ (bls. 188). Það er þó ekki aðeins í mynd- málinu sem daðrað er við heim kvikmyndanna heldur leikur höf- undur sér einnig að því að nýta sér frásagnaraðferð sem er líklega þekktust fyrir að láta hárin rísa á höfði gesta bíóhúsa. „Spennufalls- kötturinn“ er gott dæmi. Hver þekkir það ekki að vera búinn und- ir að hrökkva í kút þegar eitthvað hræðilegt er við það að gerast á tjaldinu. Áhorfandinn kippist til í sæti sínu – orsökin er köttur. „Skyndilega heyrðist þrusk frá gluggakistunni, bak við gard- ínurnar. Nonni hrökk við og Brynja lyfti sér upp á olnbogana og kveikti á vasaljósinu. Þykkur ljós- geislinn skarst í gegnum myrkrið og lenti á Snúllu sem stökk niður á gólfið og hljóp út úr herberginu“ (bls. 157). Vart þarf að taka fram að stuttu eftir að önd- inni hefur verið varpað léttar, eftir spennu- fallið, gerist að sjálf- sögðu eitthvað hræði- legt.Önnur algeng leið til þess að hrella áhorf- endur og að þessu sinni lesendur er að láta þorparann lifna við eftir að hetjurnar telja sig hafa yfirbugað hann. Þessi leikur að formi kvikmyndanna er djarfur og spennandi og tekst nokkuð vel upp. Börnin í Húmdölum er grípandi hrollvekja sem heldur lesandanum í heljargreipum. Lát- laus stíllinn fer sögunni vel. Um- hverfi hrollvekjunnar er komið listilega til skila. Helsti veikleiki bókarinnar er persónusköpun full- orðna fólksins sem er nokkuð grunn. Við hana hefði mátt leggja meiri rækt. Einnig hefði mátt fækka ofbeldislýsingum bókarinnar því þótt þær séu oft vel skrifaðar verða þær nokkuð langdregnar þegar líða tekur á bókina. Lýsing- arnar eru gjarnan nokkuð hrotta- fengnar og því sennilega ekki ætl- aðar viðkvæmum. „Um leið og konan tók í öxl hennar kipptist Ey- dís til og öskraði. Orkan sem leyst- ist frá henni var svo kröftug að hún tætti konuna í sundur. Blóð og líkamsleifar slettust upp eftir veggjunum, alla leið upp undir loft …“ (bls. 268). Óskandi er að hrollvekja Jökuls Valsonar greiði leið annarra af- þreyingarbókmennta inn á íslensk- an bókamarkað. Börnin í Húmdöl- um auðgar svo sannarlega jólabókaflóruna í ár. Grípandi hrollvekja – ekki ætluð viðkvæmum BÆKUR Hrollvekja Höfundur: Jökull Valsson. Kápa: Hunang. Prentun: Oddi hf. 312 bls. Bjartur, 2004. Börnin í Húmdölum Sif Sigmarsdóttir Jökull Valsson SAGNADANS er heiti nýútkom- innar geislaplötu sem er síðasta hljóðritun söngkonunnar Önnu Pál- ínu Árnadóttur, en platan var hljóð- rituð eftir afar vel heppnaða tón- leika í Þjóðmenningarhúsinu í ágúst sl. Íslenskir sagnadansar, einnig nefndir fornkvæði, eru danskvæði sem eiga það sammerkt með forn- sögunum að höfunda er aldrei getið. Eftir heimildum að dæma hafa sagnadansar lifað góðu lífi á Íslandi allt fram á 18. öld. Í endursköpun sagnadansanna er haft að leiðarljósi að koma ljóðunum vel til skila en einnig að dansinn sé undirliggjandi þannig að skemmt- unin og krafturinn sem þessi menn- ingarfjársjóður býr yfir skili sér sem best. Efnið er áhugavert með tilliti til samfélagsins til forna, þ.á m. má nefna stöðu og örlög kvenna. Flytjendur: Anna Pálína Árna- dóttir, söngur, Tomas Lindberg, gít- ar, mandóla og búsúkí, Görgen Ant- onsson, fiðla, Henning Andersson, fiðla, og Pétur Grétarsson, slagverk. Á plötunni er að finna þjóðlög og nýrri lög sem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árna- dóttir hafa samið við fornkvæðin. Vésteinn Ólason prófessor ritar for- mála og allir textar eru birtir á ís- lensku og í enskri þýðingu Bernards Scudders. Hlynur Helgason hannaði umslag. Anna Pálína & sænska tríóið Draupner Miðaldir og nútíminn kallast á Sagnadans er komin út!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.