Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Í dag fæst opinbert leyfi á jólaundirbúning Egilsstaðabúa og nærsveitunga, þegar kveikt verður á hæsta jólatré landsins fyrir utan kaupfélagið í bænum. Undanfarna daga hafa myndarleg jólaljós verið hengd í ljósastaura og bæjartrén og býr það jóla- undirbúningi íbúanna notalega umgjörð í skammdeginu.    Það vekur undrun að verktakafyrirtæki skuli láta sér detta í hug að bjóða starfs- mönnum upp á að búa í ósamþykktum íbúð- argámum, þar sem ekki er einu sinni inn- angengt á klósett. Fimm slíkir gámar standa í Miðhúsalandi við Egilsstaði og hafa sex menn búið þar í einhverjar vikur, en þeir vinna við byggingu leikskóla fyrir Íslenska aðalverktaka. Nokkrir Lettar bjuggu við sömu aðstöðu af hendi fyrirtæk- isins á Reyðarfirði en ÍAV segjast munu bæta úr þessu hið snarasta.    Nýlega var á ferðinni hér útlenskur mað- ur við mælingar á hljóðum norðurljósa. Hann hefur farið víða um landið með tæki sín og tól og telur sig geta hljóðritað ým- islegt snark og bresti sem stafa af leik ljós- anna um himinhvelið. Áhugaverð iðja í meira lagi og eflaust hávísindaleg. Kannski getum við Íslendingar farið að selja erlend- um ferðamönnum norðurljósaferðir „með hljóði“ hér í skammdegissortanum við ysta haf?    Húsasmiðjan á Egilsstöðum býður upp á sérstæðan glaðning fyrir jólin. Nefnilega kvenkyns jólasvein sem dillar rassinum og berar brjóst sín undir gjallandi jólatónlist þegar ýtt er á takka. Sem sagt búið að klámvæða jólin fyrir okkur og hugsi nú hver sitt. Kannski væri sanngjarnt að biðja fyrirtækið að selja einnig hefðbundinn karl- kyns jólasvein sem gyrti niður um sig brækurnar og dillaði sprellanum hressi- lega? Ómengaður nútímajólaboðskapur til litlu telpnanna okkar og drengjanna sem nema umhverfi sitt af skilyrðislausri for- vitni? Að öðru leyti standa þeir Húsasmiðju- menn sig vel í slagnum og gott að hafa tvær ágætar byggingarvöruverslanir í þeirri framkvæmdahrinu sem hríslast nú um bæ- inn. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Menningarhátíðverður haldin ígrunnskólanum á Breiðdalsvík í dag, laugardag, og hefst kl. 16.30. Gunnlaugur Stefánsson flytur ávarp og Guðjón Sveinsson les úr nýút- kominni bók sinni, Njóla nátttröll býður í afmæli en Einar Árnason mynd- skreytti bókina. Myndir Einars og smáhlutir sem hann bjó til verða einnig til sýnis. Þá les Magnús Stefánsson frá Félagi ljóðaunnenda úr nýút- komnum ljóðabókum og skólahljómsveitin leikur jólalög undir stjórn Eyj- ólfs Ólafssonar, tónlistar- kennara. Kaffihlaðborð verður í boði Breiðdals- hrepps. Blysför verður farin frá grunnskólanum að jóla- trénu, sem stendur við Ásveg. Kveikt verður á jólatrénu og dansað í kringum það. Menningarhátíð Víkingar tryggðu sérAkureyrarmeist-aratitilinn í krullu 2004 (curling) með sigri á Grænjöxlum í síðustu um- ferðinni, 5-4. Mótið hefur staðið yfir í Skautahöllinni undanfarnar vikur en 9 lið tóku þátt að þessu sinni. Í öðru sæti mótsins urðu Fálkar og Ísmeistarar í því þriðja. Víkingar byrj- uðu fremur illa í mótinu og náðu aðeins þremur stigum í fyrstu þremur leikjunum en unnu svo fimm leiki í röð og náðu 13 stigum þegar upp var staðið, unnu 6 leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu ein- um leik. Fálkar hlutu 12 stig og Ísmeistarar 10 stig. Akureyrarmeistarar í krullu með sigurlaunin, f.v. Birg- itta Reynaldsdóttir, Jón S. Hansen, Gísli Kristinsson og Björn Arason en á myndina vantar Hallgrím Indriðason. Víkingar meistarar Ósk Þorkelsdóttirgaf nýverið útvísnakverið Kvöldglettur. Hún er vísnaunnendum að góðu kunn af fjölmörgum hag- yrðingakvöldum, en þar hafa karlar verið í meiri- hluta við háborðið. Til marks um það yrkir hún: Ferskeytlur fljúga að kveldi, feimin er unga daman. Komst inn í karlaveldi á kjaftinum einum saman. Ósk yrkir í orðastað eiginmannsins: Kaldur er vetur og komið er hér kvefið að ásækja frúna. Ó heilagi Drottinn nú þakka ég þér að þögnuð er kerlingin núna. Davíð Hjálmar Har- aldsson las í Morg- unblaðinu að til stæði að breyta á reglum um kattahald á Álftanesi. Skylt yrði að hafa ketti innandyra að næturþeli. Hann yrkir: Er fá læðan öfundsverð ef hún verður breima. Komin er ný kröfugerð: Kettir sofi heima. Kvöldglettur pebl@mbl.is Blönduós | Nonni er hundur og á heima á Blönduósi, nánar til- tekið á Aðalgötu 8. Nonni heitir ekki Nonni svona af því bara. Hann heitir fullu nafni Jón Sig- urðsson í höfuðið á Idol- stjörnunni frá í fyrra. Nonni er unglingur í hunds- legu tilliti og þráir hann ósköpin öll að komast út fyrir lóðamörkin og kanna heiminn. Í lífi hunds og manns eru margar biðskyldur og grípur hundurinn Nonni stund- um til þeirra ráða til að mótmæla takmörkum sínum, að hefja upp raust sína líkt og alnafni hans og eru menn mishrifnir eins og gengur. En Nonni er hundur og hundur er hundur eins og Bjart- ur í Sumarhúsum sagði. Svo ein- falt er það. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nonni hundur Hundalíf Hornafjörður| Bæjarráð Hornafjarðar fjallað á fundi sínum í vikunni um beiðni um framkvæmdaleyfi við vegarstæði við Dynjanda í Nesjum. Ætlunin er að leggja nýjan vegarkafla um 1,4 km langan sem yrði framlenging á endurbyggingu vegar- ins að Almannaskarði. „Mikil bót verður að þessari framkvæmd því blindbeygjan nið- ur fyrir Krosshraunsklettinn verður löguð og einnig beygjan við heimreiðina að Dynj- anda,“ segir í vef sveitarfélagsins. Á fundi bæjarráðs lá einnig fyrir bréf frá Skipu- lagsstofnun þar sem óskað var eftir áliti hvort framkvæmdin væri háð umhverfis- mati. Bæjarráð lagði í framhaldi af því fram bókun þar sem segir að það telji ekki ástæðu til mats á umhverfisáhrifum þar sem framkvæmdin hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif, hvorki vegna eðlis né um- fangs hennar. Þó telur bæjarráð rétt að bíða umsagnar annarra aðila um hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati áður en framkvæmdaleyfi er veitt, sbr. bréf Skipulagsstofnunar. Héraðsverk ehf. hefur að mestu lokið við undirbyggingu vegarins beggja vegna Al- mannaskarðsganga þ.e. neðra burðarlag er komið á mestan hluta vegarins. Fyrstu undirstöður vegskálans við göngin að sunnanverðu voru steypt í vikunni og síð- asta steypa í vegskála að norðan var steypt í gær. Í göngunum er unnið að uppsetningu vatnsklæðninga. Ekki ástæða til umhverf- ismats Eyjafjörður | Samkomulag hefur náðst um að hætta starfrækslu Sauðfjársæð- ingastöðvar Norðurlands á Möðruvöllum en bændum á Norðurlandi er jafnframt tryggður aðgangur að hrútasæði frá stöðvunum í Borgarnesi og Laugardælum á komandi árum, til jafns við aðra við- skiptavini stöðvanna. Jafnframt er frystu hrútasæði dreift á þau svæði sem fjærst liggja sæðingastöðvunum svo sem Austur- land, Norður-Þingeyjarsýslu og Strandir. Gert er ráð fyrir sameiginlegum pöntun- um á fersku sæði fyrir Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð og að afgreiða megi allt að 500 skammta á dag á þetta svæði. Frá þessu er greint á vef Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar. Starfsemi verður hætt ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.