Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón K. Friðriks-son fæddist á Stóra-Árskógi 23. mars 1941. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þóranna Valgerður Hjálmarsdóttir, f. 5. janúar 1911, d. 17. febrúar 1975, og Friðrik Yngvi Árna- son, f. 5. ágúst 1914, d. 20. desember 1965. Þau bjuggu í Kollu- gerði 2 í Glæsibæjarhreppi, þar sem þau reistu nýbýli. Systkini Jóns eru: Eðvald, f. 1937, Katrín, f. 1945, Guðrún Helga, f. 1947, Fririk Árni, f. 1949, d. 1992, Erla Fjóla, f. 1951, og Jóel Berg, f. 1955. Skólaganga Jóns var á Akur- eyri. Hann varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum þar sem hann hlaut strax ýmsar viður- kenningar fyrir tamningar. Árið 1964 kvæntist Jón eftirlif- andi eiginkonu sinni Árdísi Maggý Björnsdóttur. Foreldrar hennar voru Bergþóra Áslaug Árnadóttir, f. 17. nóvember 1917, d. 19. júlí 1995, og Björn Magn- ússon, f. 14. nóvember 1902, d. 10. apríl 1974. Jón og Árdís eiga tvö börn. Þau eru: 1) Anna Þóra Jónsdóttir, f. 23. september 1965, maki Marjan Herko- vic og eiga þau einn son sem er Jón Herkovic. Þeirra heimili er á Akur- eyri. 2) Björn Frið- rik, f. 7. september 1970, maki Arndís Björk Brynjólfsdótt- ir. Þau búa á Vatns- leysu í Skagafirði. Jón og Árdís fluttu að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1966 og voru með blandað bú í sex ár. Síðan keyptu þau jörðina Vatns- leysu í sömu sveit og sneru sér al- farið að hrossarækt og hefur Jón verið hrossaræktandi í meira en 40 ár og gegnt trúnaðarstörfum á því sviði. Hann var á tímabili í stjórn hrossakynbótabúsins á Hól- um og nú á seinni árum sat hann í stjórn hjá Fagráði í hrossarækt. Jón var mjög ljóðelskur og hag- mæltur og unni fögrum söng. Árið 1999 opnuðu þau hjón veitingahús sem hlaut nafnið Fjallakráin. Var veitingarekstur þar í nokkur ár við miklar vinsældir innlendra og erlendra gesta. Ber Fjallakráin vott um hagleik Jóns og er hans minnisvarði ásamt hrossarækt- inni. Útför Jóns fer fram frá Hóla- dómkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Loftið er lævi blandið, það snjóar og snjóar, skýin hrannast upp en það er stafalogn. Ég er stödd í Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar við dánarbeð manns- ins míns. Það er gengið hljóðlega um ganga. Í sjúkrastofunni er fjölskyld- an og nánustu ættingjar saman komnir til að veita styrk til hinstu stundar. Blóm eru á borði og kerta- ljós en ljúfir skagfirskir tónar berast út í lágnættið. Ég læt hugann reika, minningarnar þyrlast upp. Það var fyrir 44 árum að ég sá Jón Friðriks- son í fyrsta skipti. Ég var mjög ung að árum en síðar lágu leiðir okkar saman. Ég heillaðist strax af þessum myndarlega manni sem var svo frá- bær hestamaður og skáld. Í mínum huga komst enginn í hálfkvisti við hann, t.d. þegar hann kom á Blesa sínum upp allar tröppurnar á æsku- heimili mínu á Akureyri til að sýna mér hvað þeir voru frábærir saman Blesi og hann, og sannfæringar- krafturinn, áræði og hugmynda- auðgi fylgdu honum til æviloka. Það var auðvelt að hrífast með Nonna og saman áttum við yndisleg ár og yndislega fjölskyldu. En skuggar svartnættis læddust að. Það var fyrir sex árum að hann greindist með krabbamein sem hann tókst á við, sönn hetja, af æðruleysi og hug- rekki, jákvæðni og þrautseigju. Það má segja að jákvæðnin og kærleik- urinn sem Nonni deildi með okkur í gegnum lífið og ekki síst í veikind- unum sé mikil gjöf sem hann gaf okkur, hann var maður vorsins og gróandans og hvatti okkur til að hlusta á lífið. Hér fer á eftir ljóð sem hann orti í veikindum sínum og heitir Hlustum á lífið: Vaknar af dvala vorgolan hlý, vefur allt örmum það birtir á ný. Á himninum glitra hin gullroðnu ský, gleðin og trúin hún speglast í því. Vorið oss færir hin fegurstu blóm, fuglarnir kvaka með kyrrlátum róm. Hlustum á lífið, þá heyrum við óm af himneskum röddum og gleðinnar hljóm. (Jón Fr.) Elsku Nonni minn, ég tel það vera algjör forréttindi að hafa verið eig- inkona þín og fá að fylgja þér, ástin mín, allt til hinstu stundar. Ég fylli huga minn þakklæti og gleði yfir þeim 40 árum sem við áttum saman. Hamingjan með þér fylgir mér hvert fótmál í dag. En við vitum að sérhver endir er upphaf að einhverju nýju og trúum á æðri mátt og upprisu and- ans. Því Kristur sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Ég treysti því, elsku Nonni minn, að þú sért umvafinn ljósi, birtu og kærleika og takir á móti eðlilegum umbreytingum með jákvæðni í huga eins og þér einum var lagið. Við munum sakna þín mikið, en það er eins og þú sért alltaf með okk- ur og takir þátt í gleði okkar yfir líf- inu, því hugur okkar til þín er fullur þakklætis og hlýju sem yljar okkur um hjartarætur. Guð veri með þér. Ástarkveðjur. Þín Árdís. Nonni, minn kæri stóri bróðir. Ég vil minnast þín í örfáum orðum, og jafnframt þakka þér fyrir stundirnar okkar saman á Landspítalanum síð- astliðinn vetur, á Kristnesi í sumar og aftur á Landspítalanum núna í nóvember. Samskipti okkar í gegn- um árin hafa ekki verið mikil en á þessu ári hafa þau endurnýjast okk- ur báðum til þroska og gleði. Tíminn sem við áttum saman núna var stutt- ur en okkur báðum dýrmætur. Þú gafst mér og ég gaf þér, þakka þér fyrir það. Jákvæðni, bjartsýni og óbilandi baráttukraftur þinn var aðdáunarverður. Ég dáðist að þér og var stolt af þér. Saman lásum við ljóðin þín þegar ég sat hjá þér, og horfðum á mynd- irnar hans Edda og ljóðin þín við þær. Við töluðum um nafna þinn og ræktarsemi hans við afa sinn og þú varst svo stoltur af stráknum, þetta voru yndislegar stundir sem við átt- um. Þér þótti gott að láta mig klípa í tærnar þínar eins og þú kallaðir það og það var gott að fá að gera það fyr- ir þig. Þú vildir greiða mér fyrir það en ég bað þig að yrkja til mín ljóð í staðinn. Þú sagðist ekki geta það lengur en sagðist vilja gefa mér ljóð sem þú teldir að passaði mér. Dísa færði mér það skrifað, með kveðju frá bróður. Ég vil setja það hér sem kveðju til þín með þakklæti frá mér. Andinn í draumheimi dvelur um nætur, draumurinn hann mildar ef einhver er sár. Blíðlega huggar hann barnið sem grætur, burtu hann strýkur af hvörmunum tár. Barnið svo vaknar í veröld hér nýja sem vefur það örmum og veitir því skjól. Það kemur svo fagnandi í faðminn þínn hlýja sem fyllir það unaði, gleði og sól (Jón Friðriksson.) Elsku Dísa mín, Anna Þóra, Bjössi og fjölskyldur, Guð veri með ykkur. Þín litla systir, Fjóla. Að leiðarlokum vil ég þakka Jóni bróður mínum samfylgdina. Frá uppvaxtarárum okkar man ég mest eftir Nonna, glaðværum, fjörugum og uppátektasömum, með gott skop- skyn og næmi fyrir spaugilegum hliðum mannlífsins. Glettni hans fékk stundum útrás á yngri systur þar sem glensinu var misvel tekið. Ég dáist að hugmyndaflugi hans frá þessum árum. Hann var mikill dýravinur og allt hans líf snerist um dýr enda tók ævi- starfið mið af því. Það kom aldrei annað til greina en að hann yrði bóndi. Starfi sínu fylgdi hann eftir af festu og myndarskap og er hrossa- rækt hans víðkunn. Nonni var listhneigður. Í bernsku var hann farinn að setja saman ljóð og svara fyrir sig í bundnu máli og liggur mikið eftir hann af óbirtum ljóðum. Hann var handverksmaður góður og flinkur við tréskurð og hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Vitni um það ber Fjallakráin við Vatnsleysu sem hann lauk við að reisa eftir að hann var orðinn veikur. Hann var viljasterkur, hafði sterkan persónuleika og bjó yfir ótrúlegri seiglu sem hjálpaði honum í glím- unni við veikindin. Þannig hjálpaði hann með viljastyrk og kímni sínum nánustu að takast á við erfiðleika síð- ustu vikna. Elsku Dísa, Anna Þóra, Björn, Arndís, Jón og Marjan, innilegustu samúðarkveðjur frá okkur öllum. Katrín, Franz og fjölskylda. Fyrir um fjörutíu árum bar fund- um okkar Jóns Friðrikssonar fyrst saman. Hann var þá nýkominn sunn- an úr Hornafirði, hafði verið þar við tamningar og þar áður á Laugar- vatni, einnig við tamningar. Þau Jón og Árdís Björnsdóttir höfðu þá skömmu áður ruglað saman reytum sínum og bjuggu í kjallara- íbúð hjá frændfólki Dísu neðst í Gilinu í innbæ Akureyrar. Ég var í Menntaskólanum á þessum tíma og höfðum við hesta í húsum ofar í Gilinu. Er skemmst frá að segja, að skjótt tókst góður kunningsskapur með okkur, sem seinna leiddi til vináttu sem varað hefur æ síðan. Við Jón stunduðum útreiðar á Ak- ureyri þessa vetur, og mörg kvöldin sátum við yfir kaffi og meðlæti hjá Dísu og ræddum margt spaklegt um hesta og hestamennsku. Jón hafði flutt með sér norður tvær úrvals- hryssur úr Hornafirði, Brúnku og Yrpu, og fyrir átti hann brúnlitför- óttu hryssuna Vöku, sem var hágeng léttleikahryssa. Var hún kannske kveikjan að áhuga hans á að rækta hross með háum fótaburði. Kom þar einhvern tíma tali okkar, hvar finna mætti stóðhest samboðinn Vöku, og varð fyrir valinu Lýsingur frá Voð- múlastöðum, litfagur og hágengur stólpagripur, sem Jón síðar eignað- ist árið 1966. Þessi hross, ásamt öðr- um, mynduðu svo uppistöðuna að hinu víðfræga Vatnsleysukyni. Árið 1966 brugðu þau Jón og Dísa búi og fluttu að Ásgeirsbrekku í Við- víkursveit þar sem þau bjuggu með blandaðan búskap næstu árin. Er mér minnisstætt frá þessum árum, hvað mér fannst Jón, hestamaður- inn, vera natinn kúabóndi. Árið 1971 keyptu þau, ásamt vini sínum Jóni Trausta Steingrímssyni, jörðina Vatnsleysu af H.J. Hólmjárn og fluttu þangað árið eftir. Þar með hófst fyrir alvöru lífsstarf Jóns, semsé ræktun og tamning hrossa. Fór hann þar ekki alltaf troðnar slóðir. Hann var frum- kvöðull í að rækta og fá fram gott tölt með háum fótaburði, atriði sem nú um skeið hafa verið nánast for- sendur fyrir viðskiptum með reið- hross. Fyrir þetta er hrossakynið á Vatnsleysu nú alþekkt og þarf ekki að nefna nein nöfn því til staðfest- ingar. Jón var á löngu tímabili í fremstu röðum sýningamanna á stórmótum hestamanna, og leiddi hann þar fram hvern stórgæðinginn öðrum snjall- JÓN K. FRIÐRIKSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Ástkær eiginkona mín, móðursystir okkar og frænka, SÓLBORG JÚLÍUSDÓTTIR, áður til heimilis á Hörpugötu 4, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 25. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 13.00. Jens G. Guðmundsson, Júlíus Óskarsson, Þorgerður Jónsdóttir, Sigurður Óskarsson, Málfríður Björnsdóttir, Trausti Óskarsson, Sólveig Ívarsdóttir, Jón Óskarsson, Erla Hálfdánardóttir, Jens Óskarsson, Íris Helgadóttir, Jóhann Óskarsson, Ragnheiður Davíðsdóttir og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, Aðallandi 1, Reykjavík, lést á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn 25. nóvember. Bolli Björnsson, Constanze Björnsson, Björn Vignir Björnsson, Guðrún Nikulásdóttir, Þóra Ragnheiður Björnsdóttir, Ágúst Kr. Björnsson, Hildigunnur Guðmundsdóttir, Þórunn Gyða Björnsdóttir, Stefán S. Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTJANA GUÐLAUGSDÓTTIR frá Sandbrekku á Fáskrúðsfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 25. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Jens Pétur Jensen, Sigurður Jensen, Herdís Larsdóttir, Aðalheiður Jensen, Vilhelm Jensen, Linda Rut Jónsdóttir, Fanney Dögg Jensen og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON framkvæmdastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 25. nóvember. Eiríkur Gunnarsson, Valgerður Stefánsdóttir, Trausti Gunnarsson, Berglind Sveinsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Guðjón Pétur Ólafsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Unnur Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Hjörtur Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.