Morgunblaðið - 27.11.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.11.2004, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 19 MINNSTAÐUR Hafnarfjörður | Jóla- þorpið í miðbæ Hafn- arfjarðar verður opnað í dag kl. 12, og verða ljósin á jólatré frá Frederiks- berg, vinabæ Hafnar- fjarðar, tendruð við það tilefni. Þorpið stendur nú við Strandgötu, milli Hafnarborgar og Fjarð- ar. Það samanstendur af 20 litlum húsum þar sem verða á boðstólum ým- iskonar vörur sem tengj- ast jólunum; sælgæti, jólaglögg, handverk, smákökur, jólaskraut, heitt kakó og vöfflur o.fl. Þorpið verður opið frá kl. 12 til 18 allar helgar fram að jól- um, og verður reynt að skapa skemmtilega jólastemningu á að- ventunni, segir Albert Eiríksson, verkefnisstjóri jólaþorpsins. Hann segir að miðað við reynsluna af þorpinu í fyrra komi fólk þangað bæði til að versla og eins til að upp- lifa jólastemninguna sem myndast á markaðnum. Hann segir að fólk komi í heimsókn hvaðanæva, frá öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Leikskólabörn í Hafnarfirði hafa skreytt fjölda jólatrjáa í þorpinu, og setja heimagerðar skreytingar barnanna skemmtilegan svip á markaðinn, segir Anna Sigurborg Ólafsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hjá Hafnarfjarðarbæ. Hún segir að markaðurinn eigi að höfða til fjölskyldna og vinahópa sem komi gjarnan saman til að eiga samverustund, og jafnvel kaupa ein- hverjar jólagjafir. „Í fyrra var fólk sem kom hingað aftur og aftur til þess að upplifa þessa ævintýralegu jólastemningu, hún er nefnilega öðru vísi heldur en í verslunarmið- stöðvunum. Það er ótrúleg stemning sem myndast, fólk stígur inn í æv- intýraheim.“ Boðið verður upp á skemmtiatriði fyrir yngstu kynslóðina alla opn- unardagana kl. 14, og munu hugs- anlega einhverjir jólasveinar stelast til byggða snemma til að heilsa upp á börnin, auk þess sem heyrst hefur af Grýlu í nágrenninu. Jólaþorpið opnað í dag „Fólk stígur inn í ævin- týraheim“ TENGLAR .............................................. www.hafnarfjordur.is Morgunblaðið/Golli Undirbúningur Sigurbjörg Karlsdóttir ætlar að selja ýmiskonar jólavörur; þæfðar ullar- kúlur, jólasveina, jólakerti, -svuntur og spil. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín og olíu á horni Borg- arbrautar og Hlíðarbrautar. Það er Olíuverslun Íslands hf., Olís, sem byggir sjálfsafgreiðslustöðina en hún verður rekin undir merki ÓB. Að sögn Páls Baldurssonar útibús- stjóra Olís á Akureyri verður boðið upp á ódýrara eldsneyti á ÓB stöð- inni en á stöðvum með hefðbundinni þjónustu. Þetta verður jafnframt ní- unda bensínstöðin á Akureyri og önnur sjálfsafgreiðslustöðin en Ork- an er með slíka stöð á bílastæðinu við Hagkaup. Einnig verður byggt rúmlega 400 fermetra verslunarhús á lóðinni og þar mun Samkaup opna matvöru- verslun næsta sumar. P. Alfreðsson ehf. byggir húsið en það verður í eigu fasteignafélgasins Hymis, sem á nokkrar eignir á Akureyri, m.a. Bón- ushúsið við Langholt og húsnæði í Skipagötu. Umrædd lóð á horni Borgarbraut- ar og Hlíðarbrautar er alls um 4.000 fermetrar og eru orðin um 10 ár frá því Olís fékk lóðina. Páll sagði að Olís hefði ætlað að byggja hefðbundna þjónustustöð á lóðinni en landslagið hefði breyst og að viðskiptavinirnir gerðu ríkari kröfur um lægra verð. Því hafi þetta orðið niðurstaðan og lóðinni skipt á milli framkvæmda- aðila. Morgunblaðið/Kristján Bensínstöð Framkvæmdir standa yfir á lóðinni á horni Borgarbrautar og Hlíðarbrautar þar sem á að rísa bensínstöð og verslunarhúsnæði. Níunda bensín- stöðin AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Aflið af stað | Aflið – systursamtök Stígamóta á Norðurlandi hafa hafið vetrarstarfsemina. Í frétt frá félaginu segir að kynferðislegt ofbeldi gagn- vart börnum sé ótrúlega algengt en rannsóknir sýni að fjórða hver stúlka og tíundi hver drengur verði fyrir einhverskonar kynferðisofbeldi áður en 18 ára aldri er náð. Þörfin fyrir að- stoð er því afar brýn og því mikilvægt að ekki þurfi að leita langt eftir henni. Aflið hefur verið með starfsemi á Ak- ureyri í tvö ár og byggist starfið á hugmyndafræði og vinnuskipulagi Stígamóta í Reykjavík. Samtökin eru með opinn símatíma einu sinni í viku og þar fyrir utan eru einkaviðtöl og sjálfshjálparhópar. Símsvari samtak- anna er opinn allan sólarhringinn. Á síðasta ári voru á annað hundrað einkaviðtöl og þrír sjálfshjálparhópar verið í gangi. Í þessum hópum koma konur saman til þess að sækja sér styrk til að takast á við vandamál sem rekja má til afleiðinga sifjaspella og nauðgana. Staða aldraðra | Heilbrigðishópur Samfylkingarinnar og Lands- samtökin 60+ boða til ráðstefnu um stöðu aldraðra í dag, laugardaginn 27. nóvember á Fiðlaranum, Skipa- götu 14 á Akureyri. Þar verða flutt alls átta erindi um ýmis málefni er varða eldri borgara. Allir eru vel- komnir á ráðstefnuna sem hefst kl. 13 og er aðgangur ókeypis.    Sölusýning hjá Margréti | Sölusýning verður nú um helgina í Gallerí Margrétar Jónsdóttur leir- listakonu að Gránufélagsgötu 48, en þar eru á ferð hönnuðir frá Verksmiðjunni að Skólavörðustíg 4 sem leggja land undir fót og halda norður. Hönnuðirnir Anna Guðmunds- dóttir, María Kristín Magnús- dóttir, Rósa Helgadóttir, Sunneva Vigfúsdóttir, Þorbjörg Valdimars- dóttir, Halldóra Emilsdóttir, Guð- laug Halldórsdóttir og Hulda Kristinsdóttir sýna fatnað, skó, töskur, húfur og ýmsa aðra fylgi- hluti. Opið verður frá kl. 13 til 17 á laugardag og sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.