Morgunblaðið - 30.01.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 30.01.2008, Síða 21
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 21 Hreinar og heilbrigðar tennurskipta miklu máli fyrir vel-líðan fólks. Aldraðir Íslend- ingar eru nú betur tenntir en áður fyrr. Vandamál tengd tönnum eru því oftar en áður til staðar hjá öldr- uðum og er tannvernd því afar nauð- synleg, en tannvernd snýst fyrst og fremst um góða munnhirðu, hollar neysluvenjur, notkun flúors og reglulegt eftirlit tannlæknis. Góð munnhirða er jafnnauðsynleg öldruðum sem ungum en samhliða öldrun getur færnin til að sinna eigin munnhirðu minnkað. Laus eða föst tanngervi, t.d. partar, krónur, brýr og tannplantar, kalla á vandasamari þrif og þeir sem þarfnast umönnun- ar verða að geta treyst því að heil- brigðisstarfsfólk kunni réttu hand- tökin við munnhirðu og búi yfir nauðsynlegri þekkingu til að gefa góð ráð varðandi munnhirðu og tannvernd. Rótarskemmdir hafa aukist meðal aldraðra. Tannholdið hörfar og þar með er hluti tannrótar ekki lengur verndaður af slímhúð og því kjörinn griðastaður tannsýklu. Tann- skemmd myndast hratt á rótar- yfirborði. Til að hægja á vexti rót- arskemmda er almennt ráðlagt að auka flúornotkun. „Duraphat“, há- skammta flúortannkrem, er vænt- anlegt í lyfjabúðir fljótlega, en það hægir mjög á vexti rótarskemmda. Munnþurrkinn þekkja margir aldraðir en munnþurrkur getur komið fram sem fylgikvilli sjúkdóma eða sem aukaverkun við töku lyfja og einkennist af sviða í munni og erf- iðleikum við tal, tyggingu og kyng- ingu. Við langvarandi munnþurrk er munnurinn næmari fyrir sýkingum auk þess sem tennur skemmast frek- ar. Ekki eru til lyf við munnþurrki en ýmis hjálparefni eru til sem bæta líðan, s.s. sykurlausar sogtöflur, syk- urlaust tyggjó, munnskol og gel. Sum þessara efna innihalda flúor og sérstaklega er mælt með þeim. Mik- ilvægast er þó að hirða tennurnar vel, bursta með flúortannkremi minnst tvisvar sinnum á dag og hreinsa daglega milli tannanna með tannþræði. Einnig er nauðsynlegt að drekka nóg af vatni og skola munn- inn með vatni oft á dag. Hollráð  Burstið tennurnar tvisvar á dag með flúortannkremi, skyrpið svo tannkreminu en skolið ekki með vatni á eftir.  Ekki borða sætindi milli máltíða og rétt fyrir svefninn, takmarkið neyslu sykraðs matar og drykkjar við matmálstíma eingöngu.  Mörg lyf geta orsakað og við- haldið munnþurrki – leitið upplýs- inga í lyfjabúðum.  Til eru munnvatnsörvandi hjálp- arefni sem bæta líðan ef munn- þurrkur er til staðar. Farið í reglu- legt eftirlit til tannlæknis. AP Hreinar og heilbrigðar tennur Góð munnhirða er jafn nauðsynleg öldruðum sem ungum börnum. Tannvernd aldraðra Tannhirða Mikilvægt er að hirða tennurnar vel og hreinsa daglega milli tannanna með tannþræði. Hólmfríður Guðmundsdóttir Verkefnisstjóri tannheilsu Lýðheilsustöð NÝ rannsókn sýnir að norrænar konur vilja fá að borga helminginn af reikningum, þegar þær fara á stefnumót. Þetta sýnir ný skýrsla um evrópskar drykkjuvenjur sem eitt af stærstu brugghúsum í heim- inum, SABMiller, hefur látið gera. Í frétt á vefsíðu Berlingske tid- ende kemur fram að skýrslan bygg- ist á svörum frá 7.500 körlum og konum í 15 löndum. Svörin sýna að danskar og sænskar konur eru mun uppteknari af jafnrétti í þessum efn- um en kynsystur þeirra í Evrópu. 72 prósent danskra og 86 prósent sænskra kvenna borga með gleði helming reikningsins þegar þær fara á stefnumót. Málið horfir aðeins öðruvísi við þegar konan er í föstu sambandi og er úti á lífinu með manninum sínum. Þá ætlast aðeins 67 prósent dönsku kvennanna til þess að draga upp greiðslukortið – 28 prósent gera ráð fyrir að karlinn borgi brúsann. Hins vegar eru dönsku karlarnir býsna líkir þorra evrópskra karl- manna því aðeins 18 prósent þeirra ætlast til þess að konan taki þátt í kostnaðinum fyrir drykki þegar þau eru úti að skemmta sér og gildir þá einu hvort þeir eru í föstu sambandi eða ekki. Konur vilja borga Skál! Skyldu þær láta kallinn splæsa? Reuters - kemur þér við Hvað ætlar þú að lesa í dag? Gleymdist að segja frá mótvægisaðgerðum Hver fékk sitt fram í málefnasamningnum? Er nýja Biblían mor- andi í málvillum? Hvernig á að geyma stafrænar myndir? Tólf ára skíðakappi stefnir á Ólympíu- leikana 2014 Ragna spilar kynjaskipt badminton í Íran

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.