Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 144. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is RÖÐ TIL- VILJANA ET TUMASON LEIKUR HRÁAN DELTABLÚS Í ANDA MEISTARA >> 36 ÖLL ERU ÞAU FÆDD 21. DAG MÁNAÐAR ALLT ÓUMBEÐIÐ >> 19 21 ELTIR FJÖLSKYLDU FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að efla eftirlit með svonefndum svörtum blettum á hring- veginum í sumar og fram á haust. Með svörtum blettum er átt við vegarkafla þar sem mörg slys verða. Vegagerðin heldur ut- an um skilgreiningu á slíkum „blettum“ og hefur látið lögreglu í té kort yfir verstu veg- arkaflana. Af augljósum ástæðum er ekki venja að birta almenningi slík kort. „Það verða til dæmis auknar hraðamæl- ingar á þeim stöðum sem metnir eru hættu- legir,“ segir Sigurður Helgason, verk- efnastjóri hjá Umferðarstofu. Hann, líkt og aðrir viðmælendur Morgunblaðsins, fagnar framtakinu og vonast er til að banaslysum fækki í kjölfarið. Þessi stefna, að ráðast beint að rótum vandans, þ.e. að taka fyrir þá staði þar sem flest slys verða, hefur fengið meira vægi í forvörnum undanfarin ár. Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndar umferð- arslysa, segir að m.a. sé litið til þeirra þjóða sem nái góðum árangri í baráttunni gegn umferðarslysum og reynt að læra af þeim. „Við erum alltaf í meira mæli að nota töl- fræðina, og sáum í fyrra minni meðalhraða og færri banaslys.“ Ágúst minnir þó á að al- varleg slys hafi verið fleiri en viðunandi sé. Á síðasta ári urðu fimmtán banaslys í um- ferðinni, en þau voru 28 árið 2006, og lést þá 31 einstaklingur. Markvisst unnið að fækkun slysa Vegagerðin hefur í rúman áratug unnið markvisst að því að fækka slysum á svört- um blettum. Að sögn Auðar Þóru Árnadótt- ur, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, hefur blettunum fækkað gífurlega en ávallt megi betur gera. Meðal þess sem nýtt er í starfi Vegagerð- arinnar hvað svörtu blettina varðar er að taka út umhverfi veganna. Þá eru ekki að- eins teknir út þeir vegir þar sem flest slys verða heldur einnig þar sem slæm slys geta orðið. „Við erum búin að taka út leiðina frá Reykjavík til Akureyrar og það eru heil- margir staðir þar sem m.a. þarf að setja vegrið,“ nefnir Auður sem dæmi, en einnig hafa verið lengd vegrið við fjölda brúa. Vegagerðin mun jafnframt halda áfram að fækka einbreiðum brúm í sumar. Í dag eru 50 einbreiðar brýr á hringveginum en reynt er að fækka um 10–20 einbreiðar brýr á öllu landinu á ári. Í fyrra var fækkað um 23 einbreiðar brýr en ekki er ljóst hversu margar þær verða í ár. Eftirlit með „svörtum blettum“ Fækkun einbreiðra brúa heldur áfram Morgunblaðið/ÞÖK Slys Sérstakt eftirlit verður í sumar. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ SEM við finnum er hve margt ungt fólk leitar til okkar sem er komið í mjög slæm mál. Mér finnst málin erfiðari núna. Það er mjög al- varlegt hve margt ungt fólk er illa statt,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður hjá Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna, um stöðu ungra skuldara á markaðnum í dag. Hún segir að staða margra hafi versnað eftir að bankarnir stöðvuðu útlán í vetur. „Unga fólkið sem leitar til okkar er með hærri skuldir. Þetta er fólkið sem tók bílalánin og erlendu lánin og önnur lán, nokkuð sem er að koma fram núna frá þeim tíma þegar fólk var að skuldsetja sig og gat gengið á milli lánastofnana og er því nú með skuld á svo mörgum stöðum. Það sem við gerum er að setja dæmið upp og leita eftir upplýsingum frá öllum lánastofnunum og með því fær fólkið heildarsýn yfir fjármálin.“ Aðspurð hvenær þessi vandi hafi komið í ljós segir Ásta þá þróun hafa orðið undanfarin ár að áður hafi aldurshópurinn á milli þrítugs og fer- tugs verið fjölmennastur meðal þeirra sem leita til Ráðgjafarstofu þau 12 ár sem stofan hafi starfað. Það hafi breyst og á árinu 2007 hafi hópur skuldsetts fólks á þrítugsaldri orðið jafn fjölmennur. Árið 2006 hafi yngri hópurinn jafn- vel verið stærri. Ungt fólk eyddi um efni fram „Það er svo greinilegt að neyslan hefur farið úr böndunum. Það er eðlilegt að fasteignalánin hafi forgang en ofan á þau koma neysluskuld- irnar. Þeir sem hafa verið að borga af fast- eignalánum hafa kannski ekkert átt til að lifa, til að kaupa mat og borga fyrir börnin. Það er þetta sem mér finnst svo áberandi: Yfirdráttarl- ánin og raðgreiðslurnar, neyslulán sem fólk hef- ur þurft að nota til að brúa bilið. Svo er það líka greinilegt að bankarnir hafa verið að stíga á bremsuna og verið að minnka lán, þar með talin yfirdráttarlán. Þetta finnum við þegar fólk kemur til okkar eftir að bankinn hefur sagt „stopp“: Þú færð ekki meiri yfir- drátt! Það sem skortir hérna er sparnaður og að fólk hafi svigrúm til að taka sveiflunum þegar þær verða. Þegar greiðslubyrðin fer að hækka er greiðslugetan orðin neikvæð og fólk ræður hreinlega ekki við þetta. Þetta er bolti sem er svo fljótur að rúlla og verða óviðráðanlegur.“ Ásta segist mundu vilja sjá boðið upp á greiðsluaðlögun fyrir þá sem eiga í greiðsluerf- iðleikum. „Ég vildi sjá greiðsluaðlögun. Það er úrræði sem myndi koma sér vel fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum svo þeir geti fengið samn- ing sem þeir ráða við gagnvart kröfuhöfum. Að- lögunin tryggir fólki lágmarks framfærslu og að það geti lifað mannsæmandi lífi á meðan það er að komast upp úr skuldafeninu.“ „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“ Staða margra skuldara versnaði eftir að bankarnir stöðvuðu útlán í vetur GUÐRÚN Matthildur Sigurbergsdóttir sigraði í árlegu beinakroppi Gradualekórs Langholtskirkju í gær og hlaut titilinn „Beinajarl Gradualekórsins“. Keppnin fór nú fram í 12. sinn og varð Guðrún Matthildur hlutskörpust í þriðja sinn. Jón Stefánsson söngstjóri kom keppninni á laggirnar og á mynd- inni dæmir hann kroppið með Þóru Einarsdóttur söngkonu. „Ég sá fram á að þessi gamli, góði siður að fá að kroppa af beinum var að verða útdauður svo ég sneri vörn í sókn og ákvað að bjóða kórnum í kjötsúpu einu sinni á ári í þeim tilgangi að kenna krökkunum að ganga vel um matinn sinn,“ segir Jón. Bændasamtökin gefa sauða- kjöt í keppnina og Sigurberg Jónsson kokkur sér til þess að kjötbit- arnir veiti sem jafnasta keppni og einnig um að elda súpuna. Gradualekórinn undirbýr nú tónleikaferð í júní þar sem haldnir verða tónleikar í Reykholtskirkju kl. 17 laugardaginn 7. júní og í sal frímúrara á Sauðárkróki kl. 17 sunnudaginn 8. júní. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðrún Matthildur beinajarl í þriðja sinn Dómarar Þóra Einarsdóttir og Jón Stefánsson dæma beinin. Dauðasyndirnar >> 37 Öll leikhúsin á sama stað Leikhúsin í landinu SANNGIRNISMÁL er að banka- kerfið taki á sig stóran hluta af kostnaðinum við hugsanlega lántöku ríkisins til að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans, að mati Friðriks Más Baldurssonar, prófessors við Há- skólann í Reykjavík. Lagt hefur ver- ið fram frumvarp á Alþingi sem fel- ur í sér heimild til handa ríkisstjórninni til að taka allt að 500 milljarða lán. Segir Friðrik að þörfin fyrir slíka lántöku sé að stórum hluta komin til vegna mikillar aukningar á umsvif- um bankakerfisins. „Kallað hefur verið eftir lántöku af þessu tagi af bankakerfinu og mér þykir mjög eðlilegt að bankarnir taki þátt í þessum kostnaði,“ segir Friðrik. Það fer eftir þeim kjörum sem ríkinu bjóðast, þegar og ef lánið verður tekið, hver kostnaðurinn er, en hvert 0,1% í vaxtamun felur í sér 500 milljóna kostnað fyrir ríkið. | 14 Beri hluta kostnaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.